Háskóli Íslands gagnrýnir marga þætti LÍN-frumvarpsins

Háskóli Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurfellingu tekjutengingar, veltir fyrir sér mögulegri mismunun, gagnrýnir hámarkslánstíma og hámark námslána. Skólinn vill að LÍN-frumvarpið verði greint með hliðsjóð af stöðu kynjanna.

Háskóli Íslands
Auglýsing

Háskóli Íslands (HÍ) gagn­rýnir frum­varp um náms­lán og náms­styrki, sem felur í sér marg­hátt­aðar breyt­ingar á starf­semi Lána­sjóðs íslenskra náms­manna (LÍN), í umsögn sinni um frum­varpið, sem skilað var inn í dag.

Þar lýsir háskól­inn yfir áhyggjum af nið­ur­fell­ingu tekju­tengdra afborg­ana náms­lána, veltir því upp hvort að nýja kerfið feli ekki í sér mis­munum milli þeirra sem búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og lands­byggð­inni, gagn­rýnir að hámarks­láns­tími verði 40 ár og að end­ur­greiðsl­u­m þurfi að vera lokið við 67 ára aldur og lýsir yfir áhyggjum að því að hámark náms­lána verði 18 millj­ónir króna. Í umsögn Háskóla Íslands er einnig bent á að staða þeirra sem stundi dokt­ors­nám muni versna mikið verði frum­varpið óbreytt að lögum og þar segir að mik­il­vægt sé að greina frum­varpið frekar með hlið­sjóð af stöðu kynj­anna svo breyt­ing­arnar bitni ekki harðar á konum en körl­um.

Háskól­inn fékk Hag­fræða­stofn­un Há­skóla Íslands til að fara yfir frum­varpið og ­greina það, meðal ann­ars með til­liti til end­ur­greiðslu náms­lána og í nor­ræn­um ­sam­an­burði. Í álykt­un­um Hag­fræða­stofn­un­ar ­segir að breyt­ingin á náms­lánum og náms­styrkjum séu ekki án van­kanta. Þeir sem fari í langt nám geti lent í vand­ræðum með end­ur­greiðsl­ur, þeir sem ekki ná með­al­tekjum muni margir hverjir eiga erf­ið­ara með að greiða af lánum í nýja kerf­inu og gera megi ráð fyrir að fleiri muni eiga í erf­ið­leikum með að standa skil á þeim. Þá letji nýja kerfið fólk til þess að fara í nám þar sem tekju­von sé lít­il, það verði óhag­stæð ein­stæð­u­m ­for­eldrum í hvers kyns meist­ara­námi og nám þar sem skóla­gjöld eru inn­heimt verði ekki eins eft­ir­sótt og áður.

Auglýsing

Miklar breyt­ingar

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, lagði fram frum­varp sitt um breyt­ingar á náms­lánum og náms­styrkjum í lok maí. Frum­varpið hefur verið afar umdeilt, bæði á meðal hags­muna­að­ila og á stjórn­mála­svið­inu. Stúd­enta­ráð Háskóla Íslands, Háskól­ans í Reykja­vík og Háskól­ans á Akur­eyri lögð­ust til að mynda öll í grein­ing­ar­vinnu á frum­varp­inu og skil­uðu jákvæðum umsögn­um, þótt að lagðar hafi verið til ýmsar breyt­ing­ar. Þá telur Við­skipta­ráð frum­varpið vera til mik­illa bóta.

Verði frum­varpið að lögum eins og það lítur nú út mun náms­lána­­fyr­ir­komu­lagi LÍN verða umbylt. Tekið verður upp styrkja­­­kerf­i (mán­að­­ar­­legur styrkur 65 þús­und krón­­ur, við­­bót­­ar­fram­­færsla er síð­an láns­hæf), láns­hæf­is­­­tími styttur og full fram­­­færsla verður í boði. Á móti verða vext­ir ­náms­lána hækk­­­að­ir (fara úr einu í þrjú pró­­sent), alls kyns þök sett á náms­lána- og náms­­­styrkja­­­töku, end­­ur­greiðslu­­ferlar styttir og eldra ­fólk og dokt­or­snemar munu ekki lengur fá styrki eða lán frá LÍN. Þá eiga breyt­ing­­arnar að búa til sterka fjár­­hags­­lega hvata til að klára háskóla­­nám sem allra fyrst.

Sumt sagt til bóta en flest ekki

HÍ segir ákveðna þætti frum­varps­ins vera til bóta. Þar á meðal að LÍN hækki úr 92 pró­sent í 100 pró­sent af fram­færslu­þörf. Það kunni að leiða til þess að nem­endur vinni síður með námi og virkni nem­enda auk­ist. Þá telur skól­inn ekki óeðli­legt að réttur til náms­að­stoðar drag­ist saman í áföngum frá 50 ára aldri.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, lagði fram frumvarpið í lok maí síðastliðnum.Sá hluti umsagnar HÍ sem er gagn­rýnin er hins vegar mun umfangs­meiri. HÍ lýsir m.a. yfir áhyggjum af nið­ur­fell­ingu tekju­tengdra afborg­ana náms­lána. „Í því felst ójöfn­uður sem sam­ræm­ist vart mark­miðum lag­anna. Nið­ur­fell­ing tekju­teng­ing­ar­innar eykur líkur á því að lán­þega geti lengt í greiðslu­erf­ið­leikum að loknu námi. Jafn­framt eru miklar líkur á því að nið­ur­fell­ingin muni hafa áhrif á náms­val og dragi þar með smám saman úr fjöl­breytni mennt­un­ar, sem reynst gæti sam­fé­lag­inu dýr­keypt er fram líka stund­ir,“ segir í umsögn­inni.

Þá er því velt upp hvort ekki felist mis­munun í því að allir nem­endur fái sömu upp­hæð í styrk, jafnt þeir sem búi í for­eldra­húsum og þeir sem ekki séu í að­stöð­u til þess. Sú mis­munun sé eftir aðstæð­um, t.d. milli nem­enda frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu ann­ars vegar og utan þess hins veg­ar.

Þá er gagn­rýnt að hámarks­láns­tími sé 40 ár og að end­ur­greiðslum skuli að fullu lokið við 67 ára ald­ur. „Þetta gæti þýtt þunga greiðslu­byrði þeirra sem fara seint í nám. Vara­samt er í því ­sam­heng­i að miða við með­al­talsút­reikn­inga. Nefna má í þessu sam­bandi að munur er á launum hjá hinu opin­bera og í einka­geira og það eitt gæti haft það í för með sér að nem­endur velji síður greinar sem búa við lægri laun. Jafn­framt er ekki sjálf­gefið að fólk verði í fullu starfi að námi lokn­u.“

HÍ lýsir einnig áhyggjum af því því að stuðn­ingur við nem­endur verði ein­ungis bund­inn við 420 ein­ingar að hámarki og að hámark náms­lána og styrkja verði 18 millj­ónir króna. „Þetta kann að hafa mikil áhrif á þá sem hyggj­ast leggja stund á nám erlend­is, t.d. í fram­haldi af námi við háskól­ann. Gæta þarf að því að í fámennu sam­fé­lagi er einkar mik­il­vægt að styðja nem­endur til sér­hæfðs náms jafnt innan lands sem utan.“

Skól­inn bendir einnig á að staða þeirra sem stunda dokt­ors­nám muni versna mikið verði frum­varpið að lögum óbreytt. Styrkir til dokt­ors­nám hér­lendis séu ekki margir og vegna langvar­andi und­ir­fjár­mögn­unnar hafi háskól­inn tak­markað bol­magn til að styrka dokt­or­snema. Jafn­vel þótt að nem­andi fá skóla­gjalda­lán nið­ur­felld erlend­is, sem sé algeng­asta teg­und styrkst í BNA, þurfi samt sem áður á fram­færslu að halda.

Að auki telur HÍ mik­il­vægt að greina frum­varpið með hlið­sjón af stöðu kynj­anna. Konur séu að með­al­tali eldri en karlar þegar þær ljúka háskóla­námi og hefð­bundin kvenna­störf séu að jafn­aði ekki hálauna­störf. Undir umsögn Háskóla Íslands skrifar Jón Atli Bene­dikts­son, rektor skól­ans.

Ekki laust við van­kanta

HÍ fékk Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands til að fara yfir frum­varpið og greina það m.a. með til­liti til end­ur­greiðslu náms­lána og í nor­rænum sam­an­burði.

Í álykt­unum Hag­fræði­stofn­unar segir að ein meg­in­hug­myndin með frum­varpi um námslán og náms­styrki sé að dreifa stuðn­ingi við náms­menn betur en gert er í núver­andi námslána­kerfi. Sem stendur geti menn sjálfir að nokkru skammtað sér styrk með því að fara í dýrt nám sem ekki gefur miklar vonir um tekj­ur. Í nýju kerfi sé há­marki á námslán, hækkun vaxta, og breyttum end­ur­greiðslu­reglum ætlað að sporna við þessu.

Síðan seg­ir: „Breyt­ingin er ekki laus við van­kanta. Þeir sem fara í dýrt nám geta lent í erf­ið­leikum með end­ur­greiðsl­ur. Einkum er hætt við að fyrstu afborg­anir reyn­ist fólki erf­ið­ar. Grein­ing Stúdent­aráðs, sem hér hefur verið vitnað til, hvílir á spám um með­al­tekjur hinna ýmsu starfs­stétta. Þeir sem ekki ná með­al­tekjum munu margir hverjir eiga erf­ið­ara með að greiða af lánum í nýju kerfi en því sem fyrir er. Í núver­andi námslána­kerfi finna menn vissu­lega fyrir því að þurfa að greiða af lán­un­um, en teng­ing við tekjur gerir það að verkum að flestir ráða við greiðsl­urn­ar. Í nýju kerfi má gera ráð fyrir að fleiri eigi erfitt með að standa skil á þeim.[...]Nýtt kerfi letur fólk til þess að fara í nám þar sem tekju­von er lítil eða mikil óvissa er um laun að loknu námi. Þeim sem ekki eiga góða að mun til dæmis reyn­ast erf­ið­ara að stunda ýmiss konar listnám. Af grein­ingu Stúdent­aráðs má einnig ráða að breyt­ingin verði óhag­stæð ein­stæðum for­eldrum í hvers kyns meist­ar­anámi. Nám þar sem skóla­gjöld eru inn­heimt verður ekki eins eft­ir­sótt og áð­ur.“

Hag­fræði­stofnun segir að umskiptin yfir í nýtt kerfi verði sumum erf­ið, sér­stak­lega þar sem eng­inn aðlög­un­ar­frestur sé veitt­ur. „ Ekki er nóg með að end­ur­greiðslur þyng­ist og mögu­leikar á lánum minnki í nýju kerfi hjá sumum hópum náms­fólks, heldur verða end­ur­greiðslur af fyrri lánum einnig þung­bær­ari. Þeir sem eru byrj­aðir að taka námslán geta valið milli þess að greiða af lánum sínum sam­kvæmt reglum hvors kerfis fyrir sig, en þá mundi greiðslu­byrðin þyngjast, eða þess að eldri lán breyt­ist í jafn­greiðslu­lán og vextir hækki í sam­ræmi við nýjar regl­ur. Hvort tveggja, breyt­ing á stuðn­ingi í nýju kerfi og breyttar end­ur­greiðslu­regl­ur, eru mik­ill og slæmur for­sendu­brestur fyrir þá sem byrjað hafa dýrt nám. Ef fullrar sann­girni væri gætt yrði þeim sem þegar eru byrj­aðir í námi gef­inn kostur á að ljúka námi sínu í gamla kerf­in­u.“

Stofn­unin telur að það sé umdeil­an­legt, í ljósi þess að vextir muni hækka í nýju kerfi, hvort 15 millj­óna króna hámark á lánum sé nauð­syn­legt. Há lán séu ekki jafn hag­kvæm fyrir lán­taka í nýja kerf­inu og þau voru í því gamla og hámarkið rýrir mögu­leika fólks til að stunda dýrt nám sem gefur von um góðar tekj­ur.

Gert sé ráð fyrir að margir í hópi þeirra, sem ekki hafa tekið námslán til þessa, fái nú náms­styrki. Þar sem styrkirnir séu háðir ástundun kunni þetta að verða til þess að þeir flýti

námi sínu og menntun þeirra nýt­ist þjóð­félag­inu fyrr. „Á hinn bóg­inn má benda á að lánskjör versna í nýju kerfi. Náms­menn gætu því kosið að vinna meira til þess að þurfa ekki á eins miklum lánum að halda. Ekki er víst að nám­st­ími stytt­ist að ráði þegar á allt er lit­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None