Kosningabaráttan færist á Facebook

Myndbönd eru vinsælasta efnið á Facebook um þessar mundir og því hefur verið spáð að þau verði algjörlega ráðandi á næstu árum. Frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingu hafa verið mjög duglegir við að koma sér á framfæri á Facebook.

Facebook.Homepage.jpg
Auglýsing
Þau sem fylgj­ast vel með á Face­book vita hvað mynd­bönd hafa fengið mikið vægi þar á und­an­förnum miss­er­um. Sam­fé­lags­mið­ill­inn hefur ein­sett sér að verða vett­vangur fyrir mynd­bönd og hefur gripið til aðgerða til að tryggja að mynd­bönd njóti vin­sælda. 

Face­book hefur greint frá því að horft sé á yfir 100 millj­ónir klukku­tíma af mynd­böndum á Face­book á hverjum degi. Nicola Mendelsohn, yfir­maður Face­book í Evr­ópu, Mið­aust­ur­löndum og Afr­íku, hefur meira að segja spáð því að innan fimm ára verði Face­book lík­lega ein­göngu í mynd­banda­formi. „Besta leiðin til að segja sögur í þessum heimi, þar sem svo mikið af upp­lýs­ingum er beint að okk­ur, er með mynd­bönd­um. Þú færð svo miklu meiri upp­lýs­ingar á mun styttri tíma. Svo þetta hjálpar okkur að melta meiri upp­lýs­ing­ar,“ sagði Mendelsohn á ráð­stefnu í London í júní síð­ast­liðn­um. 

Það er greini­legt af próf­kjörs­bar­áttum und­an­far­inna vikna, sér­stak­lega í Sjálf­stæð­is­flokki og Sam­fylk­ingu, að þar ætlar fólk ekki að láta þessa tækni og leið til að koma sér á fram­færi renna sér úr greip­um. 

Auglýsing

Að minnsta kosti átján fram­bjóð­endur í próf­kjörum og flokksvölum þess­ara flokka réð­ust í mynd­banda­gerð í bar­áttu sinni, og Kjarn­inn tók saman brot af mynd­bönd­un­um. 

Sumir fóru þá leið að birta „venju­leg mann­eskju­við­töl“ þar sem talað er almennt um fram­bjóð­and­ann, en ekki um stjórn­mál­in. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sem hreppti annað sætið hjá Sjálf­stæð­is­flokknum í Reykja­vík, var einna dug­leg­astur í mynd­banda­gerð og eitt mynd­bandið var með þessum hætti. Hann birti hins vegar líka hálf­gert grín­mynd­band, þar sem hann segir sögu af sjálfum sér buxna­lausum í ræðu­stól Alþing­is, og mynd­bönd um mál­efni sem hann hyggst berj­ast fyr­ir. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir náði líka mjög góðum árangri í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík og lenti í þriðja sæti. Hún gerði mörg mynd­bönd, flest um mál­efn­in, en einnig eitt grín- og mann­eskju­legt mynd­band, þar sem hún er sýnd í öðru ljósi. Óli Björn Kára­son og Jón Gunn­ars­son náðu góðum árangri hjá Sjálf­stæð­is­mönnum í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, en það gerði Elín Hirst ekki. Þau birtu öll mynd­bönd á Face­book, og Elín var ein fárra sem nýtti sér Face­book Live – að birta mynd­bönd í raun­tíma. 

Mynd­banda­gerð getur verið góð leið fyrir nýja fram­bjóð­endur að kynna sig. Sema Erla Serdar og Mar­grét Gauja Magn­ús­dóttir náðu fínum árangri í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­innar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi um helg­ina. Guð­mundur Ari Sig­ur­jóns­son var einnig í fram­boði þar, og lenti í fjórða sæti. Hann réðst ekki í mynd­banda­gerð, en aug­lýsti þess í stað mynd­bands­klippur úr við­tali við hann á Hring­braut. Hjá Sam­fylk­ing­unni í Reykja­vík voru mynd­böndin líka vin­sæl. Helgi Hjörvar þing­maður gerði nokkur slík, meðal ann­ars með dýr­unum sínum tveim­ur. Nýir fram­bjóð­endur voru sem fyrr segir dug­legir við að koma sér á fram­færi með mynd­bönd­um. 

Í Norð­vest­ur­kjör­dæmi not­uðu bæði Inga Björk Bjarna­dóttir og Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dóttir mynd­bönd í bar­áttu sinni, en Guð­jón Brjáns­son gerði það ekki. Hann lenti í fyrsta sæti, Inga í öðru og Ólína í því þriðja. Hún ætlar ekki að taka sæt­ið. 

Hjá Sjálf­stæð­is­flokknum í Suð­ur­kjör­dæmi var bar­áttan hvað hörð­ust. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, birti fjölda­mörg mynd­bönd, bæði með sjálfri sér og einnig fjölda stuðn­ings­manna sem tíund­uðu kosti henn­ar. Páll Magn­ús­son er auð­vitað þaul­vanur sjón­varps­maður og nýtti sér mynd­banda­gerð, bæði í gríni og alvöru. Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, sem lenti í fimmta sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, birti mynd­bönd með stuðn­ings­fólki sínu, meðal ann­ars Ragn­heiði Rík­harðs­dótt­ur, frá­far­andi þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None