- Hreyfingin Black Lives Matter varð til í kjölfar morðsins á Trayvon Martin, sem var sautján ára drengur sem var myrtur af nágranna sínum, George Zimmerman árið 2012. Zimmerman var ekki dæmdur fyrir morðið, sem hann sagði hafa verið í sjálfsvörn. Martin var óvopnaður. Stofnendunum þótti sem Martin hefði verið sakaður um glæpi eftir dauða sinn, í réttarhöldunum yfir Zimmerman.
- Hreyfingin var stofnuð árið 2013, eftir að Zimmerman var sýknaður, af þremur ungum konum, Aliciu Garza, Patrisse Cullors og Opal Tometi. Alicia Garza skrifaði skilaboð á Facebook-síðu sína í kjölfar sýknudómsins þar sem hún sagði m.a. Black Lives Matter. Vinkona hennar, Patrisse Cullors, svaraði póstinum og gerði myllumerkið #BlackLivesMatter. Stuttu síðar fengu þær Opal Tometi til liðs við sig og hreyfingin varð til.
- Hreyfingin fékk meiri byr í seglin eftir að Michael Brown, annar óvopnaður unglingur, var myrtur af lögreglumanni í Ferguson, Missouri árið 2014. Lögreglumaðurinn Darren Wilson skaut Brown til bana, en Wilson er hvítur. Í kjölfarið urðu mikil mótmæli og óeirðir í Ferguson og svo um öll Bandaríkin. Black Lives Matter hvatti fólk til að keyra til Ferguson og hreyfingin var þátttakandi í mótmælunum.
- Hreyfingin hefur mótmælt fjöldamörgum morðum lögreglumanna á svörtu fólki, aðallega svörtum ungum körlum, síðan þá. Það er þó ekki eina áhersluatriðið hjá hreyfingunni, langt því frá.
- Stofnendur hreyfingarinnar segja að með því að nota Black Lives Matter (í. líf svartra skipta máli) sé umræðan um ofbeldi stjórnvalda víkkuð út þannig að hún nái yfir allar þær leiðir sem notaðar séu til að útiloka svart fólk kerfisbundið og svipta það völdum. „Við erum að tala um það hvernig svartir einstaklingar eru sviptir grundvallarmannréttindum og reisn.“ Hreyfingin sé hugmyndafræðilegt og pólitískt inngrip í heimi þar sem kerfisbundið sé brotið gegn svörtu fólki.
- Samkynhneigt og transfólk leikur lykilhlutverk í hreyfingunni, að sögn stofnendanna. Bæði Garza og Cullors eru samkynhneigðar, og áhersla hefur alltaf verið lögð á að Black Lives Matter umfaðmi alla. Konur, hinsegin fólk og fatlaðir einstaklingar hafi verið jaðarsett í baráttunni og í Black Lives Matter sé þessu snúið á haus.
- Vel yfir þúsund viðburðir, mótmæli og kröfugöngur hafa verið haldnar á vegum Black Lives Matter.
- Nú eru að minnsta kosti 38 hreyfingar starfræktar í Bandaríkjunum og víðar, meðal annars í Bretlandi, Kanada og Gana.
- Stofnendurnir þrír voru valdir meðal bestu leiðtoga heimsins í Fortune fyrr á þessu ári. Black Lives Matter hafi nefnilega tekist að vaxa sífellt, öfugt við margar hreyfingar sem verða til í gegnum samfélagsmiðla. Þær voru líka á Politico 50 listanum yfir þá sem helst eru að breyta bandarískum stjórnmálum.
- Hreyfingin hefur í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum opinberlega skorað á frambjóðendur að lýsa opinberlega afstöðu sinni gagnvart baráttumálum BLM. Demókrataflokkurinn hefur formlega lýst yfir stuðningi við hreyfinguna.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar