Stjórnmálaaflið Kári Stefánsson hræðir ráðamenn

Kári Stefánsson er umdeildur en áhrifamikill maður. Í desember í fyrra hófst vegferð hans fyrir bættu heilbrigðiskerfi og skæruhernaðurinn hefur staðið yfir linnulaust síðan. Með miklum árangri.

kári stefánsson
Auglýsing

Kári Stef­áns­son hefur verið afar umdeildur maður í íslensku sam­fé­lagi und­an­farna ára­tugi allt frá því að hann snéri heim til föð­ur­lands­ins til að setja á fót Íslenska erfða­grein­ing­u/DeCode á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Næstu árin komust Kári og fyr­ir­tækið í frétt­irnar fyrir for­dæma­lausa til­raun íslenska rík­is­ins til þess að veita því rík­is­á­byrgð, laga sem áttu að veita fyr­ir­tæk­inu rétt til að setja upp og starf­rækja mið­lægan gagna­grunn með óper­sónu­grein­an­legum heilsu­fars­upp­lýs­ingum Íslend­inga og umfangs­mik­illa við­skipta íslenskra gull­graf­ara með bréf Decode á gráum mark­aði sem end­aði í sorg­ar­sögu hjá flestum sem ætl­uðu að verða rosa­lega ríkir rosa­lega fljótt, skrán­ingu á hluta­bréfa­markað í Banda­ríkj­un­um. Í kjöl­farið fylgdi greiðslu­stöðvun slita­með­ferð og upp­risa. Já, og auð­vitað umdeildar lífs­sýna­tökur sem björg­un­ar­sveit­ar­menn söfn­uðu saman í sam­starfi við fyr­ir­tæk­ið.

Kári hefur alltaf verið stop­ull þátt­tak­andi í þjóð­fé­lags­um­ræð­unni og vakið athygli fyrir að vera beitt­ur, jafn­vel dóna­leg­ur, í skrifum sín­um. Frá lokum síð­asta árs hefur þessi óbeina stjórn­mála­þátt­taka Kára þó orðið mun reglu­legri, og ljóst má vera að greinar hans og skila­boð eru að hafa mikil áhrif. Það sést best á því að æðstu stjórn­mála­menn þjóð­ar­innar sjá sig oftar en ekki knúna til að svara honum þegar Kári hnýtir í þá. Og svo tókst honum auð­vitað að safna 86 þús­und und­ir­skriftum til stuðn­ings end­ur­reisnar íslenskaa heil­brigð­is­kerf­is, sem er stærsta und­ir­skrift­ar­söfnun Íslands­sög­unn­ar. Áhrifa hennar mun gæta mjög í aðdrag­anda kom­andi kosn­inga. Því má með góðum rökum full­yrða að Kári sé orð­inn stór leik­andi í í íslenskum stjórn­mál­um. Þótt hann hafi aldrei boðið sig fram til þátt­töku í slík­um.

Ætl­aði að safna 100 þús­und manns gegn rík­is­stjórn­inni

Yfir­stand­andi óbein stjórn­mála­þátt­taka Kára hófst með grein sem hann skrif­aði í Frétta­blaðið 10. des­em­ber 2015. Fyr­ir­sögn grein­ar­innar var „Einnota rík­is­stjórn“.

Auglýsing

Í grein­inni gagn­rýndi Kári þáver­andi rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar harka­lega vegna þess ástands sem væri við lýði í heil­brigð­is­málum þjóð­ar­innar og sagði að við það yrði ekki lengur búið. Þess vegna vildi hann láta fjár­laga­nefnd Alþingis vita að ef hún breytti ekki fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2016, sem þá var fyr­ir­liggj­andi en ósam­þykkt, myndi hann safna 100 þús­und und­ir­skriftum undir plagg sem myndi hvetja „lands­­menn til þess að kjósa aldrei aftur þá stjórn­­­mála­­flokka sem standa að þess­­ari rík­­is­­stjórn­ ­vegna þess kulda og afskipta­­leysis sem hún sýnir sjúkum og meiddum í okk­ar ­sam­­fé­lagi. Söfn­unin verður létt verk og löð­­ur­­mann­­legt. Þjóð­inni ofbýð­­ur.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur verið umfjöllunarefni fjölmargra greina Kára á þessu ári. Hann hefur m.a. ásakað forsætisráðherrann fyrrverandi um landráð og líkt honum við lítinn tveggja ára offitusjúkling.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur verið umfjöllunarefni fjölmargra greina Kára á þessu ári. Hann hefur m.a. ásakað forsætisráðherrann fyrrverandi um landráð og líkt honum við lítinn tveggja ára offitusjúkling.
Í grein­inni sagði Kári einnig að lýðnum væri orðið ljóst að rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar myndi ekki sitja lengur en sem næmi einu kjör­tíma­bili. „
Það er dap­­ur­­legt að sitja uppi með korn­unga leið­­toga sem ættu aldur síns vegna að ver­a hungr­að­ir, kraft­­miklir og hug­rakkir en þora ekki að taka það sem við þurfum og eigum skil­ið. Það er eins og þeir geri sér ekki grein fyrir því að það er miklu ­meiri áhætta tekin með því sækja ekki næg­i­­legt fé í þá einu sjóði sem eru okk­ur að­­geng­i­­legir til þess að bylta íslensku heil­brigð­is­­kerfi inn í nútím­ann. En þeir eru sem sagt reið­u­­bún­­­ari til þess að taka þá áhættu sem felst í því að láta þjóð­ina búa við stór­gallað heil­brigð­is­­kerfi og úrelt. Og Sig­­mundur og ­Bjarni standa hoknir í hnjánum fyrir framan kröf­u­haf­ana sem eru full­­trúar hins er­­lenda auð­­valds, og eru hreyknir yfir því að þeir kvört­uðu ekki undan díln­um ­sem þeir fengu og virð­­ast ekki gera sér grein fyrir því að það voru ekki bara ­kröf­u­haf­­arnir sem glöt­uðu allri virð­ingu fyrir þeim þegar bux­­urnar þeirra fóru að blotna heldur hið alþjóð­­lega sam­­fé­lag allt og ekki síst íslensk þjóð,“ skrif­aði Kári.

„Topp­ari Íslands“ og beina lýð­ræðið

Sig­mundur Davíð svar­aði Kára dag­inn eftir í grein í Frétta­blað­inu sem hann kall­aði „Topp­ari Íslands“. Í grein­inni minnt­ist þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra aldrei á Kára en rakti sögu af ónafn­­greindum manni sem hann sagði að hafi ver­ið svo­­kall­aður „topp­­ari“, og raunar „mesti topp­­ari Íslands­“. 

Í grein­inni sagði Sig­mundur Davíð að öllum mætti vera ljóst hversu rangt og bein­línis óheið­­ar­­legt það væri að saka þau ­stjórn­­völd sem þá sátu, og hefðu for­­gangs­raða mest í þágu heil­brigð­is­­mála, að vera vilj­andi að svelta heil­brigð­is­­kerf­ið. Það að gung­u­­skapur stjórn­­­valda ­gagn­vart erlendum kröf­u­höfum föllnu bank­anna hafi orðið til þess að ekki séu 150 millj­­arðar króna til staðar til að setja í heil­brigð­is­­kerfið væri ómerki­­leg­t bull.

Kári sagð­ist upp með sér að fengið skvettu úr koppi for­sæt­is­ráð­herra. Hann myndi þvo hana af sér og þurrka.

Ell­efu dögum eftir að grein Kára birtist, 21. des­em­ber 2015, var hann mættur til við­tals í Morg­un­út­varpi Rásar 2. Þar sagð­ist hann ætla að safna und­ir­­skriftum frá þjóð­inni sem nota ætti til að „hand­­járna næstu rík­­is­­stjórn þannig að hún verði að setja það fé í heil­brigð­is­­málin sem eðli­­legt má telj­­ast."  Hann sagði Íslend­inga nú eyða 8,7 pró­­sent af vergri þjóð­­ar­fram­­leiðslu til heil­brigð­is­­mála en með­­al­talið í lönd­unum í kringum okkur væri rúm­­lega tíu pró­­sent. „Við erum lítil þjóð þannig að það er lík­­­legt að kostn­aður við heil­brigð­is­­þjón­­ustu á nef hvert sé tölu­vert meiri hér en á meðal stærri þjóð­anna. Þannig að ég held að það sé ekk­ert óeðli­­legt að við stefnum að því að við eyddum í kringum 11 pró­­sent af vergri þjóð­­ar­fram­­leiðslu til heil­brigð­is­­mála."

Kári sagð­ist hafa verið að forma með sér, með hjálp góðra manna, hug­­mynd að und­ir­­skrifta­­söfn­un­ um heil­brigð­is­mál og velti fyrir sér hvort ekki væri mög­u­­legt að ná meiri­hluta þjóð­­ar­innar til að skrifa undir hana. „Og það sem ég er raun­veru­­lega að segja er að það er kom­inn tími til þess að beita beinu lýð­ræði í mála­­flokki eins og þess­­um. Beina lýð­ræðið er mög­u­­leiki í dag með net­að­­gangi. Ég held að það sé hægt að ná til fólks­ins í land­inu og gefa því tæki­­færi til þess að tjá sig um þennan mála­­flokk á til­­­tölu­­lega stuttum tíma. Ekki held ég að það verði þæg­i­­legt fyrir þá sem setj­­­ast á ráð­herra­stóla næst að sitja uppi með und­ir­­skrift­ir, við skulum segja 80 pró­­sent þjóð­­ar­inn­­ar. Hvernig í ósköp­unum ættu þeir að hunsa slíkan vilja?"

Söfnun og tveggja ára offitu­sjúk­lingur

22. jan­úar 2016 var til­kynnt um að Kári hefði hleypt af stokk­unum und­ir­skrifta­söfnun á síð­unni end­ur­reisn­.is. Í til­­kynn­ingu frá Kára vegna þessa sagði að und­ir­­skrifta­­söfn­unin væri til stuðn­­ings kröf­unni um end­­ur­reisn heil­brigð­is­­kerf­is­ins. Þar var eft­ir­far­andi haft eftir Kára: „Heil­brigð­is­­kerfi er einn af horn­­steinum nútíma­­sam­­fé­lags og sýnir vilja þess til þess að hlúa að þeim sem eru sjúkir og meidd­­ir. Gott heil­brigð­is­­kerfi end­­ur­­speglar sjálf­­sagða sam­hygð en lélegt heil­brigð­is­­kerfi  óá­­­sætt­an­­legan kulda gagn­vart þeim sem eru hjálpar þurfi. Það er okkar mat að á síð­­asta ald­­ar­fjórð­ungi hafi stjórn­­völd vannært íslenskt heil­brigð­is­­kerfi, að  því marki að það sé ekki lengur þess megn­ugt að sinna hlut­verki sínu sem skyld­i.[...]Þar sem kjörnir full­­trúar þjóð­­ar­innar um ald­­ar­fjórð­ungs­­skeið hafa ekki haft að því frum­­kvæði að fjár­­­magna heil­brigð­is­­kerfið eins og skyldi, ætlum við und­ir­­rituð að taka frum­­kvæð­ið."

Undirliggjandi krafa Kára í öllum hans skrifum og aðgerðum er einföld: Aukið framlög til heilbrigðismála mikið og dragið úr kostnaðarþátttöku sjúklinga.
Undirliggjandi krafa Kára í öllum hans skrifum og aðgerðum er einföld: Aukið framlög til heilbrigðismála mikið og dragið úr kostnaðarþátttöku sjúklinga.
Fyrsta tvo dag­anna sem söfn­unin var í loft­inu skrif­uðu 36 þús­und manns undir hana.

2. febr­úar skrif­aði Kári síðan aðra grein, í þetta sinn í Morg­un­blaðið. Þar sagði hann ekk­ert að marka það sem rík­­is­­stjórnin seg­iði um að hlúa að heil­brigð­is­­kerf­inu og það sama mætti segja um margar þeirra sem á undan henni hafa set­ið. Rík­­is­­stjórnin segði einn dag­inn að ekki sé til fé til að setja 2,5 millj­­arða króna í heil­brigð­is­­kerfið en til­­kynni nokkrum dögum seinna að afgangur af rík­­is­­rekstri verði 300 millj­­arðar króna.

Þann 5. febr­úar var birt við­tal við Kára í blað­inu Reykja­vík Grapevine, sem er skrifað á ensku. Þar kall­aði Kári Sig­mund Dav­íð, sem þá var enn for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, lít­inn tveggja ára offitu­sjúk­ling. Hann baðst síðar afsök­unar á ummæl­un­um. „Þessi skítur á minni ábyrgð. Þessa lotu vann for­­sæt­is­ráð­herra 10-0."

Skortur á fjar­veru bitnar á þjóð­inni

Þrátt fyrir afsök­un­ar­beiðn­ina hafði áhugi Kára á Sig­mundi Davíð síst minnk­að. 18. mars skrif­aði hann opið bréf til for­sæt­is­ráð­herr­ans þar sem hann sagði að skortur á fjar­veru hans frá Alþingi bitn­aði á allri þjóð­inni. Sigmundur Davíð væri „best geymdur ann­­ars staðar og við aðra iðju eins og til dæmis á Flór­­ída að fá útrás fyrir áhuga þinn á skipu­lags­­málum með því að ­spila Mata­dor við sjálfan þig.“

Skömmu áður hafði Sig­mundur Davíð kynnt til­lögu sína um að byggja nýjan Lands­spít­ala við Víf­ils­staði í Garðabæ í stað þess að hann byggð­ist upp við Hring­braut, líkt og stefna rík­is­stjórnar hans sagði til um. Kári var gíf­ur­lega harð­orður um þessa til­lögu í grein­inni. „Þú lagðir fram Víf­ils­­staða­til­lög­una án þess að ræða hana við heil­brigð­is­­mála­ráð­herra sem fer með þau mál er lúta að Land­­spít­­al­­anum eða fjár­­­mála­ráð­herra sem hafði yfir­­um­­sjón ­með smíð fjár­­laga sem kveða á um fé til Hring­braut­­ar­­lausn­­ar­inn­­ar. Það er með­ öllu for­­dæm­is­­laust að for­­sæt­is­ráð­herra í sam­­steypu­­stjórn gangi opin­ber­­lega gegn ­mik­il­vægum ákvörð­unum fagráð­herra úr sam­­starfs­­flokki hans í rík­­is­­stjórn­.[...]Til­lagan, sem í efni sínu var í það minnsta allt í lagi, var sett fram sem nokk­­urs konar stríðs­yf­ir­lýs­ing gegn sam­­starfs­flokki þínum í rík­­is­­stjórn­­inni og þeim aðilum sem veita heil­brigð­is­­­málum for­ystu í land­in­u,“ skrif­aði Kári.

Bjarni Benediktsson hefur ekki sloppið við gagnrýni frá Kára. Hann hefur meðal annars sagt það andstætt eðli Bjarna að hlúa að velferðarkerfi landsins. Honum væri eðlilegra að „kóngu­ló­in sem sit­ur í miðjum vefn­um sem teng­ir sam­an viðskipti og stjórn­mál en að hlúa að almúg­an­um í land­inu.“
Bjarni Benediktsson hefur ekki sloppið við gagnrýni frá Kára. Hann hefur meðal annars sagt það andstætt eðli Bjarna að hlúa að velferðarkerfi landsins. Honum væri eðlilegra að „kóngu­ló­in sem sit­ur í miðjum vefn­um sem teng­ir sam­an viðskipti og stjórn­mál en að hlúa að almúg­an­um í land­inu.“
Þar rakti hann orðróm um sam­­skipti Sig­­mundar Davíð og ­Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Það er til dæmis fleyg sú saga að fyrir um það bil ári hafi Bjarni Ben hringt í þig klukkan þrjú um eft­ir­mið­dag og sagt að hann þyrfti að hitta þig þann dag­inn og þú hafir fall­ist á að gera það um fimm­­leytið á skrif­­stofu þinni. Þegar Bjarni kom var þig hverg­i að finna vegna þess að þú varst á leið­inni til Flór­­ída og hafðir verið í bíln­um á leið­inni til Kefla­víkur þegar sím­talið átti sér stað. Hvers vegna í ósköp­unum sagð­­irðu ekki Bjarna að þú værir á leið­inni í frí?“

Wintris og ásak­anir um land­ráð

Á þeim tíma sem Kári skrif­aði hið opna bréf var Wintris-­málið að taka á sig mynd. Hann skrif­aði síðan aðra grein í Morg­un­blaðið sem birt­ist 29. mars síð­ast­lið­inn þar sem umfjöll­un­ar­efnið var enn og aftur Sig­mundur Dav­íð. Þar sagði hann að færa mætti rök fyrir því að for­sæt­is­ráð­herr­ann hefði orðið upp­vís að land­ráðum og taldi að hann þyrfti að víkja. Þjóð­­ar­­leið­­togi sem væri að semja fyrir hönd þjóðar sinnar og hefði sem ein­stak­l­ingur hags­muna að gæta með þeim sem hann væri að semja við og ­gegn þjóð­inni væri óhæfur til þess að sinna starfi sínu.

Kári sagði lík­­­legt að það væru aðilar í póli­­tík og utan sem væru hon­um ó­sam­­mála um þessi efni. Næsta víst væri þó að margir sæju þetta á sama hátt. „Þar af leið­andi kem­­urðu til með að hrekj­­ast úr emb­ætti að end­ingu þótt svo þú berj­ist gegn því með kjafti og klóm. Því ráð­­legg ég þér að sýna auð­­mýkt og ­lít­il­­læti og segja af þér til þess að koma í veg fyrir að þjóðin þurfi að eyða þeirri orku í enn eina innri bar­átt­una sem mætti ann­­ars nýta til upp­­­bygg­ing­­ar.“

Sig­mundur Davíð sagði ekki af sér í kjöl­far grein­ar­inn­ar. Það gerði hann hins vegar nokkrum dögum síð­ar, þann 5. apr­íl, í kjöl­far þess að sjón­varps­þáttur um aflands­fé­laga­eign hans var sýndur á RÚV og  eftir að 26 þús­und manns höfðu mót­mælt honum og kraf­ist kosn­inga á Aust­ur­velli.

Stærsta söfnun Íslands­sög­unnar

Í lok apríl afhenti Kári Sig­urði Inga Jóhanns­syni, nýjum for­sæt­is­ráð­herra, um 86 þús­und und­ir­­skriftir um end­­ur­reisn heil­brigð­is­­kerf­is­ins. Um var að ræða stærstu und­ir­skrifta­söfnun Íslands­­­sög­unnar sem hafði þá staðið yfir í um þrjá mán­uð­i.

Kári hætti hins vegar ekk­ert að skrifa grein­ar. Og hann hætti ekki að beina spjótum sínum að Sig­mundi Davíð held­ur, þótt hann væri nú „bara“ for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og óbreyttur þing­mað­ur.

Þann 8. júní skrif­aði kann grein í Frétta­blaðið sem bar fyr­ir­sögn­ina „Bux­urnar heillar þjóð­ar“.

Þar rifj­aði Kári upp að hann hefði ein­hverju sinni í for­tíð­inni gefið tveggja ára gam­alli dóttur sinni of mikið sæl­gæti með þeim afleið­ingum að hún kúkaði í sig. Þegar móðir hennar spurði hana út í hvort þetta væri rétt kenndi hún systur sinni um að hafa kúkað í bux­urnar sín­ar. „Þetta er svo­lítið fyndið og jafn­vel sætt út úr munni tveggja ára barns en eitt­hvað allt annað þegar það heyr­ist frá fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra lýð­veld­is­ins. Það vill meira að segja svo til að upp­takan af Sig­mundi Dav­íð, for­sæt­is­ráð­herra Íslands, þar sem hann sat aula­legur fyrir framan mynda­vél­ina og tafs­aði og laug, barst um allan heim og varð til þess að grínistar í sjón­varpi og útvarpi, frá Íslandi til Ástr­al­íu, hædd­ust að honum og landi og þjóð. Það má því leiða að því rök að Sig­mundur Davíð hafi ekki bara gert í eigin buxur heldur bux­urnar heillar þjóð­ar,“ skrif­aði Kári.

Hann sagði að það yrði íslenskri þjóð til ævi­var­andi skammar ef maður sem heims­byggðin liti á sem ljúg­andi aula yrði aftur í for­ystu­sveit íslenskra stjórn­mála. Það yrði að koma í veg fyrir það. „Fram­sókn skuldar þjóð­inni að verja hana gegn Sig­mundi Dav­íð. Hann er hennar Franken­stein.“

Kári snýr sér að Jóhönnu og for­tíð­inni

Eftir stutt sum­ar­frí hefur Kári verið iðinn við grein­ar­skrif und­an­farnar vik­ur. Þann 9. ágúst setti hann stöðu­upp­færslu á Face­book sem vakti mikla athygli og rataði í fjöl­miðla. 



Þar sagð­ist hann vilja að Bjarni Bene­dikts­­son myndi leggja fram frum­varp til fjár­­auka­laga í ágúst til að losa sjúk­l­inga undar greiðslu­þátt­­töku, efla Land­­spít­­al­ann og end­­ur­reisa heilsu­­gæsl­una. Allir þing­­menn ættu að greiða frum­varp­inu atkvæði og sýna þannig að þeir þjóni þjóð­inni sem vill að þetta ger­ist.

En Kári gagn­rýndi fleiri. Hann sagði mun á stjórn­­­mála­­flokkum virð­­ast ein­ungis vera til staðar þegar þeir væru í stjórn­­­ar­and­­stöðu. „Þegar þeir eru komnir í stjórn eru þeir allir eins án til­­lits til hægri eða vinstri, upp eða nið­­ur, himna­­ríkis eða hel­vít­is“. Í færsl­unni sagði hann rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur hafa holað heil­brigð­is­kerfið að innan og end­an­lega losað hann við þá tál­­sýn að póli­­tísk hug­­mynda­fræði hafi for­­spár­­gildi um það hvernig stjórn­­­mála­­menn hagi sér á valda­stól­u­m.

Jóhanna svar­aði Kára fullum hálsi og sagði að hann yrði að setja hlut­ina í rétt sam­hengi ef hann vildi láta taka sig alvar­lega. „Hefur Kári Stef­áns­­son gleymt því að þegar vinstri stjórnin tók við árið 2009 voru for­­dæma­­lausar aðstæður á Íslandi og gjald­­þrot blasti við þjóð­inn­i,“ sagði Jóhanna í eigin stöðu­upp­færslu.

Kári svar­aði aftur og sagði rík­is­stjórn Jóhönnu hafa frekar valið að afla fjár til þess að bjarga bönkum og fjár­­­mála­­stofn­un­um, klára Hörpu og gera Vaðla­heið­­ar­­göng í stað þess að bjarga heil­brigð­is­­kerf­inu. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að Jóhanna hefði viljað við­halda vel­­ferð­­ar­­kerf­inu af því hún hefur um langan tíma verið málsvari þeirra sem minna mega sín en það er bara eitt­hvað sem ger­ist innan höf­uð­skelja íslenskra stjórn­­­mála­­manna þegar þeir setj­­­ast á valda­stóla.“

Silfur er þungur málmur

Síð­asta lotan í gagn­rýnum skrifum Kára um ráða­menn þjóð­ar­innar átti sér svo stað í síð­ustu viku. Grein birt­ist í Morg­un­blað­inu sem snérist um gagn­rýni á fimm ára fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Þar sagði Kári að það væri ginn­ungagap milli þess sem höf­uðið segir Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og þess sem hjartað knýr hann til að gera. Bjarni hefði oft­sinnis tekið undir þá skoðun Kára að það yrði að minnka greiðslu­þátt­töku sjúk­linga og auka fjár­fram­lög til heil­brigð­is­kerf­is­ins. Þetta væri ekki sýni­legt í áætl­un­inni og því væri ekki að marka eitt orð sem Bjarni segð­i. 

Það er bara þannig að það er ekki í sam­ræmi við eðli Bjarna sem for­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins að hlúa að vel­­ferð­ar­­­kerf­inu, án til­­lits til skoð­ana hans og yf­ir­lýsts vilja. Silf­ur er þung­ur málm­­ur og þung­ir málm­­ar eru hætt­u­­leg­ir heil­an­um og heil­inn er það líf­­færi þar sem eðli manna verður til. Þegar menn til­­heyra fjöl­­skyldu þar sem börn hafa fæðst með silf­­ur­­skeið í munni í tvær kyn­­slóðir er hætta á því að þeim sé eðli­­legra að vera kóng­u­ló­in sem sit­ur í miðjum vefn­um sem teng­ir sam­an við­skipti og stjórn­­­mál en að hlúa að almúg­an­um í land­inu. Eðlið er nefn­i­­lega oft­­ast vilj­an­um yf­ir­­sterk­­ara. Þess vegna hljót­um við að koma Bjarna út af þingi við kosn­­ing­­arn­ar í haust og með því bjarga hon­um frá þeim sár­s­auka sem hlýst af árekstri vilja og eðlis en fyrst og fremst kæm­um við þannig í veg fyr­ir að stjórn lands­ins lendi aft­ur í hönd­un­um á mönn­um sem er ekk­ert að marka.,“ skrif­aði Kári.

Dagur fær sneið

Á fimmtu­dag bætti Kári enn við gagn­rýni sína í grein sem hann skrif­aði í Frétta­blaðið. Þar bað hann Bjarna afsök­unar á því að hafa haft hann einan í mynd í fyrri grein, þótt allt sem hann hefði skrifað um ráð­herr­ann hefði verið meira og minna satt. „Ég hefði til dæmis átt að sýna félags­hyggju­tröllið og borg­ar­stjór­ann hann Dag B. Egg­erts­son sem ríkir í umboði Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Pírata og Besta flokks­ins: Grunn­skólar borg­ar­innar eru þær stofn­anir þar sem stór hluti þjóð­ar­innar hefur menntun sína sex ára að aldri. Það er í grunn­skól­unum sem börnin eru mót­an­leg­ust og mót­tæki­leg­ust fyrir hollum áhrif­um. Góður grunn­skóli er líka sú stofnun sem getur hlúð að börnum sem búa við erf­iðar aðstæður heima fyr­ir. Grunn­skólar Reykja­víkur eru hins vegar illa mann­aðir og sveltir af fé að því marki að skóla­stjórar þeirra hafa mót­mælt svo kröft­ug­lega að búast má við að næsta skref þeirra verði vopnuð bylt­ing.

Dagur B. Eggertsson, sem Kári kallar „félagshyggjutröll“ , fékk hvassa gagnrýni frá honum í síðustu viku fyrir að sætta sig við að „leikskólabörn í hans umdæmi fái ekki almennilega næringu á meðan borgin eyðir fé í að mjókka Grensásveg fyrir hjólreiðamenn.“
Dagur B. Eggertsson, sem Kári kallar „félagshyggjutröll“ , fékk hvassa gagnrýni frá honum í síðustu viku fyrir að sætta sig við að „leikskólabörn í hans umdæmi fái ekki almennilega næringu á meðan borgin eyðir fé í að mjókka Grensásveg fyrir hjólreiðamenn.“
Og svo eru það leik­skól­arnir þar sem gullin okkar og gim­stein­ar, blómin okkar allra, dvelja í fyrsta sinn utan heim­ilis og undir umsjón vanda­lausra. Leik­skólar Reykja­víkur búa svo illa að þeir geta ekki einu sinni séð börn­unum fyrir almenni­legum mat. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri og lækn­ir, sættir sig við að leik­skóla­börn í hans umdæmi fái ekki almenni­lega nær­ingu á meðan borgin eyðir fé í að mjókka Grens­ás­veg fyrir hjól­reiða­menn, til dæm­is.“

Kári ætlar að safna liði ef honum verður ekki hlýtt

Athygl­is­verð­asti hluti grein­ar­innar var hins vegar nið­ur­lag henn­ar. Þar sagði Kári að hann væri að safna liði sem muni fylgj­ast grannt með hvernig núver­andi stjórn­ar­flokk­ar, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, sinna heil­brigð­is­kerf­inu fyrir kosn­ing­ar. Ef ekki verði gert raun­veru­legt átak í þeim málum muni Kári og lið hans „gera allt sem við getum til þess að sann­færa kjós­endur um að hunsa ykk­ur[...]Við munum einnig geta okkar besta til þess að sjá til þess að stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir heiti stuðn­ingi við heil­brigð­is­kerfið á þann hátt að það verði ekki auð­veld­lega svik­ið.“

Í ljósi þess hversu við­kvæmir stjórn­mála­menn virð­ast vera fyrir gagn­rýni Kára, hversu vel hann nær eyrum almenn­ings með hvassri fram­setn­ingu sinni og hversu stað­ráð­inn hann virð­ist vera í að ná sínu fram eru tölu­verðar líkur á því að stjórn­mála­aflið Kári Stef­áns­son muni leika lyk­il­hlut­verk í kom­andi kosn­inga­bar­áttu. Og það án þess að vera einu sinni á kjör­seðl­in­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None