Sigmundur segist hafa eytt mörgum vikum í að skila upplýsingum um Wintris

Formaður Framsóknarflokksins segist hafa eytt mörgum vikum í að skýra Wintris-málið og afla allra upplýsinga. Þó er það svo að ýmislegt hefur hann aldrei upplýst þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fjölmiðla.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ist hafa eytt hverjum degi í nokkrar vikur í það að reyna að afla allra gagna og skila öllum upp­lýs­ingum um félagið Wintris og „skýra málið sem að var í raun­inni í eðli sínu mjög ein­falt. Svo sér maður að það skipti engu máli, það var búið að skrifa eitt­hvað hand­rit, und­ir­búa það í sjö mán­uði í mörgum lönd­um, eins og kom síðar fram og margt sér­kenni­legt í þeirri sögu all­ri,“ sagði Sig­mundur Davíð í við­tali við Bítið á Bylgj­unni í morg­un. 

Hann sagði að málið hafi haft áhrif á hann og fjöl­skyldu hans. „Ég tala nú ekki um þegar maður upp­lifir það að þetta snérist ósköp lítið um stað­reyndir mála.“ 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sig­mundur Davíð ýjar að því að Panama­skjölin og umfjöllun um þau hafi verið ein­hvers konar sam­særi gegn hon­um. Í síð­ustu viku sak­aði hann banda­ríska auð­mann­inn George Soros um að standa að baki því, hann hafi keypt Panama­skjölin og notað þau að vild. 

Auglýsing

Ítrekað spurt um hugs­an­legar eignir erlendis

Wintris-­málið komst fyrst í hámæli þegar Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs, skrif­aði um félagið á Face­book-­síðu sinni í mars. Það gerði hún að eigin sögn vegna þess að umræða væri farin af stað um eignir henn­ar. Þetta var fjórum dögum eftir að Sig­mundur Davíð hafði mætt í við­tal til sænska rík­is­út­varps­ins þar sem hann var spurður um félagið Wintr­is. Í við­tal­inu svar­aði hann ekki spurn­ingum um félagið rétt og gekk síðan út úr við­tal­inu. Ekki kom hins vegar fram í máli Önnu að þetta væri til­efn­ið. 

Áður en málið komst í fjöl­miðla hafði Kjarn­inn ítrekað beint fyr­ir­spurnum til Sig­urðar Más Jóns­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar sem óskað var eftir upp­­lýs­ingum um hvort ráð­herrar í rík­­is­­stjórn Íslands, eða fjöl­­skyldur þeirra, eigi eignir erlend­­is. Hinn 15. mars 2015, rúmu ári fyrir Wintris-­mál­ið, voru fyr­ir­­spurnir sendar til upp­­lýs­inga­­full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­innar þar sem fyrr­­nefnd fyr­ir­­spurn var borin upp. 

Sá sem svar­aði fyrir hönd for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins, var Ágúst Geir Ágústs­­son, skrif­­stofu­­stjóri. Hann neit­aði að svara fyr­ir­­spurn­inni, og sagði það ekki í verka­hring for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins að gera það, og lög krefð­ust þess ekki. 

Fyr­ir­­spurnin var ítrekuð í nokkur skipti, eftir að eft­ir­grennslan rit­­stjórnar benti til þess að ráð­herrar í rík­­is­­stjórn Íslands ættu hugs­an­­lega eignir erlend­is, sem hvergi hefði verið greint frá. Fyr­ir­­spurnir Kjarn­ans báru ekki árang­­ur. 

Upp­lýsti ekki um skatta­mál eða kröfur á banka

Í til­kynn­ing­unni var ekki upp­lýst um það að Wintris væri skráð á Bresku jóm­frú­areyj­un­um, nánar til­tekið Tortóla, heldur greindu fjöl­miðlar frá því eftir eft­ir­grennsl­an. Þá voru það einnig fjöl­miðlar sem greindu frá því, en ekki Sig­mundur eða Anna, að þau hefðu stigið fram vegna þess að fjöl­miðl­ar, sem höfðu Panama­skjölin undir hönd­um, höfðu spurt þau spurn­inga um mál­ið. Fjöl­miðlar greindu einnig frá því eftir að upp­haf­lega til­kynn­ingin kom fram. 

Ekki var heldur greint frá því að félagið Wintris hafi átt kröfur í slitabú Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans upp á rúm­lega 500 millj­ónir króna. 

Kjarn­inn reyndi ítrekað að fá upp­lýs­ingar um það hvort hjónin hafi skilað sér­stöku CFC fram­tali vegna félags­ins, eins og lög gera ráð fyrir og kveða á um að gert sé þegar fólk á félög á lág­skatta­svæð­um. Í maí kom svo í ljós að svo hafði ekki ver­ið, þegar Sig­mundur skrif­aði blogg­færslu um málið þar sem hann við­ur­kenndi að skatt­skilin hafi ekki verið í sam­ræmi við CFC regl­urn­ar. 

Þá óskaði Kjarn­inn einnig eftir upp­­lýs­ingum um það hvenær skulda­bréf hefðu verið keypt og hvað hefði verið greitt fyrir bréf­in. Fyr­ir­­spurn þess efnis var send 27. júní síð­­ast­lið­inn. Svar barst frá Jóhann­esi Þór Skúla­­syni, aðstoð­­ar­­manni Sig­­mundar Dav­­íðs tæpum mán­uði eftir að fyr­ir­­spurnin var send. Svarið var að Sig­mundur Davíð myndi ekki upp­lýsa um það hvenær félagið keypti skulda­bréf útgefin af föllnu bönk­un­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None