Brexit-glundroðinn

Hvað þýðir það, að Bretar hafi samþykkt að yfirgefa Evrópusambandið? Það er ekki vitað, en eru mörg flókin álitamál sem þarf að fara í gegnum. Alþjóðavætt viðskiptalíf heimsins, virðist horfa til Bretlands, og spyrja hver séu næstu skref.

Markaðir eftir Brexit
Auglýsing

Pundið kostar nú 165 krónur, en fyrir tveim­ur við­skipta­dög­um, nánar til­tekið á fimmtu­dag­inn í sið­ustu viku, þá kost­aði það um 180 krón­ur. Á föstu­dag­inn veikt­ist pundið gagn­vart íslensku krón­unni um 6,16 ­pró­sent, og í dag er veik­ingin um 2,6 pró­sent.

Ástæðan fyrir þessum snöggu og miklu breyt­ing­um, hjá einu af okkar stærstu Hér sést hvernig Brexit niðurstaðan hafði afgerandi áhrif á styrk pundsins gagnvart Bandaríkjadal.við­skipta­þjóð­um, er rakin til Brexit kosn­ing­anna svo­nefndu, 23. jún­í, þar sem 52 pró­sent kjós­enda í Bret­land kaus með því að Bret­land færi úr Evr­ópu­sam­band­in­u (ES­B), 48 pró­sent vildu að Bret­land yrði áfram hluti af ESB. Afger­andi mik­ill munur var á við­horfum eftir aldri, en eldra fólk vildi frekar fara úr ESB en yngra fólkið vera áfram.

Óvissan

Fjár­festar hafa tekið nið­ur­stöð­unni illa, og það sem verra er: „það er ekk­ert plan,“ eins og það var orðað í umfjöllun Bloomberg. Fjár­festar vita ekki hvað tekur við, og svo virð­ist sem bresk stjórn­völd séu ekki með það á hreinu held­ur. Sam­kvæmt sátt­mála ESB þá hafa þjóð­ir, sem ákveða að segja sig úr ESB, tvö ár til að fram­kvæma úrsögn­ina. Á þeim tíma eru ­samn­ingar aðild­ar­ríkj­anna við önnur ríki og heims­álf­ur, við­skipta­samn­ingar þar á með­al, ekki settir í upp­nám.

Auglýsing

Helsta áhyggjuefni fjárfesta í Bandaríkjunum, samkvæmt umfjöllunum fjölmiðla, er óvissan um hvað tekur við. Hvað þýðir Brexit, efnahagslega, fyrir Bretland? Þetta er ekki ljóst enn. Mynd: EPA.

Þetta er ekki úrslita­at­riði í huga fjár­festa, sé mið tek­ið af því hvernig fjallað er um málin hér Vest­an­hafs. Það vantar skýr­ari skila­boð um hvað Brexit þýðir í reynd. Banda­ríkja­dalur hefur styrkst mikið gagn­vart pundi, frá því að nið­ur­staðan úr atkvæða­greiðsl­unni var ljós. Á tveim­ur við­skipta­dögum hefur staðan gjör­breyst. Nú fæst 1,3 pund fyrir hvern ­Banda­ríkja­dal, en fyrir atkvæð­tagreiðsl­una fékkst liða­lega 1,6 pund. Þetta eru ­miklar og djúpar sveifl­ur, og greini­legt að fjár­festar eru að leita „skjóls“ í Banda­ríkjdal, og þá einkum og sér í lagi rík­is­skulda­bréf­um.

Við­skipta­samn­ingar haldi

Banda­rísk stjórn­völd hafa þegar gefið það út, að við­ræðum um við­skipta­samn­inga milli Banda­ríkj­anna og Bret­lands muni hefj­ast fljótt, en öll kurl eru þó ekki komin til grafar enn­þá. Póli­tísk óvissa er það sem hel­st skelfir mark­að­ina. Sam­band Bret­lands við umheim­inn markast að miklu leyti af ESB aðild­inni og efna­hags­legum for­sendum sam­bands­ins, jafn­vel þó Bret­land sé ­með eigin mynt og sjálf­stæða pen­inga­stefnu Eng­lands­banka. Alþjóð­legir fjár­fest­ar hafa horft til þess að ákveðin festa sé fyrir hendi, með aðild Breta að ESB, und­an­farin 43 ár.Boris John­son, helsti tals­maður Lea­ve-hreyf­ing­ar­innar og ­fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í London, hefur sagt að Bret­land geti staðið traust­u­m ­fótum utan ESB, og það muni verða raun­in. Lítið hefur þó heyrst frá honum eft­ir ­at­kvæða­greiðsl­una, nema þá almennt tal um að Bretar geti vel bjargað sér utan­ ESB. Í gær lét hann hafa eftir sér að pundið væri nú með „svip­aðan styrk“ og á ár­unum 2013 og 2014. Fjöl­miðlar hafa velt því fyrir sér hvað hann eigi við með­ þessum orð­um, þar sem gengi gjald­miðla er borið saman aðra, og þá sagt hvort það sé að styrkja eða veikj­ast gagn­vart þeim. John­son nefndi ekk­ert slíkt, og ­nán­ast hvernig sem á málin er lit­ið, þá er veik­ing punds­ins gagn­var helst­u við­skipta­myntum heims­ins, nær for­dæma­laust.

Miklir hags­munir fyrir Íslands

Þó ekki sé vitað hvernig mál­inu verður lent, hvað efna­hag­spóli­tískt sam­band Bret­lands við umheim­inn varð­ar, þá liggja miklir hags­munir Íslands und­ir. Þegar hefur náðst sam­komu­lag milli EFTA-­ríkj­anna um ­fyrstu við­brögð við Brex­it-­kosn­ing­un­um, en ekki liggur fyrir enn hvern­ig teng­ing EFTA-r­kíkj­anna við Bret­land verður til fram­tíðar lit­ið. Ekki er talið ­tíma­bært að bjóða Bretum aðild að EFTA strax, þár sem grein­ing þarf að fara fram og hags­munamt hvers  og eins ­rík­is­ins einnig. Þá liggur fyrir að öll kurl eru ekki komin til grafar en í Bret­landi, og því ekki vitað enn hverjar for­sendur fyrir hugs­an­legri aðild Bret­lands að EFTA verða, eða geta mögu­lega orð­ið.

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur talað fyrir því að Ísland gæti hagsmuna sinna gagnvart Bretlandi, með annars á vettvangi EFTA.

Það er mikið í húfi fyrir íslenskt atvinnu­líf. Útflutn­ingur á vörum og þjón­ustu til Bret­lands nam 120 millj­örðum í fyrra, og um 19 pró­sent af erlendum ferða­mönnum hefur komið frá Bret­landi. Það er rót­gróið við­skipta­land Íslands þegar kemur að sjáv­ar­út­vegi, og annar vöru­út­flutn­ingur til lands­ins hefur verið vax­and­i. 

Eitt þeirra flug­fé­laga sem hefur flutt marga ferða­menn til lands­ins, á vaxt­ar­árum í ferða­þjón­ust­unni und­an­farin ár, er E­asy Jet. Það hefur lækkað mikið í verði, eins og mörg önnum félög í Bret­land­i, en þegar þetta er skrifað hefur mark­aðsvirði þess lækkað um 22 pró­sent á t­veimur við­skipta­dög­um. Krefj­andi tími gæti beðið þess, haldi pundið áfram að veikj­ast gagn­var alþjóð­legum mynt­um.

En eins og Lilja Alfreðs­dótt­ir, utan­rík­is­ráð­herra, hefur ítrekað bent á, und­an­farna daga, þá munu íslensk stjórn­völd kapp­kosta að tryggja íslenska hags­muni, eftir því sem kostur er, og fylgj­ast grannt með því hvernig mál­in ­þró­ast. Hvernig það verður gert, nákvæm­lega, á eftir að koma í ljós.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None