Vaxandi sýnilegur ágreiningur milli ríkisstjórnarflokka

Staðsetning Landspítala og fæðingarorlofsmál hafa bæst á listann yfir stór mál þar sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ganga alls ekki í takt. Kjarninn tók saman stærstu ágreininingsmál ríkisstjórnarinnar um þessar mundir.

Ósætti stjórnarliða hefur komið meira og meira upp á yfirborðið undanfarið.
Ósætti stjórnarliða hefur komið meira og meira upp á yfirborðið undanfarið.
Auglýsing

Nú þegar aðeins er rúmt ár í næstu alþing­is­kosn­ing­ar, að óbreyttu, fer þeim málum fjölg­andi sem rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir tveir virð­ast algjör­lega ósam­mála um hvernig skuli standa að. Opin­ber­lega deila þing­menn og ráð­herrar um ýmis mál, og átaka­lín­urnar á milli flokk­anna eru farnar að skýr­ast. Kjarn­inn tók saman nokkur helstu ágrein­ings­málin um þessar mund­ir. 

1. Land­spít­al­inn 

Í annað skiptið á einu ári hefur Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hleypt upp umræð­unni um upp­bygg­ingu Land­spít­al­ans. Hann gerði það fyrst í byrjun apríl í fyrra, þegar hann stakk upp á því að kannað yrði hvort skyn­sam­legt væri að reisa nýjan Land­spít­ala á lóð Rík­is­út­varps­ins í Efsta­leiti. For­sendur fyrir nýbygg­ingum við Hring­braut hefðu breyst mikið frá því að ákvörðun hefði verið tekin um að byggja við Hring­braut. Hann sagði það þess virði að reikna hvort það borg­aði sig að selja fast­eign­irnar og bygg­inga­rétt­inn við Hring­braut. 

Í kjöl­farið kom Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra fram og sagði ljóst að áfram yrði unnið að því að nýr Land­spít­ali rísi við Hring­braut. „Ég vinn að þessu verk­efni sam­kvæmt þeim lögum sem um þetta mál gilda og sömu­leiðis eftir þeirri sam­þykkt sem Alþingi gerði með fjár­lögum árs­ins 2015 og sömu­leiðis þeirri þings­á­lyktun sem liggur fyr­ir. En ekki síður þeirri yfir­lýs­ingu sem rík­is­stjórnin gaf í tengslum við verk­föll lækna,“ sagði hann þá.

Auglýsing

Spólum svo fram í mars 2016, þegar Sig­mundur Davíð lagði til að skoðað verði „hvort ekki sé best, í ljósi allra aðstæðna að ráð­ast í bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Víf­ils­stað­i.“ Fleiri fram­sókn­ar­menn komu í kjöl­farið og sögð­ust sam­mála Sig­mundi. Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, fyrsti vara­for­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is, sagði rétt að taka umræðu um stað­setn­ingu Land­spít­ala. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn standi sam­ein­aður í þessu máli. 

Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra kom þá fram með nokkuð harða gagn­rýni á for­sæt­is­ráð­herrann, enda honum algjör­lega ósam­mála. „Það er ekki boð­legt í mínum huga þegar við erum ­með svona stórt mál undir með mjög við­kvæma stöðu uppi í þessum til­tekna mála­flokki sem að heil­brigð­is­málin eru,“ sagði hann um til­lögu for­sæt­is­ráð­herra. Bæði hann og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hafi fyrst heyrt um hug­mynd­irnar í fjöl­miðl­um. 

Það er alveg öruggt að Land­spít­al­inn verði við Hring­braut, eins og Alþingi ákvað árið 2010 og aftur 2013, segir Krist­ján Þór. „Síðan gerir Alþingi sér­staka ályktun 2014. Við höfum séð þessu verk­efni stað sem betur fer í fjár­lögum árið 2014, 2015 og 2016 og þetta verk­efni er inn í rík­is­fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2015 til 2019. Þannig að við erum byrj­uð, fram­kvæmdir eru hafn­ar.“ 

2. Breyt­ingar á fæð­ing­ar­or­lofi

Fæðingarorlofið er eitt deilumálanna innan ríkisstjórnarflokkanna.Eygló Harð­ar­dóttir félags­mála­ráð­herra tók í síð­ustu viku á móti til­lögum starfs­hóps um fram­tíð­ar­stefnu í fæð­ing­ar­or­lofs­mál­um, en hóp­inn skip­aði hún sjálf árið 2014. Hóp­ur­inn leggur til að fæð­ing­ar­or­lofið verðu lengt í 12 mán­uði, hámarks­greiðslur verði hækk­aðar í 600 þús­und krónur á mán­uði og að leik­skóla­dvöl verði tryggð í fram­haldi af fæð­ing­ar­or­lofi. Eygló hefur sagt að hún ætli sér að vinna frum­varp upp úr til­lög­un­um, þær end­ur­spegli skýra sýn og almenna sam­stöðu um grund­vall­ar­mark­mið fæð­ing­ar­or­lofs­ins. Breyt­ing­arnar munu kosta átta millj­arða króna. 

Það leið ekki á löngu þar til vara­for­maður fjár­laga­nefndar og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, kom fram og gagn­rýndi lof­orð Eyglóar harð­lega. Hann sagði það algengt vanda­mál að stjórn­völd lofi fjár­munum sem ekki séu til. Lof­orð Eyglóar væru inni­stæðu­laus enda hafi hún ekki sparað þá millj­arða sem til þurfi. „Það er eðli­legt að ræða hugs­an­legar breyt­ingar í sam­hengi við aðra þætti rík­is­fjár­mála áður en við gefum vil­yrði um átta þús­und millj­ónir króna í útgjalda­auka.“ 

3. Breyt­ingar á hús­næð­is­kerf­inu

Sjálfstæðisflokkurinn vill séreignastefnu, en Framsóknarflokkurinn er með önnur plön.Allt frá því að þessi rík­is­stjórn tók við völdum lof­aði hún breyt­ingum til hins betra í hús­næð­is­mál­um. Síð­asta þing má eig­in­lega segja að frum­varpa frá Eyglóu Harð­ar­dóttur félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra hafi verið beðið með eft­ir­vænt­ingu. Þau voru hins vegar lengi í vinnslu og voru sömu­leiðis lengi í kostn­að­ar­mati hjá fjár­mála­ráðu­neyt­inu, sem varð meðal ann­ars til þess að Eygló hvatti starfs­fólk fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins til að klára málin með því að senda þeim orkust­angir og orð­send­ingu, sem hún birti opin­ber­lega. Á end­anum kom fram hörð gagn­rýni á stærstu frum­vörpin frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Það breytti þó ekki því að rík­is­stjórnin hafði hús­næð­is­málin sem eitt sinna trompa til að liðka fyrir gerð kjara­samn­inga síð­ast­liðið vor. Frum­vörpin náðu þó ekki fram að ganga á því þingi, jafn­vel þótt það starf­aði vel inn í sum­ar­ið. 

Strax síð­ast­liðið sumar kom fram í fjöl­miðlum að ekki væri víð­tækur stuðn­ingur við stóru frum­vörp­in, um hús­næð­is­bætur og það sem nú kall­ast frum­varp um almennar íbúð­ir, hjá þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Morg­un­blaðið hafði eftir þing­mönnum að þau yrðu að taka veru­legum breyt­ingum til þess að sjálf­stæð­is­menn gætu stutt þau. 

Í jan­úar á þessu ári kom svo fram gagn­rýni frá Ragn­heiði Rík­harðs­dóttur þing­flokks­for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem sagði þing­hóp­inn hafa margt að athuga við frum­vörp­in, það hafi alltaf verið vitað að stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé sér­eigna­stefna. Í febr­úar tók Kjarn­inn alla þing­menn í vel­ferð­ar­nefnd tali og spurði út í frum­vörp­in, sem þá voru komin til með­ferðar nefnd­ar­inn­ar. Þar kom enn á ný fram að ekki er sátt um frum­vörpin óbreytt. Hús­næð­is­frum­vörpin eru enn öll hjá vel­ferð­ar­nefnd, sem gæti gert breyt­ingar sem mynda meiri sátt um mál­in, enda búið að lofa vinnu­mark­aðnum úrlausn­um. 

4. Sala bank­anna 

Bankarnir þrír. Fjár­lög árs­ins í ár gera ráð fyrir því að tæp­lega 30 pró­senta hlutur rík­is­ins í Lands­bank­anum verði seldur á þessu ári fyrir 71,3 millarða króna. Banka­sýsla rík­is­ins hefur hafið und­ir­bún­ing söl­unn­ar. Nú hefur reyndar Borg­un­ar­málið sett strik í reikn­ing­inn og flestir vilja passa að það hafi ekki áhrif á fyr­ir­hug­aða sölu. En jafn­vel áður en það mál komst aftur í hámæli var komið í ljós að stjórn­ar­flokk­arnir tveir hafa afar ólíkar hug­myndir um hlut­verk Lands­bank­ans. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ályktaði á flokks­þingi í fyrra að Lands­bank­inn verði áfram í rík­i­s­eigu og eigi að starfa sem sam­fé­lags­banki. Það er hug­mynd sem hefur síðan verið haldið mjög á lofti, ekki síst af Frosta Sig­ur­jóns­syni, for­manni efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is. Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hins vegar ekki vita hvað sam­fé­lags­bankar eigi að vera, hann vill ekki að ríkið eigi allan hlut sinn í Lands­bank­anum áfram en hefur sagt að ríkið verði samt stór eig­andi þar áfram um eitt­hvert skeið. 

Þá hefur Ásmundur Einar Daða­son þing­flokks­for­maður flokks­ins komið fram með þá hug­mynd að allir Íslend­ingar geti beint og milli­liða­laust eign­ast hlut í Íslands­banka eða Lands­bank­an­um. Þannig verði annar hvor bank­anna gerður að sam­fé­lags­banka, enda sé „mik­il­vægt að annar þess­ara banka verði að stórum hluta í eigu almenn­ings í land­in­u.“ 

Flokk­arnir eru því langt frá því að vera sam­mála um það hvert skuli stefna á fjár­mála­mark­aði, þar sem ríkið er veru­lega stór eig­andi. Þótt nú sé orðið ljóst að ekk­ert verður selt alveg í bráð er ljóst að um fram­haldið ríkir ekki sátt. 

5. Búvöru­samn­ing­arnir

Búvörusamningar undirritaðir fyrr á árinu.

Það mátti kannski frá byrjun vera ljóst að ekki yrði víð­tæk sam­staða um und­ir­ritun nýrra búvöru­samn­inga. Kostn­aður rík­is­ins eykst um 900 millj­ónir á ári, samn­ing­arnir eru til 10 ára og þeir eru tvö­falt verð­tryggð­ir. 

Um leið og búið var að til­kynna um und­ir­ritun samn­ing­anna í síð­asta mán­uði var komin fram hörð gagn­rýni á þá úr ranni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þing­flokks­for­mað­ur­inn Ragn­heiður Rík­harðs­dóttir fór þar fremst í flokki og sagð­ist alfarið á móti samn­ing­un­um. „Eru menn ekki að grínast, aldrei með mínu sam­þykki,“ sagði hún. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari flokks­ins, tók undir með Ragn­heiði og sagð­ist lít­ast mjög illa á samn­ing­ana. „Það er gjör­sam­lega ótækt að ætla að bæta svona í rík­is­styrki til land­bún­að­ar­ins.“ Vil­hjálmur Bjarna­son þing­maður flokks­ins hefur einnig gagn­rýnt samn­ing­ana harð­lega og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son hefur sagt leið­ina gam­al­dags og úrelta. 

Það gleymd­ist hins vegar kannski að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks þeirra, var einn þeirra sem und­ir­rit­uðu samn­ing­ana, þrátt fyrir að óum­deilt sé að þeir séu verk Fram­sókn­ar­flokks­ins. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Sig­urður Ingi Jóhanns­son hafa báðir varið samn­ing­inn grimmt. Sig­mundur Davíð sagði gagn­rýni á hann vera stórfurðu­legar árásir „fá­einna tals­manna stór­versl­ana á íslenska bænd­ur.“

Þá er fólk ekk­ert sam­mála um það með hvaða hætti búvöru­samn­ingar koma til kasta þings­ins. Bjarni Bene­dikts­son hefur sagt að þeir komi þangað inn til sam­þykkt­ar. Það mun þó vera þannig að samn­ing­arnir sjálfir verða fylgi­skjal með laga­breyt­ingum sem gera þarf til að hann nái fram að ganga. Hvernig sem það er er ljóst að mál tengd búvöru­samn­ingum fara ekki þegj­andi og hljóða­laust í gegnum þing­ið. 

6. Verð­trygg­ingin

Þótt fátt sé reyndar að ger­ast í málum verð­trygg­ing­ar­innar er það sann­ar­lega eitt þeirra mála sem rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir eru gjör­sam­lega ósam­mála um. Á meðan Bjarni Bene­dikts­son hefur sagt að rík­is­stjórnin ætli ekki að afnema verð­trygg­ingu vill Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sann­ar­lega gera það, og lof­aði því í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga. Í stefnu­skrá Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ingar var þessi stefna einnig tíund­uð. Þar sagði að flokk­ur­inn ætl­aði sér að afnema verð­trygg­ingu á neyt­enda­lán­um. Undir þeim lið sem fjall­aði um þá aðgerð sagði m.a.: „Fyrsta skrefið verði að setja þak á hækkun verð­trygg­ingar neyt­enda­lána". Slíkt þak hefur ekki verið sett það sem af er kjör­tíma­bil­inu. Bjarni Bene­dikts­son hefur sagt að æski­legt sé að draga úr vægi verð­trygg­ing­ar­inn­ar, og eitt sinn stóð til að þrengja að 40 ára jafn­greiðslu­lán­um, sem eru þó ein­hver vin­sæl­ustu hús­næð­is­lánin hjá Íslend­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None