Fyrstu kaupendur fá 15 milljarða króna frá ríkinu

Ríkissjóður færir fyrstu íbúðarkaupendum 15 milljarða skattaafslátt á tíu ára tímabili, 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán verða bönnuð öllum nema flestum og sumir fá að nota séreignarsparnað í að lækka mánaðarlegar afborganir. Þetta er „Fyrsta Fasteign“.

Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson kynntu aðgerðirnar í dag.
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson kynntu aðgerðirnar í dag.
Auglýsing

Íslenska ríkið ætlar að gefa fyrstu fast­eign­ar­kaup­endum 15 millj­arða króna skatta­af­slátt á tíu ára tíma­bili, kjósi þeir að nota sér­eign­ar­sparnað sinn til að kaupa hús­næði. Fyrstu fast­eign­ar­kaup­endum verður auk þess gert kleift að nota sér­eign­ar­sparnað til að lækka mán­að­ar­legar afborg­anir lána sinn til við­bótar við að greiða hann beint inn á höf­uð­stól þeirra. 

Þeir Íslend­ingar sem eru ekki að kaupa fyrstu fast­eign mega áfram nota sér­eign­ar­sparnað sinn skatt­frjálst til að borga niður höf­uð­stól lána sinna í tvö ár til við­bótar við þann tíma sem áður hafði gilt um slíkt, eða fram á mitt ár 2019. 

Þá verður lagt fram frum­varp sem bannar völdum Íslend­ingum að taka 40 ára verð­tryggð jafn­greiðslu­lán, svokölluð Íslands­lán. Stór hluti þjóð­ar­innar verður reyndar und­an­skilin því banni því ungt fólk, tekju­lágir og ein­stak­lingar sem taka lán með lágu veð­setn­ing­ar­hlut­falli munu áfram geta tekið þessi lán. Því er alls ekki verið að afnema verð­trygg­ingu með neinum hætti með stjórn­valds­á­kvörð­un­um. 

Auglýsing

Þetta eru aðal­at­riði þeirrar áætl­unar sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra kynntu í Hörpu í dag og ber nafnið „Fyrsta Fast­eign“ (einnig kallað Fyrsta Faste1gn). Kynn­ingin var með svip­uðu sniði og fyrri kynn­ingar rík­is­stjórna Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks á þessu kjör­tíma­bili. Mikið var lagt í umbúð­irn­ar, Harpa notuð sem vett­vang­ur, Ana­lyt­ica var fengið til að reikna dæmi og Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son hag­fræð­ingur til að kynna. Inni­haldið var þó rýr­ara en oft áður.

Fyrstu kaup­endur fá skatt­leysi í lengri tíma en öðrum

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu á áætl­unin að gera fast­eigna­kaup auð­veld­ari og afborg­anir létt­ari fyrir nýja kaup­endur á fast­eigna­mark­að­i. Sam­an­dregið þá snýst úrræðið um að veita fyrstu fast­eign­ar­kaup­endum 15 millj­arða króna skatta­af­slátt, eða um 1,5 millj­arð króna á ári. Allir Íslend­ingar sem eiga ekki fast­eign geta nýtt sér úrræðið til að eign­ast fyrstu fast­eign. Hámarks­af­láttur á hvern er 500 þús­und krónur á ári og því getur rík­is­styrkur hvers og eins að hámarki numið fimm millj­ónum króna.

Hægt verður að nýta heimildina á ýmsa vegu.Afslátt­ur­inn verður veittur ef hóp­ur­inn ákveður að nýta sér­eign­ar­sparnað sinn til að safna fyrir útborgun í fast­eign, greiða niður höf­uð­stól fast­eignar eða nið­ur­greiða mán­að­ar­legar afborg­anir af fast­eign sam­hliða nið­ur­greiðslu höf­uð­stóls.

Þegar leið­rétt­ing verð­tryggðra lána, sem færði 80,4 millj­arða króna úr rík­is­sjóði til þess hóps Íslend­inga sem var með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009, og hafði ekki nýtt sér önnur skulda­úr­ræði, var kynnt þá var sam­hliða greint frá því að Íslend­ingar mættu nota sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn í að greiða niður höf­uð­stól hús­næð­is­lána eða til að safna sér fyrir útborgun á fast­eign. Sú heim­ild átti að gilda fram á mitt næsta ár. Hún verður fram­lengd sam­kvæmt frum­varp­inu og rennur nú út 1. júlí 2019. Þá munu allir Íslend­ingar hafa haft tæki­færi til þess að nota sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn til að borga niður hús­næð­is­skuldir í sam­tals fimm ár.

Hin nýja leið sem býðst fyrstu fast­eign­ar­kaup­endum felur því í sér að þeim býðst skatt­leysi í fimm ár í við­bót við það sem öðrum býðst og þeir mega nýta sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn í að lækka afborg­anir af lánum sín­um.

Sam­kvæmt kynn­ing­unni er gert ráð fyrir að 14 þús­und manns muni nýta sér þetta úrræði og bæt­ast þeir við þau 37 þús­und heim­ili sem eru þegar að nýta sér­eign­ar­sparnað sitt til að greiða niður hús­næð­is­lán. Alls munu því 51 þús­und heim­ili vera að nota sér­eign­ar­sparnað sinn til slíkra verka á næsta ári.

Ungt fólk getur áfram tekið Íslands­lán

Í kynn­ing­unni sagði einnig að aðgerðin ætti að auð­velda ungu fólki á taka óverð­tryggð lán. Sú leið sem kynnt var felur í sér að ungt fólk má nota sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn til að nið­ur­greiða mán­að­ar­legar afborg­anir af hús­næð­is­lánum sínum með sér­eign­ar­sparn­aði sín­um. Það getur þá greitt af óverð­tryggðu láni líkt og það væri að greiða af svoköll­uðu Íslands­láni, 40 ára verð­tryggðu jafn­greiðslu­láni.

Vert er að vekja athygli á því að það þarf þó ekk­ert að taka óverð­tryggt lán til að mega nota þessa leið. Það er því hægt að not­ast við sér­eign­ar­sparnað sinn til að greiða niður afborg­anir af verð­tryggðu láni líka. Meira að segja Íslands­láni (40 ára jafn­greiðslu­lán­i), enda mun ungt fólk mega taka þau áfram þótt hluta Íslend­inga verði meinað að gera það.

Helstu tölur úr „Fyrstu Fasteign“.Búið var að boða að frum­varp yrði lagt fram í þess­ari viku þar sem dregið yrði veru­lega úr vægi verð­trygg­ing­ar. Í kynn­ing­unni í Hörpu var því haldið fram að um væri að ræða fyrsta alvar­lega skrefið sem stigið væri í þá átt frá því að verð­trygg­ing hafi verið sett á árið 1979.

Í þessu felst að hin svoköll­uðu Íslands­lán, 40 ára verð­tryggð jafn­greiðslu­lán, verða tak­mörk­uð. Almenna reglan verður sú að ekki verður heim­ilt að taka slík lán nema til 25 ára. Það verða hins vegar víð­tækar und­an­þágur frá þessu. Ungt fólk, tekju­lágir og ein­stak­lingar sem taka lán með lágu veð­setn­ing­ar­hlut­falli munu áfram mega taka 40 ára verð­tryggð jafn­greiðslu­lán.

Þetta eru ansi stórir hópar og því munu Íslands­lánin áfram vera í boði fyrir tug­þús­undir Íslend­inga, þann hóp sem er lík­leg­astur er til að taka þessi lán. Þessar und­an­þágur er settar inn vegna þess að útreikn­ingar fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið gerðu ráð fyrir að 40 pró­sent þeirra sem taka Íslands­lánin muni ekki stand­ast greiðslu­mat á öðrum lán­um.

Eygló ekki við­stödd

Athygl­is­vert var að Bjarni Bene­dikts­son lagði sér­staka áherslu á að úrræðið styrkti sér­eign­ar­stefn­una. Í kynn­ing­unni í dag var t.d. bent á að á árunum 2005 til 2014 hafi hlut­fall ungs fólks á leigu­mark­aði auk­ist veru­lega, úr tólf pró­sent í 31 pró­sent. Jafn­framt er fólk á aldr­inum 25-29 ára mun lík­legra til að búa í for­eldra­húsum nú en fyrir ára­tug. Í lok árs 2014 bjuggu 40 pró­sent Íslend­inga á þrí­tugs­aldri enn heima hjá mömmu og pabba.

Stefna Eyglóar Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, hefur verið sú að hverfa frá sér­eign­ar­stefnu og hafa frum­vörp er varða hús­næð­is­mál, sem hún hefur lagt fram, verið þess eðl­is. Athygli vakti að Eygló var ekki við­stödd kynn­ing­una í Hörpu í dag.

Breytt hlut­verk sér­eign­ar­sparn­aðar

Síð­ustu þrjár rík­is­stjórnir hafa farið ansi nýjar leiðir í notkun á sér­eign­ar­sparn­aði. Rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur heim­il­aði útgreiðslu á slíkum sparn­aði svo fólk gæti greitt skuldir eða keypt sér hluti. Þær útgreiðslur voru skatt­lagðar og tryggðu rík­inu umtals­verðar tekjur sem ann­ars hefðu fallið til í fram­tíð­inni. Það má því segja að aðgerðin hafi fært skatt­greiðslur sem næstu kyn­slóðir hefðu með réttu átt til þeirra sem nú njóta þeirra. Í lok árs 2013 höfðu um 100 millj­arðar króna flætt úr sér­eign­ar­kerf­inu vegna þessa.

Rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar kynnti þá leið að Íslend­ingar gætu notað sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn til að greiða inn á hús­næð­is­lán í þrjú ár skatt­frjálst. Sú leið hefur nú verið fram­lengd, líkt og kemur fram að ofan.

Rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar kynnti svo í dag við­bót­ar­notk­un­ar­mögu­leika fyrir ungt fólki. Í kynn­ingu á leið­inni var gert ráð fyrir því að fólk nýti úrræðið frá aldr­inum 25-34 ára og þá hafi þetta hverf­andi áhrif á eft­ir­laun þeirra. Það er þó ljóst að margir Íslend­ingar eru mun eldri en 25 ára þegar þeir byrja að greiða sér­eign­ar­sparnað og/eða að safna sér fyrir hús­næði. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á líf­eyr­is­greiðslur þess hóps.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
Kjarninn 10. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None