Konur víða í hættu að missa þingsæti

Vinstri græn, Viðreisn og Píratar virðast hafa hugað vel að því að hafa nægilegt jafnvægi á milli karla og kvenna á framboðslistum sínum. Staðan er ekki jafn beysin hjá Framsóknarflokki, Samfylkingu og auðvitað Sjálfstæðisflokki.

Á myndinni eru þrjár þingkonur. Katrín Júlíusdóttir hefur ákveðið að hætta á þingi, Elín Hirst galt afhroð í prófkjöri og líklegt er að Líneik Anna Sævarsdóttir verði í besta falli í baráttusæti í komandi kosningum.
Á myndinni eru þrjár þingkonur. Katrín Júlíusdóttir hefur ákveðið að hætta á þingi, Elín Hirst galt afhroð í prófkjöri og líklegt er að Líneik Anna Sævarsdóttir verði í besta falli í baráttusæti í komandi kosningum.
Auglýsing

Margar konur sem nú sitja á þingi munu frá hverfa eftir næstu kosn­ing­ar. Sumar hafa tekið þá ákvörðun að hætta, aðrar eru fórn­ar­lömb fylg­is­hruns flokka sinna. En mörgum kvenn­anna sem höfðu hug á því að starfa áfram í stjórn­málum hefur verið hafnað af flokkum sín­um. Próf­kjör helg­ar­innar stað­festu það.

Í dag eru 34 þing­menn karlar en 29 þeirra eru kon­ur. Hjá nokkrum fram­boðum er staða kvenna ofar­lega á fram­boðs­listum sterk og fái þau fram­boð braut­ar­gengi verður hátt hlut­fall þing­manna þeirra kon­ur.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að fjórar af þeim sex konum í fram­boði fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn sem eiga raun­hæfan mögu­leika á að ná þing­sæti miðað við stöðu flokks­ins í könn­unum sitji í bar­áttu­sætum í sínum kjör­dæmum og gætu því dottið út.

Auglýsing

Og staða kvenna er víðar ekki í lagi.



Konur tapa á lélegu gengi

Hjá Sam­fylk­ing­unni munu fjórir karlar leiða lista flokks­ins en tvær kon­ur, þær Oddný Harð­ar­dótt­ir, for­maður flokks­ins, og Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, sem mun leiða í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu. Árni Páll Árna­son mun leiða í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, Guð­jón Brjáns­son í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, Össur Skarp­héð­ins­son í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu og Logi Már Ein­ars­son, vara­for­maður flokks­ins, í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Athygli vekur að þrír núver­andi eða fyrr­ver­andi for­menn Sam­fylk­ing­ar­innar sitja í þremur af odd­vita­sæt­unum á listum flokks­ins.

Sam­fylk­ingin hefur í dag níu þing­menn, eftir að hafa goldið afhroð í kosn­ing­unum 2013 þegar flokk­ur­inn fékk 12,9 pró­sent atkvæða. Miðað við gengi flokks­ins í skoð­ana­könn­unum - hann mælist nú með 8,3 pró­sent- mun hann prísa sig sælan ef sami árangur næst í lok októ­ber.

Þegar er ljóst að Katrín Júl­í­us­dóttir hverfur af þingi, en hún hefur ákveðið að gefa ekki kost á  sér í kom­andi kosn­ing­um. Þá liggur fyrir að Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir, sem kom inn á þing þegar Guð­bjartur Hann­es­son féll frá, mun ekki taka sæti á lista flokks­ins eftir að hafa lotið í lægra haldi í próf­kjöri helg­ar­innar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Val­gerður Bjarna­dóttir mun síðan sitja í þriðja sæti á lista flokks­ins í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu sem verður að telj­ast afar ólík­legt til að skila henni inn á þing.

Valgerður Bjarnadóttir mun að öllum líkindum ekki ná inn á þing. Nái Sam­fylk­ingin þeim þing­sætum sem flokk­ur­inn heldur á í dag munu tvær nýjar konur setj­ast á þing fyrir flokk­inn. Mar­grét Gauja Magn­ús­dóttir myndi þá ná inn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og Eva Bald­urs­dóttir í Reykja­vík. Þær koma inn í stað Katrínar og Val­gerð­ar.  

Staða flokks­ins yrði því sú sama hvað varðar kynja­skipt­ingu og hún var eftir kosn­ing­arnar 2013, fimm karlar og fjórar kon­ur. Þær Mar­grét Gauja og Eva eru þó í bar­áttu­sætum og því gætu þær orðið fyrstu fórn­ar­lömb þess ef fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar fer ekki að hækka.

Konum hjá Fram­sókn mun fækka mikið

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur lokið flokksvali sínu í nokkrum kjör­dæm­um.  Allar líkur eru á því að fjórir karlar muni leiða lista flokks­ins í kjör­dæm­unum en tvær kon­ur.

Miklar breyt­ingar verða á lista Fram­­sóknar í Reykja­vík­. Karl Garð­ars­son og Lilja Dögg Alfreðs­dóttir munu leiða flokk­inn í sitt­hvoru höf­uð­borg­ar­kjör­dæm­inu. Í næstu sætum fyrir neðan þau röð­uð­ust fimm karl­ar. Eft­ir­sókn kvenna eftir sæti á listum flokks­ins í kjör­dæm­unum var svo slök að aug­lýst var sér­stak­lega eftir þeim svo hægt yrði að upp­fylla settar reglur um fjölda kvenna.

Sú sem leiddi flokk­inn í Reykja­vík suður í kosn­­­ing­unum í apríl 2013, Vig­­­dís Hauks­dótt­ir, ákvað að gefa ekki kost á sér í kom­andi kosn­­­ing­­­um. ­Sig­rún Magn­ús­dóttir og Frosti Sig­­­ur­jóns­­­son leiddu flokk­inn í Reykja­vík­­­­­ur­­­kjör­­­dæmi norð­­­ur, en þau ætla bæði að hætta eftir núver­andi þing.

Þá mun Gunn­ar Bragi Sveins­­­son sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs- og land­­­bún­­að­­ar­ráð­herra leiða lista Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks­ins í Norð­vest­­­ur­­­kjör­­­dæmi í þing­­­kosn­­­ing­un­um líkt og hann gerði 2013. Annað sæti list­ans skip­ar Elsa Lára Arn­­­ar­dótt­ir þing­­mað­­ur.

Enn á eftir að klára fram­boðs­mál Fram­sókn­ar­flokks­ins í þremur kjör­dæm­um. Nokkuð ljóst þykir að Eygló Harð­ar­dóttir muni leiða lista flokks­ins áfram í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og þar verður Willum Þór Þórs­son vænt­an­lega áfram í öðru sæti. Í Suð­ur­kjör­dæmi mun Sig­urður Ingi Jóhanns­son án efa sitja í fyrsta sæti eftir að upp­still­ing­ar­nefnd hefur lokið störfum og Silja Dögg Gunn­ars­dóttir er lík­leg í annað sæt­ið. Mesta spennan er í Norð­aust­ur­kjör­dæmi þar sem fjórir þing­menn sækj­ast eftir fyrsta sæt­inu. Þeir eru flokks­for­mað­ur­inn Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Hösk­uldur Þór­halls­son, Þór­unn Egils­dóttir og Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir.

Höskuldur Þórhallsson og Þórunn Egilsdóttir munu takast á um sæti ofarlega á lista í Norðvesturkjördæmi.Miklar bolla­legg­ingar hafa verið um ástæður þess að Þór­unn og Líneik bjóða sig fram í fyrsta sæt­ið, þar sem mögu­leikar þeirra til að ná því þykja afar litl­ir. Ein kenn­ingin sem fer mjög hátt er sú að fram­boð þeirra sé til að styðja við Sig­mund Davíð svo að atkvæða sem ann­ars gætu ratað til Hösk­uldar dreif­ist víð­ar. Mikil heift er í bar­átt­unni milli mann­anna tveggja og ljóst að staða Sig­mundar Dav­íðs sem for­manns er líka í mik­illi óvissu, eftir að Sig­urður Ingi til­kynnti á mið­stjórn­ar­fundi á laug­ar­dag að hann ætl­aði ekki að sækj­ast áfram eftir vara­for­manns­emb­ætt­inu vegna sam­skipta­örð­ug­leika í for­ystu flokks­ins. Duld­ist engum á fund­inum að þar ætti hann við sam­skipti við Sig­mund Dav­íð. Lík­urnar á því að Sig­urður Ingi bjóði sig fram til for­manns á flokks­þingi í byrjun októ­ber hafa því auk­ist veru­lega.

Haldi Sig­mundur Davíð og Hösk­uldur báðir áfram eftir tvö­falt kjör­dæma­þing, sem fer fram næst­kom­andi laug­ar­dag og mun ganga frá fram­boðs­lista flokks­ins, þá má telja afar lík­legt að þeir skipi tvö efstu sætin á list­an­um, líkt og þeir gerðu fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. Miðað við fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins í dag verður að telj­ast ólík­legt að önn­ur, og hvað þá báð­ar, kon­urnar sem sækj­ast einnig eftir for­ystu­sætum á list­an­um, kom­ist á þing.

Fram­sókn vann mik­inn kosn­inga­sigur 2013, fékk 24,4 pró­sent atkvæða og 19 þing­menn. Nú mælist fylgi flokks­ins tíu pró­sent og ljóst að rúm­lega helm­ingur þeirra þing­manna hið minnsta mun frá hverfa miðað verði það nið­ur­staða kosn­inga.

Hvernig sem fer er ljóst að þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins mun breyt­ast mik­ið. Og þing­mönnum mun án efa fækka umtals­vert. Þrjár sitj­andi þing­konur hafa þegar ákveðið að hætta og margar hinna sitja í bar­áttu­sæt­um. Fjöldi „fórn­ar­lamba“ fylg­is­minnk­unar Fram­sókn­ar, verði hún nið­ur­staða kosn­ing­anna, verða því kon­ur.

Jafn­ræði í odd­vita­sæti og fléttu­listar

Hið nýja fram­boð Við­reisn á eftir að kynna sína end­an­legu lista en línur eru þó farnar að skýr­ast nokkuð mik­ið. Þar verður jafn­ræði á milli kynja í odd­vita­sætum á listum flokks­ins. En fremur stendur til að listar flokks­ins verði að öllu leyti fléttu­listar þar sem karl og kona rað­ist alltaf í sæti til skipt­is.

Síð­asta odd­vitapúslið var opin­berað í síð­ustu viku þegar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, greindi frá því að hún muni leiða flokk­inn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hanna Katrín Frið­­­riks­­­son, fram­­­kvæmd­­­ar­­­stjóri heil­brigð­is­sviðs Icepharma, sæk­ist eftir því að leiða annað Reykja­vík­­­­­ur­­­kjör­­­dæm­ið, og Þor­­steinn Víglunds­­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, vænt­an­­lega leiða hitt. Þá ætla Þor­­­­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, deild­­­­ar­­­­for­­­­seti laga­­­­deildar Háskól­ans á Bif­­­­röst, og Pawel Bar­toszek, stærð­fræð­ingur og pistla­höf­undur, einnig fram fyrir Við­reisn í Reykja­vík og búist er við að þau verði í næstu sætum fyrir neðan Hönnu Katrínu og Þor­­stein.

Bene­dikt Jóhann­es­­­­son, for­­­­maður Við­reisn­­­­­­­ar, mun verða í fyrsta sæti á fram­­­­boðs­lista flokks­ins í Norð­aust­­­­ur­­­­kjör­­­­dæmi. Þá hefur verið greint frá því að Gylfi Ólafs­­­­­son, heilsu­hag­fræð­ingur frá Ísa­­­­­firði, muni leiða lista Við­reisnar í Norð­vest­­­­­ur­­­­­kjör­­­­­dæmi. Jóna Sól­­­­­veig Elín­­­­­ar­dótt­ir, aðjunkt við stjórn­­­­­­­­­mála­fræð­i­­­­­deild Háskóla Íslands, hefur til­­­­­kynnt um fram­­­­­boð og þykir lík­­­­­­­­­leg­ust til að vera í efsta sæti á lista flokks­ins í Suð­­­­­ur­­­­­kjör­­­­­dæmi.

Konur í meiri­hluta hjá VG

Vinstri græn eru enn að ganga frá fram­boðs­listum sín­um. Í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum er búist við því að Katrín Jak­obs­dóttir og Svan­dís Svav­ars­dóttir leiði sitt hvort Reykja­vík­ur­kjör­dæmið og að Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé og Stein­unn Þóra Árna­dóttir sitji í næstu sætum fyrir neð­an. Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir sæk­ist eftir fyrsta sæt­inu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi en etur þar kappi við þrjá karla sem vilja það líka. Um helg­ina var greint frá því að for­seta­fram­bjóð­and­inn fyrr­ver­andi Ari Trausti Guð­munds­son muni leiða flokk­inn í Suð­ur­kjör­dæmi og þegar liggur fyrir að Stein­grímur J. Sig­fús­son verður í fyrsta sæti á lista flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir situr þar í öðru sæti og Björn Valur Gísla­son, vara­for­maður Vinstri grænna, situr í því þriðja.

Staða kvenna er sterkust innan Vinstri grænna. Í Suð­vest­ur­kjör­dæmi verður flokksval hjá flokknum en þar hefur Ögmundur Jón­as­son ákveðið að víkja til hlið­ar. Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri þing­flokks VG, var í öðru sæti þar fyrir síð­ustu kosn­ingar og þykir lík­leg til að taka odd­vita­sæt­ið. Því gæti vel farið svo að fjórar konur leiði lista Vinstri grænna í kom­andi kosn­ingum en tveir karl­ar. Í dag sam­anstendur þing­flokkur flokks­ins af fimm konum og tveimur körlum og afar ólík­legt verður að telj­ast að karlar verði þar í meiri­hluta eftir kom­andi kosn­ing­ar.

Kann­anir benda þó til þess að þing­flokkur Vinstri grænna geti stækkað umtals­vert eftir næstu kosn­ing­ar. Flokk­ur­inn fékk 10,9 pró­sent atkvæða árið 2013 en mælist nú með 14,4 pró­sent.

Gott jafn­vægi hjá Pírötum

Pírat­ar, sem hafa mælst stærsti flokkur lands­ins mest allt þetta kjör­tíma­bil, hafa lokið frá­gangi fram­boðs­lista sinna.

Í fjórum efstu sætum á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum og Suð­vest­ur­kjör­dæmi eru sjö konur og fimm karl­ar. Tvær kon­ur, þing­menn­irnir Birgitta Jóns­dóttir og Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, leiða í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum og fyrr­ver­andi þing­mað­ur­inn Jón Þór Ólafs­son í Krag­an­um. Í Suð­ur­kjör­dæmi er Smári McCarthy í fyrsta sæti en tvær konur eru í fjórum efstu sæt­un­um. Í Norð­aust­ur­kjör­dæmi er Einar Aðal­steinn Brynj­ólfs­son í odd­vita­sæt­inu en Guð­rún Ágústa Þór­dís­ar­dóttir í öðru. Svo koma tveir karl­ar.

Píratar hafa verið í stök­ustu vand­ræðum í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Þar var kosið í próf­kjöri í ágúst. Úrslit próf­­kjör­s­ins voru síðar kærð vegna ásak­ana um smölun til fylgis við ákveðna fram­­bjóð­end­­ur. Kæran hafði hins vegar engin áhrif vegna þess að hún átti ekki við. Úrslit­unum var samt sem áður hafnað í stað­­fest­ing­­ar­­kosn­­ingu og nýtt próf­­kjör hald­ið. Þar end­aði Eva Pand­ora Bald­urs­dóttir í efsta sæti og Gunnar Ingi­berg Guð­munds­son í öðru sæti. Þar á eftir koma tveir karl­ar.

Hjá Pírötum er kynja­staðan því sú að þrjá konur munu leiða kjör­dæmi þeirra og þrír karl­ar. Af efstu fjórum fram­bjóð­endum á öllum listum flokks­ins eru 11 konur og 13 karl­ar.

4-2 hjá Bjartri fram­tíð

Þá er ótalin Björt fram­tíð, sem er í dag með sex þing­menn. Flokk­ur­inn hefur ekki mælst lík­legur til að ná inn þing­manni í könn­unum um langt skeið og í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans mælist fylgi þeirra 3,3 pró­sent. Þrír núver­andi þing­­menn flokks­ins munu leiða lista, for­­mað­­ur­inn Ótt­­arr Proppé í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, Björt Ólafs­dóttir í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi norður og Páll Valur Björns­­son í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hinir þrír sem nú sitja á þingi fyrir Bjarta fram­tíð, Guð­mundur Stein­gríms­son, Róbert Mars­hall og Bryn­hildur Pét­urs­dótt­ir, ætla ekki fram.

Þá mun Nichole Leigh Mosty leik­­skóla­­stjóri leiða lista flokks­ins í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi suð­­ur, G. Vald­i­mar Vald­e­mar­s­­son fram­­kvæmda­­stjóri verður í fyrsta sæti á lista Bjartrar fram­­tíðar í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi og Preben Pét­­ur­s­­son mjólk­­ur­­tækn­i­fræð­ingur leiðir í Norð­aust­­ur­­kjör­­dæmi. Fjórir karlar sitja því í efstu sætum á lista flokks­ins en tvær kon­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None