Veltan eykst og ríkissjóður bólgnar út

Vaxandi velta í hagkerfinu skilar sér í meiri tekjum ríkissjóðs. Flestir hagvísar vísa nú í rétta átt, en helsta hættan er álitin vera ofþensla og of mikil styrking krónunnar.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Tekjur rík­is­sjóðs af virð­is­auka­skatti (VSK) juk­ust um 15,8 ­pró­sent á fyrstu sex mán­uðum árs­ins og námu 90,2 millj­örðum króna. Í fyrra námu VSK-­tekjur rík­is­sjóðs á sama tíma­bili (jan­ú­ar-júní) 77,8 millj­örðum króna, og á sama tíma­bili árið 2014 ríf­lega 72 millj­örð­um. Aukn­ingin nemur því ríf­lega 20 ­pró­sentum á tveimur árum.

Stærsti tekju­lið­ur­inn

Það er óhætt að segja að það muni um minna hjá rík­is­sjóð­i, þegar VSK er ann­ars veg­ar, enda er hann stærsti ein­staki tekju­liður rík­is­sjóðs í skatt­kerf­inu. Tekju­skattur ein­stak­linga skil­aði ríf­lega 79 millj­örðum króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, sam­an­borið við 65 millj­arða á sama tíma­bili í fyrra.

Batn­andi staða

Hand­bært fé frá rekstri batn­aði veru­lega á milli ára og var já­kvætt um 37,9 millj­örðum króna sam­an­borið við nei­kvætt hand­bært fé upp á 30,3 millj­arða króna 2015, að því er fram kemur í sam­an­tekt um tekju­af­komu ­rík­is­sjóðs. 

Auglýsing

Þetta skýrist að stærstum hluta með tekjum af stöðu­leika­fram­lög­um, ­vegna upp­gjöra slita­búa föllnu bank­anna, á árinu 2016 sem námu 68 millj­örð­u­m króna á fyrri helm­ingi árs­ins. Hand­bært fé lækkar um 79,5 ma.kr. sam­an­borið við ­lækkun um 37,1 millj­örðum króna á árinu 2015 sem skýrist að stærstum hluta af af­borg­unum lána sem námu 124,9 millj­örðum króna á tíma­bil­inu.

Skulda­staða rík­is­sjóðs hefur batnað veru­lega á skömmum tíma en á fimm árum hafa skuldir rík­is­ins lækkað um 500 millj­arða króna, en þær nema nú ríf­lega 1.200 millj­örðum króna. Til sam­an­burðar er árleg land­fram­leiðsla Ís­lands metin á meira en 2.000 millj­arða króna.

Ríkissjóður

Hvað ef VSK færi að hluta til sveit­ar­fé­laga?

Lík­legt má telja að mik­ill upp­gangur í ferða­þjón­ustu mun­i skila rík­inu tölu­verði aukn­ingu í VSK-­tekj­um, enda er sá skattur næmur fyr­ir­ veltu­aukn­ingu í hag­kerf­inu, þar sem hann leggst á vöru- og þjón­ustu­við­skipt­i. ­Gert er ráð fyrir að 1,7 millj­ónir erlendra ferða­manna komi til lands­ins á þessu ári en spár gera ráð fyrir að fjöld­inn fari yfir 2,2 millj­ónir á næsta ári. Til sam­an­burðar má nefna þá komu 454 þús­und ferða­manna til lands­ins árið 2010 og hefur vöxt­ur­inn verið hraður og mik­ill í ýmsum ferða­þjón­ustu­tengd­um ­fyr­ir­tækj­um.

Sveit­ar­fé­lög hafa sum hver kvartað undan því að fá ekki nægi­lega miklar tekjur af vax­andi umsvifum í ferða­þjón­ustu, og hefur Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, oftar en einu sinni rætt um nauð­syn þess að tryggja sveit­ar­fé­lögum hlut­deild í vax­andi tekjum af ­ferða­þjón­ust­unn­i. 

Sé sér­stak­lega horft til VSK í þessu sam­hengi, gæt­u sveit­ar­fé­lög fengið til sín umtals­vert miklar tekj­ur, en allt fer það þó eft­ir því hversu mikil hlut­deildin yrði, ef til þess kæmi, og hvernig útfærslan yrði.

Sé miðað við tölur frá því í fyrra, þá myndi fimm pró­sent hlut­deild sveit­ar­fé­laga í heild­ar­tekjum af VSK skila þeim ríf­lega átta millj­örð­u­m króna.

Góðar ytri aðstæður

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og ­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur talað fyrir því að allar for­sendur séu nún­a ­fyrir kröft­ugu hag­vaxt­ar­skeiði og batn­andi stöðu efna­hags­mála. Atvinnu­leysi ­mæld­ist 2,3 pró­sent í júní og hag­vöxtur í fyrra var fjögur pró­sent. Þá hef­ur verð­bólga hald­ist í meira en tvö ár undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði, en hún­ ­mælist nú 1,1 pró­sent. Það eina sem heldur lífi í verð­bólg­unni er mikil og hröð hækkun fast­eigna­verðs, einkum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Meg­in­vextir Seðla­banka Ís­lands eru þó ennþá í hæstu hæð­um, í alþjóð­legum sam­an­burði, og eru nú 5,75 ­pró­sent. Raun­vextir eru því tæp­lega fimm pró­sent.

Þessi miss­erin er helsta hættan í hag­kerf­inu talin vera ofris krón­unn­ar, og ofþensla. Krónan hefur styrkst umtals­vert gagn­vart helstu við­skipta­myntum að und­an­förnu, eða um tæp­lega 10 pró­sent gagn­vart evru, 25 pró­sent gagn­vart pund­inu og rúm­lega 9 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None