83 prósent kjósenda Framsóknarflokks ánægðir með framboð Ólafs Ragnars

Ólafur Ragnar Grímsson nýtur langmests stuðnings meðal kjósenda Framsóknarflokksins. Yfir 70 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks eru líka ánægðir með ákvörðun hans um framboð. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Framboð Ólafs Ragnars Grímssonar nýtur langmests stuðnings meðal Framsóknarmanna.
Framboð Ólafs Ragnars Grímssonar nýtur langmests stuðnings meðal Framsóknarmanna.
Auglýsing

Lang­flestir kjós­endur Fram­sókn­ar­flokks­ins eru ánægðir með ákvörðun Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar um að gefa kost á sér til end­ur­kjörs sem for­seti Íslands. Fæstir kjós­endur Sam­fylk­ingar og Pírata eru ánægðir með fram­boð­ið. Þetta kemur fram í nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup. 

Kjós­endur flokks­ins og for­ystan fagnar  

Ólafur nýtur mests stuðn­ings meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks. 83 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks segj­ast vera ánægðir með fram­boð Ólafs og 71 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks. 26 pró­sent kjós­enda Vinstri grænna eru ánægðir með fram­boð­ið, 23 pró­sent kjós­enda Pírata og 22 pró­sent Sam­fylk­ing­ar­fólks. 30 pró­sent þeirra sem segj­ast myndu kjósa aðra flokka eru ánægðir með ákvörðun Ólafs að bjóða sig fram. 

Bæði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­sæt­is­ráð­herra og starf­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Ásmundur Einar Daða­son þing­flokks­for­maður hafa lýst yfir ánægju sinni með fram­boð Ólafs Ragn­ar­s. 

AuglýsingMeiri­hluti kjós­enda ann­arra flokka óánægð­ir 

71 pró­sent stuðn­ings­manna rík­is­stjórn­ar­innar eru ánægðir með ákvörð­un­ina og 27 pró­sent þeirra sem styðja hana ekki. Af þeim sem eru óánægðir eru flestir kjós­endur Pírata, eða 65 pró­sent. Svo koma Vinstri græn, með 63 pró­sent, Sam­fylk­ing með 61 pró­sent og aðrir flokkar með 60 pró­sent. 19 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru óánægðir með ákvörð­un­ina og 10 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks. 

Af þeim sem kusu Ólaf í síð­ustu for­seta­kosn­ingum eru 75% ánægð með ákvörðun hans um að gefa kost á sér aftur en mun færri meðal þeirra sem kusu aðra fram­bjóð­endur síð­ast eða kusu ekki. 82 pró­sent þeirra sem kusu Þóru Arn­órs­dóttur í síð­ustu kosn­ingum eru óánægðir með ákvörð­un­ina. 

Munur á afstöðu eftir búsetu

Sé heildin skoðuð eru afar skiptar skoð­anir um þá ákvörðun Ólafs Ragn­­ars um að bjóða sig aftur fram til for­­seta. Sam­­kvæmt Þjóð­ar­púls­inum eru 44 pró­­sent ánægð með það og 43 pró­­sent óánægð. 

Séu nið­­ur­­stöð­­urnar skoð­aðar betur þá sögð­ust 22 pró­­sent alfarið ánægð með ákvörðun Ólafs og 23 pró­­sent alfarið óánægð. Þrettán pró­­sent voru mjög ánægð og níu pró­­sent mjög óánægð. Tíu pró­­sent voru frekar ánægð og ell­efu pró­­sent frekar óánægð. Þrettán pró­­sent sögð­ust hvorki vera ánægð né óánægð. 

Meiri ánægja er með ákvörðun for­set­ans meðal íbúa lands­byggð­ar- innar en höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en einnig er munur á við­horfi fólks eftir tekjum og mennt­un. Fólk er almennt ánægð­ara með ákvörðun for­set­ans eftir því sem það hefur lægri fjöl­skyldu­tekj­ur, fyrir utan fólk með allra hæstu tekj­urnar sem er aftur álíka ánægt og fólk með lægstu tekj­urn­ar. Þeir sem hafa lokið háskóla­prófi eru óánægð­ari með ákvörðun for­set­ans en þeir sem hafa minni menntun að baki. 

Yfir­burðir í könn­unum

For­seta­kosn­ing­arnar verða haldnar hér þann 25. júní. Eins og staðan er núna eru 11 í fram­boði, en ein­ungis þrír fram­bjóð­endur hafa mælst með yfir tveggja pró­senta fylgi: Ólafur Ragnar Gríms­son, Andri Snær Magna­son og Halla Tóm­as­dótt­ir. Ólafur er með mikla yfir­burði í öllum skoð­ana­könn­unum og hefur mælst með fylgi á bil­inu 40 til 52 pró­sent. Andri Snær hefur mælst með á bil­inu 18 til 30 pró­sent og Halla á bil­inu 6,6 til 8,8 pró­sent. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None