Kókaínsögurnar halda áfram

Sería númer tvö af hinum vinsælu Narcos þáttum var aðgengileg 2. september, en þegar hefur verið ákveðið að framleiða seríur númer 3 og 4.

Narcos
Auglýsing

Þátta­ser­í­urnar Narcos, sem byggðir eru á sönnum atburðum í kringum kóka­ín­stór­veldi Pablo Esc­obar í Kól­umbíu, hafa notið mik­illa vin­sælda, en sería númer tvö var aðgengi­leg hjá Net­flix 2. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og nýtur nú mik­illa vin­sælda um allan heim.

Stríð eit­ur­lyfja­bar­óns

Í fyrstu ser­í­unni var fjallað um upp­gang kóka­ín­veld­is Esc­obars, póli­tískan feril hans og grimmd­ar­leg ofbeld­is­verk hans þegar hann barð­ist gegn aðgerðum yfir­valda gegn víð­tækri starf­semi hans.

Pedro Pascal, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í Narcos.Í 2. seríu er síð­ari hlut­inn rak­inn, eftir að hann strauk úr fang­els­is­vist. Vett­vang­ur­inn er Medellín borg í Kól­umbíu, ríf­lega tveggja millj­óna ­borg í dag, en ser­ían ger­ist á árunum 1991 til 1993, en Esc­obar var drep­inn í á­hlaupi lög­reglu á fylgsni hans í borg­inni, 2. des­em­ber 1993. Hann var þá orð­inn ein­gr­aður og valda­hlut­föllin í kóka­ín­heim­in­um, þar sem land­bún­að­ar­hér­uð í Kól­umbíu eru meg­in­fram­leiðslu­svæð­in, höfðu færst til Cali eit­ur­lyfja­hrings­ins.

Auglýsing

Kóka­ín­hring­ur­inn

Hann lifir góðu lífi enn í dag, og hefur sterk ítök í gegn­um ­Mexíkó. Meg­in­in­flutn­ings­svæði kóka­íns frá Kól­umbíu er sem fyrr Banda­rík­in.

Frétta­vef­ur­inn The Verge greindi frá því í dag, að ser­í­ur ­númer 3 og 4 væru leið­inni og mun Net­flix sem fyrr, fram­leiða þætt­ina.

Gagn­rýnendur hafa lofað þá fyrir góðan leik, og mikið afþrey­ing­ar­gildi.Mik­il­væg saga

„Það er ennþá mikið eftir í þess­ari sögu, sem hefur alltaf snú­ist um kóka­ín,“ segir Eric Newman í við­tali við Enerta­in­ment Weekly. Hann ­segir sam­fé­lagið í Kól­umbíu þurfa að gera þennan tíma upp, þar sem eit­ur­lyfja­hringir náðu tökum á stjórn­kerf­inu á stórum svæð­um, og halda þeim ennþá víða. Að því leyti séu þætt­irnir mik­il­væg sögu­leg heim­ild um hvernig þetta gerð­ist, og þar er Esc­obar tím­inn sér­stak­lega áhrifa­mik­ill.Svip­aða þróun hefur mátt greina í Mexíkó nú, einkum á svæðum þar sem eit­ur­lyfja­smygl hefur veru skipu­lagt frá eit­ur­lyfja­hringj­unum í Suð­ur­-Am­er­íku.

Sam­kvæmt skýrslu sem starfs­hópur Hvíta húss­ins birti í maí í fyrra, þá hefur fram­leiðsla kóka­íns í Kól­umbíu auk­ist jafnt og þétt und­an­far­in ár, og Kóka­laufa­krar stækkað til muna. Á árunum 2007 til 2012 dróst fram­leiðsla hins vegar umtals­vert saman í Kól­umbíu, eða um 53 pró­sent. Mikil aukn­ing hefur svo aftur verið á árunum 2013, 2014 og í það minnsta fram eftir ári 2015, sam­kvæmt skýrslu hóps­ins. Sé mið tekið af tölum sem starfs­hóp­ur­inn birti þá er Kól­umbía ennþá stærsta fram­leiðslu­svæði kóka­íns í heim­in­um, en Per­ú og Bólivía eru einnig umfangs­mik­il.Eit­ur­lyfja­hringirnir í Suð­ur­-Am­er­íku teygja anga sína um allan heim og beita mis­kunn­ar­lausu ofbeldi og hót­un­um, til að halda ­stöðu sinni í þessu risa­vaxna svarta hag­kerfi heims­ins.

Þrátt fyrir ára­tuga stríð yfir­valda gegn fíkni­efn­um, og dauða Pablo Esc­obar, þá hefur það engin áhrif haft á kóka­ín­ver­öld­ina þar sem eft­ir­spurn­in, ekki síst frá vel­stæðu fólki í Banda­ríkj­un­um, eykst stöðug­t. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None