Áttunda bókin um Harry Potter – Harry Potter and The Cursed Child – er nýkomin út. Hún mun koma út á íslensku síðar í október og þýðist sem Harry Potter og bannfærða barnið. Samnefnt leikrit var gefið út samhliða, 31. júlí, en það byggir á sögu J.K. Rowling en er skrifað af Jack Thorne og John Tiffany, í samvinnu við Rowling.
Harry Potter bækurnar hafa veitt lesendum innsýn í stórkostlegan heim galdrastráksins, frá því fyrsta bókin kom út, 26. júní 1997, en það var Harry Potter and The Philosopher‘s Stone.
Á nítján árum hefur mikið vatn runnið til sjávar, og hefur Harry Potter orðið að efnahagslegu stórveldi.
Kjarninn tók saman nokkrar tölulegar staðreyndir um útgáfusögu Harry Potter, og virði vörumerkisins sem hefur haft mikil áhrif í kvikmyndaiðnaði, leiklist og sölu á varningi. Rowling er fædd 31. júlí 1965.
J.K. Rowling, sem eitt sem var fátæk einstæð móðir, er nú sögð eiga ríflega 1 milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur um 120 milljörðum króna.
Áður en fyrsta bókin kom út sendi Rowling handrit af bókinni á 12 útgefendur í Bretlandi, sem allir sögðu nei, áður en Já-ið kom loksins út.
Harry Potter vörumerkið er metið á 16 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um tvö þúsund milljarða króna.
Harry Potter kvikmyndirnar hafa halað inn tæplega 8 milljarða Bandaríkjala, ríflega þúsund milljarða.
Samtals hafa 480 milljónir eintaka af Harry Potter bókum selst á heimsvísu.