Hvað varð um Prince Naseem Hamed?

Boxarinn frá Sheffield stal senunni um tíma, en hvarf svo af sviðinu. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér sögu Prince Naseem Hamed.

Kristinn Haukur Guðnason
Prince Naseem
Auglýsing

Prins Naseem Hamed klauf hnefa­leika­heim­inn í tvær fylk­ing­ar á tíunda ára­tug sein­ustu ald­ar. Sumir dáðu hann og aðrir fyr­ir­litu en all­ir ­fylgd­ust grannt með honum því að hann var mik­ill skemmti­kraftur bæði utan sem innan hrings­ins. En jafn skjótt og frægð­ar­sól hans reis hvarf nafn hans í g­leymsk­unnar dá. Hvað varð eig­in­lega um prins­inn

Upp­götv­að­ist eft­ir ­götu­slag

Naseem Hamed, kall­aður Naz, er fæddur árið 1974 í stál­bæn­um S­heffi­eld í Jór­vík­ur­skíri í Englandi. Hann er eitt af átta systk­in­um, fimm ­strákar og þrjár stúlk­ur, börn inn­flytj­enda frá Jemen á Arab­íu­skaga sem flu­st höfðu til Bret­lands árið 1958 í leit að betra lífi. Hamed hjónin ráku litla mat­vöru­verslun á götu­horni rétt við lík­ams­rækt­ar­stöð hnefa­leika­þjálf­ar­ans Brendan Ingle. Ingle rakst á Naz fyrir slysni þegar hann sá hann slást við aðra ­stráka á götu úti aðeins sjö ára gaml­an. Ingle hreifst af gutta og bað föð­ur­ hans um að leyfa honum að æfa hnefa­leika hjá sér. Herra Hamed sagði já og hóf­st þá und­ir­bún­ing­ur­inn að einum lit­rík­asta ferli hnefa­leika­sög­unnar

Á val­ent­ínus­ar­dag árið 1992, tveimur dögum eftir átján ára af­mæl­is­dag­inn steig hann inn í hring­inn í sínum fyrsta bar­daga sem at­vinnu­mað­ur. Naseem var lág­vax­inn og grannur og keppti í svo­kall­aðri bantam­vigt eða létt­fjað­ur­vig. Þrátt fyrir að vera lít­ill að vexti var hann þó gríð­ar­lega högg­þung­ur. John Ing­le, sonur Brend­ans, sem hélt á æfingapúð­un­um ­fyrir Hamed sagð­ist hafa þurft að dýfa hönd­unum í klaka­vatn eftir hverja æf­ingu, svo þung voru höggin. Fyrsta bar­daga Hamed lauk með rot­höggi strax í annarri lotu. Frægð­ar­sól hans reis hratt eftir það og hann varð þekktur fyrir að klára menn strax í fyrst­u lot­unum og yfir­leitt með rot­höggi. Ein­ungis tví­tugur var hann orð­inn Evr­ópu­meist­ari í bantam­vigt en það var fjað­ur­vigtin sem hann stefndi að. 21 árs gam­all vann hann WBO heims­meist­ara­tit­il­inn (einn af fjóru stóru titl­un­um) í Car­diff gegn ríkj­and­i ­meist­ar­anum Steve Robin­son. Hamed var þar með orð­inn yngsti breski heims­meist­ar­inn í meira en hálfa öld.

Auglýsing

Prins­inn ósigr­andi

Hann kall­aði sig prins Naseem og varð strax gríð­ar­lega vin­sæll í Bret­landi. Það var ekki ein­ungis árangur prins­ins sem afl­aði hon­um vin­sælda heldur einnig hvernig hann hag­aði sér, tal­aði, klæddi sig og sér í lagi hvernig hann barð­ist. Hamed hélt hönd­unum niðri og bauð and­stæð­ingum að láta til skarar skríða. Hann engdi þá, dans­aði, hló að þeim og beið eftir að þeir bitu á agn­ið. Þetta var hættu­legur leikur en hann var leift­ur­snöggur og varð­ist með að sveigja sig frá högg­un­um. Þá lét hann til skarar skríða, ­yf­ir­leitt með vinstri hnef­anum (þar sem hann er örv­hent­ur) og gat lent rot­högg­i á svip­stundu. Hann stefndi ávallt á að ljúka bar­daga með einu höggi frekar en á dóm­ara­úr­skurði. Sig­ur­ganga Hameds hélt stöðugt áfram. Árið 1997 vann hann IBF heims­meist­ara­tit­il­inn í London gegn Tom John­son og það sama ár keppti hann í fyrsta sinn í Banda­ríkj­unum gegn áskor­and­anum Kevin Kelley. Árið 1999 bætt­i hann WBC heimsmeist­aratitl­inum í safnið þegar hann sigr­aði hinn mexíkóska Cés­ar Soto í Detroit borg. Prins­inn virt­ist hrein­lega ósigr­andi og fáir bar­dagar vor­u ­jafnir eða spenn­andi.

Vin­sældir Hameds juk­ust með hverjum bar­dag­an­um. Pen­ing­arn­ir ­streymdu inn bæði í formi verð­launa­fés og feitra aug­lýs­inga­samn­inga við ­fyr­ir­tæki á borð við Adi­das og HBO. Á þessum tíma nutu hnefa­leikar gríð­ar­legra vin­sælda, áður en bland­aðar bar­daga­í­þróttir (MMA) hófu að taka yfir mark­að­inn, og allir fylgd­ust með prins­in­um. Um 10 millj­ónir Breta horfðu á bar­daga hans í sjón­varpi, sem gerir um 1/6 af allri þjóð­inni. Hann var lang­tekju­hæsti breski ­í­þrótta­mað­ur­inn um tíma. Árið 2000 hal­aði hann inn 7,5 millj­ónum punda fyr­ir­ ein­ungis tvo bar­daga. Það var tvisvar sinnum meira fé en knatt­spyrnu­stjarnan Dav­id Beck­ham vann sér inn allt árið. And­lit prins­ins var alls stað­ar. Hann lék í aug­lýs­ing­um, tón­list­ar­mynd­bönd­um, hitti þjóð­höfð­ingja og fékk sinn eig­in ­tölvu­leik.

En sam­fara vel­gengn­inni og frægð­inni jókst sýnd­ar­mennska hans og hroki. Það er eng­inn nýlunda að hnefa­leika­kappar líti stórt á sig og tali niður til mótherja sinna en prins­inn fór með þetta í nýjar hæð­ir. Hann fór að hætta að hugsa um bar­dag­ana sjálfa heldur meira um inn­komu sína inn í hring­inn, klæðnað og fleira. Inn­komurnar voru vel skipu­lagðar og þaul­æfð­ar. Í eitt sinn kom hann inn á fljúg­andi teppi, í annað sinn á bíl. Fyrir einn bar­daga var mynd­bandið við Thriller Michaels Jackson sett á svið og fyrir annan var Hamed í fylgd rapp­ar­ans Puff Daddy. Inn­komurnar voru orðnar mun meira spenn­andi en bar­dag­arnir sjálfir sem allir end­uðu á einn veg. Prins­inn klædd­ist stutt­buxum úr tígris­dýramunstri sem hann gerði að aðals­merki sínu og hansk­arnir voru yfir­leitt úr ekta geita­leðri. En þetta allt skap­aði honum ekki bara vin­sældir heldur einnig miklar ó­vin­sæld­ir, sér­stak­lega hjá lýsendum og fólki úr brans­an­um. Margir áhorf­end­ur, ­sér­stak­lega í Banda­ríkj­un­um, hrein­lega höt­uðu hann eða a.m.k. elsk­uðu að hata hann. Reynt var að gera lítið úr afrekum hans og sagt var að and­stæð­ingar hans væru ekki nógu góð­ir. Það á sér þó enga stoð í veru­leik­anum því að and­stæð­ing­arnir sem hann sigr­aði voru margir hverjir heims­meist­arar sem höfð­u verið ósigr­aðir um árarað­ir.

Hátt fall

Fyrstu brest­irnir á ferli Hameds komu fram seint á árin­u 1998 þegar hann sleit sam­bandi sínu við Brendan Ingle. Ingle sak­aði Hamed um græðgi og að hann hefði orðið meira óþol­andi og lat­ari eftir því sem hann varð ­rík­ari. Ingle hafði verið þjálf­ari Hameds í 17 ár en eftir þetta töl­uð­ust þeir ekki við. Prins­inn hélt samt áfram tit­il­vörnum sín­um. 35. sigur hans í röð kom ­gegn Banda­ríkja­mann­inum Augie Sanchez í ágúst árið 2000. En í þeim bar­daga hand­ar­brotn­aði Hamed. Hann þurfti á skurð­að­gerð að halda og var frá æfingum mán­uð­u­m ­sam­an. Prins­inn hafði ekki agann í að halda sér í formi fyrir næsta bar­daga, ­gegn fyrrum heims­meist­ar­anum Marco Ant­onio Bar­rera frá Mexíkó.

Þrátt fyrir lélegt lík­am­legt ásig­komu­lag var prinsinn ­sjálfs­traustið upp­málað fyrir bar­dag­ann afdrifa­ríka í Las Vegas þann 7. apr­íl 2001. Hann var tal­inn mun sig­ur­strang­legri á veð­bönk­unum og sjálfur hugs­að­i hann mun meira um inn­komu sína og hansk­ana heldur en and­stæð­ing­inn. Bar­rera var aftur á móti vel und­ir­bú­inn og náði að halda prins­inum í skefjum með klókindum og belli­brögð­um. Bar­dag­inn end­aði með naumum sigri Bar­rera eftir 12 lotur og ­dóm­ara­úr­skurð. Gagn­rýnendur prins­ins gátu vart hamið sig fyrir kæti og lýsend­ur köll­uðu bar­dag­ann burst þó svo að ein­ungis hafi munað u.þ.b. 5 högg­um.

Þó að bar­dag­inn við Bar­rera hafi í raun­inni verið naumt tap þá var hann engu að síður mikið sál­fræði­legt áfall fyrir Hamed. Ímynd hans sem hinn ósigr­andi box­ari var horfin og hann gat tæp­ast haldið áfram með hend­urn­ar niðri og kjaft­inn á fullu. Það leið rúmt ár þangað til hann steig aftur í hring­inn, þá á heima­velli í London. Þar sigr­aði hann Spán­verj­ann Manuel Calvo í ó­eft­ir­minni­legum bar­daga á dóm­ara­úr­skurði og vann minni­háttar belti fyr­ir­ vik­ið. Áhorf­endur baul­uðu á prins­inn þetta kvöld. Í kjöl­farið riftu all­ir helstu styrkt­ar­að­ilar samn­ingum við hann. Skað­inn var skeður og þetta reynd­ist sein­asti bar­dagi prins­ins sem var þá ein­ungis 28 ára gam­all. Hamed hætti aldrei ­form­lega og sjálfur kenndi hann hand­ar­meiðslum um en það var öllum ljóst að bar­dag­inn við Bar­rera hafði verið honum um megnSlysið

Þann 2. maí árið 2005 olli Naseem Hamed þriggja bíla á­rekstri í heima­borg sinni Sheffi­eld. Hann keyrði utan í tvo bíla á tæp­lega 150 k­m/klst hraða með þeim afleið­ingum að hjón sem keyrðu annan bíl­inn slös­uð­ust illa og þá sér­stak­lega eig­in­mað­ur­inn, Ant­hony Burgin. Öll stærstu bein lík­ama hans annað hvort brotn­uðu eða brákuð­ust og hann marð­ist á heila sem olli 100% ör­orku fyrir lífs­tíð. Hamed slapp sjálfur alger­lega við meiðsli. Öku­mað­ur­ ­þriðja bíls­ins sagði fram­úr­akstur Hameds hafa verið ótrú­lega heimsku­legan og lík­astan ­sjálfs­morði. Hamed var kærður fyrir háska­akstur og dæmdur til 15 mán­aða fang­els­is­vist­ar. Auk þess var honum gert skilt að greiða Burgin hjón­unum um eina milljón punda og hann missti öku­leyfið í fjögur ár. Hamed sat þó ein­ung­is inni í fjóra mán­uði, rest­ina af dóm­inum fékk hann að afplána í stofu­fang­elsi.

Tveimur árum eftir árekst­ur­inn var Burgin sjálfur kærð­ur­ ­fyrir glæfra­akstur þar sem hann ók í veg fyrir bíl Elea­ös­hu, eig­in­konu Hameds, og þving­aði hana af veg­in­um. Börn hjón­anna voru einnig í bíln­um. Eftir atvik­ið veitt­ist Burgin að henni í bílnum og heimt­aði að fá að tala við Naseem. Ele­as­ha var í miklu upp­námi og tjáði dóm­urum það að Burgin hafði sést nokkrum sinn­um ­fyrir utan heim­ili þeirra fyrir atvikið. Burgin var sýkn­aður af glæfra­akstri en dóm­ari biðl­aði til bæði Hamed hjón­anna og Burgin að láta kjurrt liggja.

Breyttur maður

Í júní árið 2015 var Naseem Hamed tek­inn inn í frægð­ar­höll hnefa­leik­anna í New York. Fáir hnefa­leika­menn minnt­ust hans og áhorf­endur virt­ust hrein­lega hafa gleymt hon­um, ­jafn­vel í Bret­landi. Þeir sem á annað borð tjáðu sig um hann gerðu ein­ung­is ­lítið úr afrekum hans. Goð­sögnin um prins­inn virð­ist hafa alger­lega gufað upp­ eftir þetta kvöld í Las Vegas og hnefa­leika­heim­ur­inn sam­mælst um að þegja hana í hel eftir það. Hamed hefur látið lítið fyrir sér fara síðan hann hætt­i hnefa­leika­iðkun og síðan þá ein­ungis kom­ist í frétt­irnar fyrir árekst­ur­inn af­drifa­ríka. Hann er nú nán­ast alger­lega óþekkj­an­legur maður miðað við fyrri ­tíð. Í dag er Hamed heldur fálátur maður sem á jafn­vel erfitt með að tjá sig við fjöl­miðla og mynda skilj­an­legar setn­ingar. Lík­am­legu atgervi hans hefur einnig hrakað mikið og hann hefur bætt á sig fjöl­mörg­um aukakíló­um. Hann heldur sig að mestu utan sviðs­ljóss­ins, veitir sjaldan við­töl og vill ekki láta taka myndir af sér. Húmor­inn er ennþá til staðar en hrok­inn ­sem gerði hann svo frægan er löngu horf­inn.

Hamed hefur einnig reynt að græða þau sár sem hann olli á ferli sín­um, sér­stak­lega gagn­vart fyrrum þjálf­ara sínum Brendan Ingle. Hann ­seg­ist hafa reynt að tala við Ingle í nokkur skipti en ávallt verið vísað frá.

Ég vill hitta Brendan og biðj­ast afsök­unar á þeim ill­kvittnu hlutum sem ég sagði um hann, af því að ég er svo þakk­látur fyrir það sem hann gerði fyr­ir­ mig. Það sem ég lærði á þess­ari stöð og í þessu umhverfi var ómet­an­legt.“

Hann sér einnig mikið eftir bílslys­inu sem hann olli 2005. Um það segir hann.

Það sem ég sé eftir er að hafa slasað ein­hvern á þann hátt sem ég ­gerði. Ég sé svo mikið eftir því. Að láta ein­hvern ganga í gegnum svo mik­inn sárs­auka...Ég vona bara að hann geti fyr­ir­gefið mér ein­hvern dag­inn. Þetta var slys.

Hamed hefur ávallt verið mik­ill fjöl­skyldu­mað­ur. Hann er ­giftur þriggja barna faðir og hefur ávallt hugsað vel um fjöl­skyldu sína, ­for­eldra og aðra ætt­ingja. Hann er mjög trú­aður og hefur það ein­ungis áger­st ­með aldr­in­um. Sumir telja að trúin hafi verið stór þáttur í því að hann dró sig úr sviðs­ljós­inu. Það var ekki auð­velt að vera múslimi á vest­ur­löndum eft­ir árás­irnar á tví­bura­t­urn­ana 11. sept­em­ber 2001, sem var einmitt um það leyti sem hann lagði hansk­ana á hill­una.

Tvö ósam­rým­an­leg við­horf koma fram þegar rætt er um fer­il prins­ins Naseem Hamed. Sumir tala um feril sem hefði geta orðið en aðrir um ­feril sem glat­að­ist. Fyrra við­horfið á að ein­hverju leyti rétt á sér. Hamed var ein­ungis 28 ára þegar hann hætti en flestir hnefa­leika­menn í dag eru á hápunkt­i ­fer­ils­ins rúm­lega þrí­tug­ir. Seinna við­horfið verður þó að telj­ast sann­ara. ­Mótherjar hans voru engir aukvisar og á hans stutta ferli sigr­aði hann níu ­fyrr­ver­andi, þáver­andi eða verð­andi heims­meist­ara. Hann hafði bæði snerpuna og ­kraft­inn sem gerði hann að algerum yfir­burða­hnefa­leika­manni í sín­um ­þyngd­ar­flokki á árunum 1995-2000. Töl­fræðin talar sínu máli: 37 bar­dag­ar, 36 ­sigr­ar, 31 rot­högg, 1 tap. Verst er að hans verður ávallt minnst fyrir þetta eina tap, ef hans er þá minnst yfir­höf­uð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None