Plain Vanilla fækkar um 27 stöðugildi - Krafa um hagnað á árinu

Þorsteinn B. Friðriksson er forstjóri Plain Vanilla.
Þorsteinn B. Friðriksson er forstjóri Plain Vanilla.
Auglýsing

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur fækkað stöðugildum hjá sér um 27 og ráðist í endurskipulagningu á starfsemi sinni hér á landi. Í breytingunum var 23 manns sagt upp störfum en fjórir hætta að eigin frumkvæði um næstu mánaðarmót. Starfsmenn verða eftir breytingarnar rúmlega 40 en voru þegar mest lét 86 talsins. Plain Vanilla flutti í stærra húsnæði við Laugaveg 77 árið 2014 og starfsemin verður þar áfram til húsa, en  starfsmannafjöldinn verður nú aftur svipaður og þegar fyrirtækið flutti inn.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að það ætli að auka umsvif sín í Los Angeles í Bandaríkjunum og kröfur verða gerðar á það að skila hagnaði á árinu 2016. Stefnt er að því að Plain Vanilla sameinist bandaríska fyrirtækinu Glu Mobile á næstu tólf mánuðum, en það keypti stóran hlut í Plain Vanilla í byrjun árs.

Þar segir einnig að Plain Vanilla stefni að því að skila hagnaði á árinu, annars vegar með því að afla meiri tekna í samvinnu við tölvuleikjaframleiðandann Glu Mobile og hins vegar með samrekstri á ákveðnum sviðum sem skila mun samlegðaráhrifum. Tekjur fyrirtækisins af QuizUp hafa aukist en draga þarf úr rekstrarkostnaði til að flýta því að fyrirtækið skili hagnaði.  Umhverfi tæknifyrirtækja hefur breyst mikið undanfarið og víðast hvar í heiminum er nú áhersla á að þau skili hagnaði, en megináherslan var áður á vöxt óháð tekjum."

Auglýsing

Verið er að lokahönd á spurningaþáttinn QuizUp í stúdíói sjónvarpsrisans NBC Í Los Angeles um þessar mundir og fór prufukeyrsla á þættinum fram aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma. Stefnt er að því að fyrsti þátturinn fari í loftið í september. Nú þegar starfa tíu manns á vegum Plain Vanilla við þróun þáttarins á vesturströndinni og á Íslandi.

Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, segir að það felist spennandi tækifæri í vaxandi umsvifum í Bandaríkjunum. Samhliða áherslunni á að nýta tækifærin sem fylgja munu í kjölfarið þá þurfum við að endurskipuleggja fyrirtækið  og horfa á eftir duglegu og hæfileikaríku fólki sem hefur unnið hörðum höndum við að koma QuizUp á þann stað sem það er í dag. Ég verð þeim ævinlega þakklátur fyrir eljuna og metnaðinn en veit jafnframt að þau munu ekki sitja lengi auðum höndum þar sem mikil eftirspurn er hjá íslenskum og erlendum fyrirtækjum eftir hæfileikaríku starfsfólki um þessar mundir.“

Setti milljarð í Plain Vanilla og fékk kauprétt á fyrirtækinu öllu

Í janúar fjárfesti Glu Mobile fyrir 7,5 milljónir dala, um einn milljarð íslenskra króna á þeim tímapunkti, í Plain Vanilla. Glu Mobile er skráð á NASDAQ verðbréfamarkaðinn og þróaði m.a. appið Kim Kardashian: Hollywood. Eins hefur fyrirtækið gert samning við söngkonuna Britney Spears um að þróa tölvuleik sem byggir á lífi hennar. Stærstu hluthafar Glu eru ýmsir fjárfestingarsjóðir.Kín­verska fyr­ir­tækið Tencent, sem er stærsta net­fyr­ir­tæki Asíu og það fjórða stærsta í heimi, keypti 15% hlut í Glu fyrir um 15 millj­arða króna í apríl í fyrra, en Tencent er einnig á meðal stærstu hlut­hafa í Plain Vanilla.

Við kaupin tók Niccolo de Masi, for­stjóri Glu Mobile, sæti í stjórn Plain Vanilla en þar að auki öðl­ast Glu kaup­rétt á öllu hlutafé Plain Vanilla á fyr­ir­fram umsömdu verði. Kaup­rétt­ur­inn gildir í 15 mán­uði frá fjár­fest­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None