Þúsund ný sumarhús á þriggja ára fresti

Fjöldi sumarhúsa hefur aukist um tæp 75 prósent á síðustu tuttugu árum. Langflest húsin eru á Suðurlandi. Dýrustu bústaðirnir eru á Norður- og Suðurlandi.

TIL SÖLU: Mikill fjöldi sumarhúsa er til sölu um þessar mundir. Á bilinu 550 til 580 sumarhús eru skráð á fasteignasöluvefi MBL og Vísis.
TIL SÖLU: Mikill fjöldi sumarhúsa er til sölu um þessar mundir. Á bilinu 550 til 580 sumarhús eru skráð á fasteignasöluvefi MBL og Vísis.
Auglýsing

Um eitt þús­und ný sum­ar­hús eru byggð hér á landi á hverjum þremur árum. Fjöldi sum­ar­húsa auk­ist um 70 pró­sent á síð­ustu 20 árum. Árið 1997 voru skráð rúm­lega 7.500 sum­ar­hús á land­inu en í árs­lok 2014 voru þau orðin rúm­lega 12.700. Sam­kvæmt tölum Fast­eigna­skrár Þjóð­skrár Íslands eru lang­flest sum­ar­hús á Suð­ur­landi og hefur fjöld­inn þar nær tvö­fald­ast á síð­ustu tveimur ára­tug­um. 

Árið 1997 voru tæp­lega 4.000 hús á Suð­ur­landi, sem var meira en helm­ingur fjöld­ans á land­inu öllu. Hlut­fallið hefur hald­ist svipað í gegn um árin, en í lok árs 2014 voru sum­ar­hús á Suð­ur­landi orðin um 6.500 tals­ins, af 12.700 húsum á land­inu öllu.

Auglýsing

Með­al­kaup­verð sum­ar­húsa hefur hækkað um allt að 75 pró­sent frá hruni, er fram kemur í tölum Þjóð­skrár um verð á sum­ar­hús­um. Með­al­fer­metra­verð er nú það sama, og sums staðar meira, en það var fyrir hrun. Verðið er þó mjög mis­jafnt eftir lands­hlut­u­m. 

Sum­ar­hús virð­ast vera dýr­ust á Norð­ur­landi og ódýr­ust á Vest­fjörð­um, sam­kvæmt töl­un­um. Hafa ber í huga að úrtakið á Vest­fjörðum og í Reykja­vík og á Reykja­nesi, er afar lít­ið; ein­ungis þrjú og fjög­ur. Það gæti því skekkt mynd­ina.

Sum­ar­hús á Norð­ur­landi kost­uðu að með­al­tali um 16,3 millj­ónir króna í árs­lok 2015. Sum­ar­hús á Suð­ur­landi voru örlítið ódýr­ari og kost­uðu rúmar 16 millj­ónir að með­al­tali. Húsin á Vest­fjörðum kost­uðu tæpar fimm og hálfa milljón að með­al­tali og á Aust­ur­landi kost­uðu þau rúmar sex og hálfa millj­ón.

Einn bústaður á hverjar sex fjöl­skyldur

Fjöldi sum­ar­húsa til sölu þre­fald­að­ist á fyrsta árinu eftir hrun. Árið 2009 voru um fimm til sex pró­sent heild­ar­fjöld­ans á sölu, en á því hægð­ist eftir því sem á leið. Í dag eru tæp­lega 4,5 pró­sent bústaða á land­inu á sölu­skrá. Á fastegna­vef Vísis er að finna um 550 sum­ar­hús á skrá og hjá MBL eru þau um 580. Eins og áður segir eru skráð sum­ar­hús um 12.700 tals­ins. Sé litið til fjölda fjöl­skyldna á hvern bústað að með­al­tali má segja að einn bústaður sé á hverjar sex fjöl­skyld­ur, en um 80.000 kjarna­fjöl­skyldur eru skráðar á land­in­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None