Brexit-glundroðinn

Hvað þýðir það, að Bretar hafi samþykkt að yfirgefa Evrópusambandið? Það er ekki vitað, en eru mörg flókin álitamál sem þarf að fara í gegnum. Alþjóðavætt viðskiptalíf heimsins, virðist horfa til Bretlands, og spyrja hver séu næstu skref.

Markaðir eftir Brexit
Auglýsing

Pundið kostar nú 165 krónur, en fyrir tveim­ur við­skipta­dög­um, nánar til­tekið á fimmtu­dag­inn í sið­ustu viku, þá kost­aði það um 180 krón­ur. Á föstu­dag­inn veikt­ist pundið gagn­vart íslensku krón­unni um 6,16 ­pró­sent, og í dag er veik­ingin um 2,6 pró­sent.

Ástæðan fyrir þessum snöggu og miklu breyt­ing­um, hjá einu af okkar stærstu Hér sést hvernig Brexit niðurstaðan hafði afgerandi áhrif á styrk pundsins gagnvart Bandaríkjadal.við­skipta­þjóð­um, er rakin til Brexit kosn­ing­anna svo­nefndu, 23. jún­í, þar sem 52 pró­sent kjós­enda í Bret­land kaus með því að Bret­land færi úr Evr­ópu­sam­band­in­u (ES­B), 48 pró­sent vildu að Bret­land yrði áfram hluti af ESB. Afger­andi mik­ill munur var á við­horfum eftir aldri, en eldra fólk vildi frekar fara úr ESB en yngra fólkið vera áfram.

Óvissan

Fjár­festar hafa tekið nið­ur­stöð­unni illa, og það sem verra er: „það er ekk­ert plan,“ eins og það var orðað í umfjöllun Bloomberg. Fjár­festar vita ekki hvað tekur við, og svo virð­ist sem bresk stjórn­völd séu ekki með það á hreinu held­ur. Sam­kvæmt sátt­mála ESB þá hafa þjóð­ir, sem ákveða að segja sig úr ESB, tvö ár til að fram­kvæma úrsögn­ina. Á þeim tíma eru ­samn­ingar aðild­ar­ríkj­anna við önnur ríki og heims­álf­ur, við­skipta­samn­ingar þar á með­al, ekki settir í upp­nám.

Auglýsing

Helsta áhyggjuefni fjárfesta í Bandaríkjunum, samkvæmt umfjöllunum fjölmiðla, er óvissan um hvað tekur við. Hvað þýðir Brexit, efnahagslega, fyrir Bretland? Þetta er ekki ljóst enn. Mynd: EPA.

Þetta er ekki úrslita­at­riði í huga fjár­festa, sé mið tek­ið af því hvernig fjallað er um málin hér Vest­an­hafs. Það vantar skýr­ari skila­boð um hvað Brexit þýðir í reynd. Banda­ríkja­dalur hefur styrkst mikið gagn­vart pundi, frá því að nið­ur­staðan úr atkvæða­greiðsl­unni var ljós. Á tveim­ur við­skipta­dögum hefur staðan gjör­breyst. Nú fæst 1,3 pund fyrir hvern ­Banda­ríkja­dal, en fyrir atkvæð­tagreiðsl­una fékkst liða­lega 1,6 pund. Þetta eru ­miklar og djúpar sveifl­ur, og greini­legt að fjár­festar eru að leita „skjóls“ í Banda­ríkjdal, og þá einkum og sér í lagi rík­is­skulda­bréf­um.

Við­skipta­samn­ingar haldi

Banda­rísk stjórn­völd hafa þegar gefið það út, að við­ræðum um við­skipta­samn­inga milli Banda­ríkj­anna og Bret­lands muni hefj­ast fljótt, en öll kurl eru þó ekki komin til grafar enn­þá. Póli­tísk óvissa er það sem hel­st skelfir mark­að­ina. Sam­band Bret­lands við umheim­inn markast að miklu leyti af ESB aðild­inni og efna­hags­legum for­sendum sam­bands­ins, jafn­vel þó Bret­land sé ­með eigin mynt og sjálf­stæða pen­inga­stefnu Eng­lands­banka. Alþjóð­legir fjár­fest­ar hafa horft til þess að ákveðin festa sé fyrir hendi, með aðild Breta að ESB, und­an­farin 43 ár.Boris John­son, helsti tals­maður Lea­ve-hreyf­ing­ar­innar og ­fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í London, hefur sagt að Bret­land geti staðið traust­u­m ­fótum utan ESB, og það muni verða raun­in. Lítið hefur þó heyrst frá honum eft­ir ­at­kvæða­greiðsl­una, nema þá almennt tal um að Bretar geti vel bjargað sér utan­ ESB. Í gær lét hann hafa eftir sér að pundið væri nú með „svip­aðan styrk“ og á ár­unum 2013 og 2014. Fjöl­miðlar hafa velt því fyrir sér hvað hann eigi við með­ þessum orð­um, þar sem gengi gjald­miðla er borið saman aðra, og þá sagt hvort það sé að styrkja eða veikj­ast gagn­vart þeim. John­son nefndi ekk­ert slíkt, og ­nán­ast hvernig sem á málin er lit­ið, þá er veik­ing punds­ins gagn­var helst­u við­skipta­myntum heims­ins, nær for­dæma­laust.

Miklir hags­munir fyrir Íslands

Þó ekki sé vitað hvernig mál­inu verður lent, hvað efna­hag­spóli­tískt sam­band Bret­lands við umheim­inn varð­ar, þá liggja miklir hags­munir Íslands und­ir. Þegar hefur náðst sam­komu­lag milli EFTA-­ríkj­anna um ­fyrstu við­brögð við Brex­it-­kosn­ing­un­um, en ekki liggur fyrir enn hvern­ig teng­ing EFTA-r­kíkj­anna við Bret­land verður til fram­tíðar lit­ið. Ekki er talið ­tíma­bært að bjóða Bretum aðild að EFTA strax, þár sem grein­ing þarf að fara fram og hags­munamt hvers  og eins ­rík­is­ins einnig. Þá liggur fyrir að öll kurl eru ekki komin til grafar en í Bret­landi, og því ekki vitað enn hverjar for­sendur fyrir hugs­an­legri aðild Bret­lands að EFTA verða, eða geta mögu­lega orð­ið.

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur talað fyrir því að Ísland gæti hagsmuna sinna gagnvart Bretlandi, með annars á vettvangi EFTA.

Það er mikið í húfi fyrir íslenskt atvinnu­líf. Útflutn­ingur á vörum og þjón­ustu til Bret­lands nam 120 millj­örðum í fyrra, og um 19 pró­sent af erlendum ferða­mönnum hefur komið frá Bret­landi. Það er rót­gróið við­skipta­land Íslands þegar kemur að sjáv­ar­út­vegi, og annar vöru­út­flutn­ingur til lands­ins hefur verið vax­and­i. 

Eitt þeirra flug­fé­laga sem hefur flutt marga ferða­menn til lands­ins, á vaxt­ar­árum í ferða­þjón­ust­unni und­an­farin ár, er E­asy Jet. Það hefur lækkað mikið í verði, eins og mörg önnum félög í Bret­land­i, en þegar þetta er skrifað hefur mark­aðsvirði þess lækkað um 22 pró­sent á t­veimur við­skipta­dög­um. Krefj­andi tími gæti beðið þess, haldi pundið áfram að veikj­ast gagn­var alþjóð­legum mynt­um.

En eins og Lilja Alfreðs­dótt­ir, utan­rík­is­ráð­herra, hefur ítrekað bent á, und­an­farna daga, þá munu íslensk stjórn­völd kapp­kosta að tryggja íslenska hags­muni, eftir því sem kostur er, og fylgj­ast grannt með því hvernig mál­in ­þró­ast. Hvernig það verður gert, nákvæm­lega, á eftir að koma í ljós.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None