Framsóknarmenn líta til þess að draga úr verðtryggingu í stað afnáms

Tveir þingmenn Framsóknar hafa birt grein þar sem þau segja nauðsynlegt að minnka vægi verðtryggingar ef ekki verði hægt að afnema hana. Þau vilja færa kostnað yfir á lánveitendur, sem eru að mestu í eigu ríkisins og sjóðfélaga lífeyrissjóða.

Gunnar Bragi og Elsa Lára
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, og Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segja nauð­syn­legt að skoða allar hug­myndir um að „minnka frekar vægi verð­trygg­ing­ar“ ef það er ekki meiri­hluti fyrir því á Alþingi að afnema verð­trygg­ingu. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem þau skrifa saman í Frétta­blaðið í dag.

Þar leggja þau fram nokkrar leiðir til að draga úr vægi verð­trygg­ingar og færa áhættu, og þar af leið­andi kostn­að, vegna hennar í auknum mæli yfir á lán­veit­end­ur. Íbúða­lán á Íslandi eru veitt af Íbúða­lána­sjóði í eigu rík­is­ins, við­skipta­bönk­um, sem að mestu eru í eigu rík­is­ins, og líf­eyr­is­sjóð­um, í eigu sjóðs­fé­laga. Aukið tap og áhætta lán­veit­enda vegna verð­tryggðra lána, sem eru um 80 pró­sent allra hús­næð­is­lána, myndi því fær­ast óbeint yfir á rík­is­sjóð og líf­eyr­is­sjóði.

Helsta kosn­inga­mál Fram­sóknar

Afnám verð­trygg­ingar var eitt helsta kosn­inga­mál Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar 2013. Þann 22. apríl 2013 skrif­aði Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins,, pist­ill á blogg­­síðu sína þar sem fyr­ir­­sögn var „Fram­­sókn­­ar­­stjórn eða verð­­trygg­ing­­ar­­stjórn“. Þar sagði hann að staðan væri ekki flók­in. Ljóst yrði að næsta rík­­is­­stjórn yrði annað hvort um áherslur Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins eða að það yrði mynduð rík­­is­­stjórn gegn þeim. „Annað hvort verður mynduð rík­­is­­stjórn um skulda­­leið­rétt­ingu, afnám verð­­trygg­ingar og heil­brigð­­ara fjár­­­mála­­kerfi eða rík­­is­­stjórn þeirra sem telja í lagi að láta vog­un­­ar­­sjóð­i á­kveða hvenær Ísland brýst úr viðjum skulda og hafta, rík­­is­­stjórn  sem telur ekki rétt að nýta ein­stakt tæki­­færi til að koma til móts við skuld­­sett heim­ili, rík­­is­­stjórn um óbreytt fjár­­­mála­­kerfi, rík­­is­­stjórn um verð­­trygg­ing­u“.

Auglýsing

Í stefn­u­­skrá Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins fyrir kosn­­ing­­arnar 2013 kom skýrt fram að flokk­­ur­inn ætl­­aði sér að afnema verð­­trygg­ingu á neyt­enda­lán­­um. Undir þeim lið sagði: „Fyrsta skrefið verði að setja þak á hækkun verð­­trygg­ingar neyt­enda­lána. Skip­aður verði starfs­hópur sér­­fræð­inga til að und­ir­­búa breyt­ingar á stjórn efna­hags­­mála sam­hliða afnámi verð­­trygg­ing­­ar­inn­­ar, meðal ann­­ars til að tryggja hags­muni lán­þega gagn­vart of miklum sveiflum á vaxta­­stigi óverð­­tryggðra lána.“

Starf­hópur um afnám verð­­trygg­ingu skil­aði af sér 2014 og meiri­hluti hennar komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að ekki ætti að afnema verð­­trygg­ingu.

Bjarni ætlar ekki að afnema verð­trygg­ingu

Það virð­ist þó ekki vera nein ein­ing á meðal stjórn­ar­flokk­anna um afnám verð­trygg­ingar og rík­is­stjórnin hefur ekki lagt fram neinar áætl­anir um hvernig slíkt afnám ætti að fara fram.

Í útvarps­­við­tali á dög­unum sagði Sig­­mundur Davíð, sem situr ekki lengur í rík­is­stjórn, að þegar hann hafi sagt af sér sem for­­sæt­is­ráð­herra hafi verið búið að und­ir­­búa kynn­ingu á afnámi verð­­trygg­ing­­ar­inn­­ar. Kynna hefði átt „mjög flott plan“ í Hörpu í sept­­em­ber á þessu ári. Hann segir að nú sé kom­inn upp sú staða að ekk­ert standi í vegi fyrir því að „klára þetta verð­­trygg­ing­­ar­­mál“.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur hins vegar margoft sagt opin­ber­lega að verð­trygg­ing verði ekki afnum­in. Fyrir rík­is­stjórn­ar­fund í síð­ustu viku sagði Bjarni að í burð­ar­leggnum væri frum­varp sem drægi úr vægi verð­trygg­ingar en hann þvertók fyrir það að rík­is­stjórnin væri að ráð­ast í ein­falt afnám verð­trygg­ing­ar. „Ég hef aldrei talað fyrir því að á íslandi verði hægt, með einu penna­­striki, að afnema verð­­trygg­ing­u,“ sagði Bjarni.

Greint var frá því í jan­úar að unnið hafi verið að frum­varpi um breyt­ingar á verð­­tryggðum lánum í fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu. Þær breyt­ingar áttu að þrengja að 40 ára jafn­­greiðslu­lánum og fara með þau niður í 25 ár. Lík­legt verður að telj­ast að það sé frum­varpið sem Bjarni ræddi um í síð­ustu viku.

Vilja fá fram til­lögur um fullt afnám

Í grein sinni í dag segja Gunnar Bragi og Elsa Lára að þær til­lögur sem munu mynda frum­varp Bjarna, og eigi að draga úr vægi verð­trygg­ing­ar, hafi ein­göngu verið laus­lega kynntar fyrir þing­flokki Fram­sókn­ar. End­an­legar til­lögur hafi heldur ekki verið kynntar í rík­is­stjórn. „Þessar til­lögur ná aðeins til ákveð­ins hóps og efumst við ekki um að það verði til mik­illa bóta fyrir þann hóp. En við, ásamt fleirum, höfum sett fyr­ir­vara við þau drög og er ástæðan sú að við sjáum ekki hvernig koma eigi til móts við þá tugi þús­unda sem nú þegar eru með verð­tryggð lán.[...]Ef þessar til­lögur eru „góð­ar“ þá er ekki úti­lokað að um þær náist sátt. Mik­il­vægt er þó að um leið séu næstu skref kynnt að fullu afnámi verð­trygg­ingar af neyt­enda­lán­um.“

Þau telja síðan upp fjórar hug­myndir sem fram hafi verið settar um hvernig megi draga úr verð­trygg­ingu. Þær eru:

  • setja þak á verð­trygg­ingu þannig að lán­taki og lán­veit­andi skipti með sér áhættu. Með þessu verði tryggt að ef verð­bólgan fer yfir ákveðna pró­sentu þá taki lán­veit­andi á sig áhætt­una umfram það.

  • að gera breyt­ingar á útreikn­ingi verð­bólgu og verð­trygg­ingar þannig að fram­vegis verði notuð sam­ræmd vísi­tala neyslu­verðs (SVN) í stað vísi­tölu neyslu­verðs (VN­V). Þannig væri hús­næð­is­þáttur tek­inn út úr vísi­töl­unni.

  • að setja tak­mark­anir á fjölda þeirra verð­tryggðu lána sem lána­stofn­anir geta átt. En það er nú svo að verð­tryggðu lána­söfn/­eigna­söfn bank­anna aukast veru­lega þegar verð­bólga fer af stað. Það verður eigna­til­færsla frá heim­ilum lands­ins til fjár­mála­stofn­ana. 

  • að breyta útreikn­ingi verð­tryggðra lána þannig að breyt­ingar á vísi­tölu reikn­ist á og greið­ist af hverjum gjald­daga fyrir sig en ekki höf­uð­stól. Þannig komum við í veg fyrir þau snjó­bolta­á­hrif sem verð­trygg­ingin hefur á lána­söfn.

Lán­veit­and­inn er að mestu ríkið

Þrjár til­lag­anna sem settar eru fram í grein Gunn­ars Braga og Elsu Láru miða að því að færa aukna áhættu af verð­trygg­ingu, og kostnað vegna henn­ar, yfir á lán­veit­end­ur. Þeir aðilar sem eru langstærstir á íbúða­lána­mark­aði eru Íbúða­lána­sjóð­ur, Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki. Um síð­ustu ára­mót voru 82 pró­sent íbúða­lána þeirra verð­tryggð. Í Frétta­blað­inu í morgun kemur fram að 80 pró­sent nýrra íbúða­lána Lands­bank­ans á þessu ári séu verð­tryggð og 73 pró­sent íbúða­lána Íslands­banka.

Þrjú fyrst­nefndu fjár­mála­fyr­ir­tækin eru öll í eigu íslenska rík­is­ins auk þess sem það á 13 pró­sent hlut í Arion banka. Því væri verið að færa þá áhættu sem rætt er um yfir á rík­is­sjóð miðað við núver­andi stöðu. Auk þess er 65 pró­sent af fjár­mögnun við­skipta­bank­anna inn­lán.

Til hefur staðið að selja bæði Íslands­banka og hluta Lands­bank­ans, þótt þau áform virð­ist sem stendur í salti. Ef aukin áhætta af verð­tryggðum neyt­enda­lán­um, sem eru uppi­staðan af neyt­enda­lánum beggja banka, er færð yfir á þá mun það óhjá­kvæmi­lega hafa áhrif á verð­mið­ann á þeim. Og þá til lækk­un­ar. 

Þess til við­bótar má ganga út frá því að þak á verð­trygg­ingu eitt og sér muni leiða til hærri vaxta hjá þeim sem veita íbúð­ar­lán, enda munu vext­irnir þá þurfa að gera ráð fyrir þeirri áhætt­u. 

Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að alls hafi 85 pró­­sent þeirra nýju lána sem íslenskar inn­­láns­­stofn­­anir veittu við­­skipta­vinum sínum á fyrstu sex mán­uðum árs­ins verð­­tryggð. Bankar lán­uðu sam­tals 39,3 millj­­arða króna að frá­­­dregnum upp­­greiðslum til heim­ila lands­ins á fyrri helm­ingi árs­ins 2016 og þar af voru 33,3 millj­­arðar króna verð­­tryggð lán. Ein­ungis sex millj­­arðar króna voru óverð­­tryggð lán.

Verð­bólga hefur verið lág á Íslandi und­an­farin ár og undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands frá því í febr­úar 2014. Sem stendur er hún 1,1 pró­sent. Verð­bólgan hefur verið svona lág vegna þess að hrá­vöru­verð, aðal­lega á olíu, hefur verið lágt á heims­mark­aði. Inn­lend verð­bólga hefur verið mun hærri. Ef til­laga Fram­sókn­ar­þing­mann­anna um að taka hús­næð­islið­inn út úr vísi­tölu neyslu­verðs væri hér verð­hjöðnun upp á 0,6 pró­sent.

Líf­eyr­is­sjóðir hafa aukið hlut­deild sína mikið

Hinir stóru leik­end­urnir á íbúða­lána­mark­aði eru líf­eyr­is­sjóðir lands­ins. Þeir hafa bætt kjör til sinna sjóðs­fé­laga mikið síð­ast­liðið ár og stór­aukið hlut­deild sína í nýjum lán­um.

Kjarn­inn greindi frá því um liðna helgi að líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins virð­­ast hafa tekið sér for­yst­u­hlut­verk í veit­ingu íbúða­lána á und­an­­förnu tæpu ári. Þeir lán­uðu rúm­­lega 38 millj­­arða króna til íslenskra heim­ila á fyrri helm­ing­i árs­ins, sam­­­kvæmt nýjum tölum frá Seðla­­­banka Íslands­. Hlut­­deild sjóð­anna á íbúða­lána­­­mark­að­i hefur auk­ist veru­­­lega eftir að nokkrir stórir líf­eyr­is­­­sjóðir hófu að bjóða allt að 75 pró­­sent íbúða­lán, betri vaxta­­kjör en bank­­arn­ir, óverð­­­tryggð lán og lægra lán­­töku­­gjald á seinni hluta árs 2015.

Til sam­an­­­burðar námu lán líf­eyr­is­­­sjóð­anna til heim­ila rétt tæp­­­lega fimm millj­­­örðum króna á sama tíma­bili í fyrra, áður en líf­eyr­is­­­sjóð­irnir hófu í raun þessa inn­­­reið sína á íbúða­lána­­­mark­að­inn. Á seinni helm­ingi árs­ins 2015 voru veitt lán fyrir 16,7 millj­­­arða króna, og útlánin hafa hækkað jafnt og þétt.

Hlut­­­deild verð­­­tryggðra lána er mun meiri en óverð­­­tryggðra. Verð­­­tryggð lán á fyrri helm­ingi árs­ins námu ríf­­­lega 28 millj­­­örðum króna en óverð­­­tryggð rúm­­­lega 10 millj­­­örð­­­um. 1817 ný verð­­­tryggð lán voru veitt heim­ilum á fyrri hluta árs­ins en 648 óverð­­­tryggð, sam­tals 2465 ný lán.

Til­lögur Fram­sókn­ar­þing­mann­anna miða við að færa meiri áhættu yfir á líf­eyr­is­sjóð­ina frá lán­tak­endum þannig að þeir verði að axla stærri hluta kostn­aðar verð­bólgu­skota. Þær breyt­ingar munu nær örugg­lega leiða til hækk­unar á þeim vöxtum sem líf­eyr­is­sjóðir bjóða í dag. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None