Fólkið sem ætlar að bjarga Samfylkingunni

Formannsefni Samfylkingarinnar eru öll með sínar leiðir til að bjarga flokknum. Meðal þeirra er útilokun á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, skattkerfisbreytingar, breyting á nafni flokksins og aukin völd til flokksmanna.

Guðmundur Ari, Oddný, Helgi og Magnús hafa undanfarið ferðast saman um landið og kynnt sig fyrir flokksmönnum.
Guðmundur Ari, Oddný, Helgi og Magnús hafa undanfarið ferðast saman um landið og kynnt sig fyrir flokksmönnum.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin fær nýjan for­mann eftir viku. Lands­fundur verður hald­inn um næstu helgi en raf­ræn kosn­ing hefst í dag þar sem flokks­menn geta kosið nýja for­ystu. Sam­fylk­ingin hefur mælst með sögu­lega lágt fylgi í skoð­ana­könn­un­um, nú síð­ast í könnun 365 þar sem hún var með rúm­lega sex pró­sent. Það dugir til að ná þremur mönnum á þing. Í dag eru þing­menn­irnir níu. 

Fjórir eru í fram­boði til for­manns flokks­ins; Guð­mundur Ari Sig­ur­jóns­son, bæj­ar­full­trúi flokks­ins á Sel­tjarn­ar­nes­i, Helgi Hjörvar þing­flokks­for­mað­ur, Magnús Orri Schram vara­þing­maður og Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður og fyrr­ver­andi ráð­herra. Kjarn­inn kann­aði afstöðu þeirra til stöð­unnar sem upp er kom­in. 

Fram­boðið orðið að feg­urð­ar­sam­keppni

Guð­mundur Ari Sig­ur­jóns­son, 27 ára, er yngstur for­manns­fram­bjóð­enda og sá eini sem hefur aldrei setið á þingi. Hann er því ekki eins þekkt and­lit og keppi­nautar hans, en segir slag­inn engu að síður ganga vel, með ákveðnum fyr­ir­vörum þó. Guðmundur Ari Sigurjónsson

„For­manns­fram­boðið hefur þró­ast út í vissa feg­urð­ar­sam­keppni þar sem helstu með­mælin sem maður les er að fram­bjóð­andi sé for­manns­legri en aðr­ir. Ég ótt­ast að félags­menn séu að fara kjósa kunn­ug­leg and­lit og traust verði gildið sem ræður hvernig kosn­ing­arnar fara,” segir Guð­mundur Ari. „Mín sýn er að staða flokks­ins kalli á nýtt and­lit og nýjar áherslur og tel ég að eld­móður ætti að vera það gildi sem mundi ráða úrslit­u­m.“ 

Flokks­menn eigi ekki að velja for­mann út frá reynslu, heldur út frá því hver sé lík­leg­astur til að færa Sam­fylk­ingu jafn­að­ar­manna inn í nútím­ann, að mati Guð­mundar Ara. Hann vill vinna mark­visst inn á við í flokkn­um, virkja almenna félags­menn til þátt­töku og færa þeim aukin völd. Í dag fái þeir að gera hvor­ugt. „Þú ert eig­in­lega bara að skrá þig á póst­lista þegar þú gengur í flokk­inn,“ segir hann. 

Auglýsing

Hann segir næstu kosn­ingar munu snú­ast um pen­inga og völd, bar­áttu milli jafn­að­ar­manna og ójafn­að­ar­manna. „Það sem næsti for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar á að gera er að fjar­lægja alla froðu og draga fram skýrar línur fyrir kjós­end­ur. Þetta er ekki flók­ið, við viljum aukið lýð­ræði og rétt­læti fyrir almenn­ing á Ísland­i.“

Þú ert eig­in­lega bara að skrá þig á póst­lista þegar þú gengur í flokk­inn.

Munu ekki vinna með Sjálf­stæð­is­flokknum

Helgi Hjörvar þing­flokks­for­maður seg­ist hafa fengið jákvæð við­brögð við fram­boði sínu og að góður andi sé í bar­átt­unn­i. 

„Ég leyfi mér að vera bjart­sýnn. Þetta er jafnt og spenn­and­i,” segir Helgi. Varð­andi erf­iða stöðu flokks­ins segir hann að þegar flokkur hafi glatað meira en helm­ing stuðn­ings­manna sinna, sé ljóst að það þurfi að grípa til aðgerða. Helgi Hjörvar

„Meðal ann­ars með því að taka af öll tví­mæli af um með hverjum við ætlum að starfa í næstu kosn­ing­um. Efa­semdir um slíkt mega ekki fæla fólk frá flokkn­um,” segir Helgi og und­ir­strikar að Sam­fylk­ingin ætli að vinna með sam­starfs­flokkum sínum í stjórn­ar­and­stöð­unni. „Við munum ekki vinna með Sjálf­stæð­is­flokk­um, enda er hann ósam­starfs­hæfur og vill engar kerf­is­breyt­ing­ar. Það er sjálf­sagt að við störfum ekki með hon­um.” Varð­andi Fram­sókn­ar­flokk­inn segir Helgi það fara eftir hvaða Fram­sókn­ar­flokkur það verði, ljóst sé að mikil breyt­ing muni eiga sér stað þar.

„Stjórn­ar­and­staðan er að sjá svipuð tæki­færi og voru fyrir hendi í borg­inni þegar við bjuggum til Reykja­vík­ur­list­ann. Ég tel að sú reynsla mín geti hjálpað í kom­andi kosn­ing­um.“ 

Nauð­syn­legt sé að ná sam­stöðu um hvernig eigi að ljúka stjórn­ar­skrár­mál­inu og ná banda­lagi við sam­starfs­flokk­ana um stór mál í næstu kosn­ing­um. „Síðan þurfum við að hreinsa út áherslur sem spruttu upp í bólunni og hverfa aftur til sígildrar jafn­að­ar­stefnu, með vel­ferð­ar­mál, hús­næð­is­mál og fjár­mála­kerfi fyrir fólk í önd­veg­i,” segir hann.

Við munum ekki vinna með Sjálf­stæð­is­flokk­um, enda er hann ósam­starfs­hæfur og vill engar kerf­is­breyt­ing­ar.

Annað nafn ekki grund­vall­ar­for­senda

Magnús Orri Schram, vara­þing­maður Sam­fylk­ingar og ráð­gjafi hjá Capacent, segir for­manns­slag­inn ganga vel. Hann telur flokk­inn eiga mikla mögu­leika á að ná fyrri styrk og end­ur­vinna traust og trúnað almenn­ings, þó að það taki tíma. Fólk þurfi að vera óhrætt við þró­un. 

Magnús Orri Schram„Það þarf að end­ur­nýja lyk­il­fólk, heim­sækja áherslur uppá nýtt og end­ur­skoða vinnu­brögð. Einnig þarf að end­ur­nýja tengslin við verka­lýðs­hreyf­ing­una og ná aftur stöðu sinni þar sem félags­hyggju­fólk og frjáls­lyndir getur starfað undir einu merki,” segir Magnús Orri og bætir við að hann vilji fara á nýjan stað með flokk­inn. Breyt­ing á nafni sé þar ekki aðal­at­riði eða grund­vall­ar­for­senda. 

„Það getur hins vegar verið hluti af alls­herjar end­ur­nýjun og sendir um leið skýr skila­boð til okkar sjálfra og ann­arra að við erum á nýjum stað,” segir hann. „Ég get ekki lagt næga áherslu á að flokkur jafn­að­ar­manna hverfur aldrei né verður hann lagður nið­ur. Hann þarf hins vegar að taka breyt­ing­um.”

Ég get ekki lagt næga áherslu á að flokkur jafn­að­ar­manna hverfur aldrei né verður hann lagður nið­ur.

Óþol­andi staða

Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ingar og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tekur undir með flokks­bróður sínum og segir slag­inn ganga vel. Henni hafi gengið vel að ræða við flokks­fé­laga. 

„Mínir stuðn­ings­menn hringja á hverjum degi til að óska eftir stuðn­ingi við mitt fram­boð,” segir Odd­ný. Allir fram­bjóð­end­urnir hafi ferð­ast saman um landið á fundi með svæð­is­fé­lögum og í svo­leiðis keppni segir Oddný að mynd­ist ákveð­inn kraftur og hug­myndir í kringum hvern og einn fram­bjóð­anda. „Hvernig sem fer er það mjög mik­il­vægt fyrir Sam­fylk­ing­una sú stemn­ing skili sér inn í flokk­inn eftir lands­fund­inn.“

Oddný segir það hafa verið rétta ákvörðun að blása til for­manns­kjörs og lands­fund­ar. 

Oddný Harðardóttir„Í sam­tölum mínum við fólk verð ég vör við hversu mjög staða Sam­fylk­ing­ar­innar og jafn­að­ar­stefn­unnar brennur á fólki. Staðan er óþol­andi en ég er viss um að ákveðin þátta­skil verði við lands­fund­inn og bar­átt­u­gleðin taki yfir þegar við höfum tekið ákvörðun um hvert við erum að fara með skýra stefnu í fartesk­in­u,” segir Odd­ný. Hún vill að vel­ferð­ar­málin verði í önd­vegi í kosn­inga­bar­átt­unni sem framundan er, með skýrum til­lögum sem bæta stöðu fólks og almenna vel­ferð. „Auk sann­gjarns skatt­kerfis sem vinnur gegn svikum og að því að felu­staðir og blekk­ing­ar­leikir fyrir fólk sem vill láta aðra bera sinn hlut í rík­is­rekstr­in­um, verði upp­rætt­ir.“

Staðan er óþol­andi en ég er viss um að ákveðin þátta­skil verði við lands­fund­inn og bar­átt­u­gleðin taki yfir þegar við höfum tekið ákvörðun um hvert við erum að fara með skýra stefnu í fartesk­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None