Brexit-veruleikinn sagður vísa veginn til einangrunar

Brexit getur haft verulega neikvæð áhrif á viðskipti með sjávarafurðir, segir forstjóri Samherja. Forsætisráðherra Bretlands er harðlega gagnrýndur af The Economist fyrir að boða einangrunahyggju.

Theresa May
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, Ther­esa May, er að færa efna­hags­stefn­u Breta hratt til vinstri. Þetta mátti lesa út úr ræður sem May hélt í gær á fundi Íhalds­flokks­ins, að því er The Economist heldur fram. Í rit­inu er ­stefnu­mark­andi ræða May greind með þeim hætti, að eftir Brex­it-­kos­ing­una í júní, þar sem breskur almenn­ingur kaus með því að yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið, þá sé það orðið að opin­berri stefnu Íhalds­manna að fjar­lægj­ast alþjóða­vætt við­skipta­líf og mark­aðs­bú­skap sem því hefur fylgt.

Hún hafi boðað Brexit sem „hljóð­láta bylt­ingu“ og atburð sem kæmi að­eins einu sinni hjá hverri kyn­slóð. Með Brexit væri almenn­ingur að senda „el­ít­unn­i“ skila­boð um það snérist ekki allt um hana.

Hægri hliðin

Þegar kom að félags­legu hlið­inni, hinum mórölsku skila­boð­u­m ræð­unn­ar, segir The Economist að May hefði hallað sér til hægri. Boð­að pópúl­is­mann frá Nigel Fara­ge, þar sem alið væri á ótta og þjóð­ern­is­hyggju.

Auglýsing

May er sögð hafa gagn­rýnt harð­lega tal þeirra sem gerðu lítið úr ­mik­il­vægi ein­kennum breskrar menn­ing­ar, og talað fyrir því að tím­inn til þess að yfir­gefa „sós­íal­íska breytni“ og „frjáls­lynd hægri sjón­ar­mið“ og marka nýja ­stefnu á miðju stjórn­mál­anna. Þessi nýja stefna væri það sem rík­is­stjórn henn­ar ­myndi móta á grunni breytts veru­leika.Ein­angr­un­ar­hyggja

Í leið­ara The Economist er þessi stefnu­mörkun May gagn­rýnd harð­lega, og hún sögð ala á ein­feldni og það sem væri verst af öllu fyr­ir­ breskt efna­hags­líf; ein­angr­un­ar­hyggju. Þrátt fyrir að May hefði ítrekað að Bret­land myndi form­lega hefja útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu á næsta ári, þá væri ekki góð efna­hags­stefna í aug­sýn. Auk þess væri það mikið áhyggju­efni fyr­ir­ breskt efna­hags­líf, að í land­inu væri vöxt­ur­inn fyrst og fremst í lág­launa­störf­um.Verstu spár ekki ræst

Þrátt fyrir að mörg fag­tíma­rit um við­skipti og efna­hags­líf, The Economist þar á með­al, hafi gagn­rýnt stjórn­völd í Bret­landi fyrir við­brögð­in við Brex­it-­kosn­ing­unni, þá hafa verstu spár um þróun efna­hags­mála í land­in­u ekki ræst. Atvinnu­leysi hefur ekki mikið færst upp og mælist um 5,4 pró­sent, en hag­vaxt­ar­horfur eru nú sagðar umtals­vert verri en áður. Þá hafa alþjóð­leg ­fyr­ir­tæki, á borð við jap­anska bíla­fram­leið­endur og banda­ríska banka, kall­að eftir því að fá skýr­ari stefnu á borðið um hvernig reglu­verkið verði sem taki við af sam­evr­ópsku reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ísland á mik­illa hags­muna að gæta

Þegar kemur að Bret­lands­mark­aði á Ísland mik­illa hags­muna að gæta. Í gegnum tíð­ina hefur þessi 64 millj­óna íbúa þjóð, verið með allra mest­u við­skipta­ríkjum Íslands. Það sam­band hefur frekar styrkst en hitt, á síðust­u árum, enda fjölgar breskum ferða­mönnum sem hingað koma stöðugt. Þrátt fyrir að ­mikla veik­ingu punds­ins gagn­vart krón­unni á árinu þá hefur breskum ferða­mönn­um ­fjölgað um 32 pró­sent miðað við fyrstu átta mán­uði árs­ins.

Bretar voru fjöl­menn­astir í hópi erlendra ferða­manna hingað til lands í fyrra, ásamt Banda­ríkja­mönn­um. Sam­tals komu ríf­lega 241 þús­und ferða­menn frá Bret­landi til lands­ins, eða um 19 pró­sent af heild­ar­fjölda ferða­manna.

Verð­mæti útflutn­ings, einkum sjáv­ar­af­urða, hefur skerst veru­lega við þessa geng­is­þróun sem að framan er lýst. Pundið kostar nú 144 krón­ur, en ­fyrir rúmu ári kost­aði það 206 krónu. Það munar um minna. Í fyrra nam útflutn­ingur til Bret­land 73 millj­örð­u­m króna, og var það um 12 pró­sent af heild­ar­út­flutn­ingi.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, gerði þessa þró­un að umtals­efni á dög­un­um, þegar hann fjall­aði um þróun á erlendum mörk­uð­um. „Fyr­ir­huguð útganga Bret­lands úr ­Evr­ópu­sam­band­inu mun hins vegar hafa nei­kvæð áhrif á afkomu okk­ar, að minnsta ­kosti til skamms tíma á meðan pundið er veikt. Stór hluti þorskaf­urða félags­ins er seldur í Bret­land­i,“ sagði Þor­steinn Már.

Verður að koma í ljós hvernig fer

Erfitt er að segja til um hver á­hrifin af veik­ingu punds­ins verða í Bret­landi til lengd­ar, en flestar spár þar ­gera ráð fyrir að breskt efna­hags­líf mun þurfa að fara í „sárs­auka­fulla“ að­lögun að breyttum veru­leika. Vonir standa til þess að fleiri ferða­menn mun­i heim­sækja land­ið, enda verð­lag skyndi­lega búið að batna um meiran 25 pró­sent ­mælt í flestum helstu við­skipta­mynt­um, en á móti kemur þá hafa mörg iðn­fyr­ir­tæki áhyggjur af því að erf­ið­ara verði að laða til lands­ins þekk­ingu og ­sam­keppn­is­hæft starfs­fólk. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None