Tekjur einstaklinga vegna arðgreiðslna 35 milljarðar í fyrra

Tekjur vegna arðgreiðslna hafa tvöfaldast á fjórum árum. Undanfarin ár hefur ríkasta prósent landsmanna þéna tæplega helming fjármagnstekna. Ríkið greiðir á sama tíma minna í vaxta- og barnabætur.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Íslenskir ein­stak­lingar höfðu sam­tals 34,8 millj­arða króna í tekjur vegna arð­greiðslna í fyrra. Ekki liggur fyrir á hversu marga ein­tak­linga þessi tala skipt­ist en hún hækk­aði um rúma fimm millj­arða, eða 18 pró­sent, á milli ára. Tekjur ein­stak­linga af arði hafa auk­ist mjög hratt á und­an­förnum árum. Alls námu þær 16,7 millj­örðum króna árið 2012 og hafa rúm­lega tvö­fald­ast síðan þá. Nú er svo komið að tekjur ein­stak­linga vegna arð­greiðslna voru stærsti ein­staki liður fjár­magnstekna rík­is­ins vegna árs­ins 2015. Þetta kemur fram í frétt fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins vegna álagn­ingu opin­berra gjalda á ein­stak­linga árið 2016.

Hagn­aður af sölu hluta­bréfa var 20,8 millj­arðar króna í fyrra og lækkar á milli ára. Skýr­ingin á þeirri lækkun er sú að við álagn­ingu 2015 voru nokkrir ein­stak­lingar með „óvenju­lega háan sölu­hagn­að“.

Þar segir enn fremur að alls hafi 39 þús­und Íslend­ingar sem höfðu tekjur af eignum sínum eða fjár­magni greitt sam­tals 17,9 millj­arða króna í fjár­magnstekju­skatt á árinu 2015, eða tæp­lega tólf pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Barna­bætur og vaxta­bætur lækka

Alls greiddu Íslend­ingar sam­tals 306,5 millj­arða króna í almennan tekju­skatt og útsvar á árinu 2015. Það er 10,8 pró­sentum meira en þeir gerðu árið árið áður. Álagn­ing tekju­skatts, sem rennur til rík­is­ins, jókst mun meira en álagn­ing útsvars þar sem per­sónu­af­sláttur hækk­aði mjög lít­ið. Þeir sem borg­uðu almennan tekju­skatt, fólk sem hefur fyrst og síð­ast tekjur vegna launa sinna, voru tæp­lega 182 þús­und tals­ins í fyrra.

Á sama tíma lækka almennar vaxta­bætur sem skuld­settir íbúða­eig­endur fá greiddar vegna vaxta­gjalda íbúða­lána sinna, um 25,7 pró­sent á milli ára og þeim fjöl­skyldum sem fá þær bætur greiddur fækkar um 21,3 pró­sent. Ástæða þessa er sögð betri eign­ar­staða heim­ila lands­ins. Þá lækka heild­ar­greiðslur barna­bóta úr tíu millj­örðum króna í 9,3 millj­arða króna. Ástæða þessa eru sagðar að laun hafi hækkað meira en tekju­við­mið­un­ar­fjár­hæðir og því skerð­ast greiðslur barna­bóta til fleiri ein­stak­ling­ar.

Rík­­asta pró­­sentið þén­aði helm­ing allra fjár­­­magnstekna

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­­em­ber 2015 að tekju­hæsta eitt pró­­sent lands­­manna, alls 1890 manns, hefði þénað 42,4 millj­­arða króna í fjár­­­magnstekjur á árinu 2014. Alls námu fjár­­­magnstekjur sem ein­stak­l­ingar og sam­skatt­aðir greiddu á því ári 90,5 millj­­örðum króna og því fékk þessi litli hópur sam­tals 47 pró­­sent þeirra tekna í sinn hlut. Um tvær af hverjum þremur krónum sem rík­­asta pró­­sent lands­­manna þén­aði  árið 2014 var vegna fjár­­­magnstekna. Þetta kom fram í stað­­tölum skatta vegna árs­ins 2014 sem hægt er að nálg­ast á vef emb­ættis rík­­is­skatt­­stjóra.

Ef sama hlut­fall á við í árið 2015 má ætla að þessi litli hópur hafi aftr haft um 42 millj­arða króna í fjár­magnstekjur í fyrra.

Fjár­­­magnstekjur eru tekjur sem ein­stak­l­ingar hafa af fjár­­­magns­­eignum sín­­um. Þ.e. ekki laun­­um. Þær tekjur geta verið ýmis kon­­ar. Til dæmis tekjur af vöxtum af inn­­láns­­reikn­ingum eða skulda­bréfa­­eign, tekjur af útleigu hús­næð­is, arð­greiðsl­­ur, hækkun á virði hluta­bréfa eða hagn­aður af sölu fast­­eigna eða verð­bréfa.

Ef tekj­­urnar eru útleystar, þannig að þær standi eig­anda þeirra frjálsar til ráð­­stöf­un­­ar, ber að greiða af þeim 20 pró­­sent fjár­­­magnstekju­skatt sem rennur óskiptur til rík­­is­ins. Ljóst er að ein­ungis lít­ill hluti af fjár­­­magnstekjum var útleystur í fyrra. Alls greiddu íslensk heim­ili, ein­stak­l­ingar og sam­skatt­að­ir, 3,8 millj­­arða króna í fjár­­­magnstekju­skatt á árinu 2014. Því til við­­bótar greiddu fyr­ir­tæki, sjóðir og rík­­is­­sjóður vel á þriðja tug millj­­arða króna í fjár­­­magnstekju­skatt. Alls skil­aði hann 30,6 millj­­örðum króna á árinu 2014.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None