Bændur ráða því hvort búvörusamningar séu til þriggja eða tíu ára

Bændur eru með neitunarvald gagnvart endurskoðun á búvörusamningunum sem á að fara fram árið 2019. Hafni þeir tillögum að endurskoðun gilda samningarnir áfram eins og þeir eru. Búvörusamningar voru gerðir til tíu ára og kosta 13-14 milljarða á ári.

Sigurður Ingi  Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirrituðu búvörusamninganna 19. febrúar síðastliðinn. Aðrir sem undirrituðu þá voru fulltrúar bænda.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirrituðu búvörusamninganna 19. febrúar síðastliðinn. Aðrir sem undirrituðu þá voru fulltrúar bænda.
Auglýsing

Bændur ráða því hvort búvöru­samn­ing­unum sem sam­þykktir voru á þriðju­dag verði end­ur­skoð­aðir eftir þrjú ár. Hafni þeir þeim breyt­ingum sem sam­ráðs­hópur um end­ur­skoðun á samn­ing­unum skilar í atkvæða­greiðslu sem fram á að fara árið 2019 mun engin end­ur­skoðun á samn­ing­un­unum eiga sér stað. Búvöru­samn­ing­arnir gilda til tíu ára, í tvö og hálft kjör­tíma­bil, og kosta á bil­inu 13-14 millj­arða króna á ári. Áætl­aður heild­ar­kostn­aður vegna þeirra á þeim ára­tug sem gild­is­tími þeirra nær yfir er um 132 millj­arðar króna. Samn­ing­arnir eru hins vegar tvö­falt verð­tryggðir og því mun kostn­aður vegna þeirra aukast í sam­ræmi við verð­bólg­u. 

Ein­ungis 19 þing­­menn, eða 30 pró­­sent allra þing­­manna, greiddu atkvæði með samn­ing­unum þegar þeir voru sam­þykktir á Alþingi á þriðju­dag. Sjö sögðu nei en aðrir sátu hjá eða voru ekki við­staddir þessa gríð­­ar­­lega mik­il­vægu og bind­andi atkvæða­greiðslu sem mun móta eitt af lyk­il­­kerfum íslensks sam­­fé­lags, hið rík­­is­­styrkta land­­bún­­að­­ar­­kerfi, næsta ára­tug­inn. Eng­inn þing­maður Pírata, Sam­fylk­ingar eða Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn samn­ingn­um. Þeir sjö þing­menn sem það gerðu voru allir þing­menn Bjartrar fram­tíðar og Sig­ríður Á. And­er­sen, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Auk þess sátu fjórir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks sem voru við­staddir atkvæða­greiðsl­una hjá við hana. Aðrir þing­menn stjórn­ar­flokka sem voru við­staddir sam­þykktu samn­ing­anna.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um samn­ing­anna í frétta­skýr­ingu í gær.

Auglýsing

Bjarni og Sig­urður Ingi und­ir­rit­uðu

Nýj­­ustu samn­ing­­arnir voru und­ir­­rit­aðir 19. febr­­úar síð­­ast­lið­inn af full­­trúum bænda ann­­ars vegar og full­­trúum rík­­is­ins. Fyrir hönd rík­­is­ins skrif­uðu Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, þáver­andi land­­bún­­að­­ar­ráð­herra og nú for­­sæt­is­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, undir samn­ing­anna.

Þeir voru afar umdeildir og vöktu upp miklar deilur í sam­fé­lag­inu. Þrennt skipti þar mestu. Í fyrsta lagi lengd þeirra, en samn­ing­arnir binda þrjár næstu rík­is­stjórn­ir. Í öðru lagi feyki­lega hár kostn­aður sem greiddur er úr rík­is­sjóði til að við­halda kerfi sem að mati margra hags­muna­að­ila er fjand­sam­legt neyt­endum og bændum sjálfum og gagn­ast fyrst og síð­ast stórum milli­liðs­fyr­ir­tækjum eins og Mjólk­ur­sam­söl­unni, Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga og Slát­ur­fé­lagi Suð­ur­lands. Í þriðja lagi var gagn­rýnt að engir aðrir en bændur og for­svars­menn rík­is­ins hafi verið kall­aðir að borð­inu þegar samn­ing­arnir voru und­ir­bún­ir. 

Lof­uðu end­ur­skoðun eftir þrjú ár

Í lok ágúst lagði meiri­hluti atvinn­u­­vega­­nefndar fram breyt­ing­­ar­til­lögur á samn­ing­un­­um. Þegar þær voru kynntar var látið að því liggja að í til­lög­unum væri skýrt kveðið á um end­­ur­­skoð­un­­ar­á­­kvæði innan þriggja ára. Engar frek­ari breyt­ingar voru gerðar á lögum sem gera samn­ing­anna gild­andi eftir þær breyt­inga­til­lög­ur. 

Ákvæðið um end­ur­skoðun samn­ing­anna er þó ekki mjög skýrt. Í áliti meiri­hluta­nefndar atvinnu­vega­nefndar sagði: „Meiri hlut­inn leggur áherslu á að við sam­þykkt frum­varps­ins nú eru fyrstu þrjú ár samn­ing­anna stað­fest og mörkuð fram­tíð­ar­sýn til tíu ára. Meiri hlut­inn leggur til ákveðna aðferða­fræði fyrir end­ur­skoðun samn­ing­anna árið 2019 og skal ráð­herra þegar hefj­ast handa við að end­ur­meta ákveðin atriði og nýtt fyr­ir­komu­lag gæti mögu­lega tekið gildi í árs­byrjun 2020. Meiri hlut­inn leggur til að end­ur­skoð­unin bygg­ist á aðferða­fræði sem feli í sér víð­tæka sam­still­ingu um land­bún­að­inn, atkvæða­greiðslu um end­ur­skoð­aða samn­inga meðal bænda og afgreiðslu Alþingis á laga­breyt­ingum sem sú end­ur­skoðun kann að kalla á.“

Í breyt­ing­ar­til­lög­unni sjálfri sagði: „Eigi síðar en 18. októ­ber 2016 skal sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra skipa sam­ráðs­hóp um end­ur­skoðun búvöru­samn­inga. Tryggja skal aðkomu afurða­stöðva, atvinnu­lífs, bænda, laun­þega og neyt­enda að end­ur­skoð­un­inni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019. Skulu bændur eiga þess kost að kjósa um nýjan búvöru­samn­ing eða við­bætur við fyrri samn­inga.“

Bændur geta hafnað end­ur­skoðun

Ný búvöru­lög, sem fjalla um búvöru­samn­ing­anna, hafa ekki verið birt á vef Alþingis þrátt fyrir að tveir dagar séu frá því að þau voru sam­þykkt. Kjarn­inn beindi því fyr­ir­spurn til sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins um hvort að það bæri að skilja lögin þannig að bændur myndu alltaf fá að kjósa um þá end­ur­skoðun sem muni eiga sér stað eigi síður en árið 2019. Svar ráðu­neyt­is­ins var já. 

Þegar spurt var hvað myndi ger­ast ef bændur myndu hafna þeirri end­ur­skoðun í atkvæða­greiðslu var svar­ið: „ Ef bændur hafna þeim breyt­ingum sem hugs­an­lega verða gerðar  við end­ur­skoð­un­ina 2019 verður aftur sest niður og leitað frek­ari samn­inga.“

Því er ljóst að Bænda­sam­tökin geta ein­hliða hafnað öllum þeim breyt­ingum sem lagðar verða til við'end­ur­skoðun búvöru­samn­inga árið 2019 ef aðilar þeirra eru þeim mót­falln­ir. Hafni þeir öllum end­ur­skoð­un­ar­til­lögum munu samn­ing­arnir gilda til þeirra tíu ára sem þeir eru gerð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None