Háskóli Íslands gagnrýnir marga þætti LÍN-frumvarpsins

Háskóli Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurfellingu tekjutengingar, veltir fyrir sér mögulegri mismunun, gagnrýnir hámarkslánstíma og hámark námslána. Skólinn vill að LÍN-frumvarpið verði greint með hliðsjóð af stöðu kynjanna.

Háskóli Íslands
Auglýsing

Háskóli Íslands (HÍ) gagnrýnir frumvarp um námslán og námsstyrki, sem felur í sér margháttaðar breytingar á starfsemi Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN), í umsögn sinni um frumvarpið, sem skilað var inn í dag.

Þar lýsir háskólinn yfir áhyggjum af niðurfellingu tekjutengdra afborgana námslána, veltir því upp hvort að nýja kerfið feli ekki í sér mismunum milli þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, gagnrýnir að hámarkslánstími verði 40 ár og að endurgreiðslum þurfi að vera lokið við 67 ára aldur og lýsir yfir áhyggjum að því að hámark námslána verði 18 milljónir króna. Í umsögn Háskóla Íslands er einnig bent á að staða þeirra sem stundi doktorsnám muni versna mikið verði frumvarpið óbreytt að lögum og þar segir að mikilvægt sé að greina frumvarpið frekar með hliðsjóð af stöðu kynjanna svo breytingarnar bitni ekki harðar á konum en körlum.

Háskólinn fékk Hagfræðastofnun Háskóla Íslands til að fara yfir frumvarpið og greina það, meðal annars með tilliti til endurgreiðslu námslána og í norrænum samanburði. Í ályktunum Hagfræðastofnunar segir að breytingin á námslánum og námsstyrkjum séu ekki án vankanta. Þeir sem fari í langt nám geti lent í vandræðum með endurgreiðslur, þeir sem ekki ná meðaltekjum muni margir hverjir eiga erfiðara með að greiða af lánum í nýja kerfinu og gera megi ráð fyrir að fleiri muni eiga í erfiðleikum með að standa skil á þeim. Þá letji nýja kerfið fólk til þess að fara í nám þar sem tekjuvon sé lítil, það verði óhagstæð einstæðum foreldrum í hvers kyns meistaranámi og nám þar sem skólagjöld eru innheimt verði ekki eins eftirsótt og áður.

Auglýsing

Miklar breytingar

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, lagði fram frumvarp sitt um breytingar á námslánum og námsstyrkjum í lok maí. Frumvarpið hefur verið afar umdeilt, bæði á meðal hagsmunaaðila og á stjórnmálasviðinu. Stúdentaráð Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri lögðust til að mynda öll í greiningarvinnu á frumvarpinu og skiluðu jákvæðum umsögnum, þótt að lagðar hafi verið til ýmsar breytingar. Þá telur Viðskiptaráð frumvarpið vera til mikilla bóta.

Verði frum­varpið að lögum eins og það lítur nú út mun náms­lána­fyr­ir­komu­lagi LÍN verða umbylt. Tekið verður upp styrkja­­kerf­i (mán­að­ar­legur styrkur 65 þús­und krón­ur, við­bót­ar­fram­færsla er síðan lánshæf), láns­hæf­is­­tími styttur og full fram­­færsla verður í boði. Á móti verða vext­ir ­náms­lána hækk­­að­ir (fara úr einu í þrjú pró­sent), alls kyns þök sett á náms­lána- og náms­­styrkja­­töku, end­ur­greiðslu­ferlar styttir og eldra ­fólk og dokt­or­snemar munu ekki lengur fá styrki eða lán frá LÍN. Þá eiga breyt­ing­arnar að búa til sterka fjár­hags­lega hvata til að klára háskóla­nám sem allra fyrst.

Sumt sagt til bóta en flest ekki

HÍ segir ákveðna þætti frumvarpsins vera til bóta. Þar á meðal að LÍN hækki úr 92 prósent í 100 prósent af framfærsluþörf. Það kunni að leiða til þess að nemendur vinni síður með námi og virkni nemenda aukist. Þá telur skólinn ekki óeðlilegt að réttur til námsaðstoðar dragist saman í áföngum frá 50 ára aldri.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, lagði fram frumvarpið í lok maí síðastliðnum.Sá hluti umsagnar HÍ sem er gagnrýnin er hins vegar mun umfangsmeiri. HÍ lýsir m.a. yfir áhyggjum af niðurfellingu tekjutengdra afborgana námslána. „Í því felst ójöfnuður sem samræmist vart markmiðum laganna. Niðurfelling tekjutengingarinnar eykur líkur á því að lánþega geti lengt í greiðsluerfiðleikum að loknu námi. Jafnframt eru miklar líkur á því að niðurfellingin muni hafa áhrif á námsval og dragi þar með smám saman úr fjölbreytni menntunar, sem reynst gæti samfélaginu dýrkeypt er fram líka stundir,“ segir í umsögninni.

Þá er því velt upp hvort ekki felist mismunun í því að allir nemendur fái sömu upphæð í styrk, jafnt þeir sem búi í foreldrahúsum og þeir sem ekki séu í aðstöðu til þess. Sú mismunun sé eftir aðstæðum, t.d. milli nemenda frá höfuðborgarsvæðinu annars vegar og utan þess hins vegar.

Þá er gagnrýnt að hámarkslánstími sé 40 ár og að endurgreiðslum skuli að fullu lokið við 67 ára aldur. „Þetta gæti þýtt þunga greiðslubyrði þeirra sem fara seint í nám. Varasamt er í því samhengi að miða við meðaltalsútreikninga. Nefna má í þessu sambandi að munur er á launum hjá hinu opinbera og í einkageira og það eitt gæti haft það í för með sér að nemendur velji síður greinar sem búa við lægri laun. Jafnframt er ekki sjálfgefið að fólk verði í fullu starfi að námi loknu.“

HÍ lýsir einnig áhyggjum af því því að stuðningur við nemendur verði einungis bundinn við 420 einingar að hámarki og að hámark námslána og styrkja verði 18 milljónir króna. „Þetta kann að hafa mikil áhrif á þá sem hyggjast leggja stund á nám erlendis, t.d. í framhaldi af námi við háskólann. Gæta þarf að því að í fámennu samfélagi er einkar mikilvægt að styðja nemendur til sérhæfðs náms jafnt innan lands sem utan.“

Skólinn bendir einnig á að staða þeirra sem stunda doktorsnám muni versna mikið verði frumvarpið að lögum óbreytt. Styrkir til doktorsnám hérlendis séu ekki margir og vegna langvarandi undirfjármögnunnar hafi háskólinn takmarkað bolmagn til að styrka doktorsnema. Jafnvel þótt að nemandi fá skólagjaldalán niðurfelld erlendis, sem sé algengasta tegund styrkst í BNA, þurfi samt sem áður á framfærslu að halda.

Að auki telur HÍ mikilvægt að greina frumvarpið með hliðsjón af stöðu kynjanna. Konur séu að meðaltali eldri en karlar þegar þær ljúka háskólanámi og hefðbundin kvennastörf séu að jafnaði ekki hálaunastörf. Undir umsögn Háskóla Íslands skrifar Jón Atli Benediktsson, rektor skólans.

Ekki laust við vankanta

HÍ fékk Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að fara yfir frumvarpið og greina það m.a. með tilliti til endurgreiðslu námslána og í norrænum samanburði.

Í ályktunum Hagfræðistofnunar segir að ein meginhugmyndin með frumvarpi um námslán og námsstyrki sé að dreifa stuðningi við námsmenn betur en gert er í núverandi námslánakerfi. Sem stendur geti menn sjálfir að nokkru skammtað sér styrk með því að fara í dýrt nám sem ekki gefur miklar vonir um tekjur. Í nýju kerfi sé hámarki á námslán, hækkun vaxta, og breyttum endurgreiðslureglum ætlað að sporna við þessu.

Síðan segir: „Breytingin er ekki laus við vankanta. Þeir sem fara í dýrt nám geta lent í erfiðleikum með endurgreiðslur. Einkum er hætt við að fyrstu afborganir reynist fólki erfiðar. Greining Stúdentaráðs, sem hér hefur verið vitnað til, hvílir á spám um meðaltekjur hinna ýmsu starfsstétta. Þeir sem ekki ná meðaltekjum munu margir hverjir eiga erfiðara með að greiða af lánum í nýju kerfi en því sem fyrir er. Í núverandi námslánakerfi finna menn vissulega fyrir því að þurfa að greiða af lánunum, en tenging við tekjur gerir það að verkum að flestir ráða við greiðslurnar. Í nýju kerfi má gera ráð fyrir að fleiri eigi erfitt með að standa skil á þeim.[...]Nýtt kerfi letur fólk til þess að fara í nám þar sem tekjuvon er lítil eða mikil óvissa er um laun að loknu námi. Þeim sem ekki eiga góða að mun til dæmis reynast erfiðara að stunda ýmiss konar listnám. Af greiningu Stúdentaráðs má einnig ráða að breytingin verði óhagstæð einstæðum foreldrum í hvers kyns meistaranámi. Nám þar sem skólagjöld eru innheimt verður ekki eins eftirsótt og áður.“

Hagfræðistofnun segir að umskiptin yfir í nýtt kerfi verði sumum erfið, sérstaklega þar sem enginn aðlögunarfrestur sé veittur. „ Ekki er nóg með að endurgreiðslur þyngist og möguleikar á lánum minnki í nýju kerfi hjá sumum hópum námsfólks, heldur verða endurgreiðslur af fyrri lánum einnig þungbærari. Þeir sem eru byrjaðir að taka námslán geta valið milli þess að greiða af lánum sínum samkvæmt reglum hvors kerfis fyrir sig, en þá mundi greiðslubyrðin þyngjast, eða þess að eldri lán breytist í jafngreiðslulán og vextir hækki í samræmi við nýjar reglur. Hvort tveggja, breyting á stuðningi í nýju kerfi og breyttar endurgreiðslureglur, eru mikill og slæmur forsendubrestur fyrir þá sem byrjað hafa dýrt nám. Ef fullrar sanngirni væri gætt yrði þeim sem þegar eru byrjaðir í námi gefinn kostur á að ljúka námi sínu í gamla kerfinu.“

Stofnunin telur að það sé umdeilanlegt, í ljósi þess að vextir muni hækka í nýju kerfi, hvort 15 milljóna króna hámark á lánum sé nauðsynlegt. Há lán séu ekki jafn hagkvæm fyrir lántaka í nýja kerfinu og þau voru í því gamla og hámarkið rýrir möguleika fólks til að stunda dýrt nám sem gefur von um góðar tekjur.

Gert sé ráð fyrir að margir í hópi þeirra, sem ekki hafa tekið námslán til þessa, fái nú námsstyrki. Þar sem styrkirnir séu háðir ástundun kunni þetta að verða til þess að þeir flýti

námi sínu og menntun þeirra nýtist þjóðfélaginu fyrr. „Á hinn bóginn má benda á að lánskjör versna í nýju kerfi. Námsmenn gætu því kosið að vinna meira til þess að þurfa ekki á eins miklum lánum að halda. Ekki er víst að námstími styttist að ráði þegar á allt er litið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None