Kosningabaráttan færist á Facebook

Myndbönd eru vinsælasta efnið á Facebook um þessar mundir og því hefur verið spáð að þau verði algjörlega ráðandi á næstu árum. Frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingu hafa verið mjög duglegir við að koma sér á framfæri á Facebook.

Facebook.Homepage.jpg
Auglýsing
Þau sem fylgj­ast vel með á Face­book vita hvað mynd­bönd hafa fengið mikið vægi þar á und­an­förnum miss­er­um. Sam­fé­lags­mið­ill­inn hefur ein­sett sér að verða vett­vangur fyrir mynd­bönd og hefur gripið til aðgerða til að tryggja að mynd­bönd njóti vin­sælda. 

Face­book hefur greint frá því að horft sé á yfir 100 millj­ónir klukku­tíma af mynd­böndum á Face­book á hverjum degi. Nicola Mendelsohn, yfir­maður Face­book í Evr­ópu, Mið­aust­ur­löndum og Afr­íku, hefur meira að segja spáð því að innan fimm ára verði Face­book lík­lega ein­göngu í mynd­banda­formi. „Besta leiðin til að segja sögur í þessum heimi, þar sem svo mikið af upp­lýs­ingum er beint að okk­ur, er með mynd­bönd­um. Þú færð svo miklu meiri upp­lýs­ingar á mun styttri tíma. Svo þetta hjálpar okkur að melta meiri upp­lýs­ing­ar,“ sagði Mendelsohn á ráð­stefnu í London í júní síð­ast­liðn­um. 

Það er greini­legt af próf­kjörs­bar­áttum und­an­far­inna vikna, sér­stak­lega í Sjálf­stæð­is­flokki og Sam­fylk­ingu, að þar ætlar fólk ekki að láta þessa tækni og leið til að koma sér á fram­færi renna sér úr greip­um. 

Auglýsing

Að minnsta kosti átján fram­bjóð­endur í próf­kjörum og flokksvölum þess­ara flokka réð­ust í mynd­banda­gerð í bar­áttu sinni, og Kjarn­inn tók saman brot af mynd­bönd­un­um. 

Sumir fóru þá leið að birta „venju­leg mann­eskju­við­töl“ þar sem talað er almennt um fram­bjóð­and­ann, en ekki um stjórn­mál­in. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sem hreppti annað sætið hjá Sjálf­stæð­is­flokknum í Reykja­vík, var einna dug­leg­astur í mynd­banda­gerð og eitt mynd­bandið var með þessum hætti. Hann birti hins vegar líka hálf­gert grín­mynd­band, þar sem hann segir sögu af sjálfum sér buxna­lausum í ræðu­stól Alþing­is, og mynd­bönd um mál­efni sem hann hyggst berj­ast fyr­ir. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir náði líka mjög góðum árangri í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík og lenti í þriðja sæti. Hún gerði mörg mynd­bönd, flest um mál­efn­in, en einnig eitt grín- og mann­eskju­legt mynd­band, þar sem hún er sýnd í öðru ljósi. Óli Björn Kára­son og Jón Gunn­ars­son náðu góðum árangri hjá Sjálf­stæð­is­mönnum í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, en það gerði Elín Hirst ekki. Þau birtu öll mynd­bönd á Face­book, og Elín var ein fárra sem nýtti sér Face­book Live – að birta mynd­bönd í raun­tíma. 

Mynd­banda­gerð getur verið góð leið fyrir nýja fram­bjóð­endur að kynna sig. Sema Erla Serdar og Mar­grét Gauja Magn­ús­dóttir náðu fínum árangri í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­innar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi um helg­ina. Guð­mundur Ari Sig­ur­jóns­son var einnig í fram­boði þar, og lenti í fjórða sæti. Hann réðst ekki í mynd­banda­gerð, en aug­lýsti þess í stað mynd­bands­klippur úr við­tali við hann á Hring­braut. Hjá Sam­fylk­ing­unni í Reykja­vík voru mynd­böndin líka vin­sæl. Helgi Hjörvar þing­maður gerði nokkur slík, meðal ann­ars með dýr­unum sínum tveim­ur. Nýir fram­bjóð­endur voru sem fyrr segir dug­legir við að koma sér á fram­færi með mynd­bönd­um. 

Í Norð­vest­ur­kjör­dæmi not­uðu bæði Inga Björk Bjarna­dóttir og Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dóttir mynd­bönd í bar­áttu sinni, en Guð­jón Brjáns­son gerði það ekki. Hann lenti í fyrsta sæti, Inga í öðru og Ólína í því þriðja. Hún ætlar ekki að taka sæt­ið. 

Hjá Sjálf­stæð­is­flokknum í Suð­ur­kjör­dæmi var bar­áttan hvað hörð­ust. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, birti fjölda­mörg mynd­bönd, bæði með sjálfri sér og einnig fjölda stuðn­ings­manna sem tíund­uðu kosti henn­ar. Páll Magn­ús­son er auð­vitað þaul­vanur sjón­varps­maður og nýtti sér mynd­banda­gerð, bæði í gríni og alvöru. Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, sem lenti í fimmta sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, birti mynd­bönd með stuðn­ings­fólki sínu, meðal ann­ars Ragn­heiði Rík­harðs­dótt­ur, frá­far­andi þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None