Alið á ótta á landsþingi repúblikana

Donald Trump var formlega nefndur frambjóðandi repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á landsþingi flokksins í síðustu viku. Bryndís Ísfold fylgdist með þinginu.

Donald Trump lýsti því hvað hann ætlaði að gera sem forseti en minntist ekkert á það hvernig hann ætlaði að fara að því.
Donald Trump lýsti því hvað hann ætlaði að gera sem forseti en minntist ekkert á það hvernig hann ætlaði að fara að því.
Auglýsing

Don­ald Trump tók form­lega við útnefn­inu Repúblikana­flokks­ins sem for­seta­fram­bjóð­andi á flokks­þingi flokks­ins sem fram fór í síð­ustu viku. Þingið var haldið í Cleveland, Ohio og spann­aði það fjóra heila daga. Hver stjórn­mála­mað­ur­inn á fætur öðrum keppt­ist við að lofa Trump og lasta Hill­ary Clint­on. Það kom engum á óvart en hinn ofsa­kenndi tónn sem ein­kenndi þingið kom óþægi­lega á óvart. Vand­ræða­legar upp­á­komur voru ófáar og það var ljóst frá fyrsta degi að kosn­ingamask­ína Trumps og fjöl­skylda hans eru nýgræð­ingar í heimi stjórn­mál­anna.

Síð­ustu mán­uði hefur mikið verið rætt um hvernig flokks­þing Repúblik­ana myndi þró­ast. Lengi hót­uðu áhrifa­menn að kosið yrði um fram­bjóð­anda á staðn­um, með því að gera ráð­stefn­una opna, þe. að hundsa yfir­burða­kjör Don­alds Trump í for­völum ríkj­anna. Þar myndu kjör­menn­irnir – full­trúar kjós­enda frá hverju ríki á flokks­þing­inu – geta kosið á ný. Ekki kom þó til þessa, þó uppi hafi orðið fótur og fit fyrsta dag­inn þegar reynt var að breyta reglum flokks­ins.

Þetta var þó í fyrsta sinn sem fyrr­ver­andi for­setar lands­ins, sem til­heyra flokknum mæta ekki á flokks­þingið til að fagna nýju for­seta­efni flokks­ins. Í þetta sinn sátu Bus­h-­feðgar heima eins og margir fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­endur Repúblik­ana.

Auglýsing

Vara­for­seta­efni Trump var kynnt í síð­ustu viku. Það verður hinn fremur óþekkti Mike Pence, rík­is­stjóri Ind­íana. Sá þykir mjög íhald­samur og er stuðn­ings­maður Teboðs­hreyf­ing­ar­innar í Repúblikana­flokkn­um. Hann þykir skyn­sam­legur kostur fyrir Trump, í það minnsta þegar kemur að víð­tækri stjórn­mála­reynslu hans sem bæði rík­is­stjóri og full­trúa­deild­ar­þing­mað­ur. Hann er and­vígur því að konur ráði yfir eigin lík­ama þegar kemur að fóst­ur­eyð­ingum og hann er á móti því að allir þeir sem fæð­ast í Banda­ríkj­unum fái rík­is­borg­ara­rétt. Pence er einnig mjög íhald­samur í efna­hags­málum og er tals­maður þess að allir borgi sömu skatt­pró­sentu á lands­vísu. Hann kaus með Íraks­stríð­inu og hefur sett sig upp á móti því að loka fang­els­inu í Guant­anamo Bay. Þessu til við­bótar þá trúir hann ekki á hlýnun jarðar og þykir ein­stak­lega harður í inn­flytj­enda­mál­um.

Fram­bjóð­endur sem lutu í lægra haldi fyrir Trump í for­seta­for­val­inu sátu margir heima, líkt og fyrrum for­setar og leið­togar flokks­ins. Nokkrir þeirra létu þó sjá sig. Helst ber að geta Chris Christie, rík­is­stjóra New Jersey, sem hefur staðið þétt við bak Trump eftir að hann dró framoð sitt til baka. Hann hélt hálf­gerð rétt­ar­höld yfir Hill­ary Clinton við miklar und­ir­tektir gesta í  saln­um. Í ræð­unni rifj­aði hann upp hin ýmsu verk Clinton eða verk sem hann kenndi henni um. Svo spurði hann sal­inn ítrekað hvort hún væri sek eða ekki. Sal­ur­inn svar­aði und­an­tekn­inga­laust að hún væri sek (e. „guilty as charged!“) og hróp­uðu ákaft „lock her up“.  Þær sakir sem Clinton voru gerðar voru allt frá því að hafa und­ir­búið jarð­veg­inn fyrir upp­gang ISIS, valdið óstöðu­leika og stjórn­leysi í Lýb­íu, yfir í að bera ábyrgð á óstöð­ug­leika í Mið-Aust­ur­lönd­um. Ræða Christie var kraft­mik­il, fremur óvenju­leg og dálítið ógn­vekj­andi, eins og um rétt­ar­höld göt­unnar væri að ræða. Ljóst var að tónn­inn var sleg­inn fyrir næstu daga. 

Hill­ary Clinton er sam­kvæmt könn­unum ákaf­lega óvin­sæl meðal kjós­enda repúblik­ana. Það var margt sem benti til þess í upp­hafi vik­unnar að flokk­ur­inn myndi eiga erfitt með að sam­ein­ast strax í kringum Trump sem for­seta­efni flokks­ins, en það var alveg ljóst að óánægj­an, og óbeislað hatur sum­ra, í garð Clinton væri leiðin til að sam­eina flokk­inn og var sú aðferð varð notuð óspart.

Ted Cruz er einn þeirra fram­bjóð­enda sem laut í lægra haldi fyrir Trump en mætti á flokks­þing­ið. Eins og venja er bauðst honum að tala á stóra svið­inu og sam­kvæmt sömu hefð átti hann að lýsa yfir stuðn­ingi við Trump. En Cruz fjall­aði fyrst og fremst um það í ræðu sinni hversu óhæf og ömur­leg Hill­ary Clinton væri og hvað þyrfti að gera margt til að „Am­er­íka yrði frá­bær á ný“, í takt við slag­orð Trumps. En hann lauk ræðu sinni án þess að lýsa yfir stuðn­ing við Trump; hann sagði fólki ein­fald­lega að kjósa eftir sam­visku sinni. Hann upp­skar ákaft baul frá áheyr­endum fyrir vik­ið. En Cruz benti á að í kosn­inga­bar­átt­unni hefði Trump ekki aðeins ráð­ist harka­lega að konu sinni heldur hafi hann sagt faðir hans við­rið­inn morðið á John F. Kenn­edy (sem engin nema slúð­ur­blaðið National Enquirer hefur haldið framm) og útskýrði Cruz að hann myndi aldrei styðja mann sem kæmi svona fram við sína nán­ustu. Hann lét það svo leka sama dag að hann væri að íhuga að bjóða sig fram til for­seta að fjórum árum liðn­um.

Margir telja að Rudy Giuli­ani, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í New York, hafi snúið þróun glæpa við í New York-­bor. Hann steig á svið á mánu­dag og flutti ræðu sem snérist að mestu um ótta Banda­ríkja­manna um eigið öryggi. Að mati Giuli­ani hefur sá ótti aldrei verið meiri „sam­kvæmt könn­un­um“. Hann fjall­aði svo nokkuð ítar­lega um mik­il­vægi þess að standa með lög­reglu­mönnum sem hefðu aldrei staðið í meiri ógn af því að vera myrtir í starfi sínu. Það kom dálítið á óvart hversu æstur Guili­ani var og minnti hann helst á Howard Dean, fyrrum for­seta­fram­bjóð­anda í for­vali Demókrata árið 2008. Sá gekk heldur langt í að öskra í ræðu einni sem varð til þess að kjós­endur afskrif­uðu hann sem rauhæfan fram­bjóð­anda. Guili­ani, sem hvorki var í fram­boði né að halda svona stóra ræðu í fyrsta sinn, hélt öskr­unum áfram og fór svo líkt og aðrir ræðu­menn ítar­lega yfir það hversu vanæ­hæf Hill­ary Clinton hefði verið í starfi sínu sem utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, hvort sem varð­aði Lýb­íu, kjarn­orku­samn­ing­inn við Íran, árasina á sendi­ráðið í Beng­hazi eða ISIS. „Ekki treysti ég henni til að leiða Amer­íku. Mynduð þið treysta henn­i?“ spurði hann sal­inn sem svar­aði um hæl „Neeeei­i­i­i“. „Þeir ætla að koma og drepa okk­ur,“ sagði hann þegar hann fjall­aði um með­limi ISIS og „hún ætlar svo að hleypa sýr­lenskum flótta­mönnum inn í land­ið“. Guili­ani virt­ist ekki geta gert grein­ar­mun á öfga­mönnum og þeim sem flýja þá, líkt og aðrir sem töl­uðu á þing­inu.  

Þetta var ekki í eina skiptið sem sann­leik­anum var hag­rætt og jafn­vel logið að fólki í ræðum þings­ins þessa vik­una. Það tók á að sitja undir hverri ræð­unni á fætur annarri þar sem stað­reyndir voru hunds­aðar og hlutir hrein­lega búnir til. Guili­ani lauk ekki ræð­unni fyrr en hann hafði svo lof­aði Trump í bak og fyrir og lýst því yfir að Trump yrði sá sem myndi koma til með að end­ur­heimta Amer­íku eins og hún var áður. Það tók frétta­skýrendur ekki langan tíma að benda á að öryggi Banda­ríkja­manna hefur aldrei verið meira og glæpir fátíð­ari. Það er hins vegar rétt að í ein­staka borgum hefur ástand mála versn­að, en á heild­ina lit­ið, hefur öryggi Banda­ríkja­manna aldrei verið meira.

Áfram héldu linnu­lausar ræð­ur. Sú ræða sem átti eftir að vekja mesta athygli á þing­inu var ræða eig­in­konu Trumps, ef ræða fram­bjóð­and­ans sjálfs er und­an­skil­in. Mel­ania Trump fædd­ist í Sló­veníu og nefnd Mel­anija Knavs. Hún flutt­ist ung til Banda­ríkj­anna til að starfa sem fyr­ir­sæta en starfar nú sem skart­gripa­hönn­uður og hefur vakið athygli í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir að vera frekar hlé­dræg og öllu nær­gætn­ari en bóndi henn­ar. Fram að flokks­þing­inu hafði Mel­ania ekki gefið mik­inn kost á sér í við­töl eða staðið í miklum ræðu­höld­um. Það voru því margir for­vitnir að heyra ræð­una henn­ar. Hún sagði við frétta­mann dag­inn sem ræðan var haldin að hún hefði skrifað ræð­una að mestu leyti sjálf en það kom svo á dag­inn að ræða hennar inni­hélt hluta af ræðu núver­andi for­seta­frúar Banda­ríkj­anna, Michelle Obama, sem flutt var á flokks­þingi demókrata árið 2008.

Donald Trump ásamt eiginkonu sinni Melaniu.

Fljót­lega voru allir fjöl­miðlar heims með sömu fyr­ir­sögn: Mel­ania Trump stal hluta úr ræðu Michelle Obama. Vand­ræða­gang­ur­inn í kjöl­farið var eins og við mátti búast mjög mik­ill. Í fyrstu þagði kosn­inga­bar­áttan þunnu hljóði en svo kom und­ar­leg frétta­til­kynn­ing sem eng­inn botn­aði í. Í henni stóð ein­fald­lega að Mel­ania hefði unnið með teymi af ræðu­skrif­urum sem tóku niður glósur um líf hennar og stundum hluta af hennar eigin hug­leið­ing­um.

Það var svo dag­inn eftir sem starfs­maður Trump-­sam­steypunnar tók á sig ábyrgð­ina fyrir rit­stuld­in­um. En við það kom upp nýtt vanda­mál: Sam­kvæmt ströngum lögum um kosn­ingar í Banda­ríkj­unum mega starfs­menn fyr­ir­tækja, tengdum eða ótengdum fram­bjóð­end­an­um, ekki vinna fyrir fram­bjóð­endur og fá greitt fyrir störf sín hjá fyr­ir­tæk­inu. Hér var um klárt brot á kosn­inga­lögum að ræða sam­kvæmt sér­fræð­ingum og til við­bótar hafði starfs­mað­ur­inn sent frétta­til­kynn­ing­una frá sér á bréfs­efni Trump-­sam­steypunnar en ekki Trump-­kosn­inga­bar­átt­unn­ar, sem und­ir­stik­aði brot­ið.

Nú var hátíð hjá spuna­meist­ur­unum og linnu­laust var spáð og spek­úler­að, þar til næsta sprengja sprakk stuttu síð­ar. Kjör­inn full­trúi repúblik­ana og stjórna­maður flokks­ins í New Jersey lét hafa eftir sér á fundi að honum þætti að hengja ætti Hill­ary Clinton upp í tré. Hann baðst fljót­lega afsök­unar á ummælum sínum seinna í vik­unni.

Það voru fleiri óhugn­an­leg ummæli sem voru látin falla þessa vik­una. Full­trúa­deild­ar­þing­maður repúblik­ana spurði hvað fólk af öðrum kyn­þætti en hvítum hefði lagt til sið­væð­ing­ar. 

Ummælin fóru eins og eldur í sinu um sam­fé­lags­miðla og urðu ekki til þess að bæta ímynd flokks­þings­ins sem nær ein­göngu hvítt fólk sótti. Við þetta bætt­ust fréttir af því að þeir flokks­menn á þing­inu sem ekki sáu sér fært að styðja Trump mættu miklum og ofsa­fengnum mót­bárum frá stuðn­ings­mönnum Trumps. Grát­andi full­trúi á þing­inu sagði frá því í við­tali að hún hafi verið sökuð um það á kvennakló­sett­inu að ætla að styðja Clinton þar sem hún var ekki til­búin að styðja við Trump. Fleiri svona sögur áttu eftir að skjóta upp koll­inum eftir því sem leið á vik­una.  

Ekki voru allar ræð­urnar jafn óvenju­legar þó oft hafi mátt greina tón frá fyrri flokks­leið­togum eins og oft er. Börn Don­alds Trump, þau Ivanka og Don­ald yngri, þóttu flytja áhrifa­miklar ræð­ur. Don­ald Trump yngri flutti nokkuð klass­íska ræðu sem minnti frekar á fyrri flokks­þing repúblik­ana. Hann tal­aði um amer­íska draum­inn og hvernig vinnu­eðli föður hans hefði orðið grunn­ur­inn að við­skipta­veldi hans. Hann tók einnig á málum sem virð­ast nær­tæk­ari hinum almenna kjós­enda en flestir aðrir ræðu­menn gerðu, svo sem um að skólar nútím­ans væru ekki eins og þeir voru áður og að demókratar vildu enda­lausa mið­stýr­ingu en repúblikanar vildu sam­keppni. Hann tal­aði um reglu­fargið sem væri íþyngj­andi fyrir smá­fyr­ir­tæki og stæði í veg fyrir vexti í við­skipt­um. Hann tók fyrir mál eins og að gera Banda­ríkin sjálf­bær í fram­leiðslu á orku svo þau gætu losnað undan því að vera háð Sádí-­Ar­abíu og öðrum stórum olíu­ríkjum.

Ivanka Trump hefur fylgt föður sínum hvert fót­mál í kosn­inga­bar­átt­unni og var á tíma­bili jafn­vel orðuð sem vara­for­seta­efni hans. Hún kynnti föður sinn á loka­kvöldi flokks­þings­ins á fimmtu­dag en áður en Trump steig á svið hélt hún ræðu sem vakti væg­ast sagt mikla athygli. Hún byrj­aði ræð­una á því að segj­ast hvorki telja sig vera demókrata né repúblikana, en í ár væri hún þó sann­færð um hvern hún ætl­aði að kjósa. Hún tal­aði svo um mik­il­vægi þess að Banda­ríkin kæmu til móts við úti­vinn­andi mæð­ur, hún sjálf móðir þriggja barna og vissi hversu mikil áskorun það væri að vera á atvinnu­mark­aði og ala upp börn. Öllum að óvörum sagði hún að faðir hennar myndi, ef hann yrði kjör­inn for­seti, sjá til þess að það yrði í boði barna­gæsla á boð­legu verði fyrir almenn­ing, að konur myndu fá borgað fæð­inga­or­lof og að launa­munur kynj­anna yrði jafn­að­ur. 

Að vísu sagði hún að núver­andi launa­munur kynj­anna væri sá að konur fengju borgað 83 sent fyrir hvern doll­ara sem karl­maður fengi. Það er þó ekki alveg rétt því hvítar konur fá um 75 sent fyrir hvern doll­ara sem karl­menn fá greitt og lækkar sú tala mikið þegar skoðuð eru laun kvenna af öðrum kyn­þætti. Hún sagði föður sinn ætla að eyða launa­muni kynj­anna, og að hann væri lit- og kynja­blind­ur, sæi bara hæfi­leika fólks óháð öðrum þátt­um. Undir lok ræð­unn­ar, sem þótti ein sú allra besta á þing­inu, kom út ný launa­könnun sem sýndi svart á hvítu að laun kvenna væru um fjórð­ugi lægri en karla meðal starfs­manna Trump-­kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Eng­inn virt­ist kann­ast við þessa jafn­rétt­is­stefnu sem Ivanka hafði talað um og gerðu fjöl­miðla­menn grín að því að hún hefði mögu­lega verið að flytja stuðn­ings­ræðu fyrir Hill­ary Clint­on. 

En þá var komið að sjálfum Don­ald Trump. Kvöld eftir kvöld höfðu frétta­menn gert grín af því að flokks­þings­höllin í Cleveland væri hálf­tóm en í þetta sinn var ekki eitt ein­asta sæti autt.

Eftir að hafa hyllt Trump í langa stund á meðan hann gekk um svið­ið, veif­aði og snéri þum­al­fingr­unum upp í loftið skæl­bros­andi tók hann loks til máls. Eins og venja er byrj­aði hann ræðu sína á því að lýsa því yfir að hann myndi þyggja útnefn­ingu flokks­ins sem for­seta­efni.  „14 milljón atkvæð­i!“ sagði hann. „Við munum leiða þessa þjóð til friðar og vel­meg­unar – við erum þjóð örlætis og hlýju, en umfram allt munum við koma á lögum og reglu.“

Ræða hans er sú lengsta sem for­seta­fram­bjóð­andi hefur haldið síðan sjón­varps­út­send­ingar frá slíkum við­burðum hófust; hún stóð í rúman klukku­tíma. Stefið í ræð­unni var lög og regla. Hann ræddi um árás­irnar sem lög­reglu­menn hafa þurft að þola síð­ustu vik­urnar sem og árás­ina á klúbb sam­kyn­hneigðra í Flór­ída fyrir skemmstu. Hann lof­aði að þegar hann yrði for­seti myndi ofbeldið hætta. Hann nefndi ekki einu orði þann fjölda svartra sem hafa mátt þola gegnd­ar­laust ofbeldi af hálfu lög­regl­unnar og heldur ekki her­ferð­ina #BlacklLi­vesMatt­ers, sem hefur verið meira og minna í fjöl­miðlum allt síð­asta ár.

Trump benti rétti­lega á að í Banda­ríkj­unum lét­ust margir vegna skot­vopna en í stað þess að tala um leiðir til að herða vopna­lög­gjöf­ina eins og almenn­ingur hefur ítrekað kallað eft­ir, kenndi hann ólög­legum inn­flytj­endum um og sagði það upp til hópa vera glæpa­lýð. Það var eigni­lega með ólík­indum að hlusta á ræð­una því í henni skaut­aði Trump reglu­lega fram­hjá hlutum sem nær eng­inn fram­bjóð­andi hefur kom­ist upp með að sleppa hingað til.

Þegar Trump hafði staðið í pontu í dálita stund virt­ist eitt­hvað vera að ger­ast út í sal. Trump hætti að tala og horfði pirr­aður til hliðar og beið. „Code Pink!“ æptu frétta­menn á Twitt­er, „Code Pink“. Fljót­lega átt­aði ég mig á því að frægur mót­mæl­andi hafði kom­ist inn í höll­ina og trufl­aði ræðu Trumps með mót­mæl­um. Mót­mæl­and­inn Medeja Benja­min, kona á miðjum aldri, hélt á skilti sem á stóð: „Byggjum brýr ekki múra“ og vís­aði til múrs­ins sem Trump hefur í hyggju að byggja á landa­mær­unum við Mexíkó til að halda inn­flytj­endum frá.

Í ræð­unni kom fram að ef hann verður kjör­inn for­seti verður öllum helstu frí­versl­un­ar­samn­ingum Banda­ríkj­anna rift – svo sem NAFTA og samn­ingum við Kína – og samið upp á nýtt. Trump mun fá miklu betri samn­ing, að eigin sögn. Hann ætlar að rifta kjarn­orku­samn­ingnum við Íran, hann ætlar að eyða ISIS, stilla til friðar í Mið-Aust­ur­lönd­um, færa fram­leiðslu­störf sem tap­ast hafa til ann­arra landa aftur til Banda­ríkj­anna, og hann ætlar að byggja múr á landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó og brott­flytja um 11 millj­ónir ólög­legra inn­flytj­enda sem eru víð og dreif um Banda­rík­in. Og þó hann hafi ekki nefnt það í ræðu sinni þetta kvöldið þá er það enn stefnan að banna múslimum að ferð­ast til Banda­ríkj­anna. Til við­bótar lof­aði hann að laga hið ónýta stjórn­mála­á­stand sem ríkir Was­hington. Þó hann hafi ekki nefnt það í ræðu sinni kom það upp í við­tali í vik­unni sem leið að Trump hefur efa­semdir um sam­starf Bandaríkj­anna innan NATO. Þetta olli miklu upp­námi meðal NATO-­þjóð­anna og varð til þess að auka áhuga og áhyggjur á alþjóða­vísu á hugs­an­legu kjöri Don­ald Trump.

Í ræðu sinni dró hann fram mjög skugga­lega mynd af Banda­ríkj­unum og full­yrti líkt og Guili­ani að mikil glæpa­alda gengi yfir Banda­rík­in. Það er þó langt frá því að vera satt því tölur sýna að landið hefur í raun aldrei verið örugg­ara. Þá hélt hann því ótrauður fram að eig­in­lega öll átök í heim­inum væru Hill­ary Clinton að kenna því hún var utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna.

Eftir að ræð­unni lauk, ruku fjöl­miðla­menn upp til handa og fóta og birtu fjölda leið­rétt­inga á stað­hæf­ingum Trump. En fyrst og fremst voru frétta­menn hálf orð­lausir og bentu á þá stað­reynd að Trump hafði ekki útskýrt á nokkurn hátt hvernig hann ætl­aði að gera þetta allt sam­an. Þetta hefur verið meg­in­þema í kosn­inga­bar­áttu Trump að belgja út lof­orð án nokk­urra útskýr­inga um hvernig hann ætlar að standa við þau. Hafi fjöl­miðla­menn eitt­hvað við þetta að athuga, eða ger­ist þeir of ónær­gætnir í spurn­ing­um, er þeim ein­fald­lega kastað út. Þannig hefur farið fyrir fjöl­mörgum frétta­mönnum sem fá ekki aðgang að Trump sjálf­um, né við­burðum sem hann tekur þátt í, meðal ann­ars flokks­þingi repúblik­ana.  

Hið dap­ur­lega er að fæstir fletta upp slíkum greinum og jafn­vel þó margar millj­ónir horfðu á ræðu Trump að hluta til eða að öllu leyti, gera kjós­endur ráð fyrir að Trump sé ekki bein­línis að ljúga að þeim. Flestir gera þó ráð fyrir að hann hag­ræði sann­leik­anum aðeins. Það er von margra kjós­enda að Trump sé sá stjórn­mála­maður sem komi til með að hrista upp í ger­sam­lega von­lausu stjórn­mála­á­standi í Was­hington þar sem fátt ger­ist ár eftir ár þar sem menn geta ekki komið sér saman um að klára ein­föld­ustu mál. Þreyta kjós­enda er mikil og því far­vegur fyrir óvenju­lega stjórn­mála­menn líkt og Trump. 

Hann er ítrekað stað­inn að því að tala í mót­sögn við sjálfan sig; lof­orð hans um að leysa flókin og erfið mál á borð við ISIS eru sögð út í blá­inn og þeim fylgja sjaldn­ast nokkrar útfærsl­ur. Sá tónn sem sleg­inn var á flokks­þing­inu í síð­ustu viku var harð­ari og meira ógn­vekj­andi en áður. Undir flestum kring­um­stæðum hefðu menn reynt að tóna sig niður og haga sér meira eins og for­set­ar. En Trump gaf í og nú var Repúblikana­flokk­ur­inn hans. Það er aug­ljóst að ætl­unin er að sam­eina kjós­endur repúblik­ana gegn Clinton en um leið að hræða líf­tór­una úr fólki og lofa öllu fögru án þess að gefa nokkuð út um það hvernig á að leysa mál­in. Og það eru engin smá mál á lof­orða­list­an­um; það á að koma á friði í heim­in­um, eyða ofbeldi, læsa alla ófrið­ar­seggi inni, fjölga störf­um, rifta samn­ingum við önnur ríki og auð­vitað bæta efna­hag­inn, svo fátt eitt sé nefnt.

Þekktur blaða­maður skrif­aði á Twitter þegar ræðu Trump lauk: „Meira að segja ræða George W. Bush var ekki svona dimm, og hún var flutt rétt eftir að hryðju­verka­menn höfðu raun­veru­lega ráð­ist á Banda­rík­in“. Það segir sitt. Rit­stjórn Was­hington Post birti leið­ara í blað­inu að flokks­þing­inu loknu undir fyr­ir­sögn­inni „Don­ald Trump er ein­stak­lega mikil ógn við lýð­ræðið í Amer­íku“ og þar er því lýst í löngu máli hvers vegna þau telja að Trump verði hættu­legur for­seti verði hann kjör­inn. Garry Kasparov skák­meist­ari sagði á Twitter eftir að ræðu Trump lauk að hann hefði heyrt svona ræður í 15 ár og að þær væru ekk­ert skárri á rúss­nesku og átti þar við Vla­dimír Pút­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None