Endurkoma „4-4 f***ing 2“

Ísland er kannski fámennasta þjóðin á EM í Frakklandi, en með 4-4-2 leikkerfið getur það vel náð langt.

island-albania_9954556163_o.jpg
Auglýsing

Eitt besta atriði kvik­mynda­sög­unnar (!) er þegar Mike Bas­sett (Ricky Tom­l­in­son), lands­liðs­þjálf­ari Eng­lands, heldur blaða­manna­fund til að til­kynna um það eitt, að enska lands­lið­ið, undir hans stjórn, muni spila leikk­erfið „4-4 f***ing two“. Liðsval Bas­setts var umdeilt, svo ekki sé dýpra í árina tek­ið, og í­halds­semi hans fór ævin­týra­lega í taug­arnar á blaða­mönnum og aðdá­end­um.



Auglýsing

Leikk­erfið í for­grunni

Meist­ara­verkið Mike Bas­sett Eng­land Mana­ger – sem lík­lega telst ekki meist­ara­verk í huga neinna nema þeirra sem hafa brenn­andi áhuga á enskum fót­bolta og menn­ing­unni í kringum hann – setur leikk­erfið 4-4-2 í for­grunn. Fjórir varn­ar­menn, fjórir miðju­menn og tveir fram­herj­ar. Enska knatt­spyrnan upp á gamla mát­ann. Myndin kom út árið 2001 og er „költ“ skrímsli nú þeg­ar, fyr­ir­ þá sem ekki til þekkja.

Í seinni tíð hefur þetta kerfi dottið úr tísku, ef þannig má að orði kom­ast. Algeng­ast er að lið leiki með einn leik­mann fremstan, eða þrjá séu ­kant­menn­irnir teknir með. Mörg af stóru félög­unum í Evr­ópu­bolt­anum hafa gert þetta, og vissu­lega með góðum árangri. Leikk­erfin 4-3-3 eða 4-5-1 eru algeng­ust, þar sem þau þykja sveigj­an­legri og henta betur nútíma­fót­bolta. Eða þannig er í það minnsta stundum rætt um þau. 

Barcelona, Real Madrid, FC Bayern, Atlet­ico Madrid, PSG og Chel­sea – svo dæmi ­séu tekin – hafa öll not­ast við þessi leikk­erfi und­an­farin ár.

Það er komið aftur

En tvö dæmi um vel heppn­aða „end­ur­komu“ 4-4-2 leikk­erf­is­ins, á stærsta svið fót­bolt­ans, koma upp í hug­ann.  Auð­vitað finnst mér aug­ljós­ast að benda á ís­lenska lands­lið­ið, undir stjórn Lars Lag­er­back og Heimis Hall­gríms­son­ar. 

Frá­ ­fyrsta blaða­manna­fund­inum hjá Lars hefur það legið fyrir að 4-4-2 yrð­i ­leikk­erfi íslenska lands­liðs­ins. Ólíkt blaða­manna­fund­inum hjá Bas­sett, þá kom La­ger­back þessu til skila með yfir­veg­uðum hætti.

Það þarf ekki að rekja sög­una í smá­at­rið­um, en Ísland er á EM, fámennsta þjóðin í sög­unni til að ná svo langt, og komið með fyrsta stigið eftir frá­bært 1-1 jafn­tefli við sterkt lið Portú­gal. 

Bar­áttu­svipur skín af hverju and­liti leik­manna og leikk­erfið 4-4-2 hleður upp­ ­vegg sem and­stæð­ingum hefur reynst erfitt að brjóta nið­ur, og sóknin er beitt. Lyk­il­menn í varn­ar­leiknum eru fram­herj­arn­ir, Kol­beinn Sig­þórs­son og Jón Daði Böðv­ars­son, ­sem láta finna fyrir sér. Kol­beinn vann til dæmis 18 skalla­ein­vígi í leiknum gegn Portú­gal. Mark Íslands kom líka upp úr kunn­ug­legum hjól­förum 4-4-2 ­leikk­erf­is­ins. Kant­mað­ur­inn laumar sér á fjar­stöng­ina, fyrir aftan bak­vörð­inn, og setur bolt­ann inn eftir fyr­ir­gjöf frá kant­mann­inum hinu meg­in, Jóhanni Berg Guð­munds­syni.

Ísland er til alls lík­legt á mót­inu, og ekk­ert lið mun valta ­yfir skipu­lag­ið. Svo mikið er víst.

Leicester minnir á Black­burn

Hitt dæmið sem nefna má um vel heppn­aða end­ur­komu 4-4-2 ­leikk­erfis er hjá meist­ara­liði Leicester City í ensku úrvals­deild­inni. Þar kom gamli ref­ur­inn Claudio Rani­eri að stjórn félags­ins, og byrj­aði á því að festa ­niður leik­skipu­lag sem liðið myndi vinna eft­ir, alveg sama á hverju gengi. Til að ­gera langa sögu stutta, þá tókst Leicester hið ómögu­lega, sem var að vinna ­deild­ina, með fast­mótað 4-4-2 leikk­erfi. Það sem reynd­ist and­stæð­ing­unum erf­iðast, var að brjóta nið­ur­ ­leik­skipu­lagið og dugn­að­inn, frá fremsta manni til hins aftasta. All­ir hjálp­uð­ust að, og lögðu sitt af mörk­um. Tveir fram­herj­ar, fjórir miðju­menn og fjórir varn­menn, með traustan mark­vörð milli stang­anna.

Liðið minnti um margt á meist­ara­lið Black­burn Rovers frá­ 1995, þar sem 4-4-2 leikstíll­inn var aðals­merk­ið. Og byrj­un­ar­liðið var allt ­skipað breskum leik­mönnum sem vildu fá bolt­ann út á kant og gefa fyrir á hættu­lega fram­herja, Alan She­arer og Chris Sutton. Í mark­inu var Tim Flower­s, og varn­ar­línan var skipuð Le Saux, Jeff Kenna, Colin Hendry - sem fórn­aði sér fyrir liðið þegar á þurfti að halda - og Ian Pearce (Henn­ing Berg kom svo inn í liðið reglu­lega). Á miðj­unni voru Jason Wilcox, David Batty, Tim Sherwood og Stu­art Ripley. Þetta lið fór alla leið og vann tit­il­inn. Spil­aði gríð­ar­lega hraðan á ástríðu­mik­inn ­bolta, þar sem allir börð­ust hver fyrir annan og fóru í gegnum súrt og sætt (að­al­lega sætt samt) sem lið. Kunn­ug­legt?

Ekk­ert basl á okkur

Bas­sett átti í bölv­uðu basli með enska lands­lið­ið, ekki síst eftir að liðspartýið á HM í Bras­ilíu fór út um þúf­ur. Hann end­aði sjálf­ur ofurölvi uppi á borði. Hálf­leiks­ræðan gegn Mexíkó – ægi­legur fúk­yrða­flaumur – skil­aði heldur engum árangri. „Eng­land tap­aði, 4-0.“



Lars og Heimir eru hins vegar með lið í hönd­unum sem þarf ekki að fá neinn fúk­yrða­flaum framan í sig til að virka. Það eru allir með sín hlut­verk á hreinu og þannig hefur það verið frá fyrsta degi þeirra í starf­i. Ís­land er til alls lík­legt með 4-4-2 ræki­lega neglt nið­ur, og ástríðu­fulla góða leik­menn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None