Brexit-veruleikinn sagður vísa veginn til einangrunar

Brexit getur haft verulega neikvæð áhrif á viðskipti með sjávarafurðir, segir forstjóri Samherja. Forsætisráðherra Bretlands er harðlega gagnrýndur af The Economist fyrir að boða einangrunahyggju.

Theresa May
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, Ther­esa May, er að færa efna­hags­stefn­u Breta hratt til vinstri. Þetta mátti lesa út úr ræður sem May hélt í gær á fundi Íhalds­flokks­ins, að því er The Economist heldur fram. Í rit­inu er ­stefnu­mark­andi ræða May greind með þeim hætti, að eftir Brex­it-­kos­ing­una í júní, þar sem breskur almenn­ingur kaus með því að yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið, þá sé það orðið að opin­berri stefnu Íhalds­manna að fjar­lægj­ast alþjóða­vætt við­skipta­líf og mark­aðs­bú­skap sem því hefur fylgt.

Hún hafi boðað Brexit sem „hljóð­láta bylt­ingu“ og atburð sem kæmi að­eins einu sinni hjá hverri kyn­slóð. Með Brexit væri almenn­ingur að senda „el­ít­unn­i“ skila­boð um það snérist ekki allt um hana.

Hægri hliðin

Þegar kom að félags­legu hlið­inni, hinum mórölsku skila­boð­u­m ræð­unn­ar, segir The Economist að May hefði hallað sér til hægri. Boð­að pópúl­is­mann frá Nigel Fara­ge, þar sem alið væri á ótta og þjóð­ern­is­hyggju.

Auglýsing

May er sögð hafa gagn­rýnt harð­lega tal þeirra sem gerðu lítið úr ­mik­il­vægi ein­kennum breskrar menn­ing­ar, og talað fyrir því að tím­inn til þess að yfir­gefa „sós­íal­íska breytni“ og „frjáls­lynd hægri sjón­ar­mið“ og marka nýja ­stefnu á miðju stjórn­mál­anna. Þessi nýja stefna væri það sem rík­is­stjórn henn­ar ­myndi móta á grunni breytts veru­leika.Ein­angr­un­ar­hyggja

Í leið­ara The Economist er þessi stefnu­mörkun May gagn­rýnd harð­lega, og hún sögð ala á ein­feldni og það sem væri verst af öllu fyr­ir­ breskt efna­hags­líf; ein­angr­un­ar­hyggju. Þrátt fyrir að May hefði ítrekað að Bret­land myndi form­lega hefja útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu á næsta ári, þá væri ekki góð efna­hags­stefna í aug­sýn. Auk þess væri það mikið áhyggju­efni fyr­ir­ breskt efna­hags­líf, að í land­inu væri vöxt­ur­inn fyrst og fremst í lág­launa­störf­um.Verstu spár ekki ræst

Þrátt fyrir að mörg fag­tíma­rit um við­skipti og efna­hags­líf, The Economist þar á með­al, hafi gagn­rýnt stjórn­völd í Bret­landi fyrir við­brögð­in við Brex­it-­kosn­ing­unni, þá hafa verstu spár um þróun efna­hags­mála í land­in­u ekki ræst. Atvinnu­leysi hefur ekki mikið færst upp og mælist um 5,4 pró­sent, en hag­vaxt­ar­horfur eru nú sagðar umtals­vert verri en áður. Þá hafa alþjóð­leg ­fyr­ir­tæki, á borð við jap­anska bíla­fram­leið­endur og banda­ríska banka, kall­að eftir því að fá skýr­ari stefnu á borðið um hvernig reglu­verkið verði sem taki við af sam­evr­ópsku reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ísland á mik­illa hags­muna að gæta

Þegar kemur að Bret­lands­mark­aði á Ísland mik­illa hags­muna að gæta. Í gegnum tíð­ina hefur þessi 64 millj­óna íbúa þjóð, verið með allra mest­u við­skipta­ríkjum Íslands. Það sam­band hefur frekar styrkst en hitt, á síðust­u árum, enda fjölgar breskum ferða­mönnum sem hingað koma stöðugt. Þrátt fyrir að ­mikla veik­ingu punds­ins gagn­vart krón­unni á árinu þá hefur breskum ferða­mönn­um ­fjölgað um 32 pró­sent miðað við fyrstu átta mán­uði árs­ins.

Bretar voru fjöl­menn­astir í hópi erlendra ferða­manna hingað til lands í fyrra, ásamt Banda­ríkja­mönn­um. Sam­tals komu ríf­lega 241 þús­und ferða­menn frá Bret­landi til lands­ins, eða um 19 pró­sent af heild­ar­fjölda ferða­manna.

Verð­mæti útflutn­ings, einkum sjáv­ar­af­urða, hefur skerst veru­lega við þessa geng­is­þróun sem að framan er lýst. Pundið kostar nú 144 krón­ur, en ­fyrir rúmu ári kost­aði það 206 krónu. Það munar um minna. Í fyrra nam útflutn­ingur til Bret­land 73 millj­örð­u­m króna, og var það um 12 pró­sent af heild­ar­út­flutn­ingi.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, gerði þessa þró­un að umtals­efni á dög­un­um, þegar hann fjall­aði um þróun á erlendum mörk­uð­um. „Fyr­ir­huguð útganga Bret­lands úr ­Evr­ópu­sam­band­inu mun hins vegar hafa nei­kvæð áhrif á afkomu okk­ar, að minnsta ­kosti til skamms tíma á meðan pundið er veikt. Stór hluti þorskaf­urða félags­ins er seldur í Bret­land­i,“ sagði Þor­steinn Már.

Verður að koma í ljós hvernig fer

Erfitt er að segja til um hver á­hrifin af veik­ingu punds­ins verða í Bret­landi til lengd­ar, en flestar spár þar ­gera ráð fyrir að breskt efna­hags­líf mun þurfa að fara í „sárs­auka­fulla“ að­lögun að breyttum veru­leika. Vonir standa til þess að fleiri ferða­menn mun­i heim­sækja land­ið, enda verð­lag skyndi­lega búið að batna um meiran 25 pró­sent ­mælt í flestum helstu við­skipta­mynt­um, en á móti kemur þá hafa mörg iðn­fyr­ir­tæki áhyggjur af því að erf­ið­ara verði að laða til lands­ins þekk­ingu og ­sam­keppn­is­hæft starfs­fólk. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None