Er rétt að fleiri Íslendingar flytji nú heim?

Sigurður Ingi Jóhannsson segir útlit fyrir að fleiri Íslendingar muni flytja til landsins en frá því á þessu ári. Það er hins vegar talsverð fljótfærni að álykta nokkuð í þá veru.

sigurður ingi
Auglýsing

„Nýjar tölur sýna að Íslend­ing­ar er­lendis eru aftur farnir að sjá tæki­færi á Íslandi og séu að koma heim. Sjald­gæft er að aðfluttir Íslend­ingar séu fleiri en brott­fluttir en nú er útlit fyrir að þetta ár verði það ­þriðja af síð­ustu sautján árum þar sem fleiri íslenskir ­rík­is­borg­arar flytja til lands­ins en frá því.“ 

Þetta sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í ræðu sinni um stöðu þjóð­mála á Alþingi í dag. Í ljósi þess að mikil umræða hefur verið um þróun brott­fluttra og aðfluttra Íslend­inga ákvað Kjarn­inn að kanna þessa full­yrð­ingu Sig­urðar Inga frek­ar. Nið­ur­staðan er sú að Sig­urður Ingi er heldur fljót­fær í ályktun sinni um að nú muni þró­unin snú­ast við og fleiri flytja heim en burt. 

Auglýsing

Sig­urður Ingi talar um nýjar töl­ur, og vissu­lega er það rétt að sam­kvæmt mann­fjölda­tölum Hag­stof­unnar fyrir annan árs­fjórð­ung árs­ins 2016 flutt­ust 150 fleiri íslenskir rík­is­borg­arar til Íslands en fluttu burt. Á fyrsta árs­fjórð­ungi voru brott­fluttir hins vegar 110 umfram aðflutta, sem gerir að verkum að fyrir fyrri helm­ing árs­ins 2016 hafa 40 ein­stak­lingar flutt til lands­ins umfram þá sem flutt hafa burt. Í sam­hengi við und­an­farin ár er það mjög lít­ið, auk þess sem fólks­flutn­ingar frá land­inu hafa iðu­lega verið meiri á seinni hluta árs. 

Fólk flytur burt í góð­ær­inu

Það vakti mikla athygli undir lok síð­asta árs þegar Morg­un­blaðið greindi frá því að útlit væri fyrir að árið yrði eitt mesta brott­flutn­ingsár íslenskra rík­is­borg­ara á síð­ari tím­um. Þá höfðu 1.130 fleiri flutt frá land­inu en til þess, og þessi tala end­aði í 1.265. 1.265 fleiri íslenskir rík­is­borg­arar fluttu burt en fluttu heim í fyrra. 

Sam­kvæmt gagna­grunni Hag­stof­unnar höfðu brott­fluttir umfram aðflutta aðeins verið mark­tækt fleiri í fimm skipti síðan árið 1961, en það var alltaf í kjöl­far kreppu­ára á Íslandi. Sú er ekki raunin núna. Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Háskóla Íslands, velti því upp að eitt­hvað djúp­stæð­ara væri á ferð­inni núna en kreppu­flutn­ing­ar, og að vís­bend­ingar væru um að margt háskóla­fólk flytti úr land­i. 

Hag­stofan spáir áfram­haldi næstu 50 árin 

Og sam­kvæmt Hag­stof­unni, sem heldur utan um öll þessi gögn, er ekki neitt útlit fyrir að þessi þróun muni breyt­ast. Því er þvert á móti spáð í mann­fjölda­spá Hag­stof­unnar fyrir árin 2016 til 2065 að „ís­lenskir rík­is­borg­arar sem flytja frá land­inu munu halda áfram að vera fleiri en þeir sem flytja til lands­ins.“ Því er spáð að að með­al­tali verði um 850 íslenskir rík­is­borg­arar brott­fluttir en aðfluttir á hverju ári. 

Fjöldi aðfluttra umfram brott­flutta verður hins vegar meiri áfram, en það er fyrst og fremst vegna erlendra inn­flytj­enda. 

Þannig að það er heldur snemmt að spá því að fleiri Íslend­ingar muni flytja til lands­ins en frá því á árinu 2016. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None