Hækkandi lífaldur og áskoranirnar sem fylgja

Hvernig á að bregðast við hækkandi lífaldri Íslendinga og hvernig er hægt að vinna úr þeim áskorunum sem birtast vegna þess? Aðilar vinnumarkaðarins og lífeyrissjóðirnir efndu til málþings á dögunum til þess að ræða málin.

Fólk samankomið. By Rakel Tómasdóttir
Auglýsing

„Hækkun líf­eyr­i­s­töku­ald­urs hentar sumum en öðrum ekki,“ seg­ir Stefán Ólafs­son, pró­fessor við Félags­vís­inda­svið Háskóla Íslands. Hann segir að kostir hækk­unar séu þeir að hún bæti afkomu líf­eyr­is­sjóð­anna, auki nýt­ingu vinnu­afls og lengi starfs­fer­il. Gall­arnir séu aftur á móti þeir að það rýri lífs­kjör þeirra sem eiga erfitt með vinnu og vilja hætta. Hann mælir með sveigj­an­legri starfs­lok­um, að hafa rétt til líf­eyr­i­s­töku óbreyttan en auka hvata til að seinka töku líf­eyr­is. Hann myndi vilja rýmka rétt til sveigj­an­legrar líf­eyr­i­s­töku, meðal ann­ars með því að hætta skerð­ingu vegna atvinnu­tekna 67 ára og eldri.

Með­al­ævi íslenskra karla og kvenna hefur lengst tölu­vert á síð­ustu ára­tug­um. Þessi breyt­ing hefur mikil áhrif á sam­fé­lagið og eru vanga­veltur um hvernig leysa skuli þær áskor­anir sem fylgja í kjöl­far­ið fyrir líf­eyr­is- og vel­ferð­ar­kerfið en einnig fyrir atvinnu­líf­ið. Víða er horft til þess að hækka almennan eft­ir­launa­aldur en slík breyt­ing dugar þó ekki ein og sér. 

Aðila vinnu­mark­að­ar­ins og líf­eyr­is­sjóð­anna héldu mál­þing með yfir­skrift­inni „Áskor­anir fyrir vinnu­mark­að­inn vegna hækk­andi lífald­ur­s.“ Þar tóku til máls ýmsir aðilar sem láta sig málið varða og voru allir sam­mála um að það þyrfti sam­stillt átak til að leysa þessi vanda­mál og að allir aðilar bæru ábyrgð.

Auglýsing

Íslend­ingar hefja töku líf­eyris seinna en aðrar þjóðir

Í máli Stef­áns kom fram að Ís­lend­ingar taki út líf­eyri seinna en opin­ber­lega er gert ráð fyrir miðað við aðrar þjóð­ir. Einnig kemur fram í könn­unum að virkni ein­stak­linga í laun­aðri vinnu á aldr­inum 60-64 og 65-69 ára sé mjög mikil miðað við aðrar þjóð­ir. Virknin minnkar aftur á móti hjá 70-74 ára.

Stefán ÓlafssonStefán segir að ekk­ert lát sé á vinnu­þátt­töku eldri ­borg­ara og að minna álag sé á íslenskt líf­eyr­is­kerfi. Nokkrar ástæður séu fyr­ir­ þessu. Í fyrsta lagi hafa Íslend­ingar almennt enga leið til að fara fyrr á eft­ir­laun. Í öðru lagi hvetur kefið til sein­kunnar líf­eyr­i­s­töku og þörf er ­fyrir meiri tekj­ur. Einnig hefur vinnu­mark­að­ur­inn áhrif því boðið er upp á mörg atvinnu­tæki­færi og í sam­fé­lag­inu sé jákvætt við­horf til vinn­u. 

Kennitala ætti ekki að skipta máli í ráðn­ing­ar­ferli

Jak­obína H. Árna­dótt­ir, hóp­stjóri ráðn­inga Capacent, tók einnig til máls. Hún segir að mörg ný störf séu í boði um þess­ar ­mundir og þörf sé á fólki úti á vinnu­mark­að­in­um. Hún tekur það fram að frammi­staða sé óháð aldri. Að þegar ráða eigi fólk í vinnu sé verið að finna hóp ­sem stendur sig best í starfi óháð aldri. Aldur ætti ekki að skipta máli þannig að sam­kvæmt fræð­unum skipti kennitala ekki máli í ráðn­ing­ar­ferl­inu.

Jakobína Hólmfríður ÁrnadóttirEn hvernig er þessu farið í raun­inni? Skipt­ir ­kennitala ekki máli í raun­veru­leik­anum þegar fólk er að sækja um vinnu? Jón­ína ­seg­ist ekki hafa svar á reiðum höndum og veltir fyrir sér skýr­ingum þess að ­fólk upp­lifi það sem raun, að ráðið sé frekar yngra fólk í laus störf. Hún segir að hugs­an­lega megi finna skýr­ing­una í því að fáir eldri séu á skrá hjá þeim og að ­fólk sé kannski hrætt við breyt­ingar eftir því sem það eld­ist. Einnig gæt­u ­for­dómar leynst og séu því útbreidd­ari en sam­fé­lagið geri sér grein fyr­ir. Það sé ­nefni­lega ekki reynsla þeirra hjá Capacent að aldur skipti máli í ráðn­ing­ar­ferli. 

 Málþing um áskoranir fyrir vinnumarkaðinn vegna hækkandi lífaldurs

Gott að hafa bland­aðan hóp á vinnu­mark­aði

 

Þórey S. Þórðardóttir

„Það eru margt eldra fólk sem vill vinna. Gott er að hafa bland­að­an hóp,“ segir  Þórey S. Þórð­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, en hún tók einnig til máls á mál­þing­inu. Hún segir að það sé jákvætt fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina að fólk lifi ­lengur og bet­ur.

Hún segir að ákveðnar leiðir séu til skoð­unar til þess að leysa vand­ann sem líf­eyr­is­sjóð­irnir og allt sam­fé­lagið stendur frammi fyr­ir­. Ein sé að hækka líf­eyr­i­s­töku­ald­ur­inn og að sú aðlögun þyrfti að ger­ast á löng­um ­tíma. Hún bendir einnig á, eins og Stef­án, að sveigj­an­leiki gæti verið auk­inn. Hún segir að allir þurfi að taka höndum saman og að ábyrgðin liggi hjá öll­u­m að­il­um, líf­eyr­is­sjóð­um, vinnu­mark­að­inum og ein­stak­ling­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna mun taka gildi 1. júlí næstkomandi og vera afturvirk til síðustu áramóta. Laun ráðherra hækka um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent
None