Skin og skúrir í ferðaþjónustunni

Skoðun á góðum og slæmum sviðsmyndum í ferðaþjónustunni leiðir í ljós að margir áhættuþættir eru í greininni sem gefa þarf meiri gaum.

7DM_4540_raw_1665.JPG
Auglýsing

Það geta skipst á skin og skúrir í ferða­þjón­ust­unni eins og í öðrum geirum, jafn­vel þó lítið annað en gott útlit sé um þessar mund­ir. Við ­getum látið ferða­þjón­ust­una blómstra, en hún getur líka hrunið eins og ­spila­borg. Sú sviðs­mynd er raun­hæfur mögu­leiki.

Þetta má lesa úr úr ítar­legri vinnu KPMG um ferða­þjón­ust­una, þar sem fjallað er um stöðu mála út frá sviðs­mynd­um, en nið­ur­stöður þess­ar­ar vinnu voru kynntar í gær. 

Fjallað er um nokkra þætti, sem komu til umræðu í vinnu KPMG, í nýjasta hlað­varps­þætti Mark­aðsvarps­ins en þar er Einar Bárð­ar­son, hjá Reykja­vík Exc­ursions, gest­ur.

Auglýsing

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, Iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra opn­aði kynn­ing­ar­fund um málið og fór meðal ann­ars yfir­ á­herslur ráðu­neyt­is­ins í tengslum við starf­semi Stjórn­stöðvar ferða­mála. Einnig tóku Hall­dór Hall­dórs­son for­maður Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og Helga Árna­dóttir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) ásamt Óskari Jós­efs­syni fram­kvæmda­stjóra Stjórn­stöðvar ferða­mála, einnig til máls. Fund­ar­stjóri var Grím­ur ­Sæ­mund­sen for­stjóri Bláa lóns­ins og for­maður SAF.

Áhættu­grein­ing

Á fund­inum voru kynntar tvær nýjar ­skýrslur um mál­efni ferða­þjón­ust­unn­ar. Ann­ars vegar um „Hæfni og gæði í ferða­þjón­ustu“ sem Dr. Guð­finna S. Bjarna­dóttir kynnti og hins­vegar nið­ur­stöð­ur­ sviðs­mynda­vinnu og áhættu­grein­ingar KPMG á mögu­legri fram­tíð ferða­þjón­ust­unn­ar á Íslandi árið 2030.

Ferðaþjónustan til umræðu. Ragnheiður Elín Árnadóttir fylgdist grannt með gangi mála.

Sævar Krist­ins­son ráð­gjafi frá KPMG fór ­yfir hlut­verk, til­gang og verk­lag við sviðs­mynda­gerð­ina og áhættu­grein­ing­una. Þær Svan­hildur Kon­ráðs­dótt­ir, sviðs­stjóri menn­ing­ar- og ferða­mála­sviðs Reykja­vík­ur­borgar og Kristín Linda Árna­dótt­ir, for­stjóri Umhverf­is­stofn­un­ar kynntu nið­ur­stöður sviðs­mynda­grein­ing­ar­innar og Gunnar Har­alds­son hag­fræð­ing­ur ­fór yfir nið­ur­stöður áhættu­grein­ing­ar­inn­ar.

Við­horf­ið ­getur skipt sköpum fyrir fram­haldið

Eitt af því sem grein­ing KPMG leiddi í ljós, er að það er sér­stak­lega við­kvæmur áhættu­þátt­ur, þegar kemur að ­ferða­þjón­ustu hér á landi, að við­horf heima­manna sé gott. 

Rann­sóknar sýna að ­ferða­menn eru sér­stak­lega næmir fyrir við­horfi heima­manna og þeirra sem eru að veita þjón­ustu. Í einni sviðs­mynd­inni, Ferða­menn – nei takk, er þetta ­sér­tak­lega dregið fram sem áhættu­þátt­ur.

Sviðs­mynd­irnar sem skoð­aðar vor­u ­sér­stak­lega, skipt­ust í þessar fjór­ar:Niceland“ –

   Inn­við­ir ­sam­fé­lags­ins eru vel í stakk búnir til að taka á móti og standa undir aukn­ing­u ­ferða­manna

Ferða­menn – nei takk

   Land­ið er vin­sæll áfanga­staður en hefur sprengt af sér veikar grunn­stoðir

Laus her­bergi

   Nýja­bru­mið farið af Íslandi, ferða­mönnum fer fækk­andi og afkasta­geta er umfram eft­ir­spurn

Fram af bjarg­brún­inni

   Orð­spor Ís­lands sem áfanga­staðar fer versn­andi, inn­viðir eru að hruni komnir eft­ir ­mikla ásókn ferða­manna

Í grein­ing­unni voru ýmsir þættir skoð­aðir sem telj­ast til drif­krafta grein­ar­inn­ar, og einni óvissu­þátta. Mik­il­væg­ustu drif­kraftar og ó­vissu­þættir ferða­þjón­ust­unn­ar, sam­kvæmt grein­ing­unni, eru:

   Sam­keppn­is­hæfni Íslands sem á­fanga­staðar ferða­manna þ.e. hversu eft­ir­sókn­ar­vert Ísland er heim að sækja.

   Þol­mörk lands og þjóðar, en þau eru mæli­kvarði á það hversu vel í stakk búið sam­fé­lagið og nátt­úran eru til að taka á móti ferða­mönn­um. Þessum óvissu­þætti má þannig á vissan hátt líkja við afkasta­getu Íslands sem ferða­manna­stað­ar.

Hvað ­getur gerst í fram­tíð­inni?

Grein­ingin dregur vel fram þann mikla vöxt sem ferða­þjón­ustan hefur gengið í gegnum að und­an­förnu. Árið 2010 voru 488 ­þús­und ferða­menn, sem heim­sóttu land­ið, en á þessu ári verða þeir 1,7 millj­ón­ir. Þó mikil upp­bygg­ing haf átt sér stað, ekki síst þegar kemur að g­isti- og veit­inga­þjón­ustu, þá hefur þessi mikli vöxtur reynt á inn­viði víða. Þannig hefur mikil mann­mergð á vin­sælum stöðum skapað vanda­mál, til dæmis þeg­ar kemur að því að vernda nátt­úr­una.

Ferðamönnum hefur fjölgað hratt og mikið. Þessu hafa fylgt vaxtarverkir, á ýmsum stöðum.

En einnig við að ná fram sem bestri ­rekstr­ar­fram­legð af ferða­þjón­ust­unni. Aðgangs­stýr­ing með gjald­töku, á fleiri ­stöð­um, virð­ist þar aug­ljós leið, en sem kunn­ugt er hefur ekki tek­ist að stilla ­saman strengi milli hags­muna­að­ila í ferða­þjónst­unni þegar kemur að stefnu í þeim efn­um.

Gengi krón­unnar er áhættu­þáttur

Eins og fram hefur komið í umfjöllun­Kjarn­ans þá er geng­is­þróun stór áhættu­þáttur þegar kemur að upp­gangi ferða­þjón­ust­unn­ar. Krónan hefur styrkst um meira en tíu pró­sent á einu ári, þegar með­al­talið ­gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal er skoð­að, og það hefur mikil áhrif á mörg ­fyr­ir­tæki. Í versta falli getur frek­ari styrk­ing krón­unnar leitt til þess að ­fyr­ir­tæki þurfa að draga saman seglin

Gjald­eyr­is­tekjur vegna komu erlendra ­ferða­manna til Íslands eru áætl­aðar 430 millj­arðar á þessu ári en tæp­lega 500 millj­arðar á því næsta, gangi spár um fjölgun ferða­manna eft­ir. Til sam­an­burð­ar­ eru gjald­eyr­is­tekjur vegna sjáv­ar­út­vegs á milli 200 og 300 millj­arðar á ári. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None