Hver Norðmaður fær 18 sinnum meira í auðlindaskatt en Íslendingur

Það þarf að rukka ferðamenn fyrir að leggja við helstu ferðamannastaði, hækka gistináttagjald, samræma auðlindarentu fyrir nýtingu í sjávarútvegi og orkuframleiðslu. Ísland á að fá hærri skattgreiðslur fyrir nýtingu á auðlindum þjóðarinnar.

Ferðaþjónusta felur í sér auðlindanýtingu. Og hana er hægt að skattleggja t.d. með bílastæðagjöldum og hærri gistináttaskatti.
Ferðaþjónusta felur í sér auðlindanýtingu. Og hana er hægt að skattleggja t.d. með bílastæðagjöldum og hærri gistináttaskatti.
Auglýsing

Skatt­tekjur hvers Norð­manns vegna auð­linda­nýt­ingar eru 18 sinnum hærri en þær skatt­tekjur sem skila sér í gegnum sam­neysl­una til hvers Íslend­ings. Skatt­tekjur af auð­lindum á hvern íbúa í Nor­egi eru 416.400 krónur en á Íslandi eru þær 23 þús­und krón­ur. Í Nor­egi kemur skatt­ur­inn að mestu vegna nýt­ingu á olíu (404 þús­und krón­ur) en einnig vegna orku­skatta. Á Íslandi er eina nýt­ing­ar­gjaldið sem greitt er fyrir afnot af auð­lindum þjóð­ar­innar veiði­gjald í sjáv­ar­út­vegi, sem hefur farið hríð­lækk­andi á und­an­förnum árum. Þetta kemur fram í skýrslu sjálf­stæðrar verk­efna­stjórnar Sam­ráðs­vett­vangs um aukna hag­sæld um breyt­ingar og umbætur á skatt­kerfi sem birt var í dag.

Verk­efn­is­stjórn­in, sem hóf störf í febr­úar á þessu ári, var skipuð sex sér­fræð­ingum í skatt­mál­um. Dr. Daði Már Krist­ó­fers­son, dós­ent í hag­fræði og for­seti Félags­vís­inda­sviðs Háskóla Íslands fór fyrir verk­efn­is­stjórn­inni en hún var jafn­framt skipuð þeim Völu Val­týs­dóttur lög­fræð­ingi, dr. Axel Hall hag­fræð­ingi, Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni hag­fræð­ingi, Elínu Elmu Arth­urs­dóttur frá rík­is­skatt­stjóra og Alex­ander Edvards­syni lög­giltum end­ur­skoð­anda. Verk­efn­is­stjórnin hefur þegar kynnt til­lögur sínar fyrir Sam­ráðs­vett­vangn­um.

Það þarf að hækka auð­linda­gjöld

Í skýrsl­unni er meðal ann­ars fjallað sér­stak­lega um breyt­ingar á umhverf­is- og auð­linda­gjöld­um. Þar segir að þrjár meg­in­stoðir séu í auð­linda­geir­anum á Íslandi: ferða­þjón­usta, sjáv­ar­út­vegur og álf­ram­leiðsla. Útflutn­ings­tekjur á hvern Íslend­ing séu 1.096 þús­und krónur vegna ferða­þjón­ustu, 796 þús­und vegna sjáv­ar­út­vegs og 717 vegna álf­ram­leiðslu.

Auglýsing

Skýrslu­höf­undar segja að vegna tak­mark­aðs magns auð­linda þá þurfi arð­semi að aukast í öllum auð­linda­geirum á kom­andi árum. Gjöld fyrir nýt­ingu þeirra sem end­ur­spegli umfram­hagnað eða auð­lind­arentu séu því hag­kvæm tekju­öfl­un. Því er verk­efna­stjórnin að leggja til að umfangs­meiri en sam­ræmd­ari gjöld verði lögð á auð­linda­nýt­ingu sem skili meiru í rík­is­kass­ann ef atvinnu­veg­irnir sem nýta auð­lind­irnar gangi vel. Það sem kemur inn til við­bótar eigi að fara í að lækka aðra skatta á borð við virð­is­auka­skatt, tekju­skatt ein­stak­linga og trygg­inga­gjald. Þannig njóti sem flestir ábatans.

Hækka gistin­átta­skatt og setja á bíla­stæða­gjöld

Verk­efna­stjórnin leggur fram fimm til­lög­ur. Í ferða­þjón­ustu leggur hún til að inn­heimta bíla­stæða­gjalda við ferða­manna­staði verði aukin og auð­veld­uð, enda séu bíla­stæða­gjöld regla fremur en und­an­tekn­ing við fjöl­farna ferða­manna­staði alls staðar um hinn vest­ræna heim. Hún leggur einnig til að gistin­átta­skatti verði breytt og hann hækk­að­ur. 

Í til­lög­unum er lagt til að föst fjár­hæð verði rukkuð fyrir hverja gistnótt en að tjald­svæði verði und­an­þegin skatt­lagn­ing­unni. Þar er einnig lagt til að stærstur hluti skatt­tekn­anna renni til sveit­ar­fé­lag­anna þar sem skatt­ur­inn myndast, enda hafi þau orðið eft­irá í tekju­öflun vegna vax­andi ferða­þjón­ustu þrátt fyrir að leika lyk­il­hlut­verk í mót­töku þeirra. Þá eigi hluti tekn­anna að renna í fram­kvæmda­sjóð ferða­mála.

Gjalda­taka í sjáv­ar­út­vegi mark­ist af afkomu

Um fátt hefur verið deilt jafn hat­ramm­lega und­an­farna ára­tugi á Íslandi og skipt­ingu arð­semi vegna nýt­ingu á fisk­veiði­auð­lind­inni. Þar hefur langstærsti hluti arð­sem­innar fallið eig­endum sjáv­ar­út­vegs, sem hafa fengið úthlutað kvóta end­ur­gjalds­laust, í té. Kjarn­inn greindi til að mynda frá því um liðna helgi að Sam­herji, stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, hefði hagn­ast um 71,7 millj­arða króna á fimm árum. Tveir menn eiga Sam­herja að mestu. Veið­gjöld sem lögð hafa verið á útgerðir lands­ins hafa lækkað um sam­tals 23 pró­sent í valda­tíð sitj­andi rík­is­stjórnar og voru tæp­lega fimm millj­arðar króna í fyrra.

Verk­efna­stjórnin leggur til fyr­ir­komu­lag nýt­inga­réttar og gjald­töku verði byggt á sömu mál­efna­legu rökum óháð teg­und auð­linda. Gjald­takan eigi meðal ann­ars að end­ur­spegla afkomu í veið­um.

Skýrslu­höf­undar leggja því til að gerðir verði einka­rétt­ar­legir nýt­inga­samn­ingar með föstum gild­isíma í stað úthlutun afla­marks. Gjaldið sem greitt verði sé ákvarðað á mark­aðs­for­sendum og byggir á afla­brögðum og verði á sama fisk­veiði­ári.

Búa á til auð­linda­sjóð

Sama eigi að gilda um orku­fram­leiðslu. Þar verði gerðir lang­tíma­samn­ingar um greiðslu orku­skatta og að eign­ar­haldi auð­linda í eigu rík­is­ins safnað saman á einn stað. Slíkur staður yrði þá ein­hvers konar auð­linda­sjóð­ur.

Verk­efna­stjórnin vill auk þess hækka kolefn­is­gjald, en tekjur rík­is­ins af því voru rúm­lega þrír millj­arðar króna á árinu 2015. „Hækkun gjalds­ins gæti skilað umtals­verðri aukn­ingu á tekjum og skapað hvata til að draga úr losun á þann hátt sem er skil­virkast­ur,“ segir í skýrsl­unni.

Kjarn­inn mun halda áfram að fjalla um þær til­lögur sem lagðar eru fram um breyt­ingar og umbætur á skatt­kerf­inu á næst­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None