Fæðingarorlof væri allt að 820 þúsund ef ekki hefði verið skorið niður

Miklu færri feður taka fæðingarorlof en áður og í styttri tíma. Ástæðan er m.a. miklar skerðingar á hámarksgreiðslum.

barn
Auglýsing

Hámarks­greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði væru tæp­lega 820 þús­und krónur í dag ef ekki hefði verið ákveðið að skerða þær veru­lega eftir hrun, og þær hefðu fylgt verð­lags­þró­un. Þess í stað nema greiðsl­urnar nú 370 þús­und krónum á mán­uði að hámarki. 

Flestir sem að fæð­ing­ar­or­lofs­málum koma eru sam­mála um að þessi skerð­ing hafi haft mikil áhrif, ekki síst á töku feðra á fæð­ing­ar­or­lofi. Þegar þakið var hæst árið 2008 voru umsóknir feðra um fæð­ing­ar­or­lof 90% af umsóknum mæðra. Árið 2014 var þetta hlut­fall komið niður í 80%. Færri feður taka fæð­ing­ar­or­lof og þeir sem taka fæð­ing­ar­or­lof gera það í mun færri daga en þegar mest var. Árið 2008 var með­al­daga­fjöld­inn í fæð­ing­ar­or­lofi feðra 103 dag­ar, en sam­kvæmt bráða­birgða­tölum fyrir 2015 var með­al­daga­fjöld­inn kom­inn niður í 74 daga. 

Auglýsing

Greiðsl­urnar eiga að hækka aft­ur, upp í 600 þús­und krónur sam­kvæmt til­lögum starfs­hóps um fram­tíð­ar­stefnu í fæð­ing­ar­or­lofs­mál­um, sem skil­aði af sér til­lögum til Eyglóar Harð­ar­dóttur félags­mála­ráð­herra fyrir helgi. Hóp­ur­inn leggur einnig til að fyrstu 300 þús­und krónur tekna verði óskert­ar, en 80% af tekjum umfram það, og að hámarks­greiðsl­urnar breyt­ist í sam­ræmi við launa­vísi­tölu ár hvert. Hóp­ur­inn vill að þessar breyt­ingar taki gildi um næstu ára­mót. 

Kostn­að­ur­inn við þessar breyt­ingar er tals­verð­ur. Greiðslur Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóðs voru 8,5 millj­arðar í fyrra og gert er ráð fyrir að þær verði 8,8 millj­arðar á þessu ári. Með því að hækka hámarks­greiðsl­urnar í 600 þús­und krónur fer kostn­aður sjóðs­ins upp í um 10,7 millj­arða á næsta ári og verður um 12,2 millj­arðar á ári eftir það. 

Varð illa úti í hruns­nið­ur­skurði

Hámarks­greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði námu 535.700 krónum árið 2008. Á verð­lagi dags­ins í dag sam­svarar það 818.179 krón­um. Sjóð­ur­inn var skor­inn veru­lega niður af síð­ustu rík­is­stjórn strax í kjöl­far hruns­ins, líkt og átti við um margt í kjöl­far þeirra for­dæma­lausu aðstæðna sem þá komu uppStrax var þó gagn­rýnt að svo veru­lega væri skorið niður í þessum mála­flokki, og varað við því að það myndi hafa alvar­leg áhrif á kerf­ið. 

Hámarks­greiðsl­urnar fóru niður í 400 þús­und strax árið 2009, niður í 350 þús­und um mitt ár 2009 og svo niður í 300 þús­und árið 2010. Upp­hæðin var óbreytt næstu tvö ár og var svo hækkuð í 350 þús­und krónur kosn­inga­árið 2013. Núver­andi rík­is­stjórn hækk­aði hámarkið í 370 þús­und krónur árið 2014 og það hámark hefur verið óbreytt síð­an. 

Horfum á kerfið hrynja

Reglu­lega er talað um það að fæð­ing­ar­or­lofslögin á Íslandi hafi verið bylt­ing­ar­kennd þegar þeim var komið á. Með þeim hafi verið stigið stórt skref í jafn­rétt­isátt. 

Kristín Ást­geirs­dótt­ur, fram­kvæmda­stýra Jafn­rétt­is­stofu, hefur lengi sagt að þakið á Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði hafi staðið of lengi í stað. „Við horfum upp á ein­stakt kerfi, sem búið var að byggja hér upp, molna niður fyrir framan okk­ur,“ sagði hún við Morg­un­blaðið á dög­un­um. Nauð­syn­legt sé að hækka þakið og hafa það í takt við launa­þróun í land­inu, vegna þess að það hafi áhrif á ákvörðun um barn­eignir hvort for­eldrar hafi efni á að taka sér frí. Fæð­ing­ar­or­lofið tryggi að auki jafn­ari stöðu kynj­anna bæði á vinnu­mark­aði og í umgengni for­eldra við börn sín. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None