83 prósent kjósenda Framsóknarflokks ánægðir með framboð Ólafs Ragnars

Ólafur Ragnar Grímsson nýtur langmests stuðnings meðal kjósenda Framsóknarflokksins. Yfir 70 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks eru líka ánægðir með ákvörðun hans um framboð. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Framboð Ólafs Ragnars Grímssonar nýtur langmests stuðnings meðal Framsóknarmanna.
Framboð Ólafs Ragnars Grímssonar nýtur langmests stuðnings meðal Framsóknarmanna.
Auglýsing

Lang­flestir kjós­endur Fram­sókn­ar­flokks­ins eru ánægðir með ákvörðun Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar um að gefa kost á sér til end­ur­kjörs sem for­seti Íslands. Fæstir kjós­endur Sam­fylk­ingar og Pírata eru ánægðir með fram­boð­ið. Þetta kemur fram í nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup. 

Kjós­endur flokks­ins og for­ystan fagnar  

Ólafur nýtur mests stuðn­ings meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks. 83 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks segj­ast vera ánægðir með fram­boð Ólafs og 71 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks. 26 pró­sent kjós­enda Vinstri grænna eru ánægðir með fram­boð­ið, 23 pró­sent kjós­enda Pírata og 22 pró­sent Sam­fylk­ing­ar­fólks. 30 pró­sent þeirra sem segj­ast myndu kjósa aðra flokka eru ánægðir með ákvörðun Ólafs að bjóða sig fram. 

Bæði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­sæt­is­ráð­herra og starf­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Ásmundur Einar Daða­son þing­flokks­for­maður hafa lýst yfir ánægju sinni með fram­boð Ólafs Ragn­ar­s. 

AuglýsingMeiri­hluti kjós­enda ann­arra flokka óánægð­ir 

71 pró­sent stuðn­ings­manna rík­is­stjórn­ar­innar eru ánægðir með ákvörð­un­ina og 27 pró­sent þeirra sem styðja hana ekki. Af þeim sem eru óánægðir eru flestir kjós­endur Pírata, eða 65 pró­sent. Svo koma Vinstri græn, með 63 pró­sent, Sam­fylk­ing með 61 pró­sent og aðrir flokkar með 60 pró­sent. 19 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru óánægðir með ákvörð­un­ina og 10 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks. 

Af þeim sem kusu Ólaf í síð­ustu for­seta­kosn­ingum eru 75% ánægð með ákvörðun hans um að gefa kost á sér aftur en mun færri meðal þeirra sem kusu aðra fram­bjóð­endur síð­ast eða kusu ekki. 82 pró­sent þeirra sem kusu Þóru Arn­órs­dóttur í síð­ustu kosn­ingum eru óánægðir með ákvörð­un­ina. 

Munur á afstöðu eftir búsetu

Sé heildin skoðuð eru afar skiptar skoð­anir um þá ákvörðun Ólafs Ragn­­ars um að bjóða sig aftur fram til for­­seta. Sam­­kvæmt Þjóð­ar­púls­inum eru 44 pró­­sent ánægð með það og 43 pró­­sent óánægð. 

Séu nið­­ur­­stöð­­urnar skoð­aðar betur þá sögð­ust 22 pró­­sent alfarið ánægð með ákvörðun Ólafs og 23 pró­­sent alfarið óánægð. Þrettán pró­­sent voru mjög ánægð og níu pró­­sent mjög óánægð. Tíu pró­­sent voru frekar ánægð og ell­efu pró­­sent frekar óánægð. Þrettán pró­­sent sögð­ust hvorki vera ánægð né óánægð. 

Meiri ánægja er með ákvörðun for­set­ans meðal íbúa lands­byggð­ar- innar en höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en einnig er munur á við­horfi fólks eftir tekjum og mennt­un. Fólk er almennt ánægð­ara með ákvörðun for­set­ans eftir því sem það hefur lægri fjöl­skyldu­tekj­ur, fyrir utan fólk með allra hæstu tekj­urnar sem er aftur álíka ánægt og fólk með lægstu tekj­urn­ar. Þeir sem hafa lokið háskóla­prófi eru óánægð­ari með ákvörðun for­set­ans en þeir sem hafa minni menntun að baki. 

Yfir­burðir í könn­unum

For­seta­kosn­ing­arnar verða haldnar hér þann 25. júní. Eins og staðan er núna eru 11 í fram­boði, en ein­ungis þrír fram­bjóð­endur hafa mælst með yfir tveggja pró­senta fylgi: Ólafur Ragnar Gríms­son, Andri Snær Magna­son og Halla Tóm­as­dótt­ir. Ólafur er með mikla yfir­burði í öllum skoð­ana­könn­unum og hefur mælst með fylgi á bil­inu 40 til 52 pró­sent. Andri Snær hefur mælst með á bil­inu 18 til 30 pró­sent og Halla á bil­inu 6,6 til 8,8 pró­sent. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None