Félög í Lúxemborg kaupa nýtt hlutafé í 365 miðlum

Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa hert tök sín á 365. Félag Ingibjargar og tvö önnur félög með tengsl við Lúxemborg hafa keypt nýtt hlutafé í fyrirtækinu. Forstjóri 365 vill ekki segja hver eigi þau félög.

365
Auglýsing

Í lok síð­asta árs, nánar til­tekið á gaml­árs­dag, var sam­þykkt hluta­fjár­aukn­ing í stærsta einka­rekna fjömiðla­fyr­ir­tæki lands­ins, 365 miðl­u­m. Þá skráðu þrír aðilar sig fyrir nýju hlutafé og borg­uðu sam­tals 550 millj­ón­ir króna fyr­ir. Allir aðil­arnir þrír eru með rík tengsl við Lúx­em­borg. Og við hjónin Ingi­björgu Stef­aníu Pálma­dóttur og Jón Ásgeir Jóhann­es­son. Þetta kemur fram í skjölum sem send hafa verið til fyr­ir­tækja­skrá­ar. Ekki fást ­upp­lýs­ingar hjá 365 miðlum hverjir eru end­an­legir eig­endur tveggja þeirra ­fé­laga sem nú eru hlut­hafar í fyr­ir­tæk­inu og Fjöl­miðla­nefnd hefur ekki verið upp­lýst um eig­enda­breyt­ing­una.

Jón Ásgeir var aðal­eig­andi 365 miðla árum sam­an. Eftir að honum tókst að halda yfir­ráðum yfir fjöl­miðla­veld­inu með til­færslu á eign­um nokkrum vikum eftir banka­hrun færð­ist eign­ar­haldið í nokkrum skrefum frá hon­um til eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar, í gegnum hluta­fjár­aukn­ingar að mestu. Hún­ hefur verið langstærsti eig­andi 365 und­an­farin ár. Breyt­ing varð á eign­ar­hald­inu þegar fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Tali var rennt saman við 365 og ­fyrrum eig­endur þess bætt­ust í hlut­hafa­hóp 365. Á meðal þeirra voru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir og ýmsir fjár­festar sem tengj­ast sjóðnum Auði 1, sem er stýrt af fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Virð­ingu. Þessi hópur átti um fimmt­ung í 365 eft­ir ­sam­run­ann.

Áskildi sér rétt til­ að vefengja hluta­fjár­aukn­ing­una

Þann 17. des­em­ber 2015 var boðað til hlut­hafa­fundar í 365 miðl­um. Þar var sam­þykkt að lækka B-hluta­bréf í félag­inu um 230 millj­ón­ir króna. Eig­andi allra B-hluta í 365 er félag á vegum Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, A­pogee ehf., og átti lækk­unin að greið­ast út til þess. Það skil­yrði var sett ­fyrir lækk­un­inni að hana mátti ekki greiða út fyrr en að búið væri að ganga frá­ aukn­ingu á útgáfu A-hluta­bréfa í félag­inu eða fyrr en lán­veit­ing frá eig­anda bréf­anna fyrir sömu fjár­hæð og greidd væri út.

Á sama fundi var lögð fram til­laga um að hækka A-hlutafé í 365 miðlum um allt að einn millj­arð króna. Fyrri hlut­haf­ar, utan þeirra sem áttu undir tvö pró­sent hlut, máttu taka þátt í þess­ari hluta­fjár­aukn­ing­u ­sam­vkæmt til­lög­unni, en þeir þurfti þá að greiða 1,16 krónur á hlut. Nýir hlut­hafar myndu hins vegar greiða eina krónu á hlut. Það þýðir að ef til dæm­is­ ­stærsti hlut­haf­inn, lúx­em­búrgíska félagið Moon Capi­tal S.a.r.l. í eig­u Ingi­bjarg­ar, ætl­aði að kaupa allt nýja hluta­féð þyrfti það að greiða 1.160 millj­ónir króna fyrir það. Ef nýr hlut­hafi keypti það myndi sá hins vegar þurfa að greiða einn millj­arð króna.

Auglýsing

Einn minnsti hlut­haf­inn í 365 er félag sem heitir Volta ehf. Það er í eigu Kjart­ans Ólafs­sonar fjár­fest­is, sem hafði fjár­fest í Tali fyr­ir­ nokkrum árum ásamt eig­endur fjár­fest­inga­sjóðs­ins Auðar 1, og varð eig­andi í 365 eftir sam­ein­ingu þess fyr­ir­tækis og Tals á árinu 2014. Kjartan sam­þykkt­i hluta­fjár­aukn­ing­una á fund­inum en lagði fram bókun vegna henn­ar. Í henni seg­ir:

„Full­trúi Volta ehf. felst á fram komna til­lögu en óskar ­jafn­framt að bókað verði í fund­ar­gerð að hluta­fjár­hækkun á geng­inu 1,0 sé ­sam­þykkt á grund­velli þeirrar for­sendu að um sé að ræða nýjan hlut­hafa ótengd­an nú­ver­andi hlut­höfum sem komi að félag­inu og að þess verði gætt að hlut­höf­um verði ekki mis­munað í fyr­ir­hug­uðu ferli[...]Allur réttur sé áskil­inn til að ve­fengja hluta­fjár­aukn­ing­una verði mis­brestur á öðru hvor­u“.

Í kjöl­farið var aukn­ingin sam­þykkt og fund­inum slit­ið. Heim­ildin til að auka hluta­féð var tíma­bundin í tólf mán­uði, eða út árið 2016.

Gamlir vinir og sam­starfs­menn í stjórn nýs eig­enda

Þann 26. febr­úar 2016 barst fyr­ir­tækja­skrá til­kynn­ing frá­ 365 miðlum um breyt­ingu á hlutafé fyr­ir­tæk­is­ins. Það hafði verið hækkað og þrí­r að­ilar hefðu skuld­bundið sig til að greiða 550 millj­ónir króna fyrir nýtt hlutafé sem gefið hafði verið út. Í fund­ar­gerð stjórnar 365 sem fylgdi til­kynn­ing­unn­i kemur fram að aðil­arnir þrír hafi sam­þykkt að kaupa hið aukna hlutafé á stjórn­ar­fundi á gaml­árs­dag 2015. Tveir þeirra keyptu á geng­inu 1,16, sem þýð­ir að þeir tengj­ast fyrri eig­end­um. 

Annar kaup­and­inn, sá sem keypti mest, var Moon Capi­tal S.a.r.l. sem skráði sig fyrir nýju hlutafé upp á 230 millj­ónir króna. Þar er að öllum lík­indum um að ræða nýt­ingu á því fé sem félagið fékk þeg­ar B-hluta­bréf voru lækkuð um sömu upp­hæð. A-hluta­bréfum í 365 fylgja mun meiri rétt­indi og völd en B-hluta­bréfum og því styrkti Moon Capital, sem er skráð í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, stöðu sína í hlut­hafa­hópi 365 með þessum breyt­ing­um.

Hinn aðil­inn sem greiddi 1,16 krónur á hlut í aukn­ing­unn­i, og borg­aði alls 120 millj­ónir króna í reiðufé inn í fyr­ir­tæk­ið, heitir ML 120 ehf. Félagið er skráð til heim­ilis á Suð­ur­lands­braut 4, hjá lög­mann­stof­unn­i ­Mörk­inni. Eig­endur þeirra stofu vinna mikið fyrir Jón Ásgeir og Ingi­björgu og einn þeirra, Einar Þór Sverr­is­son, situr í stjórn 365 miðla fyrir þeirra hönd.

Það má ekki rugla félag­inu ML 120 ehf. saman við félagið ML 102 ehf. Það síð­ar­nefnda, sem er í eigu Moon Capi­tal S.a.r.l. Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, átti 12,8 pró­sent hlut í 365 fyrir aukn­ing­una. Hið fyrr­nefnda var hins vegar að koma inn sem nýr eig­andi. ML 120 er í eigu félags sem skráð er í Lúx­em­borg, og ber heitið Eurice Part­icipations S.A. Sá sem stýrir því félagi, sam­kvæmt gögnum úr fyr­ir­tækja­skránni í Lúx­em­borg, er maður sem heitir Karim Van den Ende, og starfar náið með Jóni Ásgeiri og Ingi­björgu. Í Panama­skjöl­unum svoköll­uðu, sem lekið var frá panamísku lög­fræði­stof­unni Mossack ­Fon­seca, kemur m.a. fram að Van den Ende, sem er Belgi, hafi verið með pró­kúru­um­boð ­fyrir Guru Invest, fjár­fest­inga­fé­lags hjón­anna í Panama sem fjár­magnað hef­ur verk­efni þeirra á Íslandi og í Bret­landi á und­an­förnum árum. Þegar Kjarn­inn og ­Stund­in, í sam­starfi við Reykja­vik Media, fjöll­uðu um aflands­fé­laga­net Ingi­bjargar og Jóns Ásgeirs, sem opin­berað er í Panama­skjöl­un­um, voru þau spurð um hvaðan fjár­mun­irnir sem væri í Guru Invest hefðu kom­ið, hvort þær hefð­u verið til­greindar í skulda­upp­gjörum þeirra við kröfu­hafa á Íslandi og hvort fé úr Guru Invest hefði runnið til félaga eða ein­stak­linga á Íslandi. Þau svöruð­u ­spurn­ing­unum ekki efn­is­lega.

Don, Sig­urður og Þor­steinn

Hinn eig­and­inn sem bætt­ist við hluta­hafa­hóp 365 miðla, og keypti nýtt hlutafé fyrir 200 millj­ónir króna, er félagið Grandier S.A. í Lúx­em­borg. Ekki er hægt að nálg­ast upp­lýs­ingar um hver sé end­an­legur eig­and­i þess félags en sam­kvæmt til­kynn­ingum sem borist hafa til fyr­ir­tækja­skrá­ar­inn­ar í Lúx­em­borg voru þrír menn skip­aðir í stjórn félags­ins í fyrra­sum­ar, nán­ar til­tekið í júlí 2015. Þeir eru Don McChart­hy, stjórn­ar­for­maður House of Frasi­er og náinn við­skipta­fé­lagi Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar til margra ára, Sig­urð­ur­ ­Bolla­son, umsvifa­mik­ill íslenskur fjár­festir sem hefur einnig unnið mikið og náið ­með Jóni Ásgeiri í gegnum tíð­ina, og Þor­steinn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri lúx­em­búrgíska eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Arena Wealth Mana­gement. Lekar frá­ panamísku lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca, sýna að Þor­steinn er umsjón­ar­að­il­i ­fé­laga í eigu Ingi­bjarg­ar, og sem lotið hafa stjórn Jóns Ásgeirs, sem eiga ­skráð heim­il­is­festi í þekktum skatta­skjól­um. Á meðal þeirra félaga er áður­nefn­t G­uru Invest.

Þorsteinn Ólafsson er á milli Ingibjargar og Jóns Ásgeirs á þessari frægu mynd sem tekin er í óþekktum skíðaskála árið 2006. Á myndinni má sjá marga helstu leikendur í íslensku útrásinni fyrir hrun.Don McCharthy stofn­aði fjár­fest­inga­fé­lagið JMS Partners með­ Jóni Ásgeiri og Gunn­ari Sig­urðs­syni, fyrrum for­stjóra Baugs, árið 2010. Sig­urð­ur­ ­Bolla­son fjár­festi mikið fyrir hrun í verk­efnum sem tengd­ust Baugi. Hann sat ­meðal ann­ars í stjórn FL Group um tíma og var í fámennum hópi manna sem tók þátt í steggja Jón Ásgeir á ensku sveita­setri árið 2007.

Ekki til­kynnt til Fjöl­miðla­nefndar

Sam­kvæmt fjöl­miðla­lögum ber að til­kynna um allar eig­enda­breyt­ing­ar ­fjöl­miðla innan tveggja vikna frá því að þær eiga sér stað. Þrátt fyrir að hluta­fjár­aukn­ing 365 hafi verið frá­gengin á stjórn­ar­fundi 31. des­em­ber 2015 hefur breytt ­eign­ar­hald ekki verið til­kynnt til fjöl­miðla­nefnd­ar.

For­stjór­inn neitar að upp­lýsa um eig­endur

Sævar Freyr Þrá­ins­son, for­stjóri 365, segir ástæðu hluta­fjár­aukn­ing­ar­innar vera ein­falda: Það sé verið að auka hlutafé til að styrkja und­ir­liggj­andi starf­semi.

Þegar Kjarn­inn spurði Sævar hverjir væru eig­endur félag­anna ML 120 ehf. og Grandier S.A. í Lúx­em­borg, sem nýverið bætt­ust í eig­enda­hóp 365, vildi Sævar ekki svara því fyrr en hann væri búinn að ráð­færa sig við lög­fræð­ing. Hann sagð­ist ætla að hafa sam­band að því loknu, en gerði það ekki og lét ekki ná í sig aft­ur. 

Hagn­aður á árinu 2015

365 miðlar sendu frá sér frétta­til­kynn­ingu í gær vegna rekstr­ar­af­komu árs­ins 2015. Þar kom fram að hagn­aður af rekstri hafi verið 22 millj­ónir króna á því ári, sem var mikil við­snún­ingur frá árinu 2014 þegar tap fyr­ir­tæk­is­ins var 1,4 millj­arðar króna. Árs­reikn­ingur 365 miðla fyrir árið 2015 hefur ekki verið birt­ur.

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber í fyrra að sam­ein­ing 365 og IP-fjar­­skipta, móð­­ur­­fé­lags Tals, á árinu 2014 hefði skil­að ­fyr­ir­tæk­inu miklu skatta­hag­ræði. Skatta­inn­­eign þess fór úr 31 millj­­ón króna árið 2013 í 725 millj­­ónir króna í lok síð­­asta árs og yfir­­­fær­an­­leg­t skatta­­legt tap óx úr 2,3 millj­­örðum króna í 4,3 millj­­arða króna. Ástæðan er að ­mestu sú að Tal tap­aði iðu­­lega miklu fé og safn­aði því upp nýt­an­­leg­u skatta­­leg­u tapi.

Alls tap­aði 365 miðlar 1,6 millj­arði króna á árinu 2014 en lækk­aði það tap með því að nýta sér­ skatta­inn­eign upp á 279 millj­ónir króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar