Segir ummæli í Vigdísarskýrslunni vera atvinnuróg, meiðyrði og svívirðingar

Þorsteinn Þorsteinsson, aðalsamningamaður Íslands við endurskipulagningu bankanna, er harðorður út í skýrslu meirihluta fjárlaganefndar sem birt var á mánudag. Í bréfi hans til nefndarinnar segir hann vegið að starfsheiðri sínum með niðrandi ummælum.

Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna á mánudag.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna á mánudag.
Auglýsing

Þor­steinn Þor­steins­son, aðal­samn­inga­maður íslenska rík­is­ins við end­ur­reisn við­skipta­bank­anna, segir að skýrsla meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar, „Einka­væð­ing bank­anna hin síð­ar­i“, vegi alvar­lega að starfs­heiðri sínum með ýmsum niðr­andi ummæl­um. „Sem leik­mað­ur geri ég mér þó ekki grein fyrir hvort þau ummæli, sem að mínu mati eru atvinnuróg­ur, meið­yrði og sví­virð­ing­ar, varði við lög.“ Þetta kemr fram í bréfi sem Þor­steinn sendi fjár­laga­nefnd og for­seta Alþingis í dag. 

Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, vara­for­maður nefnd­ar­inn­ar, kynntu skýrsl­una fyrir frétta­mönnum á mánu­dag. Í henni eru lagðar fram fjöl­margar ásak­anir gagn­vart þeim stjórn­mála­mönn­um, emb­ætt­is­mönnum og sér­fræð­ingum sem unnu að end­ur­reisn banka­kerf­is­ins á árinu 2009. Á einum stað hennar segir m.a. að skjölin sem skýrslan byggi á sýni „und­ar­legan ótta samn­inga­manna við kröfu­haf­ana og van­meta­kennd gagn­vart hátt laun­uðum lög­fræð­inga­her þeirra. Þau sýna sér­kenni­lega áráttu íslenska samn­inga­fólks­ins til að gæta hags­muna við­semj­enda sinna og tryggja að þeir bæru ekki skarðan hlut frá borð­i.“

Jóhannes Karl Sveins­son, hæsta­rétt­ar­lög­maður sem kom að samn­ings­gerð­inni,sagði við RÚV ígær að hann teldi að ávirð­ing­arnar sem settar séu fram í skýrsl­unni séu sví­virði­leg­ar. „ Þarna er vikið orðum að ­samn­inga­mönn­um og ­samn­inga­fólki, þarna er undir fjöldi fólks, ráðu­neyt­is­fólks, emb­ætt­is­manna og ann­arra sér­fræð­inga þarna komu að. Mér fannst þetta algjör sví­virða og sér í lagi vegna þess að það var ekki talað við einn ein­asta mann sem að þessu hafði komið og hefði getað útskýrt málið fyrir þeim sem sömdu þessa skýrslu,“ sagði Jóhannes Karl.

Auglýsing

Guð­laugur Þór  baðst í gær afsök­unar á því að orða­lag í skýrsl­unni sé þannig að hægt sé að skilja það sem „árásir eða gagn­rýni á emb­ætt­is­­menn og sér­­fræð­inga sem komu að málum og sinntu verkum sínum af sam­visku­­sem­i“. Hann boð­aði einnig að orða­lag skýrsl­unnar verði end­­ur­­skoð­að. „Gild­is­hlaðin orð eða annað sem valdið getur mis­­skiln­ingi verður fjar­lægt þannig að efn­is­­leg umræða fari fram.“ Aldrei hafi verið ætlun meiri­hluta fjár­­laga­­nefndar að vega að starfs­heiðri ein­stak­l­inga sem eiga ekki annað skilið en þakkir fyrir sín störf. Vig­dís hefur ekki beðist afsök­unar á orða­lagi skýrsl­unn­ar.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­­lega um skýrsl­una í frétta­­skýr­ingu á þriðju­dag.

Fjöl­margar ásak­anir

Fjöl­margar ásak­­anir eru settar fram í skýrsl­unni. Í henni seg­ir  að rík­­­is­­­stjórn Jóhönnu Sig­­­urð­­­ar­dótt­­­ur, og sér­­­stak­­­lega fjár­­­­­mála­ráðu­­­neytið undir stjórn Stein­gríms J. Sig­­­fús­­­son­­­ar, í sam­­­starfi við emb­ætt­is­­­menn og Seðla­­­banka Íslands, hafi ákveðið að hefja aðför gegn neyð­­­ar­lög­unum í febr­­­úar 2009 með það að mark­miði að færa kröf­u­höfum föllnu bank­anna betri end­­­ur­heimt­­­ir. Í þess­­­ari aðför var ákveðið að hundsa þau drög að stof­­­nefna­hags­­­reikn­ingum nýju bank­anna þriggja sem birt voru á heima­­­síðu Fjár­­­­­mála­eft­ir­lits­ins (FME) 14. nóv­­­em­ber 2008. Í skýrsl­unni er síðan reiknað út að rík­­­is­­­sjóður hafi tekið á sig 296 millj­­­arða króna í áhættu í þágu kröf­u­hafa með þessum aðgerð­­­um.

Í frétta­til­kynn­ingu vegna útkomu skýrsl­unnar sagði að skýrslan taki „af allan vafa um áhættu skatt­greið­enda sem átti sér stað við afhend­ingu bank­anna til kröf­u­hafa.[...]Ekki verður önnur ályktun dregin en að samn­inga­­­gerðin afi að stórum hluta gengið út á að frið­­­þægja kröf­u­haf­ana með því að afhenda þeim eign­­­ar­hald á bönk­­­un­­­um.“

Lyk­il­at­riði í kynn­ingu á skýrsl­unni, sem notað var til að draga þessa álykt­un, er fund­­ar­­gerð stýrinefndar rík­­is­­stjórn­­­ar­innar og ráð­gjafa henn­­ar, Hawk­point, frá 10. mars 2009. Í frétta­til­kynn­ingu sem send var út vegna útkomu skýrsl­unnar segir að í þess­­ari fund­­ar­­gerð megi finna „sér­­stakt við­horf samn­inga­­manna rík­­is­ins t.d. má nefna orð ráðu­­neyt­is­­stjóra í fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu á fundi eftir að samn­ingar við kröf­u­hafa voru komnir þangað inn á borð. Þar sagði hann „mik­il­vægt að trufla ekki sam­­band skila­­nefnd­anna og kröf­u­haf­anna. Ríkið vill frið­­þægja kröf­u­hafa eins og mög­u­­legt er.““ 

Fund­­ar­­gerð­­irnar voru rit­aðar á ensku en meiri­hluti fjár­­laga­­nefnd­ar fékk að sögn lög­­gilta skjala­þýð­endur til að þýða þær. Þeir komust að þeirri nið­­ur­­stöðu að setn­ing­in: „The state wants to app­e­ase the creditors to the extent possi­ble þýði „Ríkið vill frið­­þægja kröf­u­hafa eins og mög­u­­legt er“.

Sam­­kvæmt orða­­bók þýðir orðið „app­e­a­­se“ hins vegar ekki frið­­þæg­ing, heldur að friða, róa, stilla eða sefa. Enska orðið fyrir frið­­þæg­ingu er „ato­­nem­ent“.

Ráðu­­neyt­is­­stjór­inn sem um ræðir er Guð­­mundur Árna­­son, sem er enn í dag ráðu­­neyt­is­­stjóri í fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu.

Sýnd­ar­rétt­ar­höld

Þor­steinn segir í bréfi sínu að hann myndi ekki mæta á fund fjár­laga­nefndar til að ræða sinn þátt í mál­inu. „Eins og meiri­hluti Fjár­laga­nefndar hefur lagt málið upp verður að telja að slíkur fundur verði ekki annað en ein­hvers­konar sýnd­ar­rétt­ar­höld og tel ég mér ekki skylt að mæta til þeirra.“ Ef Alþingi þætti henta að kalla til óháða erlenda aðila til að fara yfir end­ur­reisn við­skipta­bank­anna þriggja á árinu 2000 væri honum þó ljúft að fara yfir málið með þeim. „Ég tek þó fram að aðili sem ráð­inn yrði af meiri­hluta Fjár­laga­nefndar væri ekki óháður í mínum huga.“

Bréf Þor­steins í heild sinni:

Reykja­vík, 16. sept­em­ber 2016

Til Fjár­laga­nefndar Alþingis

Á árinu 2009 vann ég und­ir­rit­aður að end­ur­reisn við­skipta­bank­anna þriggja sem starfs­maður Fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins og leiddi vissa þætti þeirrar vinnu. Ég hef sem slíkur kynnt mér efni skýrslu meiri­hluta Fjár­laga­nefndar sem nefnd er Einka­væð­ing bank­anna hin síð­ari. Ég tel að í skýrsl­unni  sé með ýmsum niðr­andi ummælum vegið alvar­lega að starfs­heiðri mín­um. Sem leik­maður geri ég mér þó ekki grein fyrir hvort þau ummæli, sem að mínu mati eru atvinnuróg­ur, meið­yrði og sví­virð­ing­ar, varði við lög. 

Við sem unnum að end­ur­reisn við­skipta­bank­anna á árinu 2009  lögðum nótt við nýtan dag við að koma upp traustu banka­kerfi sem gæti tekið til við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu atvinnu­lífs og heim­ila en jafn­framt lögðum við áherslu á að verja hag rík­is­sjóðs. Allt sem lagt var upp með gekk eft­ir, bæði hvað varðar styrk fjár­mála­kerf­is­ins og getu þess til að end­ur­skipu­leggja fjár­hag fyr­ir­tækja og heim­ila og enn­fremur fjár­hag rík­is­sjóðs. Því sætir það nokk­urri furðu að nú, sjö árum síð­ar, komi fram aðilar sem telja að allt hafi þetta verið illa gert og að mestu und­ir­lægju­háttur við erlenda kröfu­hafa.  

Ég heyrði í fjöl­miðlum eftir birt­ingu skýrsl­unnar að for­maður nefnd­ar­innar teldi að næstu skref yrðu ann­að­hvort að kalla aðila máls­ins, sem túlka má sem eins­konar sak­born­inga, á fund nefnd­ar­innar sem væri þá opinn fjöl­miðlum eða þá að fá óháða aðila til að leggja mat á mál­ið.

Í þessu sam­bandi vil ég taka fram að eins og meiri­hluti Fjár­laga­nefndar hefur lagt málið upp verður að telja að slíkur fundur verði ekki annað en ein­hvers­konar sýnd­ar­rétt­ar­höld og tel ég mér ekki skylt að mæta til þeirra. 

Hins­vegar ef Alþingi þætti henta að kalla til óháða erlenda aðila til að fara yfir end­ur­reisn við­skipta­bank­anna þriggja á árinu 2009 væri mér ljúft að fara yfir málið með þeim aðil­um. Ég tek þó fram að aðili sem ráð­inn yrði af meiri­hluta Fjár­laga­nefndar væri ekki óháður í mínum huga.

Ég vil einnig taka fram að ekki hefur verið leitað til mín eða borin undir mig nein efn­is­at­riði hinnar svoköll­uðu skýrslu.

Virð­ing­ar­fyllst,

Þor­steinn Þor­steins­son  

Afrit af bréfi þessu verður sent til for­seta Alþing­is.

Afrit af bréf­inu verður einnig afhent fjöl­miðlum til að mín afstaða til þessa máls verði lýðum ljós.   

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None