Þúsund ný sumarhús á þriggja ára fresti

Fjöldi sumarhúsa hefur aukist um tæp 75 prósent á síðustu tuttugu árum. Langflest húsin eru á Suðurlandi. Dýrustu bústaðirnir eru á Norður- og Suðurlandi.

TIL SÖLU: Mikill fjöldi sumarhúsa er til sölu um þessar mundir. Á bilinu 550 til 580 sumarhús eru skráð á fasteignasöluvefi MBL og Vísis.
TIL SÖLU: Mikill fjöldi sumarhúsa er til sölu um þessar mundir. Á bilinu 550 til 580 sumarhús eru skráð á fasteignasöluvefi MBL og Vísis.
Auglýsing

Um eitt þús­und ný sum­ar­hús eru byggð hér á landi á hverjum þremur árum. Fjöldi sum­ar­húsa auk­ist um 70 pró­sent á síð­ustu 20 árum. Árið 1997 voru skráð rúm­lega 7.500 sum­ar­hús á land­inu en í árs­lok 2014 voru þau orðin rúm­lega 12.700. Sam­kvæmt tölum Fast­eigna­skrár Þjóð­skrár Íslands eru lang­flest sum­ar­hús á Suð­ur­landi og hefur fjöld­inn þar nær tvö­fald­ast á síð­ustu tveimur ára­tug­um. 

Árið 1997 voru tæp­lega 4.000 hús á Suð­ur­landi, sem var meira en helm­ingur fjöld­ans á land­inu öllu. Hlut­fallið hefur hald­ist svipað í gegn um árin, en í lok árs 2014 voru sum­ar­hús á Suð­ur­landi orðin um 6.500 tals­ins, af 12.700 húsum á land­inu öllu.

Auglýsing

Með­al­kaup­verð sum­ar­húsa hefur hækkað um allt að 75 pró­sent frá hruni, er fram kemur í tölum Þjóð­skrár um verð á sum­ar­hús­um. Með­al­fer­metra­verð er nú það sama, og sums staðar meira, en það var fyrir hrun. Verðið er þó mjög mis­jafnt eftir lands­hlut­u­m. 

Sum­ar­hús virð­ast vera dýr­ust á Norð­ur­landi og ódýr­ust á Vest­fjörð­um, sam­kvæmt töl­un­um. Hafa ber í huga að úrtakið á Vest­fjörðum og í Reykja­vík og á Reykja­nesi, er afar lít­ið; ein­ungis þrjú og fjög­ur. Það gæti því skekkt mynd­ina.

Sum­ar­hús á Norð­ur­landi kost­uðu að með­al­tali um 16,3 millj­ónir króna í árs­lok 2015. Sum­ar­hús á Suð­ur­landi voru örlítið ódýr­ari og kost­uðu rúmar 16 millj­ónir að með­al­tali. Húsin á Vest­fjörðum kost­uðu tæpar fimm og hálfa milljón að með­al­tali og á Aust­ur­landi kost­uðu þau rúmar sex og hálfa millj­ón.

Einn bústaður á hverjar sex fjöl­skyldur

Fjöldi sum­ar­húsa til sölu þre­fald­að­ist á fyrsta árinu eftir hrun. Árið 2009 voru um fimm til sex pró­sent heild­ar­fjöld­ans á sölu, en á því hægð­ist eftir því sem á leið. Í dag eru tæp­lega 4,5 pró­sent bústaða á land­inu á sölu­skrá. Á fastegna­vef Vísis er að finna um 550 sum­ar­hús á skrá og hjá MBL eru þau um 580. Eins og áður segir eru skráð sum­ar­hús um 12.700 tals­ins. Sé litið til fjölda fjöl­skyldna á hvern bústað að með­al­tali má segja að einn bústaður sé á hverjar sex fjöl­skyld­ur, en um 80.000 kjarna­fjöl­skyldur eru skráðar á land­in­u. 

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None