Tíu staðreyndir um titringinn innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

logreglan-4_9954282156_o.jpg
Auglýsing

1. Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, réð Sig­ríði Björk Guð­jóns­dóttur í emb­ætti lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í júlí 2015. Stefán Eiríks­son hafði áður sinnt emb­ætt­inu, en hann miklar hrær­ingar urðu innan lög­regl­unnar í kjöl­far Leka­máls­ins, sem end­aði með því að Hanna Birna lét af störfum sem ráð­herra í nóv­em­ber sama ár.

2. Sig­ríður Björk var líka inn­vinkluð í Leka­málið og kom það ekki í ljós fyrr en hún var tekin við emb­ætt­inu í Reykja­vík. Hún hafði sent grein­ar­gerð lög­regl­unnar á Suð­ur­nesjum um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos til Gísla Freys Val­dórs­son­ar, þáver­andi aðstoð­ar­manns Hönnu Birnu. Sú grein­ar­gerð varð meðal ann­ars kveikjan að minn­is­blað­inu sem Gísli Freyr lak í fjöl­miðla og mark­aði upp­haf Leka­máls­ins.  

3. Sig­ríður Björk hafði náð miklum árangri við upp­ræt­ingu heim­il­is­of­beldis og kyn­ferð­is­brota í gamla umdæmi sínu, en hún var áður lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesj­um. Verk­efnið „Haldið glugg­anum opn­um“ vakti mikla athygli og sneri að eft­ir­fylgni og árvekni lög­regl­unnar þegar kemur að heim­il­is­of­beld­is­mál­um. Hún lét það strax í ljós að hún mundi halda þessum áherslum áfram innan lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það hefur skilað góðum árangri.

Auglýsing

4. Eitt af fyrstu verkum Sig­ríðar Bjarkar í emb­ætti var að breyta skipu­riti og verk­lagi innan lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Meðal ann­ars voru þeir Jón H. B. Snorra­son, sak­sókn­ari lög­reglu, aðstoð­ar­lög­reglu­stjóri, og stað­geng­ill Stef­áns, og Hörður Jóhann­es­son aðstoð­ar­lög­reglu­stjóri fluttir til innan emb­ætt­is­ins.

5. Alda Hrönn Jóhanns­dótt­ir, aðal­lög­fræð­ingur lög­regl­unn­ar, fékk fyrir slysni afrit af tölvu­póstum á milli Ara Matth­í­as­sonar Þjóð­leik­hús­stjóra og Jóns H.B. Snorra­sonar aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra í jan­ú­ar. Um var að ræða einka­sam­skipti, en Ari og Jón eru vin­ir. Jón ætl­aði að áfram­senda póst­inn til Aldísar Hilm­ars­dótt­ur, en sendi óvart á Öldu Hrönn. Alda kvart­aði til mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins og inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins vegna póst­anna, þar sem henni þóttu þeir niðr­andi. Málið end­aði á for­síðu DV þar sem því var slegið upp að Ari hefði talað um „kvendi“ í pósti sín­um, en það var rangt. Fréttin var leið­rétt. Stundin greinir frá.

6. Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra lét vinnu­sál­fræð­ing meta sam­skipta­vand­ann innan lög­regl­unn­ar. Skýrsla sál­fræð­ings­ins hefur ekki verið gerð opin­ber, en henni var skilað í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Stundin greindi frá því að sál­fræð­ing­ur­inn, Leifur Geir Haf­steins­son, hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að skýrar vís­bend­ingar væru um sam­starfs- og sam­skipta­vanda innan lög­regl­unnar og að brýnt væri að ráð­ast taf­ar­laust í aðgerðir með aðstoð utan­að­kom­andi fag­að­ila. Tveimur öðrum sál­fræð­ingum far síðan falið að fylgja ráð­legg­ingum Leifs eftir með frek­ari við­töl­um.

7. Sautján lög­reglu­menn höfðu í jan­úar síð­ast­liðnum kvartað til Lands­sam­bands lög­reglu­manna vegna sam­skipta­vanda þeirra við Sig­ríði Björk.

8. Aldís Hilm­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi yfir­maður fíkni­efna­deild­ar, hefur stefnt rík­inu vegna lög­reglu­stjór­ans. Sig­ríður Björk færði Aldísi til í starfi fyrr á árinu og í stefn­unni segir að til­færslan hafi verið ólög­mæt og sak­næm. Þá er Sig­ríður Björk einnig sökuð um í ítrekað ein­elti og ófag­lega starfs­hætti. Aldís krefst þess að til­færsla hennar í starfi verði dæmd ólög­mæt og ógild og vill fá 2,3 millj­ónir króna í skaða­bæt­ur. Til­færsla Aldísar í starfi kom í kjöl­far máls innan fíkni­efna­deildar lög­regl­unn­ar, þar sem starfs­maður þar var sak­aður um brot í starfi. Hann var síðar hreins­aður af öllum sök­um, sem fólu meðal ann­ars í sér ásak­anir um spill­inu og óeðli­leg sam­skipti við þekktan brota­mann. Hér­aðs­sak­sókn­ari komst að þeirri nið­ur­stöðu að skýra mætti málið að ein­hverju leyti með per­sónu­legum ágrein­ingi og sam­skipta­örð­ug­leikum innan emb­ætt­is­ins. Sig­ríður Björk hefur ekki viljað tjá sig um mál­ið.

9. Inn­an­rík­is­ráðu­neytið komst að þeirri nið­ur­stöðu að Sig­ríður Björk hafði brotið með­al­hófs­reglu stjórn­sýslu­laga með því að víkja mann­inum úr starfi. Ekki hafi legið nægi­lega sterk rök fyrir því og hún hafi byggt ákvörðun sína á orðrómi frekar en gögn­um.

10. Þessi sami starfs­maður fíkni­efna­deildar hefur nú lagt fram kæru á hendur öðrum fyrr­ver­andi starfs­manni fíkni­efna­deild­ar, lög­fræð­ingi, fyrir rangar sak­ar­gift­ir. RÚV greinir frá því að kæran hafi verið send lög­reglu­stjór­anum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyrir um mán­uði síð­an. Þá ætlar hann einnig að stefna Sig­ríði Björk fyrir að víkja sér úr starfi og krefja hana um miska­bæt­ur, er fram kemur á vef RÚV. Þá kemur fram að lög­mað­ur­inn sem hefur verið kærður hefur verið ráð­inn sem afleys­inga­maður hjá lög­regl­unni á Suð­ur­landi og starfar þar þrátt fyrir að sæta rann­sókn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None