„Horfinna manna skrá“ á teikniborði lögreglu

Drög hafa verið lögð að sérstakri „horfinna manna skrá“ lögreglu og tengja hana við LÖKE. Sérsveit ríkislögreglustjóra var vopnuð í meirihluta verkefna í fyrra. Konur eru fimm prósent lögreglumanna ríkislögreglustjóra, er fram kemur í ársskýrslu RLS.

43 óupplýst mannshvörf hafa verið skráð hjá lögreglu síðan árið 1970.
43 óupplýst mannshvörf hafa verið skráð hjá lögreglu síðan árið 1970.
Auglýsing

Búið er að leggja drög að „horfinna manna skrá“ í LÖKE-kerfinu, en hún hefur ekki verið til staðar. Þannig er skráin sýnileg lögreglumönnum um land allt svo unnt sé að vinna með hana. Skráin verður samkeyrð nýju forriti sem lögreglan notar við að bera kennsl á lík og líkamshluta, PlassData, svo halda megi þar utan um upplýsingar um lífssýni, tannfræðilegar upplýsingar og fleira. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2015.

Oftar vopnuð en ekki

Sérsveitin var vopnuð í meiri en helmingi verkefna sinna á síðasta ári. Sérsveitin fór í 198 sérveitarverkefni árið 2015 og var vopnuð í 104 tilfellum. Fram kemur í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2015 að langflest verkefnin séu tengd einhvers konar aðstoð. Næstfjölmennasti flokkurinn er kennsla. 22 sprengjutilvik komu upp árið 2015 og 75 vopnatilvik. Flest verkefni sérsveitarinnar sneru að almennum handtökum, heimilisofbeldi og hefðbundnu eftirliti. 

Mikill kynjahalli

Af 79 lögreglumönnum ríkislögreglustjóra eru einungis fjórar konur. Það gerir um fimm prósent starfsmanna. Af 22 yfirlögregluþjónum sem starfa hjá lögreglunni er engin kona. Af 124 varðstjórum eru sjö konur, sem gerir um fimm prósent. Hlutfall kvenna er hæst meðal almennra lögreglumanna, en það eru þær um 20 prósent, eða 54 konur af 205 lögreglumönnum. 

Auglýsing

Tvö alvarleg bílslys

Lögreglan lenti tvisvar sinnum í alvarlegum bílslysum á síðasta ári. Það fyrra varð þegar breytt jeppabifreið hjá lögreglunni á Austurlandi valt við Dreka í Holuhrauni með þeim afleiðingum að bifreiðin var dæmd óviðgerðarhæf. Bifreiðin var í umsjá lögreglunnar á Norðurlandi eystra er óhappið varð. Seinna slysið varð þegar lögreglubifreið sérsveitar lenti í umferðaróhappi í neyðarakstri. 

Fleiri minniháttar tjón urðu á einhverjum af þeim 140 bifreiðum sem lögreglan hefur yfir að ráða árið 2015, en þau eru ekki alvarleg. Alls voru skráð 58 tjón á árinu, og kostuðu þau rúmar 11 milljónir króna, en til samanburðar voru þau 74 árið 2012 og kostuðu um 17,5 milljónir. Tíu nýjar bifreiðar voru pantaðar á árinu og fóru þær til notkunar í sjö embættum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiInnlent
None