pulsuvagn í danmörku
Auglýsing

Meðal þess fyrsta sem kemur upp í huga margra þegar minnst er á Dan­mörku eru pyls­urnar og pylsu­vagn­arn­ir. Þótt vögn­unum hafi fækkað á síð­ustu árum á götu­hornum og torg­um, enda margs konar annar skyndi­biti í boði, eru pyls­urnar enn mjög vin­sælar og í hugum margra Dana ómissandi hluti „danska eld­húss­ins“. Úrvalið í versl­unum er mik­ið, við laus­lega taln­ingu í mat­vöru­verslun skammt frá heim­ili sínu fann pistla­höf­undur tutt­ugu og tvær mis­mun­andi gerðir og „út­færsl­ur“ á þess­ari kjöt­vöru. 

Kann­anir hafa sýnt að þegar Danir ferð­ast til ann­arra landa leita þeir gjarna að pylsu­bar til að geta gert sam­an­burð­ar­rann­sóknir á sama tíma og þeir seðja hungrið. Þótt víða séu til prýði­legar pylsur vantar þó eitt­hvað, að mati Dana, og þeir Danir sem setj­ast að fjarri heima­land­inu leita uppi versl­anir sem selja danskar pylsur og beri sú leit ekki árangur bregða þeir gjarna á það ráð að fá þær sendar að heim­an. 

Á bratt­ann að sækja í holl­ustu­um­ræð­unni

Á und­an­förnum árum hefur orðið mikil umræða um heil­brigð­ari lífs­stíl og breytt og holl­ara matar­æði. Þessi umræða hefur ekki verið pyls­unum hag­stæð. Þær eru flestar fremur fitu­ríkar og þar að auki yfir­leitt reykt­ar, falla í þann flokk sem kall­ast unnin kjöt­vara. Pylsu­fram­leið­endur hafa reynt að bregð­ast við með því að bjóða upp á fitu­minni vörur og alls kyns létt­pylsur sem ekki sáust fyrir örfáum árum eru nú í boði. Slíkt þykir sönnum pylsu­að­dá­endum ekki manna­matur og fýla grön þegar talað er um létt­pyls­urnar í sömu andránni og „ekta“ vöru. En þrátt fyrir allt holl­ustu­talið, sem ekki skal gert lítið úr, hefur pylsan lifað af. 

Auglýsing

Pyls­urnar ekki bundnar við Dan­mörku

Þótt hér að framan hafi ein­göngu verið minnst á Dani og danskar pylsur fer því þó fjarri að Dan­mörk sé eina landið þar sem pylsan skipar ríkan sess í dag­legu matar­æði. Þjóð­verjar eru miklir pylsu­menn, sama má segja um Ítali, Pól­verja, Rússa og margar fleiri þjóðir sem gera pyls­urnar hver með sínum hætti. „Ein með öllu“ hefur lengi notið mik­illa vin­sælda sem skyndi­biti á Íslandi og þekktur pylsu­bar í Reykja­vík er lík­lega það sem flestir Íslend­ingar tengja við Íslands­heim­sókn Bill Clinton árið 2004. Hann hrós­aði íslensku pyls­unum og lét að sögn þau orð falla að svona góður skyndi­biti væri ekki í boði vestan hafs.

Lík­lega hefur hann ekki grunað að tólf árum síðar yrði kom­inn danskur pylsu­bar á aðal­járn­braut­ar­stöð­ina í New York, Grand Central Term­inal. Og kannski enn síður að Dani búsettur í New York hefur ekki undan að fram­leiða, að dönskum hætti, pylsur sem hann selur vítt og breitt um Banda­rík­in. 

Claus Meyer á járn­braut­ar­stöð­inni í New York

Claus Meyer er einn þekkt­asti frum­kvöð­ull í danskri mat­ar­gerð sam­tím­ans. Iðu­lega er talað um hann sem mat­reiðslu­mann og það er hann vissu­lega enda þótt hann hafi ekki hlotið neina form­lega menntun á því sviði.  Hann er mennt­aður við­skipta­fræð­ingur og loka­verk­efni hans fjall­aði um stofnun og upp­bygg­ingu fyr­ir­tækja. Claus Meyer hefur víða komið við, varð fyrst lands­þekktur vegna sjón­varps­þátta um mat­ar­gerð og var einn stofn­enda hins þekkta veit­inga­staðar NOMA og á þar hlut. Fyr­ir­tæki sem hann hleypti af stokk­unum undir heit­inu Meyers rekur meðal ann­ars  bak­arí og veit­inga­hús er all­stórt og þekkt í Dan­mörku. 

Fyrir nokkru seldi Claus Meyer fyr­ir­tækið og flutti til New York þar sem hann hugð­ist opna veit­inga­stað, og pylsu­bar, á aðal­járn­braut­ar­stöð borg­ar­inn­ar. Þótt fæstar járn­braut­ar­stöðvar þyki til­heyra háborg mat­ar­gerð­ar­list­ar­innar gegnir öðru máli um Grand Central Term­inal. Margir Danir ráku upp stór augu þegar þeir fréttu af áformum Claus Meyer og „það á járn­braut­ar­stöð­inni” sögðu sumir og varð kannski hugsað til skyndi­bita­stað­anna á Hoved­banegår­den í Kaup­manna­höfn. En þarna er ólíku saman að jafna. Veit­inga­stað­ur­inn sem heitir Agern (akarn­ið, aldin­ið) var opn­aður fyrir nokkru og hefur fengið mjög góða dóma, meðal ann­ars í Fin­ancial Times og New York Times en mat­gæð­ingar þess­ara blaða eru ekki silki­hanska­menn.  

Dan­ish dogs

Við hlið­ina á veit­inga­staðnum Agern opn­aði Claus Meyer pylsu­bar­inn Dan­ish Dogs. Þar eru seldar pyls­ur, að danskri fyr­ir­mynd. Mat­gæð­ingur New York Times segir að Dan­ish Dogs sé ein­fald­lega lang besti pylsu­bar New York borgar og það sé hrein unun að læsa tönn­unum í hinar kyn­þokka­fullu pylsur (án þess að útskýra það nán­ar) sem boðið sé uppá á þessum nýja nor­ræna pylsu­b­ar. Claus Meyer kvaðst í við­tali í dönsku dag­blaði vera him­in­lif­andi yfir við­tök­unum í New York, sem séu líka mikil aug­lýs­ing fyrir Dan­mörku.

Martin Høed­holt og Revol­v­ing Dansk

Árið 2011 flutti ungur mað­ur, Martin Høed­holt frá Hor­sens á Jót­landi, til New York. Nokkrum dögum eftir að hann kom til borg­ar­innar keypti hann sér pylsu á götu­horni. Mikil voru von­brigðin þegar hann „beit í þessa vatns­ósa og grámyglu­legu kjöt­lufsu sem kölluð var pylsa“. Eftir að hafa rætt málið við eig­in­kon­una, sem er banda­rísk, ákváðu þau hjónin að reyna að búa til pyls­ur, svip­aðar þeim sem Martin þekkti að heim­an. Hvor­ugt þeirra hjóna kunni nokkuð til verka á þessu sviði og þau eyddu miklum tíma, og pen­ing­um, í að prófa sig áfram. Þegar þau töldu sig hafa fundið réttu upp­skrift­ina reyndu þau fyrir sér á götu­mörk­uðum og úti­skemmt­un­um. Skemmst er frá því að segja að við­tök­urnar fóru fram úr þeirra björt­ustu vonum og þau ákváðu að stofna fyr­ir­tæki sem fékk heitið Revol­v­ing Dansk. 

Martin sagði í við­tali við dag­blaðið Politi­ken að ekki hefði verið hlaupið að því að kom­ast í gegnum banda­ríska skrifræðið og ekki hefði síður verið erfitt að finna fram­leið­anda sem hægt væri að treysta. Það tókst á end­anum og til að gera langa sögu stutta þá annar fyr­ir­tækið ekki eft­ir­spurn. Pyls­urn­ar, sem eru dýrar á banda­rískan mæli­kvarða eru seldar í sæl­kera­versl­unum og á net­inu. Og, sem Martin þykir þó mest um vert er að all­margir þekktir veit­inga­staðir hafa nú sett pyls­urnar á mat­seð­il­inn. „Við stefnum ekki að heims­yf­ir­ráðum á pyl­su­mark­aðn­um“ sagði hann í áður­nefndu við­tali „en fyrir mér er amer­íski draum­ur­inn pylsa. Pylsa sem bragð­ast eins og sú sem pabbi keypti stundum þegar hann sótti mig í skól­ann. Ég lít líka á þetta sem frum­kvöðla­starf“ sagði Martin Høed­holt og rétti blaða­manni Politi­ken nafn­spjaldið sitt. Þar stendur Martin Høed­holt Pølse Pioneer. Pylsu­frum­kvöð­ull. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None