„Horfinna manna skrá“ á teikniborði lögreglu

Drög hafa verið lögð að sérstakri „horfinna manna skrá“ lögreglu og tengja hana við LÖKE. Sérsveit ríkislögreglustjóra var vopnuð í meirihluta verkefna í fyrra. Konur eru fimm prósent lögreglumanna ríkislögreglustjóra, er fram kemur í ársskýrslu RLS.

43 óupplýst mannshvörf hafa verið skráð hjá lögreglu síðan árið 1970.
43 óupplýst mannshvörf hafa verið skráð hjá lögreglu síðan árið 1970.
Auglýsing

Búið er að leggja drög að „horfinna manna skrá“ í LÖKE-­kerf­inu, en hún hefur ekki verið til stað­ar. Þannig er skráin sýni­leg lög­reglu­mönnum um land allt svo unnt sé að vinna með hana. Skráin verður sam­keyrð nýju for­riti sem lög­reglan notar við að bera kennsl á lík og lík­ams­hluta, Plass­Data, svo halda megi þar utan um upp­lýs­ingar um lífs­sýni, tann­fræði­legar upp­lýs­ingar og fleira. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árs­skýrslu rík­is­lög­reglu­stjóra fyrir árið 2015.

Oftar vopnuð en ekki

Sér­sveitin var vopnuð í meiri en helm­ingi verk­efna sinna á síð­asta ári. Sér­sveitin fór í 198 sér­veit­ar­verk­efni árið 2015 og var vopnuð í 104 til­fell­um. Fram kemur í árs­skýrslu rík­is­lög­reglu­stjóra fyrir árið 2015 að lang­flest verk­efnin séu tengd ein­hvers konar aðstoð. Næst­fjöl­menn­asti flokk­ur­inn er kennsla. 22 sprengju­til­vik komu upp árið 2015 og 75 vopna­til­vik. Flest verk­efni sér­sveit­ar­innar sneru að almennum hand­tök­um, heim­il­is­of­beldi og hefð­bundnu eft­ir­lit­i. 

Mik­ill kynja­halli

Af 79 lög­reglu­mönnum rík­is­lög­reglu­stjóra eru ein­ungis fjórar kon­ur. Það gerir um fimm pró­sent starfs­manna. Af 22 yfir­lög­reglu­þjónum sem starfa hjá lög­regl­unni er engin kona. Af 124 varð­stjórum eru sjö kon­ur, sem gerir um fimm pró­sent. Hlut­fall kvenna er hæst meðal almennra lög­reglu­manna, en það eru þær um 20 pró­sent, eða 54 konur af 205 lög­reglu­mönn­um. 

Auglýsing

Tvö alvar­leg bílslys

Lög­reglan lenti tvisvar sinnum í alvar­legum bílslysum á síð­asta ári. Það fyrra varð þegar breytt jeppa­bif­reið hjá lög­regl­unni á Aust­ur­landi valt við Dreka í Holu­hrauni með þeim afleið­ingum að bif­reiðin var dæmd óvið­gerð­ar­hæf. Bif­reiðin var í umsjá lög­regl­unnar á Norð­ur­landi eystra er óhappið varð. Seinna slysið varð þegar lög­reglu­bif­reið sér­sveitar lenti í umferð­ar­ó­happi í neyð­arakstri. 

Fleiri minni­háttar tjón urðu á ein­hverjum af þeim 140 bif­reiðum sem lög­reglan hefur yfir að ráða árið 2015, en þau eru ekki alvar­leg. Alls voru skráð 58 tjón á árinu, og kost­uðu þau rúmar 11 millj­ónir króna, en til sam­an­burðar voru þau 74 árið 2012 og kost­uðu um 17,5 millj­ón­ir. Tíu nýjar bif­reiðar voru pant­aðar á árinu og fóru þær til notk­unar í sjö emb­ætt­u­m. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiInnlent
None