Topp 10 - Erlendar kvikmyndir á Íslandi

Ísland hefur umbreyst í kvikmyndaver þar sem náttúra landsins er í lykilhlutverki.

Kristinn Haukur Guðnason
Game of Thrones
Auglýsing

Topp 10 – Erlend­ar ­kvik­myndir á Íslandi

Upp úr 1980 varð sprengja í íslenskri kvik­mynda­gerð og ­iðn­að­ur­inn hefur vaxað og dafnað æ síð­an. Upp úr 2005 varð svo ann­ars konar spreng­ing, þ.e í erlendri kvik­mynda-og þátta­gerð hér á landi. Þetta gerð­ist að ein­hverju ­leyti vegna laga­setn­ingar frá árinu 1999 þar sem kvik­mynda­fram­leið­endur gát­u ­fengið 12% end­ur­greiðslu af fram­leiðslu­kostn­aði hér­lend­is. Önnur ástæða er gott að­gengi, vega­kerfi og stuttar vega­lengdir að töku­stöð­um. En helsta ástæð­an hlýtur að vera hið ein­staka lands­lag sem hentar einkar vel, sér­stak­lega í hasar­myndir og vís­inda­skáld­skap. Ísland er komið í tísku í Hollywood og erlend ­tökulið koma nú hingað á hverju ein­asta ári. Hér eru nokkrar af bestu mynd­un­um og þátt­unum sem teknar hafa verið upp hér á landi.

10. Bat­man Beg­ins (2005)

Auglýsing

Leð­ur­blöku­mað­ur­inn hefur verið kvik­mynd­aður í bak og fyrir í gegnum tíð­ina og Bat­man Beg­ins var ­fyrsta myndin í tríló­gíu leik­stjór­ans Christopher Nol­an. Hans myndir höfð­u ­miklu alvar­legri og dekkri tón en hinar eldri og því til­valið að fá hrjóstrug­t ­ís­lenskt lands­lag að láni. Tekið var upp við Svína­fells­jökul í vest­an­verðum Vatna­jökli en veður setti reynd­ar ­strik í reikn­ing­inn (það var ekki nægur snjór á svæð­in­u!). Jök­ull­inn  var stað­geng­ill fyrir Himala­yja­fjöll­in, nán­ar til­tekið í litla Mið-Asíu rík­inu Bhut­an. Þar lærir hinn ungi Bruce Wayne all­ar sínar bar­daga­listir af fram­tíðar ill­menn­inu Ra´s al Ghul (Liam Neeson).  Christ­ian Bale, sem fór með hlut­verk leð­ur­blöku­manns­ins, var ekk­ert sér­stak­lega hrif­inn af veru sinni hér. „Það er fokk­ing kalt á Íslandi. Og þeir borða hvali – þeir borða hvað ­sem er – lunda.“ Bale, sem er sjálfur mik­ill dýra­vernd­un­ar­sinni, seg­ist einnig hafa verið hræddur um líf sitt við tök­urnar á jökl­inum sem bráðn­aði ogbrotn­aði undan leik­ur­un­um. 9. The Secret Life of Walter Mitty (2013)

Ben Stiller var allt í öllu í gam­an­mynd­inni um Walter Mitt­y, ­skrif­stofu­blók sem ferð­ast um heim­inn í leit að týndum ljós­mynd­ara tíma­rits­ins Life. Hann lék aðal­hlut­verk­ið, ­leik­stýrði og fram­leiddi mynd­ina. Hann var líka út um allt Ísland við tökur og annar hver Íslend­ingur sagð­ist hafa séð honum bregða fyr­ir.  Stór hluti mynd­ar­innar ger­ist á Íslandi en Ís­land leikur ekki bara sjálft sig. Atriði sem eiga að ger­ast á Græn­landi og í Af­ghanistan voru einnig tekin upp hér á landi. Stiller og félagar tóku upp á Stykk­is­hólmi, Grund­ar­firði, Garð­inum, Hvera­dölum, Þjórs­ár­brú, Skóga­fossi, Breiða­merk­ur­sandi, Höfn, Seyð­is­firði og ­sjálfu Geira­bak­arí í Borg­ar­nesi. Fyrir Íslend­inga er ein­stak­lega rugl­ings­legt að horfa á mynd­ina, þ.e. ef mað­ur­ þekkir til stað­anna. Heiti staða og fjar­lægðir milli þeirra eru alger­lega af­bak­að­ar. Ólíkt Bale þá var Stiller ákaf­lega snort­inn af landi og þjóð.8. Beowulf and Grendel (2005)

Myndin er byggð á enska mið­alda­kvæð­inu Bjólfs­kviðu og ger­ist í Skand­in­avíu í kringum árið 500. Kvið­an fjallar um hetj­una Bjólf (Ger­ard Butler) og ris­ann Grendil (Ingvar E. ­Sig­urðs­son). Sturla Gunn­ars­son leik­stýrði mynd­inni, Vestur Íslend­ingur sem ­flutti til Kanada á barns­aldri. Myndin var að hluta til íslensk fram­leiðsla, hún er alfarið skotin hér og fjöldi íslenskra leik­ara kemur við sögu t.d. ­Stein­unn Ólína Þor­steins­dóttir og Ólafur Darri Ólafs­son. Hún er þó fyrst og fremst kanadísk og því á enskri tungu. Tökur fóru aðal­lega fram við Skóga­foss og Jök­ulsár­lón en veður reynd­ist tökulið­inu mjög erfitt. Það vor­u ein­hverjir mestu vindar í manna minn­um. Margir bílar tökuliðs­ins skemmdust þegar þeir urðu fyrir fjúk­andi hlut­um, þak­plötur rifn­uðu af húsum og vegir voru­víða lok­aðir.  ­Þrátt fyrir erf­ið­leik­ana við tök­urnar og mis­jafnt gengi mynd­ar­inn­ar, bæði hvað varðar aðsókn og gagn­rýni, þá var Stur­la ­yfir sig hrif­inn af landi og þjóð og hefur síðan aug­lýst landið og hvatt fólk til að koma hing­að.7. A View to a Kill (1985)

Sein­asta Bond-­mynd Roger Moore og sú 14. í ser­í­unni um ­spæj­ar­ann var kvik­myndin sem kom íslenskri nátt­úru á kortið í Hollywood. Roger Moore kom þó aldrei hingað né neinn af aðal­leik­urum mynd­ar­innar eða ­leik­stjór­inn. Það var svo­kallað 2. tökulið, sem kom hingað í júní 1984 og tók ­upp senur í Jök­ulsár­lóni og á Breiða­merk­ur­jökli.  Atriðið var eitt af þessum fræg­u opn­un­ar­at­riðum sem yfir­leitt tengj­ast sögu­þræði Bond mynd­anna ekki neitt. Ís­land (og Sviss) var að þessu sinni stað­geng­ill Síberíu þar sem 007 flýr und­an­ rauða hernum á skíð­um, snjó­sleða og snjó­bretti auk þess sem hann grandar þyrlu. Allt leikið af áhættu­leik­urum og íslenskum skíða­mönn­um. Meðal þeirra sem léku í at­rið­inu var Ari Trausti Guð­munds­son jarð­fræð­ing­ur. Þyrlan, sem flutt var frá Skotlandi, var m.a. notuð við sjúkra­flug á með­an ­tök­unum stóð.6. Judge Dredd (1995)

Mikil leynd hvíldi yfir tökum fyrir kvik­mynd­ina Judge Dredd í júlí­mán­uði árið 1994. Fram­leið­end­urnir ótt­uð­ust að ef út frétt­ist að kvik­mynd með sjálfum Sylv­ester Stallone væri tekin upp hér þá myndi fólk streyma að. En svo var tekin ákvörð­un um að hann kæmi ekki til lands­ins heldur yrði not­aður stað­geng­ill. ­Stað­geng­ill­inn var reyndar Íslend­ingur að nafni Sig­urður John Lúð­víks­son, sem rak um tíma versl­anir sem seldu hjálp­ar­tæki ást­ar­lífs­ins, hann var nauða­lík­ur Sly. Myndin er gerð eftir sam­nefndri breskri teikni­mynda­sögu þar sem árið er 2080 og Jörðin svotil ónýt. Fólk býr í lok­uðum risa­borgum og „dóm­ar­ar“ sjá um allt í senn, lög­gæslu, dóms­úr­skurði og fang­elsun eða aftök­ur. Ein­ungis eitt ­lítið atriði var tekið upp hér, í námunda við Heklu. Fram­leið­andi mynd­ar­innar sagði: „Við komum til Íslands ein­göngu til að mynda lands­lag­ið. Okkur vant­að­i gróð­ur­laust og dálítið ógn­vekj­andi lands­lag og eftir nokkra leit fundum við það ­sem við vorum að leita að.“5. Star Wars: The ­Force Awa­kens (2015)

Íslend­ingar spennt­ust upp þegar þeir fréttu af því að ein­hverjir hlutar nýj­ustu kvik­mynd­ar­innar um Stjörnu­stríðið yrðu teknir hér á landi. Tökulið komu hingað í nokkur skipti á árinu 2014 en mikil leynd hvíldi yfir verk­efn­inu. Sögu­sagn­ir flugu t.a.m. um að Chewbacca hefði sést á Eyja­fjalla­jökli og að ísplánetan Hoth úr annarri mynd­inni, The Emp­ire Stri­kes Back, væri komin aftur til sög­unn­ar. Þegar myndin kom loks í kvik­mynda­hús var ljóst að Ísland var í miklu auka­hlut­verki og erfitt að greina hvað var tekið hér upp. Jafn­vel ein­ungis bak­grunns­skot. Vitað er að tökulið­in voru að störfum við eld­gíg­inn Víti í Kröflu og á svörtum Mýr­dals­sand­inum. En einnig er vitað ein­hver atriði fyrir næstu Stjörnu­stríðs­mynd, Rogue One, voru tekin hér á svip­uð­u­m ­tíma. Hvort Ísland verður í stærra hlut­verki þar verður að koma í ljós.4. Oblivion (2013)

Oblivion ger­ist árið 2077 þegar mann­kynið hefur þurft að flýja Jörð­ina til Tít­ans, sem er eitt af tunglum Sat­úrnus­ar, vegna stríðs. Par ­sem leikið er af Tom Cru­ise og Andreu Rise­borough er skilið eftir á Jörð­inn­i til að hafa eft­ir­lit með henn­i.....eða svo halda þau. Tökulið kom hingað til­ lands í júní 2012 og var tekið upp á tveimur stöð­um. Ann­ars vegar við Jarl­hettur, sem er fjall­garður sem stendur við rætur Lang­jök­uls, og hins vegar við gíg­inn Hrossa­borg á Mývatns­ör­æf­um. Myndin ger­ist á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna og var hinn 10 þús­und ára gamli gígur not­aður sem amer­ískur ruðn­ings­leik­vang­ur, eyði­lagður af stríði. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, Jos­eph Kos­in­ski, nýtti sér­ ­ís­lensku næt­ur­sól­ina við gerð mynd­ar­inn­ar. Oblivion er vís­inda­skáld­skapur af gamla skól­anum og kvöld­birtan gefur af sér sér­stakt and­rúms­loft sem hentar ein­stak­lega vel. Myndin er dálítið und­ar­leg fyr­ir­ ­ís­lenska áhorf­end­ur. Það er klippt er ótt og títt milli atriða sem voru tek­in ­upp hér og atriða sem voru tekin upp í Kali­forníu líkt og þetta sé sami stað­ur­inn. Lands­lagið gæti vart verið frá­brugðn­ara.3. Inter­stell­ar (2014)

Inter­stellar er heimsenda­mynd sem ger­ist í nálægri fram­tíð. Óút­skýrður korn­skortur ógnar mann­kyni og er því brugðið á það ráð að leita að nýrri plánetu til að búa á. Á köflum er Inter­stellar í raun frekar eins og kennslu­stund í eðl­is­fræði heldur en kvik­mynd í hefð­bundnum skiln­ingi. Tökur hófust hér í ágúst árið 2013 og átti Ísland að vera stað­geng­ill tveggja ólíkra pláneta. Önnur plánetan átti að vera þakin ís. ­Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, Christopher Nolan, valdi Svína­fells­jökul þar sem það var svæði sem hann þekkti vel eft­ir ­gerð Bat­man Beg­ins. Hin plánetan átt­i að vera þakin grunnu vatni. Hent­ugur staður fannst í Máfa­bót við ósa Skaftár nálægt Kirkju­bæj­ar­klaustri. htt­p://www.thelocationguide.com/blog/2014/11/ng-film-christoph­er-nolan-films-sci-fi-epic-inter­stell­ar-in-al­berta-and-iceland/Mjög fjöl­mennt tökulið kom að utan, um 350 manns, og Íslend­ing­arnir voru um 130.  Þorpið í Kirkju­bæj­ar­klaustri var al­ger­lega und­ir­lagt á þessum tíma, hvert gistirími nýtt og fólk leigði út hús­in sín.

 

2. Prometheus (2012)

Myndin er hluti af Alien ser­í­unni en ger­ist fyrr, árið 2093. Hún ger­ist mest­megnis á tungli sem nefn­ist L­V-223 og öll atriði sem ger­ast utandyra eru tekin upp á Íslandi. Tveir stað­ir voru valdir fyrir tök­urnar sem fóru fram sum­arið 2011. Ann­ars vegar er það Detti­foss í Jök­ulsá á Fjöll­um, þar ­ger­ist byrj­un­ar­at­riði mynd­ar­inn­ar. Hins vegar er það Dóma­dalur við rætur Heklu. Leik­stjóri mynd­ar­innar var Ridley Scott, sá hinn sami og gerði upp­runa­legu Alien mynd­ina frá 1979. Hann hafði upp­haf­lega hugsað sér suð­ræna eyði­mörk sem lands­lag LV-223, t.a.m. í Norð­ur­-Afr­íku eða Mojave í Banda­ríkj­un­um. En svo heill­að­ist hann að Íslandi sem honum fannst minna sig á júra-­tíma­bilið (fyr­ir­ 200-150 milljón árum). „Við erum að ­skjóta upp­haf tím­ans!“ Tak­markið var að ná fram eins frum­stæðu og líf­lausu lands­lagi og hægt var, ­síðan sjá tölvur um rest.1.Game of Thro­nes (2011-)

Það er óhætt að segja að fram­leið­endur mið­alda­fantasíu­þátt­anna Game of Thro­nes séu skotnir í Ís­landi. Ekki nóg með að fjöl­mörg atriði þátt­anna hafa verið tekin hér upp þá hafa Íslend­ingar verið fengnir til að leika í þátt­unum líka, þ.e. Haf­þór Júl­íus ­Björns­son og hljóm­sveit­irnar Sigur Rós og Of Mon­sters and Men. Íslandi brá ­fyrst fyrir í þátt­unum í annarri ser­íu. Tökulið kom í nóv­em­ber 2011 og skaut ­senur bæði á Vatna­jökli og Mýr­dalsjökli. Síðan þá hafa verið tek­in ­upp atriði fyrir þætt­ina hér á hverju ári nema árið 2014. Atriði hafa ver­ið ­tekin upp víða um land. Mörg voru tekin upp í Mývatns­sveit, þ.e. í Dimmu­borgum, Hver­felli og Grjóta­gjá. Þá hefur einnig verið tekið upp á Þing­völlum, Goða­fossi, Hval­firði og Grund­ar­firði. Ást­ar­sam­band Íslands og Krúnu­leik­anna er alls ekki búið. Við munum ábyggi­lega sjá nóg af Íslandi í næstu ser­íu, þeirri sjö­undu, því tökulið mun mæta hingað í jan­úar 2017 og von er á mörgum af helstu­leik­urum ser­í­unnar.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmynd að útliti smáhýsa eða íbúðarhúsa við Svínhóla.
Sjötíu herbergja lúxushótel í Lóni þarf ekki í umhverfismat
Stefnt er að opnun heilsulindar og hótels í landi Svínhóla á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs árið 2022. Hótelkeðjan Six Senses mun sjá um reksturinn. Hótelið yrði í nágrenni Lónsfjarðar og byggingarmagn er áætlað 20 þúsund fermetrar.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None