Fæðingarorlof væri allt að 820 þúsund ef ekki hefði verið skorið niður

Miklu færri feður taka fæðingarorlof en áður og í styttri tíma. Ástæðan er m.a. miklar skerðingar á hámarksgreiðslum.

barn
Auglýsing

Hámarks­greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði væru tæp­lega 820 þús­und krónur í dag ef ekki hefði verið ákveðið að skerða þær veru­lega eftir hrun, og þær hefðu fylgt verð­lags­þró­un. Þess í stað nema greiðsl­urnar nú 370 þús­und krónum á mán­uði að hámarki. 

Flestir sem að fæð­ing­ar­or­lofs­málum koma eru sam­mála um að þessi skerð­ing hafi haft mikil áhrif, ekki síst á töku feðra á fæð­ing­ar­or­lofi. Þegar þakið var hæst árið 2008 voru umsóknir feðra um fæð­ing­ar­or­lof 90% af umsóknum mæðra. Árið 2014 var þetta hlut­fall komið niður í 80%. Færri feður taka fæð­ing­ar­or­lof og þeir sem taka fæð­ing­ar­or­lof gera það í mun færri daga en þegar mest var. Árið 2008 var með­al­daga­fjöld­inn í fæð­ing­ar­or­lofi feðra 103 dag­ar, en sam­kvæmt bráða­birgða­tölum fyrir 2015 var með­al­daga­fjöld­inn kom­inn niður í 74 daga. 

Auglýsing

Greiðsl­urnar eiga að hækka aft­ur, upp í 600 þús­und krónur sam­kvæmt til­lögum starfs­hóps um fram­tíð­ar­stefnu í fæð­ing­ar­or­lofs­mál­um, sem skil­aði af sér til­lögum til Eyglóar Harð­ar­dóttur félags­mála­ráð­herra fyrir helgi. Hóp­ur­inn leggur einnig til að fyrstu 300 þús­und krónur tekna verði óskert­ar, en 80% af tekjum umfram það, og að hámarks­greiðsl­urnar breyt­ist í sam­ræmi við launa­vísi­tölu ár hvert. Hóp­ur­inn vill að þessar breyt­ingar taki gildi um næstu ára­mót. 

Kostn­að­ur­inn við þessar breyt­ingar er tals­verð­ur. Greiðslur Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóðs voru 8,5 millj­arðar í fyrra og gert er ráð fyrir að þær verði 8,8 millj­arðar á þessu ári. Með því að hækka hámarks­greiðsl­urnar í 600 þús­und krónur fer kostn­aður sjóðs­ins upp í um 10,7 millj­arða á næsta ári og verður um 12,2 millj­arðar á ári eftir það. 

Varð illa úti í hruns­nið­ur­skurði

Hámarks­greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði námu 535.700 krónum árið 2008. Á verð­lagi dags­ins í dag sam­svarar það 818.179 krón­um. Sjóð­ur­inn var skor­inn veru­lega niður af síð­ustu rík­is­stjórn strax í kjöl­far hruns­ins, líkt og átti við um margt í kjöl­far þeirra for­dæma­lausu aðstæðna sem þá komu uppStrax var þó gagn­rýnt að svo veru­lega væri skorið niður í þessum mála­flokki, og varað við því að það myndi hafa alvar­leg áhrif á kerf­ið. 

Hámarks­greiðsl­urnar fóru niður í 400 þús­und strax árið 2009, niður í 350 þús­und um mitt ár 2009 og svo niður í 300 þús­und árið 2010. Upp­hæðin var óbreytt næstu tvö ár og var svo hækkuð í 350 þús­und krónur kosn­inga­árið 2013. Núver­andi rík­is­stjórn hækk­aði hámarkið í 370 þús­und krónur árið 2014 og það hámark hefur verið óbreytt síð­an. 

Horfum á kerfið hrynja

Reglu­lega er talað um það að fæð­ing­ar­or­lofslögin á Íslandi hafi verið bylt­ing­ar­kennd þegar þeim var komið á. Með þeim hafi verið stigið stórt skref í jafn­rétt­isátt. 

Kristín Ást­geirs­dótt­ur, fram­kvæmda­stýra Jafn­rétt­is­stofu, hefur lengi sagt að þakið á Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði hafi staðið of lengi í stað. „Við horfum upp á ein­stakt kerfi, sem búið var að byggja hér upp, molna niður fyrir framan okk­ur,“ sagði hún við Morg­un­blaðið á dög­un­um. Nauð­syn­legt sé að hækka þakið og hafa það í takt við launa­þróun í land­inu, vegna þess að það hafi áhrif á ákvörðun um barn­eignir hvort for­eldrar hafi efni á að taka sér frí. Fæð­ing­ar­or­lofið tryggi að auki jafn­ari stöðu kynj­anna bæði á vinnu­mark­aði og í umgengni for­eldra við börn sín. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None