Í landi þar sem spilling er daglegt brauð

Panama-skjölin títtnefndu hafa síðustu vikurnar valdið miklu fjaðrafoki á Íslandi og víða annarsstaðar. Aðra sögu er þó að segja frá Rússlandi. Ómar Þorgeirsson, sagn- og markaðsfræðingur búsettur í Moskvu, hefur fylgst með gangi mála í Rússlandi.

Ómar Þorgeirsson
Kreml
Auglýsing

Í rúss­nesku sam­hengi virð­is­t úr­vinnsla gagn­anna úr Pana­ma-­lek­anum fyrst og fremst ætla að ein­blína á mein­t ­tengsl Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta við gríð­ar­lega fjár­muni falda í aflands­fé­lögum í skatta­skjól­um. Nafn Pútíns kemur reyndar hvergi fram í skjöl­unum en nán­ir vinir Rúss­lands­for­seta eru þar ­nafn­greindir og sterk­lega bendl­aðir við vafa­sama við­skipta­hætt­i, skatta­laga­brot, fals­anir og pen­inga­þvott.

Í kjöl­far ásakan­anna hefur ver­ið fróð­legt að fylgj­ast með fram­vindu máls­ins síð­ustu þrjár vik­urnar en óhætt er að full­yrða að umfjöll­unin um Pana­ma-skjölin hafi raunar aldrei kom­ist á neitt skrið í Rúss­landi. Margar ástæður geta mögu­lega legið þar að baki.   

Dræmar und­ir­tektir almenn­ings

Blaða­menn Novaya Gazeta dag­blaðs­ins fóru fyrir rann­sókn­inni á Pana­ma-skjöl­unum tengdum Rúss­landi, fyr­ir­ hönd ICI­J-­sam­tak­anna. En þann 3. apríl byrj­aði rúss­neska dag­blaðið svo að dæla út fréttum um alla spill­ing­una. Ásamt vinum og vanda­mönn­um Pútíns voru sér­stak­lega margir rúss­neskir stjórn­mála­menn tengdir við aflands­fé­lög í Panama í umfjöllun dag­blaðs­ins og spill­ingin eins og rauð­ur­ ­þráður í gegnum meira og minna allt stjórn­kerfið í Rúss­landi. Rúss­nesku fjöl­miðl­arn­ir RBC og Radio Svoboda birtu einnig ítar­legar umfjall­anir um Pana­ma-skjöl­in og hugs­an­leg tengsl Pútíns.

Auglýsing

Rúss­neskir fjöl­miðlar hlið­holl­ir Rúss­lands­for­seta tóku aftur á móti annan pól í hæð­ina. Fyrst um sinn var þar ­lítið sem ekk­ert fjallað um Pana­ma-skjöl­in. Síðar snéru Kreml­ar-miðlar vörn í sókn og fundu skjöl­unum allt til for­áttu. Dmi­try Peskov, tals­maður Pútíns, ­tal­aði um “Pútín-­fó­b­íu” og “upp­lýs­inga­árás” í við­tölum við hina rík­is­reknu TASS-frétta­stofu. Á meðan RT-frétta­stofan gagn­rýndi harð­lega fram­setn­ingu frétta vest­rænna ­fjöl­miðla um Pana­ma-skjölin sem höfðu Pútín ávallt í for­grunni. “Göbbels lét birta áróð­urs­greinar sem voru minna hlut­drægar en þetta,” sagði meðal ann­ars í um­fjöll­un­inni.

Afhjúpandi umfjöllun um Pútín og nána samverkamenn hans, eftir lítil áhrif haft í Rússlandi Pútíns. Mynd: EPA.

En í ljósi þess hve sterka stöð­u Kreml­ar-miðlar hafa á fjöl­miðla­mark­aði í Rúss­landi má leiða líkur að því að ­stór meiri­hluti Rússa hafi fengið upp­lýs­ingar um Pana­ma-skjölin frá þeim en ekki frá minni og óháð­ari fjöl­miðlum á borð við Novaya Gazeta og Radi­o Svoboda. Enda voru engin fjöl­menn mót­mæli í Rúss­landi, líkt og voru á Ís­landi. Radio Svoboda tók einmitt saman mynd­band þar sem við­brögð al­menn­ings í Moskvu ann­ars vegar og Reykja­vík hins vegar eru borin saman í kjöl­far upp­ljóstr­anna Pana­ma-skjal­anna.

Kerf­is­bundin spill­ing

Rússar hafa reyndar marga fjör­una sopið þegar kemur að spill­ingu í gegnum tíð­ina en and­stæð­ingar Pútíns hafa þó hald­ið því fram að undir hans stjórn hafi spill­ingin orðið kerf­is­bundn­ari. Fyrrum ­stjórn­ar­and­stæð­ing­ur­inn Boris Nemtsov, sem myrtur var í febr­úar í fyrra, var einn helsti gagn­rýn­andi Pútíns en hann kom meðal ann­ars að gerð nokk­urra ­skýrslna sem mið­uðu að því að upp­ljóstra um spill­ingu í stjórn­ar­tíð hans.

Í skýrslu Nemtsovs frá árinu 2011, ­sem ber ein­fald­lega heitið “Pútín. ­Spill­ing”, er því haldið fram að ástandið hvað varðar spill­ingu Rúss­landi sé orðið miklu verra heldur en á ár­unum eftir fall Sov­ét­ríkj­anna. “Spill­ing er hætt að vera vanda­mál, spill­ing­in er þess í stað orðin að kerf­i,” segir meðal ann­ars í skýrsl­unn­i. 

Í árlegri skýrslu Tran­sparency International sam­tak­anna fyrir árið 2015 vermir Rúss­land 119. sæti af 167 á lista þar sem lönd eru mæld eftir stöðu spill­ing­ar. Á botn­inum á list­anum eru Norð­ur­-Kórea og Sómalía en aðeins Aserbaídsj­an, Ka­sakstan og Úkra­ína eru þar talin spillt­ari en Rúss­land af löndum Evr­ópu ­sam­kvæmt skýrsl­unni.



Pútín stendur keikur

Röskum fjórum dögum eftir fyrst­u ­upp­ljóstr­anir Pana­ma-skjal­anna tjáði Rúss­lands­for­seti sig loks opin­ber­lega um inni­hald skjal­anna og fram­setn­ingu frétta um þau. Pútín svar­aði þá ­spurn­ingum blaða­manna á ráð­stefnu í Pét­urs­borg og sagði aug­ljóst að stjórn­völd vest­an­hafs stæðu á bak­við Pana­ma-­lek­ann. Pútín harm­aði frétta­flutn­ing byggðan á skjöl­unum og ­tal­aði um árás á Rúss­land frekar en árás á hann sjálf­an. “And­stæð­ingar okk­ar eru umfram allt með áhyggjur af sam­stöðu og styrk rúss­nesku þjóð­ar­inn­ar. Þess ­vegna reyna þeir að ráð­ast á okkur innan frá, til að gera okkur hlýðn­ari,” ­sagði Pútín meðal ann­ars á ráð­stefn­unni.

Enn fremur í hinum árlega ­sjón­varps­við­burði, “Bein lína með Vla­dimír Pútín”, sem hald­inn var 14. apr­íl svar­aði Rúss­lands­for­seti spurn­ingu um Pana­ma-skjöl­in. Pútín var spurður af hverju hann svar­aði ekki róg­burði vest­rænna fjöl­miðla varð­andi aflands­fé­lög í Panama af meiri hörku? Pútín sagði upp­lýs­ingar Pana­ma-skjal­anna um aflands­fé­lög ekki vera rangar sem slík­ar. Hann ítrek­aði hins vegar að þessar “ögr­anir snú­ist ekki um ein­stak­linga nefnda í skjöl­unum heldur varði þetta þjóð­ina í heild sinni og hún muni ekki láta kúga sig.” Pútín svar­aði alls 80 spurn­ing­um, af um þrem­ur millj­ónum spurn­inga sem bár­ust þætt­in­um, á tæpum fjórum klukku­tímum en við­burð­ur­inn nýtur mik­illa vin­sælda í Rúss­landi.



Sam­kvæmt skoð­ana­könn­un ­Levada-Center, sem er ­sjálf­stæð og óháð stofnun sem fram­kvæmir reglu­legar skoð­ana­kann­anir og ­rann­sóknir á rúss­nesku sam­fé­lagi, voru 82% aðspurðra ánægðir með störf Pútíns í mars síð­ast­liðn­um. Ef mið er tekið að umræð­unni um Pana­ma-skjölin í Rúss­land­i verður að telj­ast ólík­legt að mikil breyt­ing verði á vin­sældum Rúss­lands­for­seta þegar sams­konar könnun verður gerð fyrir apr­íl, þrátt fyrir upp­ljóstr­an­ir ­síð­ustu vikna.

Vont en það venst

Spill­ingin í Rúss­landi hvorki hófst né hætti með til­komu Vla­dimírs Pútíns fram á sjón­ar­svið rúss­neskra ­stjórn­mála. Hvort spill­ingin hafi hins vegar auk­ist í stjórn­ar­tíð Pútíns er erfitt að full­yrða um. Hvernig sem því líður þá virð­ast Rússar nú til dags í það minnsta vera komnir með aukið ónæmi fyrir spill­ingu, í víðum skiln­ingi þess orðs. Það er engu lík­ara en að Rússar telji eðli­legt að við­skipti teygi sig oft inn á grá svæði og að póli­tík sé í eðli sínu óheið­ar­leg. Spill­ing­una er að f­inna víða í sam­fé­lag­inu og Rússar eru með­vit­aðir um hana.

Veik og óskipu­lögð stjórn­ar­and­staða og bág staða ó­háðra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja á fjöl­miðla­mark­aði gera það að verkum að frjáls og ­gagn­rýnin umræða á opin­berum vett­vangi er vart til staðar í Rúss­landi. Í slík­u póli­tísku lands­lagi hafa utan­að­kom­andi “ógn­ir” eins og Pana­ma-skjölin því ­lít­inn högg­þunga gegn nán­ast ósnert­an­legum Rúss­lands­for­seta. Eins und­ar­lega og það kann að hljóma. Í núver­andi árferði, þar sem gjáin á milli aust­urs­ins og vest­urs­ins virð­ist ekki ætla að verða brúuð í bráð og við­skipta­þving­an­ir als­ráð­andi, er raunar enn lík­legra að rúss­neska þjóðin þjappi sér að baki Pútín ­gegn slíkum ásök­un­um. Frekar en að fjöl­menna á torgum og kalla eftir því að hann skuli víkja úr emb­ætti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None