Rúmur fjórðungur ákvað sig ekki fyrr en á kjördag

27% kjósenda ákváðu endanlega hvaða forsetaframbjóðanda þeir kysu á kjördag, samkvæmt nýrri rannsókn Félagsvísindastofnunar. Kjósendur Guðna Th. Jóhannessonar voru margir búnir að ákveða að kjósa hann meira en mánuði fyrir kosningar.

7DM_1548_raw_1520.JPG
Auglýsing

Meira en helm­ingur kjós­enda gerði end­an­lega upp hug sinn til for­seta­fram­bjóð­enda í for­seta­kosn­ing­unum í sumar þegar vika eða minna var í kosn­ing­ar. Þetta kemur fram í nýrri rann­sókn Félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands. 

27 pró­sent svar­enda segj­ast hafa gert upp hug sinn á kjör­dag, og 20 pró­sent einum til fjórum dögum fyrir kosn­ing­ar. Sjö pró­sent gerðu upp hug sinn fimm til sjö dögum fyrir kosn­ing­ar. 23 pró­sent gerðu upp hug sinn átta til þrjá­tíu dögum fyrir kosn­ingar og 23 pró­sent gerðu það enn fyrr. 

Félags­vís­inda­stofnun byggði könn­un­ina á annarri sam­bæri­legri könnun sem gerð var fyrir tutt­ugu árum, þegar Ólafur Ragnar Gríms­son var kjör­inn for­seti Íslands. Tals­verður munur er á því hvenær kjós­endur ákváðu sig end­an­lega þá og nú. Árið 1996 voru tæp­lega 45 pró­sent kjós­enda búin að ákveða sig þegar meira en mán­uður var enn í kosn­ing­ar. Færri ákváðu sig þá þegar átta til þrjá­tíu dagar voru í kosn­ing­ar, eða rétt rúm­lega 20 pró­sent. Fleiri, tæp­lega tíu pró­sent, ákváðu sig þá þegar fimm til sjö dagar voru í kosn­ingar og um 13 pró­sent ákváðu sig þegar einn til fjórir dagar voru í kosn­ing­ar. Miklu færri ákváðu sig á kjör­dag árið 1996 en árið 2016. Innan við fimmtán pró­sent ákváðu sig á kjör­dag fyrir tutt­ugu árum, á meðan talan var 27 pró­sent í ár, sem fyrr seg­ir. 

Auglýsing

Margir kjós­endur Guðna ákveðnir mán­uði fyrir kosn­ingar

Yfir 35 pró­sent þeirra sem kusu Guðna Th. Jóhann­es­son sem for­seta höfðu ákveðið það meira en mán­uði áður en kosn­ing­arnar voru haldnar – stærsti hluti kjós­enda hans. Tæp­lega 30 pró­sent til við­bótar ákváðu að kjósa hann 8-30 dögum fyrir kosn­ing­ar, tæp­lega 15 pró­sent ákváðu að kjósa hann innan við viku frá kosn­ingum og rúm­lega 20 pró­sent ákváðu að kjósa hann á kjör­dag. 

Ríf­lega 30 pró­sent kjós­enda Dav­íðs Oddd­sonar höfðu sömu­leiðis ákveðið sig þegar meira en mán­uður var í kosn­ing­ar. Yfir 35 pró­sent kjós­enda hans tóku ákvörðun þegar átta til 30 dagar voru í kosn­ing­ar. Innan við tíu pró­sent ákváðu að kjósa hann vik­una fyrir kosn­ingar en yfir 20 pró­sent kjós­enda hans ákváðu end­an­lega að velja hann á kjör­dag. 

Fimmtán pró­sent kjós­enda Andra Snæs Magna­sonar og um sjö pró­sent kjós­enda Höllu Tóm­as­dóttur höfðu ákveðið sig mán­uði fyrir kosn­ing­ar. 

Stór hluti kjós­enda Höllu ákvað sig fjórum dögum fyrir kosn­ingar eða seinna. Um 37 pró­sent þeirra ákváðu að kjósa Höllu þegar einn til fjórir dagar voru í kosn­ing­ar, og 30 pró­sent þeirra ákváðu það á kjör­dag. Sömu sögu er að segja hjá Andra Snæ, tæp­lega 25 pró­sent af kjós­endum hans ákváðu það nokkrum dögum fyrir kosn­ing­arnar og tæp­lega 35 pró­sent kjós­enda hans ákváðu að kjósa hann á kjör­dag. 

Flestir kusu Davíð vegna hæfni hans 

Þá spurði Félags­vís­inda­stofnun einnig um ástæður þess að fólk kaus sinn fram­bjóð­anda og hvað hafi ráðið þar mestu um. 56 pró­sent svar­enda sögðu ein­fald­lega að þeim hafi lit­ist best á þann eða þá sem fyrir val­inu varð. 22 pró­sent sögðu hæfni fram­bjóð­anda hafa ráðið mestu og 14 pró­sent fram­koma. Þrír af hverjum hund­rað vildu ekki að ein­hver annar fram­bjóð­andi kæm­ist að og einn af hverjum hund­rað sagði að sá fram­bjóð­andi sem við­kom­andi vildi helst virt­ist hafa litla mögu­leika. 

Kjós­endur Dav­íðs Odds­sonar skera sig úr í þess­ari spurn­ingu, því tæp­lega 60 pró­sent þeirra segja hæfni Dav­íðs hafa ráðið mestu um að þeir ákváðu að kjósa hann. Þessi hlutur var um og undir 20 pró­sentum hjá öðrum fram­bjóð­end­um. Hjá hinum fram­bjóð­end­unum sagði stærstur hluti að þeim hafi lit­ist best á sinn fram­bjóð­anda, en hæfnin réði mestu hjá Dav­íð. Um 35 pró­sent kjós­enda hans sögðu það hafa ráðið mestu að þeim hafi lit­ist best á hann. 

Um fjórð­ungur kjós­enda Höllu Tóm­as­dóttur sögðu fram­komu hennar hafa ráðið mestu, en hlut­fallið var mun lægra hjá öðrum fram­bjóð­end­um. Þá tekur athygli að fimm pró­sent kjós­enda Guðna Th. Jóhann­es­sonar segja það hafa ráðið mestu að þeir vildu ekki að ein­hver annar kæm­ist að. 

Næstum allir sögðu heið­ar­leika mjög mik­il­vægan

Einnig var spurt um mik­il­vægi ýmissa atriða fyrir val á fram­bjóð­enda. 89 pró­sent sögðu heið­ar­leika vera mjög mik­il­vægan og 11 pró­sent sögðu hann frekar mik­il­væg­an. 

81% sögðu hæfni í sam­skiptum við þjóð­ina vera mjög mik­il­vægt atriði og 80 pró­sent sögðu almenna fram­komu vera það. 

65 pró­sentum þykir hæfni í sam­skiptum við útlend­inga vera mjög mik­il­væg og 60 pró­sent almenn hæfn­i. 

Atriði sem skipta máli við val á frambjóðendum

90 pró­sent sögðu kyn­ferði ekki vera mik­il­vægt, en fimm pró­sentum þótti kyn­ferði mjög mik­il­vægt og öðrum fimm pró­sentum frekar mik­il­vægt. 

Samanburður á kosningum 1996 og 2016

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None