Slær Bjarna mjög illa að lífeyrissjóðir tali sig saman um að kaupa Arion banka

Mestu áhrifamenn íslensks atvinnulífs hittust á umræðufundi til að ræða stöðu samkeppninnar í endurreistu hagkerfi þar sem lífeyrissjóðir landsins eigi 45 prósent hlutabréfa og hluti í fjölmörgum fyrirtækjum sem eru í beinni samkeppni við hvort annað.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að það slái sig mjög illa að stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins séu að tala sig sam­an­ um að kaupa banka, þ.e. Arion banka. „Þá yrði þetta orðið dálítið skrýt­ið. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru ­með um 45 pró­sent af skráðum hluta­bréfum og eru svo farnir að tala sig saman um að kaupa fjár­mála­fyr­ir­tæki sem eru að þjón­usta fyr­ir­tækin sem þeir eru aðal­eig­endur að.“ Þetta kom fram á umræðu­fundi um eign­ar­hald á at­vinnu­fyr­ir­tækj­um, hlut­verki líf­eyr­is­sjóða og áhrif á sam­keppni sem haldn­ar voru á Hilton Reykja­vik Nor­dica í morg­un. Yfir­skrift fund­ar­ins var „Sam­tal um ­sam­keppni“ og Sam­keppn­is­eft­ir­litið stóð fyrir hon­um.

Við­staddir voru flestir áhrifa­menn íslensks atvinnu­lífs. Þ.e. for­ystu­menn stærstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins, stjórn­endur skráðra fyr­ir­tækja, stórir einka­fjár­fest­ar, ­for­stjórar eft­ir­lits­stofn­ana, stjórn­endur sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækja, for­stjóri ­Kaup­hall­ar­innar og margir fleiri.

Staða sam­keppn­innar eftir end­ur­skipu­lagn­ingu

Sam­keppn­is­eft­ir­litið boð­aði til fund­ar­ins vegna þess að það fannst til­efni til að horfa yfir hvernig staða sam­keppn­innar væri nú þegar að tals­verðar breyt­ingar hefðu orðið á eign­ar­haldi fyr­ir­tækja frá hruni. Þetta við­fangs­efni væri ekki síður aðkallandi vegna þess að til stendur að losa um fjár­magnas­höft og selja við­skipta­banka sem nú eru í eigu íslenska rík­is­ins eða ­kröfu­hafa.

Auglýsing

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Eft­ir­litið hefur bent á að í kjöl­far banka­hruns­ins hafi ­stofn­ana­fjár­festar orðið mjög áber­andi á meðal stærri eig­enda at­vinnu­fyr­ir­tækja. Þar sé einkum um að ræða líf­eyr­is­sjóði og þeir eiga í vax­andi mæli eign­ar­hluti í fleiri en einu fyr­ir­tæki á sama mark­aði. Dæmi um þetta sé eign­ar­hald á vátrygg­inga­fé­lög­unum þremur sem skráð eru í kaup­höll­inn­i, þar sem sex slíkir fjár­festar eiga í þeim öllum og þrír til við­bótar eigi í t­veim­ur. Svip­aða sögu sé að segja af fast­eigna­fé­lög­unum sem skráð eru á mark­að. Af 15 stærstu eig­endum þeirra eru fimm stofn­ana­fjár­festar eig­endur í öll­u­m ­fé­lög­un­um. Sam­an­lagt eigi þeir 35-44 pró­sent í hverju félagi. Þá má einnig benda á að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru eig­endur dag­vöruris­ans Haga að mest­u. Þeir eiga líka stóra hluti í Festi, sem á og rekur Kaupás, næst stærsta dag­vöru­fyr­ir­tæki lands­ins.

Starfs­menn eft­ir­lits­ins bentu á rann­sóknir á mörk­uðum í Banda­ríkj­unum þar sem vís­bend­ingar séu um að eigna­tengsl milli sam­keppn­is­að­ila ­geti leitt til hærra verðs til við­skipta­vina.  Í máli Páls Gunn­ars Páls­son­ar, for­stjóra ­Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, kom fram að ekk­ert benti til ann­ars en að þær rann­sókn­ir hefðu þýð­ingu hér­lendis og lík­legt væri að skað­leg áhrif eign­ar­halds af þessum ­toga gætu verið enn meiri á mörk­uðum þar sem mikil sam­þjöppun og fákeppni rík­i.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir verða farnir að kaupa sjón­vörp og þvotta­vélar bráðum

Páll Harð­ar­son, for­stjóri Kaup­hallar Íslands, stýrði umræð­u­m á fund­in­um. Þar var meðal ann­ars rætt um hvort eign­ar­hald á atvinnu­fyr­ir­tækj­u­m hafi þró­ast til hins betra eða verra eftir hrun, hvaða áhrif los­un fjár­magns­hafta muni hafa á þróun eign­ar­halds á atvinnu­fyr­ir­tækj­um, hvort sporna eigi við því að sami fjár­festir eigi í fleiri en einum keppi­naut á sama ­mark­aði og hvort líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, sem, eru lang­sam­lega fyr­ir­ferð­ar­mest­u fjár­festar á Íslandi í dag, ættu að vera virkir eða óvirkir eig­end­ur?

Guð­mundur Þór­halls­son, fram­kvæmda­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, benti í umræð­unum á að mark­aðsvirði íslensks hluta­bréfa­mark­að­ar­ ­fyrir hrun hafi ver­ið, þegar best lét, um þrjú þús­und millj­arðar króna. Virð­i hans nú sé á bil­inu 1.300-1.400 millj­arðar króna en á sama tíma hafi eignir líf­eyr­is­sjóða ­vaxið mikið og séu nú um 3.300 millj­arðar króna. Svo séu höft sem ger­i líf­eyr­is­sjóðum ekki kleift að fjár­festa utan Íslands og því hafi þeir eignast stóran hluta þeirra hluta­bréfa sem í boði eru á Íslandi.

gylfi Magnússon, fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra, benti á að einhver þyrfti á endanum að eiga hlutabréf á Íslandi.Bjarni Bene­dikts­son tók undir þetta og sagði að hann fynd­i ­nán­ast til með stjórn­endum líf­eyr­is­sjóð­anna sem þurfi að finna sér­ fjár­fest­inga­mögu­leika í því litla og lok­aða hag­kerfið sem Ísland er. Mjög ­nauð­syn­legt hafi verið að rýmka heim­ildir líf­eyr­is­sjóð­anna til að fjár­festa hér­lend­is eftir banka­hrun, hafta­setn­ingu og þegar kaup­höllin hafði nær þurrkast út. Þannig tóku þeir beinan þátt í því risa­vaxna verk­efni sem fjár­mála­kerfið stóð frammi fyrir við að end­ur­reisa sig.

Hann seg­ist þó velta fyrir sér hvort að eign­ar­hald á at­vinnu­fyr­ir­tækjum hafi þró­ast til hins betra eða verra eftir hrun. „Ég velt­i ­fyrir mér hvort bank­arnir hefðu átt að gera meira af því að starfa með eig­end­um ­fyr­ir­tækj­anna og minna af því að ryðja þeim út og selja síðan hluta­féð held­ur en raunin varð. Það hefði skilið eftir minna svig­rúm fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina til­ að koma inn.“

Flóki Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri ­sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Stefnis sem er í eigu Arion banka, sagði það mjög ein­falt að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins þyrftu að kom­ast út úr höftum vegna stærð­ar­ ­sinn­ar. Ef það gerð­ist ekki bráðum þá verði þeir farnir að kaupa „sjón­vörp og þvotta­vél­ar“ eftir nokkur miss­eri. Allir aðrir fjár­fest­inga­kostir verð­i ­upp­urn­ir.

Þor­steinn Víglunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, tók í sama streng og sagði að líf­eyr­is­sjóð­unum þyrfti að ­bjóð­ast fleiri val­kostir í fjár­fest­ingu. Hann lagði til að í stað þess að þak yrði sett á fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða erlendis yrði sett gólf á fjár­fest­ing­ar þeirra. Stefna ætti að því að um 50 pró­sent af fjár­fest­ingum þeirra yrð­i er­lendis í fram­tíð­inni.

Útlend­ingar hafa ekki áhuga á íslenskum hluta­bréfum

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Háskóla Íslands og fyrrum efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, sat einnig í pall­borði. Hann sagði að los­un hafta muni búa til leið fyrir líf­eyr­is­sjóði til að kom­ast erlend­is. Það myndi hins ­vegar ekki leysa þau vanda­mál sem íslenskt fjár­fest­inga­um­hverfi stæði frammi ­fyr­ir.

Á end­anum þyrfti alltaf ein­hver að eiga hluta­bréf­in. Eins og ­staðan væri í dag á Íslandi, sér­stak­lega þar sem til stendur að hækk­a ið­gjalda­greiðslur almenn­ings inn í líf­eyr­is­sjóða­kerf­ið, fari nær all­ur ­sparn­aður lands­manna inn í það kerfi. Lítið sé eftir til að fjár­festa fyr­ir­. Er­lendir aðlar virð­ast ekki hafa mik­inn áhuga á íslenskum hluta­bréfum held­ur horfi mun frekar á skulda­bréf. Því til stuðn­ings má benda á að erlendir aðil­ar keyptu alls eignir fyrir 76,1 millj­arð króna á Íslandi í fyrra. Þar af keypt­u þeir rík­is­skulda­bréf fyrir 54 millj­arða króna en hluta­bréf fyrir 5,7 millj­arða króna.

Ef útlend­ingar kaupi ekki íslensku hluta­bréfin séu það eig­in­lega bara líf­eyr­is­sjóð­irnir sem geti gert það. „Það er annað hvort það eða ­mynstrið sem við höfðum hérna fyrir hrun sem ég held að eng­inn vilji sjá aft­ur. Þegar eig­endur voru skuld­sett eign­ar­halds­fé­lög sem áttu ekk­ert eigið fé held­ur bara lánsfé sem þau not­uðu til að kaupa hluta­fé.“

Gylfi sagði þó staðan hér­lendis væri slæm. „Fag­fjár­fest­arn­ir eru mjög fáir, mjög stórir og eiga nán­ast allt. Það er afleit staða, bæði fyr­ir­ líf­eyr­is­sjóð­ina og skráðu fyr­ir­tæk­in, að þau séu nán­ast í áskrift að fé líf­eyr­is­sjóð­anna og þurfi eig­in­lega ekk­ert að hafa fyrir því að fá það.“

Fund­ur­inn ekki hald­inn degi of seint

Greint hefur verið frá því í fréttum að stærst­u líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafi hug á því að kaupa Arion banka af kröfu­höf­um ­Kaup­þings og að þeir hafi ráðið menn til að halda sér­stak­lega utan um það ­ferli. Það gerð­ist í kjöl­far þess að fjár­­­mála­­fyr­ir­tæk­in Virð­ing og Arct­­ica Fin­ance reyndu að setj­a ­saman hóp til að kaupa bank­ann, m.a. með aðkomu líf­eyr­is­sjóð­anna. Þeir ákváðu frekar að sleppa milli­liðnum og ráð­ast sjálfir beint í það verk­efni að reyna að eign­ast bank­ann.

Stærst­u líf­eyr­is­­sjóð­ir lands­ins, Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­­sjóð­ur­ versl­un­­ar­­manna og Gildi líf­eyr­is­­sjóður leiða verk­efn­ið. Öll­u­m líf­eyr­is­­sjóð­u­m lands­ins var boðið að vera með.

Bjarni gerði þessa stöðu að umtals­efni á fund­in­um. Hann ­sagði að staðan hafi verið þannig einn dag­inn að ólík verð­bréfa­fyr­ir­tæki hefð­u verið að koma sér fyrir til að keppa um hlut í banka en svo hafi hann les­ið einn dag­inn frétt um að líf­eyr­is­sjóð­irnir ætl­uðu ekki að starfa með þeim held­ur að taka sig saman og kaupa banka. Þá yrði þetta orðið dálítið skrýt­ið. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru með um 45 pró­sent af skráðum hluta­bréfum og eru svo farnir að tala sig saman um að kaupa fjár­mála­fyr­ir­tæki sem eru að þjón­usta ­fyr­ir­tækin sem þeir eru aðal­eig­endur að[...]Þetta slær mig mjög illa og auð­vitað er ástæða til að staldra við“, sagði Bjarni og bætti við að fund­ur­inn ­sem fór fram í dag væri því ekki hald­inn degi og seint.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None