Topp 10 - Erlendar kvikmyndir á Íslandi

Ísland hefur umbreyst í kvikmyndaver þar sem náttúra landsins er í lykilhlutverki.

Kristinn Haukur Guðnason
Game of Thrones
Auglýsing

Topp 10 – Erlend­ar ­kvik­myndir á Íslandi

Upp úr 1980 varð sprengja í íslenskri kvik­mynda­gerð og ­iðn­að­ur­inn hefur vaxað og dafnað æ síð­an. Upp úr 2005 varð svo ann­ars konar spreng­ing, þ.e í erlendri kvik­mynda-og þátta­gerð hér á landi. Þetta gerð­ist að ein­hverju ­leyti vegna laga­setn­ingar frá árinu 1999 þar sem kvik­mynda­fram­leið­endur gát­u ­fengið 12% end­ur­greiðslu af fram­leiðslu­kostn­aði hér­lend­is. Önnur ástæða er gott að­gengi, vega­kerfi og stuttar vega­lengdir að töku­stöð­um. En helsta ástæð­an hlýtur að vera hið ein­staka lands­lag sem hentar einkar vel, sér­stak­lega í hasar­myndir og vís­inda­skáld­skap. Ísland er komið í tísku í Hollywood og erlend ­tökulið koma nú hingað á hverju ein­asta ári. Hér eru nokkrar af bestu mynd­un­um og þátt­unum sem teknar hafa verið upp hér á landi.

10. Bat­man Beg­ins (2005)

Auglýsing

Leð­ur­blöku­mað­ur­inn hefur verið kvik­mynd­aður í bak og fyrir í gegnum tíð­ina og Bat­man Beg­ins var ­fyrsta myndin í tríló­gíu leik­stjór­ans Christopher Nol­an. Hans myndir höfð­u ­miklu alvar­legri og dekkri tón en hinar eldri og því til­valið að fá hrjóstrug­t ­ís­lenskt lands­lag að láni. Tekið var upp við Svína­fells­jökul í vest­an­verðum Vatna­jökli en veður setti reynd­ar ­strik í reikn­ing­inn (það var ekki nægur snjór á svæð­in­u!). Jök­ull­inn  var stað­geng­ill fyrir Himala­yja­fjöll­in, nán­ar til­tekið í litla Mið-Asíu rík­inu Bhut­an. Þar lærir hinn ungi Bruce Wayne all­ar sínar bar­daga­listir af fram­tíðar ill­menn­inu Ra´s al Ghul (Liam Neeson).  Christ­ian Bale, sem fór með hlut­verk leð­ur­blöku­manns­ins, var ekk­ert sér­stak­lega hrif­inn af veru sinni hér. „Það er fokk­ing kalt á Íslandi. Og þeir borða hvali – þeir borða hvað ­sem er – lunda.“ Bale, sem er sjálfur mik­ill dýra­vernd­un­ar­sinni, seg­ist einnig hafa verið hræddur um líf sitt við tök­urnar á jökl­inum sem bráðn­aði ogbrotn­aði undan leik­ur­un­um. 9. The Secret Life of Walter Mitty (2013)

Ben Stiller var allt í öllu í gam­an­mynd­inni um Walter Mitt­y, ­skrif­stofu­blók sem ferð­ast um heim­inn í leit að týndum ljós­mynd­ara tíma­rits­ins Life. Hann lék aðal­hlut­verk­ið, ­leik­stýrði og fram­leiddi mynd­ina. Hann var líka út um allt Ísland við tökur og annar hver Íslend­ingur sagð­ist hafa séð honum bregða fyr­ir.  Stór hluti mynd­ar­innar ger­ist á Íslandi en Ís­land leikur ekki bara sjálft sig. Atriði sem eiga að ger­ast á Græn­landi og í Af­ghanistan voru einnig tekin upp hér á landi. Stiller og félagar tóku upp á Stykk­is­hólmi, Grund­ar­firði, Garð­inum, Hvera­dölum, Þjórs­ár­brú, Skóga­fossi, Breiða­merk­ur­sandi, Höfn, Seyð­is­firði og ­sjálfu Geira­bak­arí í Borg­ar­nesi. Fyrir Íslend­inga er ein­stak­lega rugl­ings­legt að horfa á mynd­ina, þ.e. ef mað­ur­ þekkir til stað­anna. Heiti staða og fjar­lægðir milli þeirra eru alger­lega af­bak­að­ar. Ólíkt Bale þá var Stiller ákaf­lega snort­inn af landi og þjóð.8. Beowulf and Grendel (2005)

Myndin er byggð á enska mið­alda­kvæð­inu Bjólfs­kviðu og ger­ist í Skand­in­avíu í kringum árið 500. Kvið­an fjallar um hetj­una Bjólf (Ger­ard Butler) og ris­ann Grendil (Ingvar E. ­Sig­urðs­son). Sturla Gunn­ars­son leik­stýrði mynd­inni, Vestur Íslend­ingur sem ­flutti til Kanada á barns­aldri. Myndin var að hluta til íslensk fram­leiðsla, hún er alfarið skotin hér og fjöldi íslenskra leik­ara kemur við sögu t.d. ­Stein­unn Ólína Þor­steins­dóttir og Ólafur Darri Ólafs­son. Hún er þó fyrst og fremst kanadísk og því á enskri tungu. Tökur fóru aðal­lega fram við Skóga­foss og Jök­ulsár­lón en veður reynd­ist tökulið­inu mjög erfitt. Það vor­u ein­hverjir mestu vindar í manna minn­um. Margir bílar tökuliðs­ins skemmdust þegar þeir urðu fyrir fjúk­andi hlut­um, þak­plötur rifn­uðu af húsum og vegir voru­víða lok­aðir.  ­Þrátt fyrir erf­ið­leik­ana við tök­urnar og mis­jafnt gengi mynd­ar­inn­ar, bæði hvað varðar aðsókn og gagn­rýni, þá var Stur­la ­yfir sig hrif­inn af landi og þjóð og hefur síðan aug­lýst landið og hvatt fólk til að koma hing­að.7. A View to a Kill (1985)

Sein­asta Bond-­mynd Roger Moore og sú 14. í ser­í­unni um ­spæj­ar­ann var kvik­myndin sem kom íslenskri nátt­úru á kortið í Hollywood. Roger Moore kom þó aldrei hingað né neinn af aðal­leik­urum mynd­ar­innar eða ­leik­stjór­inn. Það var svo­kallað 2. tökulið, sem kom hingað í júní 1984 og tók ­upp senur í Jök­ulsár­lóni og á Breiða­merk­ur­jökli.  Atriðið var eitt af þessum fræg­u opn­un­ar­at­riðum sem yfir­leitt tengj­ast sögu­þræði Bond mynd­anna ekki neitt. Ís­land (og Sviss) var að þessu sinni stað­geng­ill Síberíu þar sem 007 flýr und­an­ rauða hernum á skíð­um, snjó­sleða og snjó­bretti auk þess sem hann grandar þyrlu. Allt leikið af áhættu­leik­urum og íslenskum skíða­mönn­um. Meðal þeirra sem léku í at­rið­inu var Ari Trausti Guð­munds­son jarð­fræð­ing­ur. Þyrlan, sem flutt var frá Skotlandi, var m.a. notuð við sjúkra­flug á með­an ­tök­unum stóð.6. Judge Dredd (1995)

Mikil leynd hvíldi yfir tökum fyrir kvik­mynd­ina Judge Dredd í júlí­mán­uði árið 1994. Fram­leið­end­urnir ótt­uð­ust að ef út frétt­ist að kvik­mynd með sjálfum Sylv­ester Stallone væri tekin upp hér þá myndi fólk streyma að. En svo var tekin ákvörð­un um að hann kæmi ekki til lands­ins heldur yrði not­aður stað­geng­ill. ­Stað­geng­ill­inn var reyndar Íslend­ingur að nafni Sig­urður John Lúð­víks­son, sem rak um tíma versl­anir sem seldu hjálp­ar­tæki ást­ar­lífs­ins, hann var nauða­lík­ur Sly. Myndin er gerð eftir sam­nefndri breskri teikni­mynda­sögu þar sem árið er 2080 og Jörðin svotil ónýt. Fólk býr í lok­uðum risa­borgum og „dóm­ar­ar“ sjá um allt í senn, lög­gæslu, dóms­úr­skurði og fang­elsun eða aftök­ur. Ein­ungis eitt ­lítið atriði var tekið upp hér, í námunda við Heklu. Fram­leið­andi mynd­ar­innar sagði: „Við komum til Íslands ein­göngu til að mynda lands­lag­ið. Okkur vant­að­i gróð­ur­laust og dálítið ógn­vekj­andi lands­lag og eftir nokkra leit fundum við það ­sem við vorum að leita að.“5. Star Wars: The ­Force Awa­kens (2015)

Íslend­ingar spennt­ust upp þegar þeir fréttu af því að ein­hverjir hlutar nýj­ustu kvik­mynd­ar­innar um Stjörnu­stríðið yrðu teknir hér á landi. Tökulið komu hingað í nokkur skipti á árinu 2014 en mikil leynd hvíldi yfir verk­efn­inu. Sögu­sagn­ir flugu t.a.m. um að Chewbacca hefði sést á Eyja­fjalla­jökli og að ísplánetan Hoth úr annarri mynd­inni, The Emp­ire Stri­kes Back, væri komin aftur til sög­unn­ar. Þegar myndin kom loks í kvik­mynda­hús var ljóst að Ísland var í miklu auka­hlut­verki og erfitt að greina hvað var tekið hér upp. Jafn­vel ein­ungis bak­grunns­skot. Vitað er að tökulið­in voru að störfum við eld­gíg­inn Víti í Kröflu og á svörtum Mýr­dals­sand­inum. En einnig er vitað ein­hver atriði fyrir næstu Stjörnu­stríðs­mynd, Rogue One, voru tekin hér á svip­uð­u­m ­tíma. Hvort Ísland verður í stærra hlut­verki þar verður að koma í ljós.4. Oblivion (2013)

Oblivion ger­ist árið 2077 þegar mann­kynið hefur þurft að flýja Jörð­ina til Tít­ans, sem er eitt af tunglum Sat­úrnus­ar, vegna stríðs. Par ­sem leikið er af Tom Cru­ise og Andreu Rise­borough er skilið eftir á Jörð­inn­i til að hafa eft­ir­lit með henn­i.....eða svo halda þau. Tökulið kom hingað til­ lands í júní 2012 og var tekið upp á tveimur stöð­um. Ann­ars vegar við Jarl­hettur, sem er fjall­garður sem stendur við rætur Lang­jök­uls, og hins vegar við gíg­inn Hrossa­borg á Mývatns­ör­æf­um. Myndin ger­ist á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna og var hinn 10 þús­und ára gamli gígur not­aður sem amer­ískur ruðn­ings­leik­vang­ur, eyði­lagður af stríði. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, Jos­eph Kos­in­ski, nýtti sér­ ­ís­lensku næt­ur­sól­ina við gerð mynd­ar­inn­ar. Oblivion er vís­inda­skáld­skapur af gamla skól­anum og kvöld­birtan gefur af sér sér­stakt and­rúms­loft sem hentar ein­stak­lega vel. Myndin er dálítið und­ar­leg fyr­ir­ ­ís­lenska áhorf­end­ur. Það er klippt er ótt og títt milli atriða sem voru tek­in ­upp hér og atriða sem voru tekin upp í Kali­forníu líkt og þetta sé sami stað­ur­inn. Lands­lagið gæti vart verið frá­brugðn­ara.3. Inter­stell­ar (2014)

Inter­stellar er heimsenda­mynd sem ger­ist í nálægri fram­tíð. Óút­skýrður korn­skortur ógnar mann­kyni og er því brugðið á það ráð að leita að nýrri plánetu til að búa á. Á köflum er Inter­stellar í raun frekar eins og kennslu­stund í eðl­is­fræði heldur en kvik­mynd í hefð­bundnum skiln­ingi. Tökur hófust hér í ágúst árið 2013 og átti Ísland að vera stað­geng­ill tveggja ólíkra pláneta. Önnur plánetan átti að vera þakin ís. ­Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, Christopher Nolan, valdi Svína­fells­jökul þar sem það var svæði sem hann þekkti vel eft­ir ­gerð Bat­man Beg­ins. Hin plánetan átt­i að vera þakin grunnu vatni. Hent­ugur staður fannst í Máfa­bót við ósa Skaftár nálægt Kirkju­bæj­ar­klaustri. htt­p://www.thelocationguide.com/blog/2014/11/ng-film-christoph­er-nolan-films-sci-fi-epic-inter­stell­ar-in-al­berta-and-iceland/Mjög fjöl­mennt tökulið kom að utan, um 350 manns, og Íslend­ing­arnir voru um 130.  Þorpið í Kirkju­bæj­ar­klaustri var al­ger­lega und­ir­lagt á þessum tíma, hvert gistirími nýtt og fólk leigði út hús­in sín.

 

2. Prometheus (2012)

Myndin er hluti af Alien ser­í­unni en ger­ist fyrr, árið 2093. Hún ger­ist mest­megnis á tungli sem nefn­ist L­V-223 og öll atriði sem ger­ast utandyra eru tekin upp á Íslandi. Tveir stað­ir voru valdir fyrir tök­urnar sem fóru fram sum­arið 2011. Ann­ars vegar er það Detti­foss í Jök­ulsá á Fjöll­um, þar ­ger­ist byrj­un­ar­at­riði mynd­ar­inn­ar. Hins vegar er það Dóma­dalur við rætur Heklu. Leik­stjóri mynd­ar­innar var Ridley Scott, sá hinn sami og gerði upp­runa­legu Alien mynd­ina frá 1979. Hann hafði upp­haf­lega hugsað sér suð­ræna eyði­mörk sem lands­lag LV-223, t.a.m. í Norð­ur­-Afr­íku eða Mojave í Banda­ríkj­un­um. En svo heill­að­ist hann að Íslandi sem honum fannst minna sig á júra-­tíma­bilið (fyr­ir­ 200-150 milljón árum). „Við erum að ­skjóta upp­haf tím­ans!“ Tak­markið var að ná fram eins frum­stæðu og líf­lausu lands­lagi og hægt var, ­síðan sjá tölvur um rest.1.Game of Thro­nes (2011-)

Það er óhætt að segja að fram­leið­endur mið­alda­fantasíu­þátt­anna Game of Thro­nes séu skotnir í Ís­landi. Ekki nóg með að fjöl­mörg atriði þátt­anna hafa verið tekin hér upp þá hafa Íslend­ingar verið fengnir til að leika í þátt­unum líka, þ.e. Haf­þór Júl­íus ­Björns­son og hljóm­sveit­irnar Sigur Rós og Of Mon­sters and Men. Íslandi brá ­fyrst fyrir í þátt­unum í annarri ser­íu. Tökulið kom í nóv­em­ber 2011 og skaut ­senur bæði á Vatna­jökli og Mýr­dalsjökli. Síðan þá hafa verið tek­in ­upp atriði fyrir þætt­ina hér á hverju ári nema árið 2014. Atriði hafa ver­ið ­tekin upp víða um land. Mörg voru tekin upp í Mývatns­sveit, þ.e. í Dimmu­borgum, Hver­felli og Grjóta­gjá. Þá hefur einnig verið tekið upp á Þing­völlum, Goða­fossi, Hval­firði og Grund­ar­firði. Ást­ar­sam­band Íslands og Krúnu­leik­anna er alls ekki búið. Við munum ábyggi­lega sjá nóg af Íslandi í næstu ser­íu, þeirri sjö­undu, því tökulið mun mæta hingað í jan­úar 2017 og von er á mörgum af helstu­leik­urum ser­í­unnar.Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None