Hælisleitendum bjóðist „mun betri kjör en við Íslendingar búum sjálfir við“

Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum boðin betri kjör en Íslendingar búi við. Við þurfum að læra af reynslu annarra þjóða og leysa úr málum „meints flóttafólks og hælisleitenda“ hratt og örugglega.

ásmundur friðriksson
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son og Brynjar Níels­son, þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sátu hjá þegar ný útlend­inga­lög voru sam­þykkt á Alþingi í síð­ustu viku. Þeir voru einu þing­menn­irnir sem ekki greiddu atkvæði með nýju lög­un­um, sem ann­ars voru sam­þykkt í þverpóli­tískri sam­stöð­u. 

Brynjar sagði við atkvæða­greiðslu í þing­inu að það væri alveg aug­ljóst að í frum­varp­inu væri margt „mjög gott, sér­stak­lega sem snýr að rétt­indum útlend­inga, stjórn­sýsl­unni og öðrum mik­il­vægum atrið­u­m.“ Hann sat hjá vegna þess að honum þótti málið hafa fengið litla sem enga umræðu í þing­inu, sem væri ekki gott í máli sem væri gjör­bylt­ing og risa­mál. „Við ætlum að afgreiða þetta hér á síð­asta degi, það er ekki mik­ill bragur á því.“ Ekki væri búið að gera neina úttekt á sam­fé­lags­legum áhrifum breyt­ing­anna, og Ísland væri að fara aðra leið að mörgu leyti en aðrar þjóð­ir.  

„Meint flótta­fólk“ fái betri kjör en Íslend­ingar

Ásmundur sagði einnig að margt gott væri í frum­varp­inu en gerði engu að síður mjög marg­vís­legar athuga­semdir við það. Hann sagði mik­il­vægt að geta leyst úr málum „meints flótta­fólks og hæl­is­leit­enda“ hratt og örugg­lega. „Æski­leg­t væri að það færi aldrei út af þeim stöðum sem það kem­ur til með flutn­ings­tæki til lands­ins, skipi eða flug­vél. Þá er einnig æski­legt að yfir­völd hefðu þann mann­afla og réðu yfir­ þeim úrræðum að geta vísað fólki sem sýnir ekki fram á full­nægj­andi heim­ildir til rétt­mæti þess að fá að dvelj­ast hér í landi út þegar í stað.“ 

Auglýsing

Þá segir Ásmundur að vel eigi að taka á móti þeim sem komi til Íslands í „rétt­mætum erind­um“. Umsækj­endum um hæli standi til boða hús­næði, lág­marks­fram­færsla og nauð­syn­leg heil­brigð­is­þjón­usta, þar á meðal vegna geð­rask­ana. „Þetta er auð­vitað vel boðið og mun betri kjör en við Íslend­ingar búum ­sjálfir við. Hér er hús­næð­is­skort­ur, við erum að sam­þykkja hér lög í þing­inu um almennar íbúð­ir, að byggja 2.300 íbúð­ir ­fyrir þá sem minnst hafa á milli hand­anna. Eldri borg­arar fá ekki inn á dval­ar­heim­ilum og þeir sem þar búa búa við þau kjör að fá dag­pen­inga, rúmar 60 þús­und krónur á mán­uði og þurfa að ­borga lækn­is­þjón­ustu og heil­brigð­is­þjón­ustu. Varla eru það þau kjör sem við ætlum að bjóða þeim útlend­ingum sem hing­að vilja kom­a.“

Þurfum að skoða reynslu ann­arra þjóða

Ásmundur er einnig á því að reynsla ann­arra þjóða segi okkur að kostn­aður geti auk­ist langt umfram áætl­anir „vegna mik­illar fjölg­unar útlend­inga sem geta komið hingað undir ýmiss konar yfir­skini og geta ekki eða vilja ekki fram­fleyta sér­.“ 

Það hafi lengi tíðkast að útlend­ingar komi til Íslands að vinna, „hér búa margir Pól­verjar og aust­an­tjalds­fólk, fyr­ir­mynd­ar­fólk sem hefur búið hér og kom­ið til­ þess­arar þjóðar þegar vantar vinn­andi hendur og auð­vitað er allt slíkt fólk vel­komið til lands­ins, það segir sig sjálft. Við höfum alltaf verið til­búin að taka á móti þeim. En við verðum kannski líka að líta til þess og horfa á það sem aðr­ar ­þjóðir hafa gert og hvernig reynsla þeirra er af því að opna landa­mærin óheft.“

Hann tók sem dæmi Svía, sem hann segir að hafi sagst hafa verið barna­legir í mál­efnum útlend­inga. „Danir hafa myndað þjóð­ar­sam­stöðu um að mót­töku fólks sem er að leita að ókeypis fram­færslu verði hætt og þeir efla eft­ir­lit og þrengja reglur þar um. Þurfum við ekki að læra af þess­ari reynslu?“ 

Hann sagði breyt­ing­arnar á lög­unum miða að því að auð­velda fólki aðgang að land­inu. „Það er slakað á kröfum til fólks sem hingað kemur og þeim sem geta ekki fram­vísað papp­írum um að þau sýni fram á rétt­mæt­i ­stað­hæf­inga sinna. Það er slakað á kröfum varð­andi mögu­leika ­yf­ir­valda til að ganga úr skugga um hvort ákveðnar stað­hæf­ing­ar eigi við rök að styðjast, eins og til dæmis varð­andi ald­ur.“ Þá sé hvergi getið um öryggi lands­ins.

Hér má horfa á ræðu Ásmundar í heild sinn­i. 

Skrifa undir gegn lög­un­um 

Tæp­lega átta hund­ruð manns hafa skrifað nafn sitt á und­ir­skrifta­söfnun þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Gríms­son, for­seta Íslands, að skrifa ekki undir nýju lög­in. Þau muni „valda rót­tækum breyt­ingum á íslensku sam­fé­lagi og munu þær breyt­ingar leiða til óaft­ur­kræfs skaða og tjóns.“ Það sé gjá milli þings og þjóðar í mál­inu og brýnt að þjóðin fái að kjósa um mál­ið. Und­ir­skrifta­söfn­unin var sett í gang um helg­ina. 

Í skila­boðum á und­ir­skrifta­síð­unni má sjá ýmis rasísk ummæli, eins og „Ís­land fyrir Íslend­inga,“ „Hreint land fag­urt land,“ „Dont like muslims“ „Þarf ekki að vernda íslenska kyn­stofn­inn?“ og „Evr­ópa logar nú þegar í átökum úti á göt­um. Konum er nauðg­að. Ég vil ekki sjá þessa skelfilgu ómenn­ingu á okkar frið­sæla land.“ 

Stjórn­mála­aflið Íslenska þjóð­fylk­ing­in, sem hyggst bjóða fram til þings, hefur hvatt til þess á Face­book að fólk skrifi und­ir. Þá hefur flokk­ur­inn sent frá sér ályktun þar sem nýju lög­unum er mót­mælt harð­lega. „Það er alveg stórfurðu­legt að Alþingi skuli lýsa landið nán­ast opið fyrir öllum erlendum aðilum sama hvaða erindi þeir eigi hing­að. Í lög­unum er gert ráð fyrir að það sé ekki frá­vís­un­ar­sök frá landa­mærum okkar þótt menn komi hingað á fölsuðum skil­ríkjum og jafn­vel ljúgi til um hver þeir séu. Þetta frum­varp gengur þvert á laga þróun á norð­ur­löndum en þar eru ríki að herða lög um útlend­inga af gef­inni slæmri reynslu.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent
None