Fólk að ganga
Auglýsing

Jafn­greiðslu­lán til fjöru­tíu ára, svokölluð Íslands­lán, eru ver­sta birt­ing­ar­mynd verð­trygg­ingar á Íslandi að mati sér­fræð­inga­hóps um afnám verð­trygg­ing­ar. Greiðslu­fer­ill slíkra lána veldur hætt­u á yfir­veð­setn­ingu á fyrri hluta láns­tím­ans þegar verð­bæt­ur fara á höf­uð­stól lána, auk þess sem heild­ar­vaxta­kostn­aður lán­taka verður umtals­vert hærri en ella. Eigna­myndun er hæg­ari og lík­urnar á nei­kvæðu eigin fé lán­taka aukast. Lán af þessu tagi þykja almennt óæski­leg með til­liti til hags­muna neyt­enda og full­yrða má að neyt­endur séu ekki nægi­lega með­vit­aðir um þá áhættu sem þau bera með sér, eins og segir í grein­ar­gerð með frum­varpi um breyt­ingar á lögum um vexti og verð­trygg­ingu, sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra lagði fram í vik­unn­i. 

Mark­miðið með því að hætta að lána öllum sem það vilja verð­tryggt jafn­greiðslu­lán til 40 ára er að stemma stigu við þeirri hættu sem felst í lán­un­um, líkt og rakið er hér að fram­an, en líka til að auka fjár­mála­stöð­ug­leika, efla virkni stýri­vaxta Seðla­bank­ans og byggja undir jafn­vægi í hag­kerf­in­u. 

Eng­u að síður er gert ráð fyrir því að ungt fólk og tekju­lág­t ­fólk geti ennþá tekið þessi lán eftir að breyt­ing­arnar hafa verið gerð­ar. Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá munu allt að 75% lán­tak­enda áfram geta tekið Íslands­lán­in, þrátt fyr­ir­ að boðað hafi verið að frum­varpið væri stórt skref til að ­draga veru­lega úr vægi verð­trygg­ing­ar. ­Sam­­kvæmt frum­varp­inu verður óheim­ilt að veita neyt­enda­lán til lengri tíma en 25 ára sé það verð­­tryggt og með­ ­jafn­­greiðslu­­fyr­ir­komu­lagi. Und­an­þegið frá­ þess­ari „al­mennu reglu“ verður fólk undir 45 ára aldri og ­fólk með 3,5 millj­ónir eða minna í árs­tekj­ur, sex millj­ón­ir ­fyrir pör. Einnig verður fólk með lágt veð­setn­ing­ar­hlut­fall und­an­þeg­ið, en draga má í efa að margt slíkt fólk sé með­ Ís­lands­lán. Undir þetta falla á bil­inu 40-75% allra lán­tak­enda. 

Auglýsing

Það þýðir að á bil­inu 25-60% verður bannað að taka 40 ára verð­tryggð jafn­greiðslu­lán. 

Sitja uppi með verð­trygg­ing­una

Ástæðan fyrir því að ungt og tekju­lágt fólk er sett út fyrir sviga er að grein­ingar benda til þess að það muni ekki geta staðið undir auk­inni greiðslu­byrði sem myndi fylgja styttri lánum eða óverð­tryggðum lán­um. Það var raunar orðið ljóst fyrir löngu síð­an. Bjarni sagði frá því á þingi í febr­úar síð­ast­liðnum að alla­vega 40% þeirra sem taka Íslands­lán myndu ekki stand­ast greiðslu­mat fyrir styttri lán. Þetta er fólkið sem hefur minnst á milli hand­anna og myndi detta út af hús­næð­is­mark­aði ef það gæti ekki tekið áfram Íslands­lán. 

Bjarni sagði þá að ef 40 ára lánin yrðu afnumin gæti þurft að auka stuðn­ing við þennan hóp með ein­hverjum hætti, og hann spurði hvort það væri æski­leg­t. Sér­fræði­hóp­ur­inn sem rík­is­stjórnin skip­aði hafði líka sagt frá þessu og varað við. „Því þarf að koma til móts við ­tekju­lægri ein­stak­linga og fyrstu kaup­endur með aðgerðum eins og betur skil­greindum vaxta­bót­um, skatta­af­slætti og úttekt ­sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar­.“ Hins vegar er við­ur­kennt í frum­varp­inu um fyrstu fast­eign, sem lagt var fram sam­hliða verð­trygg­ing­ar­frum­varp­inu, að tekju­lága fólkið væri mun ó­lík­legra til þess að eiga sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparn­að. Ekki hefur verið aukið við vaxta­bóta­kerfið eins og lagt var til held­ur. 

Það er líka við­ur­kennt í grein­ar­gerð­inni að á móti þeim góðu áhrifum sem verði fyrir lán­tak­endur af því að eign­ast hraðar og borga minna í vexti með styttri og óverð­tryggðum lán­um, þá komi nei­kvæð áhrif. „Greiðslu­byrði óverð­tryggðra lána er tölu­vert þyngri í upp­hafi, vaxta­hækk­anir hafa meiri skamm­tíma­á­hrif á greiðslu­byrði og kröfur um greiðslu­hæfi aukast og því erf­ið­leikum bundið fyrir tekju­lægri heim­ili að kom­ast út á fast­eigna­mark­að­inn.“ 

Í frum­varpi um fyrstu fast­eign, sem lagt var fram sam­hliða breyt­ingum á verð­trygg­ingu, er að finna hvata til þess að ungt fólk taki frekar óverð­tryggð lán, með því að það geti notað sér­eigna­sparnað sinn sem hluta af afborg­un, þannig að afborg­anir lík­ist því sem væri með verð­tryggð lán. Hins vegar er erf­ið­ara að kom­ast í gegnum greiðslu­mat með óverð­tryggð lán og því óvíst hvort tekju­lágt fólk gæti not­fært sér það. 

45 ára og eldri falla margir undir und­an­þágu líka

Meðal lán­tak­enda eru ein­hleypir ein­stak­lingar yngri en 35 ára með hæst veð­setn­ing­ar­hlut­fall. Þeir ein­stak­lingar skulda að með­al­tali 86% í hús­næði sínu. Með­al­skuldin miðað við upp­lýs­ingar í grein­ar­gerð­inni er því rúm­lega 15 millj­ónir króna hjá þessum hópi, en með­al­heild­ar­tekj­urnar 5,2 millj­ón­ir. 

Pör sem eiga hús­næði og eru yngri en 35 ára skulda að með­al­tali 77% í hús­næð­inu. Þau skulda að með­al­tali tæpa 21 milljón og hafa 11 millj­ónir í með­al­heild­ar­tekj­ur. 

Veð­setn­ing­ar­hlut­fallið lækkar eftir því sem fólk eld­ist, og hjá þeim sem eru 45 ára og eldri er með­al­veð­setn­ing­ar­hlut­fallið komið niður í 43% hjá pörum og 52% hjá ein­stak­ling­um. Þannig fellur fólk, sem ekki fellur undir und­an­þágur vegna ald­urs, samt margt undir und­an­þágur vegna veð­setn­ing­ar­hlut­falls undir 50%. 

Húsnæðisskuldir

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None