Brexit-glundroðinn

Hvað þýðir það, að Bretar hafi samþykkt að yfirgefa Evrópusambandið? Það er ekki vitað, en eru mörg flókin álitamál sem þarf að fara í gegnum. Alþjóðavætt viðskiptalíf heimsins, virðist horfa til Bretlands, og spyrja hver séu næstu skref.

Markaðir eftir Brexit
Auglýsing

Pundið kostar nú 165 krónur, en fyrir tveim­ur við­skipta­dög­um, nánar til­tekið á fimmtu­dag­inn í sið­ustu viku, þá kost­aði það um 180 krón­ur. Á föstu­dag­inn veikt­ist pundið gagn­vart íslensku krón­unni um 6,16 ­pró­sent, og í dag er veik­ingin um 2,6 pró­sent.

Ástæðan fyrir þessum snöggu og miklu breyt­ing­um, hjá einu af okkar stærstu Hér sést hvernig Brexit niðurstaðan hafði afgerandi áhrif á styrk pundsins gagnvart Bandaríkjadal.við­skipta­þjóð­um, er rakin til Brexit kosn­ing­anna svo­nefndu, 23. jún­í, þar sem 52 pró­sent kjós­enda í Bret­land kaus með því að Bret­land færi úr Evr­ópu­sam­band­in­u (ES­B), 48 pró­sent vildu að Bret­land yrði áfram hluti af ESB. Afger­andi mik­ill munur var á við­horfum eftir aldri, en eldra fólk vildi frekar fara úr ESB en yngra fólkið vera áfram.

Óvissan

Fjár­festar hafa tekið nið­ur­stöð­unni illa, og það sem verra er: „það er ekk­ert plan,“ eins og það var orðað í umfjöllun Bloomberg. Fjár­festar vita ekki hvað tekur við, og svo virð­ist sem bresk stjórn­völd séu ekki með það á hreinu held­ur. Sam­kvæmt sátt­mála ESB þá hafa þjóð­ir, sem ákveða að segja sig úr ESB, tvö ár til að fram­kvæma úrsögn­ina. Á þeim tíma eru ­samn­ingar aðild­ar­ríkj­anna við önnur ríki og heims­álf­ur, við­skipta­samn­ingar þar á með­al, ekki settir í upp­nám.

Auglýsing

Helsta áhyggjuefni fjárfesta í Bandaríkjunum, samkvæmt umfjöllunum fjölmiðla, er óvissan um hvað tekur við. Hvað þýðir Brexit, efnahagslega, fyrir Bretland? Þetta er ekki ljóst enn. Mynd: EPA.

Þetta er ekki úrslita­at­riði í huga fjár­festa, sé mið tek­ið af því hvernig fjallað er um málin hér Vest­an­hafs. Það vantar skýr­ari skila­boð um hvað Brexit þýðir í reynd. Banda­ríkja­dalur hefur styrkst mikið gagn­vart pundi, frá því að nið­ur­staðan úr atkvæða­greiðsl­unni var ljós. Á tveim­ur við­skipta­dögum hefur staðan gjör­breyst. Nú fæst 1,3 pund fyrir hvern ­Banda­ríkja­dal, en fyrir atkvæð­tagreiðsl­una fékkst liða­lega 1,6 pund. Þetta eru ­miklar og djúpar sveifl­ur, og greini­legt að fjár­festar eru að leita „skjóls“ í Banda­ríkjdal, og þá einkum og sér í lagi rík­is­skulda­bréf­um.

Við­skipta­samn­ingar haldi

Banda­rísk stjórn­völd hafa þegar gefið það út, að við­ræðum um við­skipta­samn­inga milli Banda­ríkj­anna og Bret­lands muni hefj­ast fljótt, en öll kurl eru þó ekki komin til grafar enn­þá. Póli­tísk óvissa er það sem hel­st skelfir mark­að­ina. Sam­band Bret­lands við umheim­inn markast að miklu leyti af ESB aðild­inni og efna­hags­legum for­sendum sam­bands­ins, jafn­vel þó Bret­land sé ­með eigin mynt og sjálf­stæða pen­inga­stefnu Eng­lands­banka. Alþjóð­legir fjár­fest­ar hafa horft til þess að ákveðin festa sé fyrir hendi, með aðild Breta að ESB, und­an­farin 43 ár.Boris John­son, helsti tals­maður Lea­ve-hreyf­ing­ar­innar og ­fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í London, hefur sagt að Bret­land geti staðið traust­u­m ­fótum utan ESB, og það muni verða raun­in. Lítið hefur þó heyrst frá honum eft­ir ­at­kvæða­greiðsl­una, nema þá almennt tal um að Bretar geti vel bjargað sér utan­ ESB. Í gær lét hann hafa eftir sér að pundið væri nú með „svip­aðan styrk“ og á ár­unum 2013 og 2014. Fjöl­miðlar hafa velt því fyrir sér hvað hann eigi við með­ þessum orð­um, þar sem gengi gjald­miðla er borið saman aðra, og þá sagt hvort það sé að styrkja eða veikj­ast gagn­vart þeim. John­son nefndi ekk­ert slíkt, og ­nán­ast hvernig sem á málin er lit­ið, þá er veik­ing punds­ins gagn­var helst­u við­skipta­myntum heims­ins, nær for­dæma­laust.

Miklir hags­munir fyrir Íslands

Þó ekki sé vitað hvernig mál­inu verður lent, hvað efna­hag­spóli­tískt sam­band Bret­lands við umheim­inn varð­ar, þá liggja miklir hags­munir Íslands und­ir. Þegar hefur náðst sam­komu­lag milli EFTA-­ríkj­anna um ­fyrstu við­brögð við Brex­it-­kosn­ing­un­um, en ekki liggur fyrir enn hvern­ig teng­ing EFTA-r­kíkj­anna við Bret­land verður til fram­tíðar lit­ið. Ekki er talið ­tíma­bært að bjóða Bretum aðild að EFTA strax, þár sem grein­ing þarf að fara fram og hags­munamt hvers  og eins ­rík­is­ins einnig. Þá liggur fyrir að öll kurl eru ekki komin til grafar en í Bret­landi, og því ekki vitað enn hverjar for­sendur fyrir hugs­an­legri aðild Bret­lands að EFTA verða, eða geta mögu­lega orð­ið.

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur talað fyrir því að Ísland gæti hagsmuna sinna gagnvart Bretlandi, með annars á vettvangi EFTA.

Það er mikið í húfi fyrir íslenskt atvinnu­líf. Útflutn­ingur á vörum og þjón­ustu til Bret­lands nam 120 millj­örðum í fyrra, og um 19 pró­sent af erlendum ferða­mönnum hefur komið frá Bret­landi. Það er rót­gróið við­skipta­land Íslands þegar kemur að sjáv­ar­út­vegi, og annar vöru­út­flutn­ingur til lands­ins hefur verið vax­and­i. 

Eitt þeirra flug­fé­laga sem hefur flutt marga ferða­menn til lands­ins, á vaxt­ar­árum í ferða­þjón­ust­unni und­an­farin ár, er E­asy Jet. Það hefur lækkað mikið í verði, eins og mörg önnum félög í Bret­land­i, en þegar þetta er skrifað hefur mark­aðsvirði þess lækkað um 22 pró­sent á t­veimur við­skipta­dög­um. Krefj­andi tími gæti beðið þess, haldi pundið áfram að veikj­ast gagn­var alþjóð­legum mynt­um.

En eins og Lilja Alfreðs­dótt­ir, utan­rík­is­ráð­herra, hefur ítrekað bent á, und­an­farna daga, þá munu íslensk stjórn­völd kapp­kosta að tryggja íslenska hags­muni, eftir því sem kostur er, og fylgj­ast grannt með því hvernig mál­in ­þró­ast. Hvernig það verður gert, nákvæm­lega, á eftir að koma í ljós.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None