Kókaínsögurnar halda áfram

Sería númer tvö af hinum vinsælu Narcos þáttum var aðgengileg 2. september, en þegar hefur verið ákveðið að framleiða seríur númer 3 og 4.

Narcos
Auglýsing

Þátta­ser­í­urnar Narcos, sem byggðir eru á sönnum atburðum í kringum kóka­ín­stór­veldi Pablo Esc­obar í Kól­umbíu, hafa notið mik­illa vin­sælda, en sería númer tvö var aðgengi­leg hjá Net­flix 2. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og nýtur nú mik­illa vin­sælda um allan heim.

Stríð eit­ur­lyfja­bar­óns

Í fyrstu ser­í­unni var fjallað um upp­gang kóka­ín­veld­is Esc­obars, póli­tískan feril hans og grimmd­ar­leg ofbeld­is­verk hans þegar hann barð­ist gegn aðgerðum yfir­valda gegn víð­tækri starf­semi hans.

Pedro Pascal, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í Narcos.Í 2. seríu er síð­ari hlut­inn rak­inn, eftir að hann strauk úr fang­els­is­vist. Vett­vang­ur­inn er Medellín borg í Kól­umbíu, ríf­lega tveggja millj­óna ­borg í dag, en ser­ían ger­ist á árunum 1991 til 1993, en Esc­obar var drep­inn í á­hlaupi lög­reglu á fylgsni hans í borg­inni, 2. des­em­ber 1993. Hann var þá orð­inn ein­gr­aður og valda­hlut­föllin í kóka­ín­heim­in­um, þar sem land­bún­að­ar­hér­uð í Kól­umbíu eru meg­in­fram­leiðslu­svæð­in, höfðu færst til Cali eit­ur­lyfja­hrings­ins.

Auglýsing

Kóka­ín­hring­ur­inn

Hann lifir góðu lífi enn í dag, og hefur sterk ítök í gegn­um ­Mexíkó. Meg­in­in­flutn­ings­svæði kóka­íns frá Kól­umbíu er sem fyrr Banda­rík­in.

Frétta­vef­ur­inn The Verge greindi frá því í dag, að ser­í­ur ­númer 3 og 4 væru leið­inni og mun Net­flix sem fyrr, fram­leiða þætt­ina.

Gagn­rýnendur hafa lofað þá fyrir góðan leik, og mikið afþrey­ing­ar­gildi.Mik­il­væg saga

„Það er ennþá mikið eftir í þess­ari sögu, sem hefur alltaf snú­ist um kóka­ín,“ segir Eric Newman í við­tali við Enerta­in­ment Weekly. Hann ­segir sam­fé­lagið í Kól­umbíu þurfa að gera þennan tíma upp, þar sem eit­ur­lyfja­hringir náðu tökum á stjórn­kerf­inu á stórum svæð­um, og halda þeim ennþá víða. Að því leyti séu þætt­irnir mik­il­væg sögu­leg heim­ild um hvernig þetta gerð­ist, og þar er Esc­obar tím­inn sér­stak­lega áhrifa­mik­ill.Svip­aða þróun hefur mátt greina í Mexíkó nú, einkum á svæðum þar sem eit­ur­lyfja­smygl hefur veru skipu­lagt frá eit­ur­lyfja­hringj­unum í Suð­ur­-Am­er­íku.

Sam­kvæmt skýrslu sem starfs­hópur Hvíta húss­ins birti í maí í fyrra, þá hefur fram­leiðsla kóka­íns í Kól­umbíu auk­ist jafnt og þétt und­an­far­in ár, og Kóka­laufa­krar stækkað til muna. Á árunum 2007 til 2012 dróst fram­leiðsla hins vegar umtals­vert saman í Kól­umbíu, eða um 53 pró­sent. Mikil aukn­ing hefur svo aftur verið á árunum 2013, 2014 og í það minnsta fram eftir ári 2015, sam­kvæmt skýrslu hóps­ins. Sé mið tekið af tölum sem starfs­hóp­ur­inn birti þá er Kól­umbía ennþá stærsta fram­leiðslu­svæði kóka­íns í heim­in­um, en Per­ú og Bólivía eru einnig umfangs­mik­il.Eit­ur­lyfja­hringirnir í Suð­ur­-Am­er­íku teygja anga sína um allan heim og beita mis­kunn­ar­lausu ofbeldi og hót­un­um, til að halda ­stöðu sinni í þessu risa­vaxna svarta hag­kerfi heims­ins.

Þrátt fyrir ára­tuga stríð yfir­valda gegn fíkni­efn­um, og dauða Pablo Esc­obar, þá hefur það engin áhrif haft á kóka­ín­ver­öld­ina þar sem eft­ir­spurn­in, ekki síst frá vel­stæðu fólki í Banda­ríkj­un­um, eykst stöðug­t. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None