Skin og skúrir í ferðaþjónustunni

Skoðun á góðum og slæmum sviðsmyndum í ferðaþjónustunni leiðir í ljós að margir áhættuþættir eru í greininni sem gefa þarf meiri gaum.

7DM_4540_raw_1665.JPG
Auglýsing

Það geta skipst á skin og skúrir í ferða­þjón­ust­unni eins og í öðrum geirum, jafn­vel þó lítið annað en gott útlit sé um þessar mund­ir. Við ­getum látið ferða­þjón­ust­una blómstra, en hún getur líka hrunið eins og ­spila­borg. Sú sviðs­mynd er raun­hæfur mögu­leiki.

Þetta má lesa úr úr ítar­legri vinnu KPMG um ferða­þjón­ust­una, þar sem fjallað er um stöðu mála út frá sviðs­mynd­um, en nið­ur­stöður þess­ar­ar vinnu voru kynntar í gær. 

Fjallað er um nokkra þætti, sem komu til umræðu í vinnu KPMG, í nýjasta hlað­varps­þætti Mark­aðsvarps­ins en þar er Einar Bárð­ar­son, hjá Reykja­vík Exc­ursions, gest­ur.

Auglýsing

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, Iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra opn­aði kynn­ing­ar­fund um málið og fór meðal ann­ars yfir­ á­herslur ráðu­neyt­is­ins í tengslum við starf­semi Stjórn­stöðvar ferða­mála. Einnig tóku Hall­dór Hall­dórs­son for­maður Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og Helga Árna­dóttir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) ásamt Óskari Jós­efs­syni fram­kvæmda­stjóra Stjórn­stöðvar ferða­mála, einnig til máls. Fund­ar­stjóri var Grím­ur ­Sæ­mund­sen for­stjóri Bláa lóns­ins og for­maður SAF.

Áhættu­grein­ing

Á fund­inum voru kynntar tvær nýjar ­skýrslur um mál­efni ferða­þjón­ust­unn­ar. Ann­ars vegar um „Hæfni og gæði í ferða­þjón­ustu“ sem Dr. Guð­finna S. Bjarna­dóttir kynnti og hins­vegar nið­ur­stöð­ur­ sviðs­mynda­vinnu og áhættu­grein­ingar KPMG á mögu­legri fram­tíð ferða­þjón­ust­unn­ar á Íslandi árið 2030.

Ferðaþjónustan til umræðu. Ragnheiður Elín Árnadóttir fylgdist grannt með gangi mála.

Sævar Krist­ins­son ráð­gjafi frá KPMG fór ­yfir hlut­verk, til­gang og verk­lag við sviðs­mynda­gerð­ina og áhættu­grein­ing­una. Þær Svan­hildur Kon­ráðs­dótt­ir, sviðs­stjóri menn­ing­ar- og ferða­mála­sviðs Reykja­vík­ur­borgar og Kristín Linda Árna­dótt­ir, for­stjóri Umhverf­is­stofn­un­ar kynntu nið­ur­stöður sviðs­mynda­grein­ing­ar­innar og Gunnar Har­alds­son hag­fræð­ing­ur ­fór yfir nið­ur­stöður áhættu­grein­ing­ar­inn­ar.

Við­horf­ið ­getur skipt sköpum fyrir fram­haldið

Eitt af því sem grein­ing KPMG leiddi í ljós, er að það er sér­stak­lega við­kvæmur áhættu­þátt­ur, þegar kemur að ­ferða­þjón­ustu hér á landi, að við­horf heima­manna sé gott. 

Rann­sóknar sýna að ­ferða­menn eru sér­stak­lega næmir fyrir við­horfi heima­manna og þeirra sem eru að veita þjón­ustu. Í einni sviðs­mynd­inni, Ferða­menn – nei takk, er þetta ­sér­tak­lega dregið fram sem áhættu­þátt­ur.

Sviðs­mynd­irnar sem skoð­aðar vor­u ­sér­stak­lega, skipt­ust í þessar fjór­ar:Niceland“ –

   Inn­við­ir ­sam­fé­lags­ins eru vel í stakk búnir til að taka á móti og standa undir aukn­ing­u ­ferða­manna

Ferða­menn – nei takk

   Land­ið er vin­sæll áfanga­staður en hefur sprengt af sér veikar grunn­stoðir

Laus her­bergi

   Nýja­bru­mið farið af Íslandi, ferða­mönnum fer fækk­andi og afkasta­geta er umfram eft­ir­spurn

Fram af bjarg­brún­inni

   Orð­spor Ís­lands sem áfanga­staðar fer versn­andi, inn­viðir eru að hruni komnir eft­ir ­mikla ásókn ferða­manna

Í grein­ing­unni voru ýmsir þættir skoð­aðir sem telj­ast til drif­krafta grein­ar­inn­ar, og einni óvissu­þátta. Mik­il­væg­ustu drif­kraftar og ó­vissu­þættir ferða­þjón­ust­unn­ar, sam­kvæmt grein­ing­unni, eru:

   Sam­keppn­is­hæfni Íslands sem á­fanga­staðar ferða­manna þ.e. hversu eft­ir­sókn­ar­vert Ísland er heim að sækja.

   Þol­mörk lands og þjóðar, en þau eru mæli­kvarði á það hversu vel í stakk búið sam­fé­lagið og nátt­úran eru til að taka á móti ferða­mönn­um. Þessum óvissu­þætti má þannig á vissan hátt líkja við afkasta­getu Íslands sem ferða­manna­stað­ar.

Hvað ­getur gerst í fram­tíð­inni?

Grein­ingin dregur vel fram þann mikla vöxt sem ferða­þjón­ustan hefur gengið í gegnum að und­an­förnu. Árið 2010 voru 488 ­þús­und ferða­menn, sem heim­sóttu land­ið, en á þessu ári verða þeir 1,7 millj­ón­ir. Þó mikil upp­bygg­ing haf átt sér stað, ekki síst þegar kemur að g­isti- og veit­inga­þjón­ustu, þá hefur þessi mikli vöxtur reynt á inn­viði víða. Þannig hefur mikil mann­mergð á vin­sælum stöðum skapað vanda­mál, til dæmis þeg­ar kemur að því að vernda nátt­úr­una.

Ferðamönnum hefur fjölgað hratt og mikið. Þessu hafa fylgt vaxtarverkir, á ýmsum stöðum.

En einnig við að ná fram sem bestri ­rekstr­ar­fram­legð af ferða­þjón­ust­unni. Aðgangs­stýr­ing með gjald­töku, á fleiri ­stöð­um, virð­ist þar aug­ljós leið, en sem kunn­ugt er hefur ekki tek­ist að stilla ­saman strengi milli hags­muna­að­ila í ferða­þjónst­unni þegar kemur að stefnu í þeim efn­um.

Gengi krón­unnar er áhættu­þáttur

Eins og fram hefur komið í umfjöllun­Kjarn­ans þá er geng­is­þróun stór áhættu­þáttur þegar kemur að upp­gangi ferða­þjón­ust­unn­ar. Krónan hefur styrkst um meira en tíu pró­sent á einu ári, þegar með­al­talið ­gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal er skoð­að, og það hefur mikil áhrif á mörg ­fyr­ir­tæki. Í versta falli getur frek­ari styrk­ing krón­unnar leitt til þess að ­fyr­ir­tæki þurfa að draga saman seglin

Gjald­eyr­is­tekjur vegna komu erlendra ­ferða­manna til Íslands eru áætl­aðar 430 millj­arðar á þessu ári en tæp­lega 500 millj­arðar á því næsta, gangi spár um fjölgun ferða­manna eft­ir. Til sam­an­burð­ar­ eru gjald­eyr­is­tekjur vegna sjáv­ar­út­vegs á milli 200 og 300 millj­arðar á ári. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“
Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.
Kjarninn 28. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
Kjarninn 28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
Kjarninn 28. janúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
Kjarninn 28. janúar 2021
Segir Sjálfstæðisflokk vera með yfirbragð flokks sem vill ekki að Ísland breytist
Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í flokknum segir hann hafa á sér yfirbragð þess sem vilji ekki að íslenskt samfélag breytist. Skipti flokkurinn ekki um kúrs muni hann „daga uppi og verða að steini“.
Kjarninn 28. janúar 2021
Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Ísland fellur á spillingarlista og er í 17. sæti – Enn og aftur spilltast allra Norðurlanda
Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 17. sæti árið 2020.
Kjarninn 28. janúar 2021
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None