QuizUp í baksýnisspeglinum: Upphafið, endirinn og leitin að tekjum

Aðkoma stærstu nýsköpunarsjóða heims að Plain Vanilla hefur haft sýnileg áhrif á íslensku nýsköpunarsenuna. Hallgrímur Oddsson rekur ris og fall Plain Vanilla síðustu þrjú árin.

QuizUp þótti góður leikur strax þegar hann var settur á markað haustið 2013. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að halda notendum og hafa af þeim tekjur.
QuizUp þótti góður leikur strax þegar hann var settur á markað haustið 2013. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að halda notendum og hafa af þeim tekjur.
Auglýsing

Í síð­ustu viku varð ljóst að íslenska tölvu­leikja­fyr­ir­tækið Plain Vanilla, sem fram­leiðir spurn­inga­leik­inn QuizUp, mun hætta starf­semi. Enda­lok fyr­ir­tæk­is­ins urðu ljós í kjöl­far ákvörð­unar NBC-­sjón­varps­stöðv­ar­innar um að fram­leiða ekki spurn­inga­þætti eins og til stóð. Nota átti QuizUp til að etja saman þátt­tak­endum í sjón­varps­sal og áhorf­endum heima í stofu. En þótt slit á sam­starfi við NBC reynd­ist vera síð­asti naglinn í kistu Plain Vanilla, þá vógu aðrir þættir þungt. Frá útgáfu QuizUp hefur erf­ið­lega gengið að skapa tekjur af leikn­um, þrátt fyrir marg­vís­legar til­raun­ir, auk þess sem illa gekk að halda not­endum í leikn­um.

Þessar tvær helstu áskor­anir Plain Vanilla, þ.e. að afla tekna og við­halda not­end­um, eru auð­vitað ekki ein­stak­ar. Fyr­ir­tæki og vöru­línur standa frammi fyrir sömu grund­vallar spurn­ing­um: Hvernig er hægt að fá fólk til að prófa vör­una, hvernig er hægt að fá fólk til að nota vör­una áfram og hvernig er hægt að hafa tekjur af vör­unni? Plain Vanilla átti í engum vand­ræðum með að fá not­endur til að nið­ur­hala leikn­um, eins og frægt er. QuizUp sló met í Apple App Store þegar hann kom út í nóv­em­ber 2013. Erlendir fjöl­miðlar sýndu QuizUp mik­inn áhuga, leik­ur­inn þótti skemmti­legur og vel gerð­ur, og var settur í loftið sam­hliða miklu og vel heppn­uðu mark­aðs­starfi þar sem ein­blínt var á Banda­ríkja­markað.  

Hélt ekki not­endum

Upp­lýs­ingar aðrar en um fjölda nið­ur­hala hafa aldrei verið gerðar opin­ber­ar, t.d. tölur um hversu margir spila QuizUp aftur og aft­ur. En ljóst er að margir not­endur höfðu ein­ungis áhuga á leiknum í skamman tíma, og upp­lifðu það sama hjá fólki í kringum sig. Margir sóttu leik­inn og spil­uðu nokkrum sinnum eða í nokkra daga, en hættu svo. Breyt­ingar sem síðar voru gerðar á leikn­um, og fjallað er um hér að neð­an, snéru að stórum hluta að lausn þessa vanda­máls: Hvernig er hægt að fá not­endur til að spila leik­inn meira og leng­ur?

Auglýsing

Tekju­módel QuizUp var ekki til staðar þegar leik­ur­inn fór í loft­ið. Þor­steinn B. Frið­riks­son, stofn­andi og for­stjóri Plain Vanilla, benti á þessum tíma á að það væru helst íslenskir fjöl­miðlar sem spurðu hvernig leik­ur­inn ætti að skapa tekjur. Í Banda­ríkj­unum séu þær vanga­veltur minni eða ekki til stað­ar. Þor­steinn vís­aði þar til þeirrar stefnu sem var ríkj­andi innan nýsköp­un­ar­geirans á þessum árum. Það var algengt við­horf að upp­bygg­ing nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja fælist á upp­hafs­stigum fyrst og síð­ast í eins mik­illi fjölgun not­enda og hægt var. Þessi stefna var undir miklum áhrifum frá vel­gengni Face­book og náði ákveðnum hátindi um það leyti sem QuizUp kom út í lok árs 2013. Þetta við­horf er ekki nærri jafn ríkj­andi í nýsköp­un­ar­geir­anum í dag.

Mán­uð­irnir eftir útgáfu QuizUp ein­kennd­ust af þess­ari stefnu. Kapp var lagt á að fjölga not­end­um, án þess að sér­stök áhersla væri lögð á að hafa af þeim tekj­ur. Auk „nátt­úru­legrar“ fjölg­unar not­enda sem lásu um leik­inn, heyrðu af honum eða sáu hann á topp­listum App Store,  var leik­ur­inn þýddur á fleiri tungu­mál og unnið að útgáfu fyrir Android-­stýri­kerfi. Allt var þetta mögu­legt í krafti ríf­lega 20 millj­óna dala við­bót­ar­fjár­fest­ingar frá hlut­höf­um, þ.á.m. voru fjár­fest­inga­sjóð­irnir (e. venture capi­tal funds) Sequioa Capi­tal og Tencent Hold­ings, tveir risar í nýsköp­un­ar­heim­in­um.

Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla. Höfuðstöðvar fyrirtækisins við Laugaveg í Reykjavík þykja glæsilegar enda var engu sparað til að gera vinnuaðstæður sem bestar.

Aukið fé gerði fyr­ir­tæk­inu kleift að skapa vinnu­að­stæður og stemn­ingu sem tekið var eft­ir. Plain Vanilla óx hratt á alla kanta, hvort sem litið er til not­enda eða starfs­fólks, sem fljót­lega taldi um 80 manns í nýjum höf­uð­stöðvum á Lauga­vegi, vopnað öllum þeim græjum sem það þurfti og gerði sér glaðan dag á hinum ýmsu þema­dög­um. Fá ef nokkur önnur íslensk fyr­ir­tæki buðu upp á sam­bæri­legar vinnu­að­stæð­ur.

Vildi aðra lausn en aug­lýs­ingar

Fyrir tveimur árum, í sept­em­ber 2014, skrif­aði ég grein sem bar yfir­skrift­ina Hvernig ætlar QuizUp að græða pen­inga? Greinin var ákveðin yfir­ferð yfir rekstur leiks­ins frá útgáfu og einnig vanga­veltur um stöðu og fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins. Plain Vanilla stóð á tíma­mót­um. Breyta átti umhverfi leiks­ins í átt að sam­skipta­miðli. Hug­myndin byggði á því að QuizUp gæti tengt saman fólk með sömu áhuga­mál, ekki ein­göngu til að keppa í spurn­inga­leikjum um áhuga­mál sín heldur einnig á dýpri grunni innan sam­skipta­mið­ils. Vonir stóðu til að nýtt umhverfi myndi skapa grund­völl til að hafa af leiknum tekj­ur. Breytt útgáfa QuizUp fór í loftið í maí 2015, eftir nokkrar tafir, og þannig lítur leik­ur­inn út í dag.

Þor­steinn tal­aði lengi gegn því að birta aug­lýs­ingar í QuizUp en samn­ingar voru þó gerðir við nokkur fyr­ir­tæki, m.a. Coca-Cola og Goog­le, um að ger­ast styrkt­ar­að­ilar ákveð­inna spurn­inga­flokka. Leik­ur­inn gerði heldur aldrei mikið úr svoköll­uðum „in-app purchases“, þar sem not­endur geta keypt ýmis­legt inn í leikn­um, þótt leik­ur­inn sjálfur sé ókeyp­is. Það var að litlu leyti í boði í QuizUp, not­endur gátu t.d. keypt „boost“ til að auka stiga­gjöf og þannig klifið hraðar upp stiga­töfl­ur. En kaupin í leiknum voru aldrei nauð­syn­leg til að auka ánægju af spil­un. Fyrir not­endur var spilun leiks­ins að öllu leyti ókeyp­is. Þetta breytt­ist þó þegar leið á og rík­ari kröfur voru gerðar um tekju­öfl­un. Tekjur er nú sóttar bæði með aug­lýs­ingum og „in-app“ kaup­um.

Tregðan við að reiða sig á aug­lýs­ingar leiddi Plain Vanilla á aðrar og ótroðnar slóð­ir. Utan sam­fé­lags­miðla-til­raun­ar­innar var búin til sér­stök vara fyrir fyr­ir­tæki. Hún kom út í ágúst 2015 og hét QuizUp at Work. Tól­inu var ætlað að „fræða, þjálfa og skapa góðan starfsanda“ að því er sagði í frétta­til­kynn­ingu um QuizUp at Work. Skömmu síðar var önnur vara kynnt til leiks, þar sem not­endum leiks­ins var leyft að búa til sínar eigin spurn­ingar og spurn­inga­flokka í leiknum. Fram að þeim tíma hafði allt slíkt ferli farið í gegnum höf­uð­stöðv­arn­ar, þótt spurn­ing­arnar hafi verið búnar til af hinum og þess­um.

Sjón­varpið síð­asta til­raunin

Haustið 2015 var síðan til­kynnt um sam­komu­lagið við NBC sjón­varps­stöð­ina um gerð spurn­inga­þátta byggða á QuizUp. Eins og fram kom í fréttum síð­ustu viku, þá var mikið lagt undir hjá Plain Vanilla. Þor­steinn sagði að þar hafi of mörg egg verið sett í sömu körfu. Horft í bak­sýn­is­speg­il­inn, þá var veð­málið um vin­sælan sjón­varps­þátt þó eflaust besti kost­ur­inn í stöð­unni haustið 2015. Aðrar leiðir til að festa leik­inn í sessi og hafa af honum nægi­legar tekjur skil­uðu ekki til­ætl­uðum árangri. Aðrar tekju­leiðir en aug­lýs­ingar í leiknum og „in-app“ kaup voru ekki aug­ljós­ar. Sterk tengsl við sjón­varps­þátt NBC hefði sýni­lega getað orðið mikil lyfti­stöng fyrir QuizUp og aukið vin­sældir hans. Á sama tíma er ljóst að gerð sjón­varps­efnis er brot­hætt ferli og ekk­ert öruggt að af þátt­unum yrði, eins og þekkt er í sjón­varps- og kvik­mynda­geir­an­um.

Plain Vanilla hefur frá ára­mótum farið í gegnum hag­ræð­ing­ar­ferli. Starfs­mönnum hefur fækkað og áherslur breyst, en tölvu­leikja­fram­leið­and­inn Glu Mobile kom að rekstr­inum í jan­úar 2016 með yfir­töku í náinni fram­tíð í huga. Áfram verður hægt að spila leik­inn og hann lík­leg­ast seldur öðrum, að því er Plain Vanilla greindi frá í síð­ustu viku. Leik­ur­inn á sér því mögu­lega fram­halds­líf, sem hluti af stærra leikja­fyr­ir­tæki eða rek­inn og þró­aður áfram með lít­illi yfir­bygg­ingu.

Þótt ekki hafi tek­ist að búa til sjálf­bært fyr­ir­tæki í kringum QuizUp, þá er engin ástæða til að gera lítið úr þeim árangri sem náð­ist. Að búa til svo vin­sælan leik er öfunds­verð staða fyrir aðra fram­leið­end­ur. Traustið sem stærstu nýsköp­un­ar­sjóðir heims sýndu Plain Vanilla, með millj­arða króna fjár­fest­ing­um, er til marks um hvað QuizUp hefði getað orð­ið. Sjóðir eins og Sequioa veðja á að virði fjár­fest­inga þeirra marg­fald­ist. Flestar verða þó að litlu eða engu, og það vita sjóð­irnir best allra. Aðkoma þeirra að Plain Vanilla og árangur fyr­ir­tæk­is­ins hefur haft sýni­leg áhrif á íslensku nýsköp­un­ar­sen­una og mun vafa­laust gera það áfram. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None