Phillip Green ætti að skrifa ávísun upp á rúma 90 milljarða króna

Philip Green
Auglýsing

Sir Phillip Green ætti að skrifa ávísun upp á að minnsta kosti 571 milljón pund, 91,5 millj­arð króna, og afhenda starfs­mönnum bresku versl­un­ar­keðj­unnar BHS, eða Brit­ish Home Store, sem horfa fram á að þá upp­hæð vanti til að hægt verði að standa við áunnar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar þeirra. Þetta sagði þing­mað­ur­inn Frank Field, sem stýrði rann­sókn breskrar þing­nefndar á greiðslu­stöðvun BHS, þegar umfangs­mikil skýrsla hennar um fall BHS var kynnt í dag. BBC greinir frá.

Nið­ur­staða skýrsl­unnar er sú að Green hafi tekið háar fjár­hæðir út úr BHS og að það hafi skilið rekstur keðj­unnar eftir í önd­un­ar­vél. Aðfarir Green og ann­arra félaga hans sem högn­uð­ust á keðj­unni eru sagðar hafa leitt til falls hennar og málið allt sýn­ir, að mati þing­manna­nefnd­ar­inn­ar, „óá­sætt­an­legt and­lit kapital­ism­ans.“

Field sagði að einn mað­ur, og aðeins einn mað­ur, væri þó á end­anum ábyrgur fyrir þeirri hörm­ung sem BHS málið væri. Sá mað­ur, sem ætti að sæta refs­ingu sem næði langt út fyrir það að svipta hann ein­ungis ridd­ara­tign sinn, væri Sir Phillip Green.

Auglýsing

Seld ódýrum pappír á eitt pund

BHS fór í greiðslu­­stöðvun í apríl og í júní var tekin sú ákvörðun að vinda ofan af rekstri þess með því að loka versl­un­um, í ljósi þess að fyr­ir­hug­aðar björg­un­­ar­að­­gerðir tók­ust ekki. Nið­­ur­­staðan var mikið áfall fyrir ell­efu þús­und starfs­­menn keðj­unn­­ar, en hún rak alls 164 versl­­anir víðs vegar um Bret­land.

Skuldir BHS námu 1,3 millj­­örðum punda þegar fyr­ir­tækið fór í greiðslu­­stöðv­­un. Tæpur helm­ingur þeirrar upp­­hæð­­ar, 571 milljón pund, var vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga starfs­­manna BHS. Nær úti­­lokað er talið að sala eigna muni ná að standa undir nema brota­broti af end­­ur­greiðslu skulda og líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Við blasa því miklar afskriftir kröf­u­hafa og skertar líf­eyr­is­greiðslur til núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­­manna BHS.

Dominic Chappell er fyrrum kappakstursökumaður sem hefur farið þrisvar í gjaldþrot. Hann fékk að kaupa BHS á  eitt pund. Ári síðar var fyrirtækið farið í þrot.

Dom­inic Chapp­ell er fyrrum kappakst­ursöku­maður sem hefur farið þrisvar í gjald­þrot. Hann fékk að kaupa BHS á eitt pund. Ári síðar var fyr­ir­tækið farið í þrot.

Það sem vakti einna mesta athygli varð­andi greiðslu­­stöðvun BHS var að rúmu ári áður en hún  skall á hafði fyr­ir­tækið verið selt til fyrrum kappakst­­ursöku­­manns­ins Dom­inic Chapp­ell á eitt pund. Gold­man Sachs fjár­­­fest­inga­­bank­inn var milli­­liður í kaup­unum fyrir hönd selj­and­ans, Philip Green. Hann hafði keypt BHS árið 2000 og afskráð það af mark­aði. Ein ástæða þess að salan vakti mikla athygi var sú að Dom­inic Chapp­ell þótti ekki merki­­legur pappír í fjár­­­fest­ing­­ar­heim­inum og þar af leið­andi ekki lík­­­legur til að snúa við slöku gengi BHS. Hann hafði orðið gjald­­þrota þrisvar og hafði aldrei komið að neins konar rekstri sem hafði gengið vel. Því voru grun­­semdir uppi um að eitt­hvað annað hafi ráðið því að BHS hafi verið selt á þessum tíma, í mars 2015.

Á síð­­­ustu vikum hefur sá grunur fyrst og síð­­­ast snú­ist um að Green hafi verið að reyna að koma sér undan því að greiða líf­eyr­is­skuld­bind­ingar um 20 þús­und núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­­manna BHS. Þessar grun­semdir fengu vængi þegar punktar af fundi Green með Chris Mart­in, for­­manni stjórnar sjóðs­ins sem hélt utan um líf­eyr­is­skuld­bind­ingar starfs­­manna BHS, snemma árs 2015. Í punkt­unum kemur fram að helsta ástæða þess að Green vildi losna væri sú að áætlun um að laga stöðu líf­eyr­is­­mála starfs­­manna fyr­ir­tæk­is­ins væri of dýr. Green hafði þá eytt mörgum mán­uðum í að reyna að semja um hvernig hann gæti mög­u­­lega mætt þeim halla sem skap­­ast hafði vegna van­fjár­­­magn­aðra líf­eyr­is­skuld­bind­inga.

Sýndi hroka og yfir­læti

Green var kall­aður fyrir þing­­nefnd breska þings­ins vegna máls­ins fyrir nokkrum vikum síðan þar sem þing­­menn spurðu hann erf­iðra spurn­inga. Sam­­kvæmt frá­­­sögn breskra fjöl­miðla af nefnd­­ar­fund­inum sýndi Green ítrekað af sér hroka og yfir­­­læti í til­­svörum sín­­um. Hann greip ítrekað frammí fyrir þing­­nefnd­­ar­­mönnum og sýndi óánægju sína með spurn­ingar þeirra á köflum mjög skýrt.

Á meðal þess sem Green hefur verið gagn­rýndur fyr­ir, utan þess að hafa selt manni sem virð­ist ekki hafa haft neina burði né bol­­magn til að reka risa­stóra versl­un­­ar­keðju, er að hann tók um 400 millj­­ónir punda í arð út úr BHS á þeim tíma sem hann átti fyr­ir­tæk­ið. Green hefur á móti sagt að hann hafi sett enn hærri upp­­hæð inn í fyr­ir­tækið í formi nýs hluta­fjár og lána frá Arcadia Group, smá­­sölurisa sem rekur meðal ann­­ars versl­­anir undir merkjum Dorothy Perk­ins, Miss Sel­fridge, Evans, Burton, Wallis og Top­m­­an. Arcadia Group er í eigu félags sem skráð er á skatta­­skjóls­eyj­unni Jer­s­ey. Eig­andi þess er skráð Tina Green, eig­in­­kona Philip Green. Hjónin búa þó ekki á Jersey, heldur í Móna­kó, þar sem þau þurfa ekki að greiða neina skatta.

Hefði getað orðið stór á Íslandi

Þessi sami Philip Green hefði getað orðið fyr­ir­­ferða­­mik­ill maður í íslensku þjóð­­lífi. Hann reyndi fyrir tæpum átta árum að kaupa allar skuldir Baugs Group og tengdra aðila, stærsta smá­­sölu­veldis Íslands á þeim tíma, á brota­brot af virði þeirra. Sú áætlun hans tókst ekki.

Það var í gegnum yfir­­tök­una á Arcadia Group sem Philip Green skaut fyrst upp koll­inum í íslenskri umræðu. Árið 2002, þegar Green keypti Arcadia Group á 850 milljón pund, þá átti Baugur Group, fjár­­­fest­inga­­fé­lag Jóns Ásgeirs Jóhann­es­­sonar og fjöl­­skyldu, 20 pró­­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu og hafði ætlað sér að ná fullum yfir­­ráðum yfir því. Á end­­anum tókst Baugi Group ekki að fjár­­­magna yfir­­tök­una og Green keypti þess í stað nær allt hlutafé í Arcadia. Stjórn­­endur Baugs Group sögðu það þó ekki hafa verið ástæð­una. 

Jón Ásgeir Jóhannesson og félag hans Baugur Group reyndu að kaupa Arcadia árið 2002. Sex árum síðar reyndi Philip Green að kaupa skuldir Baugs Group.

Jón Ásgeir Jóhann­es­son og félag hans Baugur Group reyndu að kaupa Arcadia árið 2002. Sex árum síðar reyndi Philip Green að kaupa skuldir Baugs Group.

Sama dag og þeir lögðu fram til­­­boð sitt í Arcadia hafi rík­­is­lög­­reglu­­stjóri gert hús­­leit í höf­uð­­stöðvum Baugs á Íslandi í aðgerð sem mark­aði upp­­haf Baugs­­máls­ins svo­­kall­aða. Jón Ásgeir hélt því ítrekað fram að hús­­leitin hefði spillt kaup­unum og tveimur dögum eftir hana lýsti stjórn Arcadia því yfir að hún tæki ekki til íhug­unar neinn samn­ing sem gengi út á að selja til Baugs Group. Í við­tali við Morg­un­­blaðið sagði Jón Ásgeir um Green og Arcad­i­a-við­­skipt­in: „Green veit hver lét hann fá lyk­il­inn að Arcadia og hann mun meta það. Við komum með hug­­mynd­ina inn á borð til hans og allar upp­­lýs­ingar á sínum tíma."

Mætti eftir hrunið og hót­­aði að beita for­­seta Íslands

Helg­ina eftir setn­ingu neyð­­ar­lag­anna í októ­ber 2008 lenti einka­flug­­vél á Reykja­vík­­­ur­flug­velli. Um borð var áður­­­nefndur Philip Green. Hann var kom­inn til lands­ins í einum til­­­gangi: Að kaupa skuldir Baugs Group á mjög lágu verði.

Í bók­inni Ísland ehf. - auð­­menn og áhrif eftir hrun sem kom út 2013, er greint frá því að með þann vilja fyrir augum mætti Green á Kirkju­sand í höf­uð­­stöðvar Glitn­is, sem þá hafði verið tek­inn yfir af skila­­nefnd. Með honum í för voru Jón Ásgeir og eig­in­­kona hans og við­­skipta­­fé­lagi, Ing­i­­björg Stef­anía Pálma­dótt­­ir. Jón Ásgeir og fjöl­­skylda hans voru á þessum tíma aðal­­eig­endur Baugs.

Green tókst að fá fund með umsjón­­ar­­mönnum þrota­­bús­ins. Ing­i­­björg fór með honum inn á fund­inn en Jón Ásgeir, sem hafði þar til skömmu áður verið stærsti eig­andi Glitn­is, bæði beint og óbeint, beið frammi á með­­­an. Það var ekki talið styrkja stöðu Green að hafa Jón Ásgeir með, enda hafði hann verið útmál­aður í opin­berri fjöl­miðla­um­ræðu sem einn þeirra sem settu Ísland á haus­inn.

Á fund­inum lagði Green fram til­­­boð um að kaupa allar skuldir Baugs og tengdra aðila við bank­ann á um fimm pró­­sent af virði þeirra. Þegar til­­­boðið fékk litlar und­ir­­tektir lét hann öllum illum látum og hót­­aði að allir sem væru inni í her­berg­inu yrðu rekn­­ir. Hann gæti látið það ger­­ast. Hann hót­­aði einnig að tala við for­­seta Íslands, Ólaf Ragnar Gríms­­son, ef til­­­boðið yrði ekki skoðað bet­­ur. Hvað for­­set­inn átti að gera kom ekki fram.

Green var á mik­illi hrað­­ferð, enda beið einka­þotan eftir honum á vell­in­­um. Hann átt enn eftir að hitta aðra banka í sömu erinda­­gjörð­um, auk þess sem hann átti bók­aðan fund með Björg­vini G. Sig­­urðs­­syni, þáver­andi við­­skipta­ráð­herra. Þess vegna gilti til­­­boð hans ein­ungis í nokkrar mín­út­­­ur.

Fund­­ar­höld­in, ferðin og öll lætin voru þó til einskis. Green flaug af landi brott tóm­hentur og án þess að for­­set­inn hlut­að­ist til um mál­ið. Bank­­arnir voru ekki til við­ræðu um að selja skuld­­irnar frá sér. Sá hluti þeirra sem Green hafði mestan áhuga á voru þær skuldir sem Baugur og tengdir aðilar höfðu stofnað til við að kaupa erlend fyr­ir­tæki, mest megnis versl­ana­keðjur í Bret­landi. Fyrir utan þær hafði Baugs-­­sam­­steypan einnig skuld­­sett sig mikið vegna inn­­­lendra fjár­­­fest­inga.

Þess í stað fór Baugur Group í gjald­­þrot á árinu 2009. Gert er ráð fyrir að sjö millj­­arðar króna fáist upp í alls 240 millj­­arða króna kröfur á það.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None