Brexit-veruleikinn sagður vísa veginn til einangrunar

Brexit getur haft verulega neikvæð áhrif á viðskipti með sjávarafurðir, segir forstjóri Samherja. Forsætisráðherra Bretlands er harðlega gagnrýndur af The Economist fyrir að boða einangrunahyggju.

Theresa May
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, Ther­esa May, er að færa efna­hags­stefn­u Breta hratt til vinstri. Þetta mátti lesa út úr ræður sem May hélt í gær á fundi Íhalds­flokks­ins, að því er The Economist heldur fram. Í rit­inu er ­stefnu­mark­andi ræða May greind með þeim hætti, að eftir Brex­it-­kos­ing­una í júní, þar sem breskur almenn­ingur kaus með því að yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið, þá sé það orðið að opin­berri stefnu Íhalds­manna að fjar­lægj­ast alþjóða­vætt við­skipta­líf og mark­aðs­bú­skap sem því hefur fylgt.

Hún hafi boðað Brexit sem „hljóð­láta bylt­ingu“ og atburð sem kæmi að­eins einu sinni hjá hverri kyn­slóð. Með Brexit væri almenn­ingur að senda „el­ít­unn­i“ skila­boð um það snérist ekki allt um hana.

Hægri hliðin

Þegar kom að félags­legu hlið­inni, hinum mórölsku skila­boð­u­m ræð­unn­ar, segir The Economist að May hefði hallað sér til hægri. Boð­að pópúl­is­mann frá Nigel Fara­ge, þar sem alið væri á ótta og þjóð­ern­is­hyggju.

Auglýsing

May er sögð hafa gagn­rýnt harð­lega tal þeirra sem gerðu lítið úr ­mik­il­vægi ein­kennum breskrar menn­ing­ar, og talað fyrir því að tím­inn til þess að yfir­gefa „sós­íal­íska breytni“ og „frjáls­lynd hægri sjón­ar­mið“ og marka nýja ­stefnu á miðju stjórn­mál­anna. Þessi nýja stefna væri það sem rík­is­stjórn henn­ar ­myndi móta á grunni breytts veru­leika.



Ein­angr­un­ar­hyggja

Í leið­ara The Economist er þessi stefnu­mörkun May gagn­rýnd harð­lega, og hún sögð ala á ein­feldni og það sem væri verst af öllu fyr­ir­ breskt efna­hags­líf; ein­angr­un­ar­hyggju. Þrátt fyrir að May hefði ítrekað að Bret­land myndi form­lega hefja útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu á næsta ári, þá væri ekki góð efna­hags­stefna í aug­sýn. Auk þess væri það mikið áhyggju­efni fyr­ir­ breskt efna­hags­líf, að í land­inu væri vöxt­ur­inn fyrst og fremst í lág­launa­störf­um.



Verstu spár ekki ræst

Þrátt fyrir að mörg fag­tíma­rit um við­skipti og efna­hags­líf, The Economist þar á með­al, hafi gagn­rýnt stjórn­völd í Bret­landi fyrir við­brögð­in við Brex­it-­kosn­ing­unni, þá hafa verstu spár um þróun efna­hags­mála í land­in­u ekki ræst. Atvinnu­leysi hefur ekki mikið færst upp og mælist um 5,4 pró­sent, en hag­vaxt­ar­horfur eru nú sagðar umtals­vert verri en áður. Þá hafa alþjóð­leg ­fyr­ir­tæki, á borð við jap­anska bíla­fram­leið­endur og banda­ríska banka, kall­að eftir því að fá skýr­ari stefnu á borðið um hvernig reglu­verkið verði sem taki við af sam­evr­ópsku reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ísland á mik­illa hags­muna að gæta

Þegar kemur að Bret­lands­mark­aði á Ísland mik­illa hags­muna að gæta. Í gegnum tíð­ina hefur þessi 64 millj­óna íbúa þjóð, verið með allra mest­u við­skipta­ríkjum Íslands. Það sam­band hefur frekar styrkst en hitt, á síðust­u árum, enda fjölgar breskum ferða­mönnum sem hingað koma stöðugt. Þrátt fyrir að ­mikla veik­ingu punds­ins gagn­vart krón­unni á árinu þá hefur breskum ferða­mönn­um ­fjölgað um 32 pró­sent miðað við fyrstu átta mán­uði árs­ins.

Bretar voru fjöl­menn­astir í hópi erlendra ferða­manna hingað til lands í fyrra, ásamt Banda­ríkja­mönn­um. Sam­tals komu ríf­lega 241 þús­und ferða­menn frá Bret­landi til lands­ins, eða um 19 pró­sent af heild­ar­fjölda ferða­manna.

Verð­mæti útflutn­ings, einkum sjáv­ar­af­urða, hefur skerst veru­lega við þessa geng­is­þróun sem að framan er lýst. Pundið kostar nú 144 krón­ur, en ­fyrir rúmu ári kost­aði það 206 krónu. Það munar um minna. Í fyrra nam útflutn­ingur til Bret­land 73 millj­örð­u­m króna, og var það um 12 pró­sent af heild­ar­út­flutn­ingi.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, gerði þessa þró­un að umtals­efni á dög­un­um, þegar hann fjall­aði um þróun á erlendum mörk­uð­um. „Fyr­ir­huguð útganga Bret­lands úr ­Evr­ópu­sam­band­inu mun hins vegar hafa nei­kvæð áhrif á afkomu okk­ar, að minnsta ­kosti til skamms tíma á meðan pundið er veikt. Stór hluti þorskaf­urða félags­ins er seldur í Bret­land­i,“ sagði Þor­steinn Már.

Verður að koma í ljós hvernig fer

Erfitt er að segja til um hver á­hrifin af veik­ingu punds­ins verða í Bret­landi til lengd­ar, en flestar spár þar ­gera ráð fyrir að breskt efna­hags­líf mun þurfa að fara í „sárs­auka­fulla“ að­lögun að breyttum veru­leika. Vonir standa til þess að fleiri ferða­menn mun­i heim­sækja land­ið, enda verð­lag skyndi­lega búið að batna um meiran 25 pró­sent ­mælt í flestum helstu við­skipta­mynt­um, en á móti kemur þá hafa mörg iðn­fyr­ir­tæki áhyggjur af því að erf­ið­ara verði að laða til lands­ins þekk­ingu og ­sam­keppn­is­hæft starfs­fólk. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None