Meirihluti fjárlaganefndar gerir ásakanir Víglundar að sínum

Meirihluti fjárlaganefndar hefur unnið skýrslu sem byggir á ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um stjórnmála- og embættismenn hafi beygt sig fyrir kröfuhöfum og tekið hagsmuni þeirra fram yfir hagsmuni Íslands. Málatilbúnaðinum hefur margoft verið hafnað.

Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna í gær.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna í gær.
Auglýsing

Skýrsla meiri­hluta fjár­laga­nefndar Alþing­is, „Einka­væð­ing bank­anna hin síð­ari“ var kynnt í gær. Hún er í öllum meg­in­at­riðum end­ur­tekn­ing á þeim ásök­unum sem Víglundur Þor­steins­son hefur lagt fram þrí­vegis á und­an­förnum árum. Þeim ásök­unum hefur verið hafnað af þeim ein­stak­lingum sem þær bein­ast að, þeim stofn­unum sem komu að mál­inu og í áliti sem unnið var fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fyrir rúmu einu og hálfu ári síð­an.

Sam­kvæmt ásök­un­unum ákvað rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, og sér­stak­lega fjár­mála­ráðu­neytið undir stjórn Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, í sam­starfi við emb­ætt­is­menn og Seðla­banka Íslands, að hefja aðför gegn neyð­ar­lög­unum í febr­úar 2009 með það að mark­miði að færa kröfu­höfum föllnu bank­anna betri end­ur­heimt­ir. Í þess­ari aðför var ákveðið að hundsa þau drög að stof­nefna­hags­reikn­ingum nýju bank­anna þriggja sem birt voru á heima­síðu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) 14. nóv­em­ber 2008. Í skýrsl­unni er síðan reiknað út að rík­is­sjóður hafi tekið á sig 296 millj­arða króna í áhættu í þágu kröfu­hafa með þessum aðgerð­um.

Í frétta­til­kynn­ingu segir að skýrslan taki „af allan vafa um áhættu skatt­greið­enda sem átti sér stað við afhend­ingu bank­anna til kröfu­hafa.[...]Ekki verður önnur ályktun dregin en að samn­inga­gerðin afi að stórum hluta gengið út á að frið­þægja kröfu­haf­ana með því að afhenda þeim eign­ar­hald á bönk­un­um.“

Auglýsing

Tveir nefnd­ar­menn borg­uðu fyrir skýrsl­una

Skýrslan var kynnt á blaða­manna­fundi í fund­ar­her­bergi fjár­laga­nefndar í gær. Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, vara­for­maður henn­ar, sáu um kynn­ingu á henni.

Á fund­inum vildi Vig­dís ekki svara því til hverjir hefðu komið að gerð skýrsl­unnar utan nefnd­ar­manna og starfs­manna fjár­laga­nefnd­ar. Hún sagði að aðilar með sér­fræði­þekk­ingu hefðu sett sig í sam­band við nefnd­ina og lagt fram vinnu, en vildi ekki til­greina hverjir þeir væru. Heild­ar­kostn­aður við gerð skýrsl­unnar var sagður 90 þús­und krónur og greiddu Vig­dís og Guð­laugur Þór hann úr eigin vasa.

Helgi Bern­ód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is, segir að engin beiðni hafi borist um greiðslu sér­fræði­kostn­aðar vegna gerðar skýrsl­unn­ar. Hann veit ekki til þess að for­dæmi séu fyrir því að nefnd­ar­menn greiði sjálfir kostnað vegna skýrslu­gerð­ar.

Helgi segir skýrsl­una vænt­an­lega verða þing­skjal sem skýrsla meiri­hluta fjár­laga­nefndar og því ætti hún að birt­ast á vef Alþing­is.

Minni­hluti fjár­laga­nefndar kom ekk­ert að gerð skýrsl­unnar og Oddný Harð­ar­dótt­ir, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sem situr í nefnd­inni, gagn­rýndi gerð hennar harð­lega áMorg­un­vakt­inni á Rás 1 í morgun  og sagði að hún vilji fá að vita hvernig skýrslan hafi verið unn­in.

Eignir teknar gegn því að greitt yrði fyrir þær síðar

Til að átta sig á hvað málið allt snýst um þarf að hverfa aftur til októ­ber 2008, þegar íslenska banka­kerfið hrundi við for­dæma­lausar aðstæður og neyð­ar­lög voru sett í land­inu. Stór hluti stærstu fyr­ir­tækja lands­ins urðu tækni­lega gjald­þrota, þús­undir heim­ila glímdu skyndi­lega við mik­inn skulda­vanda og rík­is­sjóður fór frá því að vera skuld­laus og fullur í að vera tómur og stór­skuld­ug­ur. Til að takast á við þennan vanda þurfti að end­ur­reisa banka­kerfið sem hafði hrunið með ein­hverjum hætt­i. 

Neyð­ar­lögin gerðu eignir allra hlut­hafa í bönk­­unum þremur sem FME tók yfir að eng­u. Þau breyttu líka kröf­u­röð til að tryggja að allar íslenskar inn­i­­stæður nytu for­­gangs og eignir voru teknar úr þrota­­búum þess­­ara banka og færðar inn í nýja með inn­i­­stæð­un­­um. Kröfu­haf­arnir sem lánað höfðu íslenskum bönkum háa fjár­muni, töp­uðu þús­undum millj­arða króna. Þeir áttu síðan mögu­leika að fá hluta þess taps til baka þegar búið væri að gera upp slitabú Kaup­þings, Lands­banka Íslands og Glitn­is.

FME gerði bráða­birgða­mat á virði þeirra eigna sem færðar voru yfir í nýju bank­anna og birti á heima­síðu sinni 14. nóv­em­ber 2008. Í neyð­ar­lög­unum var sér­stak­lega var tekið fram að FME væri heim­ilt „að taka í sínar vörslur þær eignir sem mæta eiga skuld­bind­ingum fjár­­­mála­­fyr­ir­tækis og láta meta verð­­mæti eigna og ráð­stafa þeim til greiðslu áfall­inna krafna eftir því sem þörf kref­­ur“. Það var því ljóst frá byrjun að þær eignir sem teknar voru úr þrota­­bú­unum yrðu metnar og síðan yrði greitt fyrir þær sann­virði.

Í stað þess að rík­is­sjóður fjár­magn­aði nýju bank­anna að fullu, líkt og lagt var upp með við hrun­ið, var ákveðið að erlendir kröfu­hafar myndu eign­ast hlut í þeim og eignir þeirra yrðu not­aðar til slíks. Þar með losn­aði gal­tómur rík­is­sjóður við að leggja nýju bönk­unum til mikið eigið fé. Þegar búið var að fjár­magna bank­anna var hægt að end­ur­skipu­leggja atvinnu­lífið og skuldir heim­ila lands­ins. Þeirri vinnu er í dag að lang­mestu lok­ið.

Þegar kom að því að veita slita­búum föllnu bank­anna und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að ljúka slitum sínum var sett fram krafa um að þeir gæfu eftir hluta eigna sinna til að ógna ekki greiðslu­jöfn­uði íslensks efna­hags. Á þetta féllust þeir og „greiddu“ 384,3 millj­arða króna í svokölluð stöð­ug­leika­fram­lög. Langstærsti hlut­inn er 288,2 millj­­arða fram­lag vegna við­­skipta­­bank­anna Íslands­banka og Arion banka. Hið ætl­aða tap vegna einka­væð­ing­ar­innar hinnar síð­ari varð því aldrei að veru­leika.

Víglundur stígur fram...­þrisvar

Víglundur Þor­steins­son hefur stigið þrí­vegis fram á und­an­förnum árum og sagt að samn­ing­arnir við kröfu­hafanna, sem kall­aðir hafa verið einka­væð­ingin hin síð­ari, stand­ist ekki lög né stjórn­ar­skrá. Ekki hafi verið heim­ilt að semja við kröfu­hafa né að víkja frá þeim drögum að stof­nefna­hags­reikn­ingum bank­anna sem birt voru í nóv­em­ber 2008, um mán­uði eftir banka­hrun.

Ásakanir og ályktanir sem settar eru fram í skýrslu meirihluta fjárlaganefndar eru samhljóma málatilbúnaði Víglundar Þorsteinssonar.Þegar Víglundur steig fram með ásak­anir sínar í þriðja sinn í jan­úar 2015 þá byggðu þær á nákvæm­lega sömu gögnum og vísað er til í skýrslu meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar. Þá hélt Víglundur því fram að Íslend­ingar hefðu verið rændir um 300-400 millj­arða króna þegar samið var um kröfu­hafa. Hann ásak­aði stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn í ráðu­neytum og starfs­menn eft­ir­lits­stofn­ana hafa tekið sig saman í þessu sam­særi gegn þegnum lands­ins. Í því sam­særi hafi þeir gerst sekir um stór­felld brot á hegn­ing­ar­lögum og stjórn­ar­skrá.

Skýrsla meiri­hluta fjár­laga­nefndar er ekki jafn afger­andi í ásök­unum sín­um, en þær eru samt sem áður alvar­leg­ar. Í inn­gangi hennar segir m.a. að hún varpi ljósi á „hvernig kröfu­höfum voru færðir íslensku bank­arnir með mik­illi með­gjöf frá skatt­greið­endum með gríð­ar­legri áhættu fyrir rík­is­sjóð árið 2009.“

Ástæðan fyrir því að Víglundur tal­aði um rán en skýrsla meiri­hluta fjár­laga­nefndar um áhættu er sú að íslenska ríkið hefur eign­ast nýju bank­anna að mestu á und­an­förnu ári. Ríkið hefur því ekki tapað neinu á aðkomu erlendu kröfu­haf­anna að eign­ar­haldi Arion banka, Íslands­banka og um tíma hlutar í Lands­bank­an­um. Þvert á móti er hagn­aður rík­is­sjóðs vegna þessa áætl­aður á annað hund­rað millj­arðar króna. Og „einka­væð­ing­in“ sem skýrslan fjallar um er nán­ast að öllu leyti gengin til baka

Frið­þæg­ing eða að sefa

Í skýrslu meiri­hluta fjár­laga­nefndar segir að fylgi­skjöl hennar sýni „und­ar­legan ótta samn­inga­manna við kröfu­haf­anna og van­mátt­ar­kennd gagn­vart hátt laun­uðum lög­fræð­inga­her þeirra. Þau sýna sér­kenni­lega áráttu íslenska samn­inga­fólks­ins til að gæta hags­muna við­semj­enda sinna og tryggja að þeir bæru ekki skarðan hlut frá borð­i.“

Lyk­il­at­riði í kynn­ingu á skýrsl­unni, sem notað er til að draga þessa álykt­un, er fund­ar­gerð stýrinefndar rík­is­stjórn­ar­innar og ráð­gjafa henn­ar, Hawk­point, frá 10. mars 2009. Í frétta­til­kynn­ingu sem send var út vegna útkomu skýrsl­unnar segir að í þess­ari fund­ar­gerð megi finna „sér­stakt við­horf samn­inga­manna rík­is­ins t.d. má nefna orð ráðu­neyt­is­stjóra í fjár­mála­ráðu­neyt­inu á fundi eftir að samn­ingar við kröfu­hafa voru komnir þangað inn á borð. Þar sagði hann „mik­il­vægt að trufla ekki sam­band skila­nefnd­anna og kröfu­haf­anna. Ríkið vill frið­þægja kröfu­hafa eins og mögu­legt er.““

Ráðu­neyt­is­stjór­inn sem um ræðir er Guð­mundur Árna­son, sem er enn í dag ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu.

Fund­ar­gerð­irnar sem vísað er til í skýrsl­unni hafa áður ratað í opin­bera umræðu. Víglundur Þor­steins­son fékk þær afhentar árið 2013. Í opnu bréfi sem hann sendi for­seta Alþingis í jan­úar 2014, þar sem hann fer yfir allar ásak­anir sínar og veltir því fyrir sér hvort kalla ætti Lands­dóm saman til að rétta yfir þeim sem áttu að hafa fært kröfu­höfum hund­ruð millj­arða króna, er vísað í sömu fund­ar­gerð­ir. Þar er einnig talað um að rík­is­stjórnin hafi verið „á fullri ferð við að frið­þægja erlendu kröfu­haf­ana með því að opna fyrir leiðir til að fara fram­hjá neyð­ar­lög­unum og úrskurðum FME.“

Fund­ar­gerð­irnar voru rit­aðar á ensku en Víglund­ur, og meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar, fengu lög­gilta skjala­þýð­endur til að þýða þær. Í báðum til­fellum komust þýð­end­urnir að þeirri nið­ur­stöðu að setn­ing­in: „The state wants to app­e­ase the creditors to the extent possi­ble þýði „Ríkið vill frið­þægja kröfu­hafa eins og mögu­legt er“.

Sam­kvæmt orða­bók þýðir orðið „app­e­a­se“ hins vegar ekki frið­þæg­ing, heldur að friða, róa, stilla eða sefa. Enska orðið fyrir frið­þæg­ingu er „ato­nem­ent“.

Brynjar Níels­son hafn­aði mála­til­bún­að­inum í skýrslu

Umræddar ásak­anir Víg­lund­ar, og nú meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar, hefur margoft verið hafnað af ýmsum aðil­um. Fjár­mála­eft­ir­litið sendi frá sér til­kynn­ingu í byrjun árs í fyrra þar sem það hafn­aði því að drög að stof­nefna­hags­reikn­ingum nýju bank­anna hafi verið eitt­hvað annað en drög. Í til­kynn­ing­unni sagð­i: „því er rang­­lega haldið fram að Fjár­­­mála­eft­ir­litið hafi með stofnúr­­skurði mælt fyrir um afskriftir á ein­­stökum lán­­um. Eins og áður greinir tók Fjár­­­mála­eft­ir­lit­ið ákvarð­­anir um hvaða eignir og skuldir færu yfir til nýju bank­anna og eftir hvaða ferli skyldi meta virði þeirra. Þau fylg­i­skjöl sem nú hafa birst opin­ber­­lega, drög að stof­­nefna­hags­­reikn­ingum bank­anna þriggja frá í októ­ber 2008, höfðu þann eina til­­­gang að leiða fram gróft mat á efna­hag bank­anna við upp­­haf rekst­­urs þeirra, stöðu sem fyr­ir­ fram var vitað að tæki breyt­ingum á grund­velli áður­­­nefnds mats­­ferl­­is. Enn­ fremur er rétt að benda á að FME kveður almennt ekki upp úrskurð­i.“

Brynjar Níelsson vann skýrslu þar sem málatilbúnaði Víglundar var hafnað. Niðurstaða meirihluta fjárlaganefndar er í andstöðu við niðurstöðu Brynjars.Fjár­mála­ráðu­neytið hefur einnig hafnað ásök­unum Víg­lund­ar. Í frétta­til­kynn­ingu frá því í ágúst 2012 sagði það: „Dylgjum um að ráðu­neyt­ið, rík­is­stjórn eða ein­stakir ráð­herrar hafi haft afskipti af ein­stökum lánum eða lán­veit­endum er alfarið vísað á bug“.

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd tók málið til skoð­unar eftir að Víglundur rit­aði hið opna bréf til for­seta Alþing­is. Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hæsta­rétt­ar­lög­maður og vara­for­maður nefnd­ar­inn­ar, tók að sér að fara yfir erindið og gefa stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd álit sitt á því.

Í nið­ur­stöðu sinni, sem birt var 17. febr­úar í fyrra, sagði Brynjar að úti­lokað væri að taka undir þau sjón­ar­mið sem Víglundur hefði sett fram um að bráða­birgða­mat FME hefði verið end­an­legur úrskurður um verð­mæti eigna sem færðar voru með handafli rík­is­ins yfir til nýju bank­anna.Í skýrsl­unni segir að „eignir gömlu ­bank­anna eru varðar af eign­­ar­rétt­­ar­á­­kvæði stjórn­­­ar­­skrár­inn­­ar. Frá­­­leitt væri því að ætla þeim, sem tekur eignir eign­­ar­­námi, að meta verð­­mæti þeirra og án allrar aðkomu þess sem þola þarf eign­­ar­­nám­ið. Enda verður ekki annað ráðið af gögnum máls­ins en að hér hafi ein­­göngu verið um við­mið að ræða en ekki end­an­­legt mat á verð­­mæti eign­anna.“

Þá hafa Þor­steinn Þor­steins­son og Jóhannes Karl Sveins­son, sem voru í lyk­il­hlut­verkum við end­ur­reisn banka­kerf­is­ins, einnig hafnað þessum ásök­unum ítrekað í grein­ar­skrif­um, meðal ann­ars í slíkir sem birt­ist á Kjarn­anum 28. jan­úar 2015.

Loks hefur Bjarni Bene­dikts­son lýst því yfir opin­ber­lega að hann efist um ásak­anir þess efnis að lög­brot hafi verið framin við end­ur­reisn banka­kerf­is­ins.

Sig­mundur Davíð vildi að kröfu­hafar fengu bank­ana

Í þeim ásök­unum sem fram hafa verið settar gagn­vart vinstri­st­jórn­inni sem sat frá 1. febr­úar 2009 í þessu máli hefur verið horft fram hjá því að við­ræður um að erlendir kröfu­hafar myndu eign­ast í nýju bönk­unum voru hafnar þegar hún tók við.

Björg­vin G. Sig­­urðs­­son, fyrr­ver­andi við­­skipta­ráð­herra í rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de, greindi frá því í sjón­­varps­við­­tal á RÚV 3. des­em­ber 2008 að rík­­is­­stjórnin vildi bjóða erlendum kröf­u­höfum hlut í nýju bönk­­unum og að tveir vinn­u­hópar á vegum fjár­­­mála­ráðu­­neytis og skila­­nefnda gömlu bank­anna væru að vinna að útfærslu á því. For­m­­legar við­ræður við kröf­u­haf­anna myndu hefj­­ast 11. des­em­ber 2008. Margt mælti með því að erlendir kröf­u­hafar myndu eign­­ast hlut í íslensku bönk­­un­­um. Þáver­andi fjár­­­mála­ráð­herra var Árni Mathies­en, Sjálf­­stæð­is­­flokki.

Ný minni­hluta­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna tók síðan við völdum 1. febr­úar 2009 og sat fram að kosn­ingum 25. apríl sama ár. Hún var varin falli fram að kosn­ingum af Fram­sókn­ar­flokknum og for­manni hans, Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni. Sigmundur Davíð fór í við­tal við Frétta­blaðið 21. febr­úar 2009. Þar var hann meðal ann­ars spurður út í hvað hann vildi sjá verða um bank­ana. Sig­mundur Davíð svar­aði þeirri spurn­ingu á eft­ir­far­andi hátt: „Að mínu mati er lang­besta leiðin að erlendir kröfu­hafar eign­ist hlut í bönk­un­um. Fyrir því eru nokkrar ástæð­ur, helst þær að með því öðl­ast banka­kerfið aukið traust - því miður er traust á íslenskum stjórn­völdum og banka­kerfi ákaf­lega lít­ið. Þá dregur það úr þeirri hættu að þau mis­tök sem voru gerð end­ur­taki sig. Ef bank­arnir fara í eigu erlendu kröfu­haf­anna þá hafa þeir ríka ástæðu til að bönk­unum gangi vel og halda þeim gang­andi. En til að þetta megi verða þarf að tryggja stöðu þeirra sem skulda bönk­unum að því leyti að ekki verði gengið að þeim og íslenskt efna­hags­líf lagt í rúst. Sé það tryggt þá er þetta besta leið­in.“

For­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins var því sam­mála því mati á þeim tíma að rétt væri að semja við erlendu kröfu­haf­anna um að þeir myndu eign­ast í íslensku bönk­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None