EM 2016

Dramatíkin á fast sæti í enska landsliðinu

Englendingar hafa ekki unnið titil á stórmóti í 50 ár eða þegar Bobby Moore lyfti bikarnum á HM 1966. Ísland leikur gegn Englandi á EM 2016 á mánudag.

rifjar upp fimm tapleiki Englands.
rifjar upp fimm tapleiki Englands.
Wayne Rooney og Jamie Vardy eru lykilmenn í liði Englands á EM 2016.
Mynd: EPA / Facundo Arrizabalaga

Ísland mætir Englandi í Nice í 16 liða úrslitum á EM í Frakk­landi á mánu­dag­inn. Spennan er áþreif­an­leg. Ísland hefur aldrei fyrr kom­ist í úrslita­keppni stór­móts og skráir nýjan og ótrú­legan kafla í sögu­bækur fót­bolt­ans með fram­göngu sinni. Eng­land á að baki ríka hefð og sögu, en mikil drama­tík hefur jafnan fylgt lið­inu í útslátt­ar­keppnum á stór­mótum síð­ustu ára­tug­ina. Kjarn­inn kaf­aði ofan í örlög Eng­lands á stór­mót­um, þar sem tárin eru aldrei langt und­an, og tók saman fimm eft­ir­minni­lega leiki þar sem Eng­land féll úr keppni.

HM 1986

„Hönd guðs“ réði úrslitum



Hinn 22. júní 1986 mætt­ust Eng­land og Argent­ína í 16 liða úrslitum á HM í Mexíkó. Raf­magnað and­rúms­loft spennu ein­kenndi leik­inn, og öll spjót beindust að snill­ingnum Diego Mara­dona. Hvernig ætl­aði Eng­land að stöðva hann? Í liði Eng­lend­inga var Gary Lineker í fram­lín­unni, og var hann ávallt lík­legur til að skora. Drama­tíkin í leiknum var mik­il. Mara­dona byrj­aði á því að skora mark með hendi, og gerði leik­menn enska liðs­ins gjör­sam­lega vit­stola af reiði. Eftir leik sagði hann að „hönd Guðs“ hefði skorað mark­ið. Seinna markið var síðan til að kór­óna ótrú­legan leik Mara­dona, en frá fyrstu mín­útu var hann allt í öllu í leik argentíska liðs­ins. Mara­dona ein­lék í gegnum vörn Eng­lands frá miðju og skor­aði eitt glæsi­leg­asta mark sög­unn­ar.

Í 22 manna hóp Argent­ínu voru aðeins sjö leik­menn sem spil­uðu Evr­ópu, en liðs­heildin var ógn­ar­sterk með Mara­dona sem gim­stein­inn í sókn­ar­leikn­um. Undir lok leiks­ins minnk­aði svo Gary Lineker mun­inn eftir að John Barnes lék upp vinstri væng­inn og sendi fyrir mark­ið, beint á koll­inn á Lineker. En lengra komst Eng­land ekki. Eftir leik­inn fóru breskir fjöl­miðlar ham­förum, og gagn­rýndu dóm­ar­ann fyrir að leyfa marki Mara­dona að standa.

HM 1990

Enska þjóðin grét með Gazza



Fjórum árum eftir drama­tík­ina í Mexíkó var Eng­land nú með ferskt lið á Ítal­íu, sem var samt ekki talið lík­legt til mik­illa afreka. En það voru hæfi­leik­a­ríkir leik­menn í lið­inu, þar á meðal hinn magn­aði Paul Gascoigne, Gazza, sem var prímus­mót­or­inn á miðj­unni. Enska liðið komst alla leið í und­an­úr­slit, og mætti þar Þjóð­verj­um, með Lothar Matt­haus á hápunkti fer­ils­ins. Jafn­ræði var með lið­unum í leikn­um, en Gazza – sem var og er mikil til­finn­inga­vera – missti sig eitt augna­blik og tækl­aði leik­mann Þjóð­verja illa og fékk gult spjald. Eitt­hvað sem hann hafði forð­ast að gera allan leik­inn. Þetta þýddi að Gazza gæti ekki leikið úrslita­leik­inn. Þetta kall­aði fram miklar til­finn­ing­ar, og brast Gazza í grát. Hann hélt þó áfram að spila, og reyndi að jafna sig. Gary Lineker kall­aði á Bobby Rob­son, þjálf­ara, og sagði honum að Gazza væri ekki í jafn­væg­i. 

Leik­ur­inn hélt áfram, og end­aði í víta­spyrnu­keppni, þar sem Þjóð­verjar höfðu bet­ur. Enska þjóðin grét með Gazza, og fjöl­miðl­arnir bresku veltu sér upp úr atvik­inu mán­uðum sam­an. Að lokum fór það svo að Þjóð­verjar unnu HM, eftir að hafa lagt Argent­ínu að velli, 1-0, með marki Andr­eas Brehme úr víta­spyrnu. Aldrei hefði átt að dæma víta­spyrn­una þar sem Rudi Völler lét sig falla innan teigs og fiskaði víta­spyrn­una þannig.

EM 1996

And­legi styrk­ur­inn ekki til staðar



Evr­ópu­keppnin var haldin í Englandi 1996, og þar fór fram­herj­inn Alan Sher­ear fyrir liði heima­manna sem fyr­ir­liði. Liðið var vel skipað með Gazza í góðu formi. Með hann upp á sitt besta var liðið til alls lík­legt. En fót­bolti er íþrótt þar sem tvö lið keppa og Þjóð­verjar vinna að lok­um. Eða þannig lýsti Gary Lineker örlögum and­stæð­inga þeirra, í eitt skipt­ið. Eftir snilld­ar­til­þrif Gazza í keppn­inni, þar sem hann skor­aði meðal ann­ars stór­glæsi­legt mark gegn Skot­um, þar sem mið­vörð­ur­inn frá­bæri Colin Hendry var grátt leik­inn, þá mætt­ust Eng­lend­ingar og Þjóð­verjar aft­ur, líkt og árið 1990. Aftur var það í und­an­úr­slit­um, og aftur var það víta­spyrnu­keppni að lok­um. 

Fjöl­miðlar í Bret­landi eru frægir fyrir að vera mis­kunn­ar­laus­ir, þegar kemur að árangri lands­liðs­ins, og þá sér­stak­lega ein­stak­lings­mi­s­tök­um. Krafan var ein­föld fyrir mót­ið; nú ætti Eng­land að fara alla leið. Í þetta skiptið var það Gar­eth Sout­hgate sem reynd­ist örlaga­vald­ur, en hann var sá eini sem mis­not­aði víta­spyrnu sína. David Seaman átti ekki roð í öruggar spyrnur Þjóð­verja. Hann var nið­ur­lægður í breskum fjöl­miðlum eftir á, og fékk hverja fyr­ir­sögn­ina á fætur annarri um sig dag­ana á eft­ir. Tapið var gríð­ar­lega svekkj­andi, en sýndi að enska liðið virt­ist ein­fald­lega ekki búa yfir nægi­legum and­legum styrk til að fara alla leið. Góðir leik­menn væri ein­fald­lega ekki nóg.

HM 1998

David Beck­ham verður skúrk­ur­inn



Spenn­andi kyn­slóð leik­manna var nú farin að setja mark sitt á enska lands­lið­ið, með hinn frá­bæra Paul Scho­les á miðj­unni, og gull­dreng­inn David Beck­ham á hægri vængn­um. Átján ára fram­herji frá Liver­pool, Mich­ael Owen, stal sen­unni þegar komið var fram í átta liða úrslit­in, þegar Eng­land og Argent­ína mætt­ust. Owen átti þá magn­aðan sprett, frá miðju vall­ar­ins, og kom Englandi yfir, 2-1, í bráð­fjör­ugum fyrri hálf­leik. 

En drama­tík­in, sem alltaf eltir enska liðið þegar í útslátt­ar­keppni á stór­móti er kom­ið, birt­ist svo nokkuð óvænt í seinni hálf­leik. Þá var David Becham rek­inn af velli, fyrir að sparka í Diego Simo­ne, núver­andi þjálf­ara Atlet­ico Madrid. Nán­ast um leið og atvikið átti sér stað, mátti skynja reiði enskra fjöl­miðla út í Beck­ham. 

Seinni hálf­leik­ur­inn var mikið til nauð­vörn hjá Englandi, þar sem mið­verð­irnir sterku, Tony Adams og Sol Camp­bell, sköll­uðu bolt­ann frá. Þegar kom að víta­keppni, þá tóku sig upp kunn­ug­leg atriði. Leik­menn fóru á taug­um, og Eng­land féll úr keppni. Fjöl­miðl­arnir fundu söku­dólg­inn strax í Beck­ham, og var hann nið­ur­lægður vikum saman í bresku blöð­un­um, fyrir að láta reka sig útaf.

HM 2010

Vænt­ing­arnar stoppa gegn Þýska­landi



Sextán liða úrslitin og Þjóð­verjar eru and­stæð­ing­ur­inn, einu sinni sem oftar þegar Eng­land er ann­ars veg­ar. Þar stoppa yfir­leitt vænt­ing­arn­ar, og það var engin und­an­tekn­ing á HM í Suð­ur­-Afr­íku 2010. Þá mætt­ust þessar þjóðir í átta liða úrslit­um. Steven Gerr­ard var með fyr­ir­liða­bandið og með honum á miðj­unni voru Gar­eth Barry og Frank Lampard. Þetta var hryggjar­stykkið í lið­inu, sem þótti til alls lík­legt fyrir mót­ið, en í fram­lín­unni var Wayne Roo­n­ey. 

Öllu var tjaldað til. Fabio Cap­bello, Ítal­inn reynslu­mikli, var þjálf­ari liðs­ins. Eftir fremur hæga byrj­un, komst Eng­land inn í útslátt­ar­keppn­ina. Liðið skíttap­aði fyrir Þjóð­verj­um, 4-1. En þrátt fyrir það, náðu breskir fjöl­miðlar að gera sér lengi vel mat úr því að Lampard hefði skorað mark, sem hefði átt að standa. Þegar hann skaut bolt­anum í slána og inn í mark­ið, en dóm­ar­inn lét leik­inn halda áfram, þrátt fyrir að bolt­inn hefði aug­ljós­lega farið yfir lín­una. Þetta töldu margir grein­endur í Englandi, að hefði verið vendi­punktur í leikn­um. En stað­reyndin var sú, að enska liðið stóðst því þýska ekki snún­ing í leikn­um, og átti aldrei mögu­leika, þrátt fyrir að Matt­hew Upson hafi minnkað mun­inn í 1-2 í fyrri hálf­leik. Taug­arnar voru þandar og pressan um árangur var mik­il. Enn einu sinni náði enska liðið ekki að stand­ast þessa stöðu. Í hill­unni, hjá þess­ari heima­þjóð fót­bolt­ans, er einn stór tit­ill, frá því á HM 1966 í Bret­landi. Biðin er nú 50 ár.

EM 2016

Meiri pressa á Eng­lend­ingum gegn Íslandi

England á æfingu í Chantilly í Frakklandi á fimmtudag.

Enska liðið núna er um margt ólíkt þeim sem hafa verið á stór­mótum und­an­farna ára­tugi. Í lið­inu er Wayne Roo­ney þekkt­astur leik­manna, en efni­legir ungir leik­menn eru farnir að láta að sér kveða, og virð­ast óhræddir við hvaða and­stæð­ing sem er. En þegar kemur að leiknum gegn Íslandi, þá er enska liðið sann­ar­lega það lið sem er með meiri pressu á sér og kröfu um sig­ur. Sagan sýnir að sú staða er oft ekki góð fyrir Eng­land þar sem pressan reyn­ist leik­mönnum oft erf­ið. Þeir kikna undan henni og gera mis­tök, sem leiðir til þess að liðið fellur úr keppni. Samt hefur Eng­land oft kom­ist langt í loka­keppni, og því má ekki gleyma. Ísland getur ekki van­metið neinn and­stæð­ing – eins og gefur auga leið – en það á mögu­leika gegn enska lands­lið­inu, sem er nú komið með fram fimmtu kyn­slóð­ina af leik­mönnum sem aldrei hefur kynnst því að vinna stóran titil með lands­liði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None