Topp 10 – Hættulegustu glæpasamtökin

Skipulögð glæpasamtök víða um heim eru rekin eins og stórfyrirtæki, að viðbættu miskunnarlausu ofbeldi og glæpum. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér helstu glæpasamtök heimsins.

Kristinn Haukur Guðnason
Camorra
Auglýsing

Skipu­lögð glæp­a­starf­semi er fylgi­fiskur þétt­býl­is­mynd­unar og á því rætur sínar að rekja allt til iðn­bylt­ing­ar­inn­ar. Glæpa­sam­tök eru um margt ólík, bæði milli landa og menn­ing­ar­heima, en öll eiga þau það sam­eig­in­legt að inni­halda með­limi sem kjósa að lifa í bræðra­lagi utan við lög og rétt. Sum sam­tökin hafa mátt muna sinn fífil feg­urri s.s. kól­umbísku eit­ur­lyfja­hringirnir og ítalsk-am­er­íska maf­ían á meðan önnur blómstra nú sem aldrei fyrr, t.d. mexíkósku eit­ur­lyfja­hringirnir og rúss­neska maf­í­an. Hér eru 10 af vold­ug­ustu og hættu­leg­ustu glæpa­sam­tökum heims í dag.

10. Sun Yee On

Kín­versk glæpa­gengi eru kall­aðar þrenn­ingar (tri­ads) þó eng­inn viti nákvæm­lega af hverju.  Sun Yee On er ein af fjórum stærstu þrenn­ing­un­um, með höf­uð­stöðvar í Hong Kong. Sam­tökin voru stofnuð í borg­inni árið 1919 en um tíma á sjötta ára­tugnum gerðu þeir út frá Tævan eftir að leið­togi þeirra var rek­inn úr landi. Þó að þrenn­ingar hafi höf­uð­paura og visst stig­veldi þá eru þær mun laustengd­ari sam­tök heldur en t.d. japönsku yakuza sam­tök­in. Þrenn­ing­arnar stunda ólög­lega starf­semi af ýmsum toga, s.s. eit­ur­lyfja­sölu og veð­lána­starf­semi en á síð­ari árum hafa þær verið þekktar fyrir að smygla fólki inn til Banda­ríkj­anna. Starf­semi Sun Yee On breytt­ist eftir afhend­ingu Hong Kong til Kína árið 1997. Komm­ún­ista­flokk­ur­inn tók hart á þrenn­ing­unum og margir leið­togar þeirra færðu starf­sem­ina að stórum hluta út fyrir land­stein­ana. Mörg sam­tök fóru að stunda lög­lega starf­semi og ofbeldið minnk­aði. Sun Yee On eru þó langt því frá hættir glæp­a­starf­semi og í dag eru með­lim­irnir um 55 þús­und tals­ins með starf­semi víða um heim.

9. Núm­era­gengið

Pollsmoor fang­elsið í Höfða­borg er alræmdasta fang­elsi Suður Afr­íku, þekk­ast fyrir að hýsa Nel­son Mand­ela á níunda ára­tugn­um. Pollsmoor eru líka höf­uð­stöðvar Núm­era­geng­is­ins svo­kall­aða sem hefur starfað í meira en heila öld. Í raun eru þetta þrjú gengi, þ.e. 26, 27 og 28, en sam­spil þeirra er mikið og það síð­ast­nefnda er nokk­urs konar aðall innan veggja fang­els­ins. Með­limir starfa einnig utan veggj­anna og í öllum öðrum fang­elsum lands­ins. Fram á níunda ára­tug­inn var starf­semin ein­ungis bundin við fang­els­in. Þá mynd­uðu þeir sam­bönd við stórar eit­ur­lyfjaklíkur utan veggja svo sem Amer­ík­an­ana. Í dag eru flestir með­limir tengdir tveimur klík­um, einni utan veggja og einni inn­an. Eitt helsta tækið sem Núm­era­gengið beitir  til að halda völdum og valda ótta er kyn­ferð­is­of­beldi. Með­lim­irnir beita nauðg­unum á mjög fast­mót­aðan og kerf­is­bundin hátt gegn öðrum föng­um. Ef það dugar ekki til að halda þeim und­ir­gefnum er gripið til morða.

Auglýsing

8. Albanska maf­ían

Ein þétt­ustu og þögl­ustu glæpa­sam­tök sem til eru er albanska maf­í­an. Maf­ían ein­kenn­ist af sterkum fjöl­skyldu og ætt­ar­böndum sem kölluð eru klön. Klönin eru mis­stór og mis­valda­mik­il, allt frá litlum götu­gengjum upp í alþjóð­lega eit­ur­lyfja­hringi. Þau hafa verið starf­andi síðan á sjötta ára­tugnum og hafa breiðst út um allan heim. Flest þeirra lúta glæpafor­ingja að nafni Daut Kadriovski. Til­tölu­lega lítið er vitað um hans per­sónu­legu hagi annað en það að hann er Makedón­íu­maður af albönskum upp­runa og hefur leitt mafí­una síðan á níunda ára­tugn­um. Heróín er ær og kýr albönsku mafí­unn­ar. Það er keypt frá Afghanistan og nær­liggj­andi löndum og selt í hinum vest­ræna heimi. Talið er að Kadriovski sé stærsti heróín­sali bæði Evr­ópu og Amer­íku. Kadriovski bíttar einnig við suður amer­íska eit­ur­lyfja­hringi á heróíni og kóka­íni.  Heróín er þó ekki eina starfs­semi albönsku mafí­unn­ar. Á sein­ustu árum hefur man­sal færst í auk­ana þar sem ungum stúlkum er rænt og þær neyddar í vændi.



7. Hells Ang­els

Vít­isengl­arnir skil­greina sig opin­ber­lega sem vél­hjóla­klúbb en fáum dylst hvers konar starf­semi er stunduð innan sam­tak­anna. Eit­ur­lyfja­sala-og smygl, vopna­smygl, fjár­kúg­an­ir, þjófn­aðir og vænd­is­sala er meðal þess sem er á afreka­skránni hjá þeim. Klúbb­ur­inn var stofn­aður í Kali­forníu árið 1948 af fyrr­ver­andi her­mönnum sem margir hverjir komu úr öðrum vél­hjóla­gengj­um. Nafnið Hells Ang­els er fengið að láni frá banda­rískum flug­her­sveit­um. Á sjötta ára­tugnum fengu þeir mikla athygli, sér­stak­lega eftir að kvik­myndin The Wild One kom út árið 1953 með Mar­lon Brando í aðal­hlut­verki. Þessir útlagar sem keyrðu um í hjörðum þóttu spenn­andi og sval­ir. Gyll­ingin fór hins vegar af þeim eftir tón­leika­há­tíð­ina Alta­mont Free árið 1969. Sam­tökin áttu að sjá um örygg­is­gæslu á svæð­inu en gerðu það ekki betur en svo að nokkur dauðs­föll áttu sér stað. Hells Ang­els hafa breiðst út um flest vest­ræn ríki og eru þekkt­ustu vél­hjóla­sam­tök heims í . Þeir hafa lengi átt í blóð­ugum deilum við helstu keppi­nauta sína, Banditos og Outlaws.

Hells Angels, glæpasamtökin, eru víða sýnileg á mótorhjólum. Þau hafa komið sér vel fyrir á Norðurlöndum, meðal annars í Danmörku og Noregi.

6. Camorra

Flestir tengja ítölsku mafí­una helst við eyj­una Sikiley en sterk­ustu sam­tökin koma frá hér­að­inu Campania og höf­uð­stað þess Napolí, nefni­lega Camorra. Camorra er eitt af elstu glæpa­sam­tökum heims og byrj­aði sem þjófa­gengi fyrir u.þ.b. 200 árum síð­an. Síðan hafa þau dafnað og vaxið þétt og örugg­lega. Camorra er í raun ekki ein heild­stæð sam­tök líkt og flestar aðrar mafíur á Ítal­íu­skaga, heldur laustengt net minni gengja sem eru bundin við ákveðin svæði og fjöl­skyld­ur. Iðu­lega koma upp fæð­ar­deilur milli þeirra sem enda oft með blóð­baði. Camorra er ekki orð sem með­lim­irnir nota, frekar O Sistema (kerf­ið). Tengsl Camorra við stjórn­málin eru sterk. Þau eiga í sam­starfi við marga spillta stjórn­mála­menn og hafa fengið úthlutað ýmsum verk­efn­um, t.d. bygg­inga­fram­kvæmdum og sorp­hirðu. Árið 2013 mynd­að­ist upp­lausn­ar­á­stand í Napolí vegna fram­kvæmd sam­tak­anna á sorp­hirðu og úrgangslos­un. Camorra er ein arð­bærasta mafía heims með um 500 millj­arða króna í árs­tekjur en starf­semin er þó að mestu bundin við Ítal­íu­skaga.

Fangar, í El Salvador. Þar er skipulögð glæpastarfsemi víðtækt vandamál.

5. D-Company

Ein­ungis tví­tugur stofn­aði Dawood Ibra­him glæpa­sam­tökin D-Company árið 1976 í Mumbai (þá Bombay) á Ind­landi. Sam­tökin færðu út kví­arnar til Arab­íu­skaga og víðar á níunda ára­tugnum og Ibra­him varð einn vold­ug­asti glæpafor­ingi Asíu. Upp­haf­lega fólst starf­semin aðal­lega í eit­ur­lyfja­sölu og smygli en á tíunda ára­tugnum mynd­uð­ust tengsl við ýmis hryðju­verka­sam­tök, þar á meðal Al-Qa­eda. D-Company eru taldir eiga hlut að máli ýmsum hryðju­verkum og til­ræðum í Ind­landi og víðar og það náði athygli Banda­ríkja­stjórn­ar. Ibra­him, sem bjó lengi í Dubai, þurfti að flýja þaðan til Pakistan árið 2003. Þar hefur hann búið síðan undir vernd­ar­væng stjórn­valda sem vilja þó ekki gefa upp stað­setn­ingu hans. Um tíma var hann einn eft­ir­sótt­asti glæpafor­ingi heims en veldi hans rýrn­aði þó ekk­ert. D-Company stunda ekki ein­ungis ólög­lega star­semi og t.d. hafa sam­tökin fram­leitt nokkrar Bollywood kvik­mynd­ir. Í dag hafa sam­tökin starf­semi í Asíu, Afr­íku og Evr­ópu.

4. MS-13

Mara Sal­vatrucha, betur þekkt sem MS-13, byrj­aði sem götu­gengi í Los Ang­eles seint á níunda ára­tugn­um. Upp­runa­lega komu með­lim­irnir frá El Salvador, litlu Mið-Am­er­íku­ríki sem telur ein­ungis um 6 millj­ónir íbúa. Þá störf­uðu þeir í skugga stærri gengja á svæð­inu s.s. M-18 sem var aðal­lega sam­sett af Mexík­ó­um. En þegar stríð milli gengj­anna braust út snemma á tíunda ára­tugnum náðu MS-13 yfir­hönd­inni, aðal­lega vegna þess óbeisl­aða ofbeldis sem með­lim­irnir beittu. Margir þeirra höfðu barist í borg­ara­styrj­öld í heima­land­inu sem geis­aði í meira en ára­tug. Í kjöl­farið stækk­uðu sam­tökin hratt og breidd­ust út um nán­ast öll Banda­rík­in, tug­þús­undir ung­menna frá Mið-Am­er­íku­ríkjum á borð við Guatemala, Hondúras og Ník­aragúa bætt­ust við. Sumir voru sendir aftur til heima­land­anna og þar settu þeir upp bæki­stöðvar fyrir MS-13. Alls staðar fyldi þeim geig­væn­legt ofbeldi og morð. Í dag er MS-13 ein allra hættu­leg­ustu glæpa­sam­tök Banda­ríkj­anna.

3. Yamag­uchi Gumi

Rætur jap­anskra glæpa­sam­taka sem kall­ast yakuza ná langt aftur í aldir og mörg þeirra tengja sig við forna sam­úræja og útlaga. Vold­ug­asta yakuza heims, Yamag­uchi Gumi, byrj­aði hins vegar með hópi hafn­ar­verka­manna í borg­inni Kobe árið 1915. Yamag­uchi Gumi var lítið gengi í upp­hafi og hvarf næstum því á stríðs­ár­unum en á ára­tug­unum eftir stríð uxu þau hratt. Hluti af vel­gengni þeirra var stig­veldið innan sam­tak­anna sem virk­aði í raun eins og her. Eng­inn ágrein­ingur var um stöðu hvers aðila innan þeirra. Síðan þá hafa sprottið upp deilur af og til, t.a.m. stór klofn­ingur árið 2015. [htt­p://wond­erf­ul­ri­fe.blog­spot.is/2015/08/a-brief-hi­story-of-yamag­uchi-gumi-yakuza.html] Þetta hefur valdið Yamag­uchi Gumi tölu­verðum vand­ræðum en sam­tökin eru þó enn lang stærsta yakuza lands­ins með nokkra tugi þús­unda með­lima. Talið er að nærri helm­ingur allra yakuza með­lima séu tengdir Yamag­uchi Gumi sem hefur starf­semi um allt Jap­an. Yakuza sam­tökin eru þekkt­ust fyrir veð­lána­starf­semi og fjár­kúgun en í raun kemur mest fjár­magn inn með eit­ur­lyfja­sölu og smygl­i. 

2. Sina­loa hring­ur­inn

Á níunda ára­tugnum urðu mexíkóskir eit­ur­lyfja­hringir milli­liðir fyrir hina mun stærri kollega sína frá Kól­umbíu. Þegar veldi Kól­umbíu­mann­ana hrundi um miðjan tíunda ára­tug­inn tóku þeir mexíkósku við sem leið­andi fram­leið­endur og smygl­arar eit­ur­lyfja inn til Banda­ríkj­anna. Sina­loa hring­ur­inn varð til árið 1989 þegar stærsti hringur Mexíkó, Guadala­jara-hring­ur­inn í vest­ur­hluta lands­ins, tvístrað­ist. Leið­togi hans var Joaquin Guzman, kall­aður El Chapo, sem gerði hring­inn að þeim öfl­ug­asta í land­inu. Lengi vel áttu Sina­loa-­menn í stríði við nágranna sína í Tiju­ana en upp úr 2010 náðu Sina­loa yfir­hönd­inni og nú vinna Tiju­ana-­menn fyrir þá. Sina­loa hring­ur­inn stjórnar stærstum hluta landamæra­svæð­is­ins við Banda­ríkin en þeir smygla mestu norður til Chicago, meira en 2000 km leið. Chicago er þriðja stærsta borg Banda­ríkj­anna og  mjög mið­svæðis þannig að faðmur hrings­ins nær yfir gjörvalla Norður Amer­íku. El Chapo hefur þrisvar verðið hand­tek­inn og situr nú í fang­elsi í Mexíkó.



1. Solnt­sevskaya Bratva

Rúss­neska maf­ían fædd­ist í gúlag­inu, afskekktum fanga­búðum í Síberíu og víð­ar, á fyrstu ára­tugum 20. ald­ar­inn­ar. Starf­semi glæpa­gengj­anna færð­ist fljót­lega út fyrir víra gúlags­ins og eig­in­legt kerfi mynd­að­ist. Kerfið var fast­mótað og ein­kennd­ist af “heiðri meðal þjófa”, þ.e. virð­ingu fyrir hvorum öðr­um. Sergei Mik­hailov og Boris Ars­havin (Mik­has og Ars­has) hristu upp í þessu með stofnun Solnt­sevskaya Bratva í Moskvu um miðjan níunda ára­tug­inn. Þeir litu frekar til vest­rænna glæpa­sam­taka og báru litla virð­ingu fyrir keppni­nautum sín­um. Eftir stríð við mafíu Tjétjén­íu­manna í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins inn­lim­uðu þeir nokkrar aðrar klíkur og urðu ráð­andi á mark­að­in­um. Stærsti hluti starf­sem­innar felst í sölu heróíns en veð­lána­starf­semi, mansal, bíla­þjófn­aðir o.fl. er einnig mjög áber­andi. Eftir fall Sov­ét­ríkj­anna færðu þeir út kví­arnar til Aust­ur-­Evr­ópu, Bret­lands, Banda­ríkj­anna og Ísr­ael þar sem mik­ill inn­flutn­ingur rúss­neskra gyð­inga átti sér stað. Í dag eru Solnt­setskaya Bratva rík­ustu glæpa­sam­tök heims með nærri 1000 millj­arða króna í árs­tekj­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None