Áætlunin sem virðist ekki vera að virka

Bandarískir sjóðir neita að spila eftir áætlun stjórnvalda um losun hafta og skoða nú grundvöll málsóknar á hendur íslenskum stjórnvöldum. Síðasta skrefið í haftalosun stjórnvalda virðist ætla að verða það erfiðasta. Og gæti haft pólitískar afleiðingar.

Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson tilkynntu um nýja ríkisstjórn og kosningar í haust voru ein helstu rök þeirra nauðsyn þess að klára áætlun um losun hafta. Svo virðist sem að sú áætlun sé í vanda.
Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson tilkynntu um nýja ríkisstjórn og kosningar í haust voru ein helstu rök þeirra nauðsyn þess að klára áætlun um losun hafta. Svo virðist sem að sú áætlun sé í vanda.
Auglýsing

Ljóst er að áætlun stjórn­valda um losun hafta er í vanda. Miklum vanda. Í aflandskrón­u­út­boði sem haldið var 16. júní síð­ast­lið­inn voru sam­þykkt til­boð upp á 72 millj­arða króna. Aflandskrónu­hengjan sem verið er að reyna að bræða er upp á 319 millj­arða króna. Stærstu eig­endur aflandskrón­anna, nokkrir banda­rískir vog­un­ar­sjóð­ir, neit­uðu að taka þátt. Og ætla heldur ekki að sætta sig við aðrar leiðir sem stjórn­völd buðu þeim ein­hliða.

Í gær greindi RÚV frá því að sjóð­irnir hafi farið þess á leit við hér­aðs­dóm Reykja­víkur að dóm­kvaddir verði tveir erlendir mats­menn til að leggja mat á ýmsar efna­hags­legar for­sendur sem tengj­ast álita­efnum um lög­mæti þeirra aðgerða sem stjórn­völd hafa til­kynnt að þau ætli að ráð­ast í, og byggja á lögum sem sam­þykkt voru á Alþingi aðfara­nótt 23. maí síð­ast­lið­inn. Til­gangur mats­ins er að kanna grund­völl fyrir mögu­legri máls­höfðun á hendur íslenska rík­inu. Sjóð­irnir hafa einnig kvartað til Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) vegna lag­anna.

Ástæðan er ein­föld. Áætlun stjórn­valda gerir ráð fyrir því að þeir aflandskrónu­eig­endur sem sam­þykkja ekki sjálf­vilj­ugir að gefa eftir hluta eigna sinna í umræddum útboð­um, þar sem Seðla­banki Íslands býðst til að kaupa krón­urnar á mun verra gengi en skráð gengi hans sjálfs er, muni sjá eftir eignum sínum inn á sér­staka reikn­inga í Seðla­bank­anum sem bera nær enga vexti.

Auglýsing

Sjóð­irnir telja að báða val­mögu­leik­ana íþyngj­andi og fela í sér eigna­upp­töku, sem sé í and­stöðu við íslenska stjórn­ar­skrá.

Póli­tískt mik­il­vægt fyrir stjórn­ar­flokk­anna

Málið er ekki bara efna­hags­lega mik­il­vægt fyrir Ísland. Það er ekki síður póli­tískt mik­il­vægt fyrir sitj­andi rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, enda hefur hún tengt ætl­aðan árangur sinn mjög við aðgerðir við losun hafta. Auk þess var það ein af helstu ástæðum sem gefnar voru fyrir því að ekki væri hægt að kjósa í apríl í kjöl­far Wintris-hneyksl­is­ins, sem varð til þess að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hrökkl­að­ist úr starfi for­sæt­is­ráð­herra, að klára þyrfti fram­kvæmd áætl­unar um losun hafta. Þau áform eru nú í upp­námi.

Seðla­bank­inn brást við lélegri þátt­töku í útboð­inu 16. júní með því að boða fram­halds­út­boð þar boð­ist er að kaupa þær aflandskrónu­eignir sem ekki seld­ust þar á 190 krónur á hverja evru. Skráð gengi evru í dag er 137,9 krónur og því gengur til­boð Seðla­bank­ans út á að aflandskrónu­eig­end­urnir gefi eftir 27,4 pró­sent eigna sinna. Frestur til að skila inn til­boðum rann út í gær­morgun klukkan 10 og nið­ur­stöður við­skipt­anna verða birtar á morg­un, mið­viku­dag.

Ein­hverjar samn­ings­við­ræður hafa átt sér stað milli stjórn­valda og stjórn­enda sjóð­anna, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Þær hafa raunar verið í gangi frá því fyrir útboðið 16. júní og fund­uðu full­trúar fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins og Seðla­banka Íslands m.a. með aðil­u­m frá þeim banda­rísku eigna­­­stýr­ing­­­ar­­­fyr­ir­tækjum sem stýra vog­un­­­ar­­­sjóð­u­m ­sem halda utan um stærstan hluta af aflandskrón­u­­­eign­un­um 23. maí síð­ast­lið­inn í New York. Þær samn­inga­við­ræður virð­ast hins vegar ekki hafa borið neinn árang­ur.

Óhlýðnir áttu að lenda aft­ast í röð­inni

Frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um með­ferð krónu­eigna sem háðar eru sér­stökum tak­mörk­un­um, einnig nefnt aflandskrónu­frum­varp­ið, var sam­þykkt á Alþingi sunnu­dag­inn 22. maí. Það var lagt fram eftir lokun mark­aða á föst­u­dag og höf­uð­á­hersla lögð á að frum­varpið yrði að lögum fyrir opn­um mark­aða á mán­u­dag. Þess vegna fékk það mjög hraða með­­­ferð í þing­inu og for­­set­i Ís­lands skrif­aði undir þau aðfara­nótt mán­u­­dags­ins 23. maí.

Í ein­­földu máli snú­ast lögin um að eig­endur „aflandskróna“ myndu fá tvo kost­i. Annar fólst í því að eig­end­­urnir sam­­þykki að selja krón­­urnar sínar á geng­inu 190-220 krónur á hverja evru í útboði sem fór fram 16. júní síð­ast­lið­inn. Þeir sem myndu ekki sam­­þykkja að taka þátt í þessu útboð­i myndi bjóð­ast að fjár­­­festa í sér­­­stök­um inn­­­stæð­u­bréfum útgefnum af Seðla­­banka Íslands sem bera 0,5 pró­­sent vexti en vextir á þeim eru end­­ur­­skoð­aðir árlega.

Ósam­vinn­u­þýðir aflandskrón­u­eig­end­­ur, sem myndu neita að taka þátt í aflandskrón­u­út­­­boð­inu, áttu reynd­ar fá annað tæki­­færi til að koma sér út úr íslensku hag­­kerfi á enn verri kjöru­m frá 1. sept­­em­ber til 1. nóv­­em­ber 2016. Þar verður við­mið­un­­ar­­gengið 220 krón­­ur. Stjórn­völd sögðu að fari þeir ekki út með pen­ing­anna sína þá sé alls óljóst hvenær þeir hafi aftur aðgang að ­eignum sín­­um. Már Guð­­munds­­son seðla­­banka­­stjóri sagði við Morg­un­­blaðið í lok maí að þeir myndu lenda aft­­ast í röð­inni við losun hafta.

Það vakti umtals­verða athygli að þegar nið­ur­stöður útboðs­ins sem fram fór 16. júní voru kynntar þá kom í ljós að stærstu eig­endur aflandskróna höfðu ekki tekið þátt í þeim. Í fram­hald­inu ákvað Seðla­bank­inn að leggja í fram­halds­út­boð þar sem boð­ist var til að kaupa allta aflandskrónu­eignir sem seld­ust ekki á 190 krónur á hverja evr­u. 

Ætla að berj­ast

Ljóst hefur verið í nokkurn tíma að stærstu aflandskrónu­eig­end­urnir myndu ekki taka þessum afar­kostum þegj­andi og hljóð­ar­laust.

Nálægt 85 pró­­sent svo­­kall­aðra aflandsskróna eru í eigu banda­rískra eigna­­stýr­inga­­fyr­ir­tækja, sem stýra með­­al­ ann­­ars vog­un­­ar­­sjóð­­um. Pétur Örn Sverr­is­­son hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og Magnús Árni Skúla­­son hag­fræð­ingur unnu umsögn um frum­varp stjórn­­­valda um losun fjár­­­magns­hafta fyrir hönd tveggja sjóða, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capi­­tal LP.

Í ein­­földu máli telja sjóð­irnir að aðgerðir stjórn­valda gangi gegn stjórn­­­ar­­skrár­vörðum eigna­rétti sjóð­anna með „bóta­­skyld­um“ hætti.

Sér­­­stak­­­lega var áhersla lögð á það að eng­ar ­neyð­­­ar­að­­­stæður séu uppi í hag­­­kerf­inu þessi mis­­s­er­in sem rétt­­­læti ­eigna­­­upp­­­­­töku af sjóð­un­­­um. Staða efna­hags­­­mála sé góð og óskuld­­­settur gjald­eyr­is­­­forð­i ­Seðla­­­bank­ans hafi fyrir útboð numið um 400 millj­­­örðum króna, eða sem nemur um 20 pró­­­sent af lands­fram­­­leiðslu. Kvik krón­u­­­eign sé minni en sem þessu nemur og því ógn­i hröð útganga ekki hag­­­kerf­inu.

Aflandskrón­u­eig­end­­urnir telja að ­eigna­skerð­ingin sem frum­varpið feli í sér geti á engan hátt talist í sam­ræmi við jafn­­ræð­is- og eign­­ar­rétt­­ar­á­­kvæði stjórn­­­ar­­skrá­­ar­inn­­ar. Í 72. grein stjórn­­­ar­­skráar Íslands seg­ir: „Eign­­ar­rétt­­ur­inn er frið­­helg­­ur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenn­ings­þörf krefji. Þarf til þess laga­­fyr­ir­­mæli og kom­i ­fullt verð fyr­ir“. Þá sé aug­­ljós­­lega sé ver­ið að mis­­muna þeim á grund­velli þjóð­ernis og búsetu, sem sé líka í and­stöðu við skuld­bind­ingar Íslands á grund­velli samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES).

Þrátt fyrir það telja ráða­­menn þjóð­­ar­inn­­ar, og Seðla­­banki Íslands, að þessi ráða­­gerð stand­ist eign­­ar­rétt­­ar­á­­kvæði stjórn­­­ar­­skráar Íslands. Davíð Þór Björg­vins­­­son laga­­­pró­­­fess­or tekur undir það, sam­­kvæmt umsögn hans sem hann skil­aði inn vegna frum­varps­ins sem varð að lokum seint í maí.

Á grund­velli þess­arra skoð­ana sinna hafa þeir nú falið lög­manni sínum að kanna grund­völl fyrir máls­höfðun á hendur íslenska rík­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None