Brexit-veruleikinn sagður vísa veginn til einangrunar

Brexit getur haft verulega neikvæð áhrif á viðskipti með sjávarafurðir, segir forstjóri Samherja. Forsætisráðherra Bretlands er harðlega gagnrýndur af The Economist fyrir að boða einangrunahyggju.

Theresa May
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, Ther­esa May, er að færa efna­hags­stefn­u Breta hratt til vinstri. Þetta mátti lesa út úr ræður sem May hélt í gær á fundi Íhalds­flokks­ins, að því er The Economist heldur fram. Í rit­inu er ­stefnu­mark­andi ræða May greind með þeim hætti, að eftir Brex­it-­kos­ing­una í júní, þar sem breskur almenn­ingur kaus með því að yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið, þá sé það orðið að opin­berri stefnu Íhalds­manna að fjar­lægj­ast alþjóða­vætt við­skipta­líf og mark­aðs­bú­skap sem því hefur fylgt.

Hún hafi boðað Brexit sem „hljóð­láta bylt­ingu“ og atburð sem kæmi að­eins einu sinni hjá hverri kyn­slóð. Með Brexit væri almenn­ingur að senda „el­ít­unn­i“ skila­boð um það snérist ekki allt um hana.

Hægri hliðin

Þegar kom að félags­legu hlið­inni, hinum mórölsku skila­boð­u­m ræð­unn­ar, segir The Economist að May hefði hallað sér til hægri. Boð­að pópúl­is­mann frá Nigel Fara­ge, þar sem alið væri á ótta og þjóð­ern­is­hyggju.

Auglýsing

May er sögð hafa gagn­rýnt harð­lega tal þeirra sem gerðu lítið úr ­mik­il­vægi ein­kennum breskrar menn­ing­ar, og talað fyrir því að tím­inn til þess að yfir­gefa „sós­íal­íska breytni“ og „frjáls­lynd hægri sjón­ar­mið“ og marka nýja ­stefnu á miðju stjórn­mál­anna. Þessi nýja stefna væri það sem rík­is­stjórn henn­ar ­myndi móta á grunni breytts veru­leika.Ein­angr­un­ar­hyggja

Í leið­ara The Economist er þessi stefnu­mörkun May gagn­rýnd harð­lega, og hún sögð ala á ein­feldni og það sem væri verst af öllu fyr­ir­ breskt efna­hags­líf; ein­angr­un­ar­hyggju. Þrátt fyrir að May hefði ítrekað að Bret­land myndi form­lega hefja útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu á næsta ári, þá væri ekki góð efna­hags­stefna í aug­sýn. Auk þess væri það mikið áhyggju­efni fyr­ir­ breskt efna­hags­líf, að í land­inu væri vöxt­ur­inn fyrst og fremst í lág­launa­störf­um.Verstu spár ekki ræst

Þrátt fyrir að mörg fag­tíma­rit um við­skipti og efna­hags­líf, The Economist þar á með­al, hafi gagn­rýnt stjórn­völd í Bret­landi fyrir við­brögð­in við Brex­it-­kosn­ing­unni, þá hafa verstu spár um þróun efna­hags­mála í land­in­u ekki ræst. Atvinnu­leysi hefur ekki mikið færst upp og mælist um 5,4 pró­sent, en hag­vaxt­ar­horfur eru nú sagðar umtals­vert verri en áður. Þá hafa alþjóð­leg ­fyr­ir­tæki, á borð við jap­anska bíla­fram­leið­endur og banda­ríska banka, kall­að eftir því að fá skýr­ari stefnu á borðið um hvernig reglu­verkið verði sem taki við af sam­evr­ópsku reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ísland á mik­illa hags­muna að gæta

Þegar kemur að Bret­lands­mark­aði á Ísland mik­illa hags­muna að gæta. Í gegnum tíð­ina hefur þessi 64 millj­óna íbúa þjóð, verið með allra mest­u við­skipta­ríkjum Íslands. Það sam­band hefur frekar styrkst en hitt, á síðust­u árum, enda fjölgar breskum ferða­mönnum sem hingað koma stöðugt. Þrátt fyrir að ­mikla veik­ingu punds­ins gagn­vart krón­unni á árinu þá hefur breskum ferða­mönn­um ­fjölgað um 32 pró­sent miðað við fyrstu átta mán­uði árs­ins.

Bretar voru fjöl­menn­astir í hópi erlendra ferða­manna hingað til lands í fyrra, ásamt Banda­ríkja­mönn­um. Sam­tals komu ríf­lega 241 þús­und ferða­menn frá Bret­landi til lands­ins, eða um 19 pró­sent af heild­ar­fjölda ferða­manna.

Verð­mæti útflutn­ings, einkum sjáv­ar­af­urða, hefur skerst veru­lega við þessa geng­is­þróun sem að framan er lýst. Pundið kostar nú 144 krón­ur, en ­fyrir rúmu ári kost­aði það 206 krónu. Það munar um minna. Í fyrra nam útflutn­ingur til Bret­land 73 millj­örð­u­m króna, og var það um 12 pró­sent af heild­ar­út­flutn­ingi.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, gerði þessa þró­un að umtals­efni á dög­un­um, þegar hann fjall­aði um þróun á erlendum mörk­uð­um. „Fyr­ir­huguð útganga Bret­lands úr ­Evr­ópu­sam­band­inu mun hins vegar hafa nei­kvæð áhrif á afkomu okk­ar, að minnsta ­kosti til skamms tíma á meðan pundið er veikt. Stór hluti þorskaf­urða félags­ins er seldur í Bret­land­i,“ sagði Þor­steinn Már.

Verður að koma í ljós hvernig fer

Erfitt er að segja til um hver á­hrifin af veik­ingu punds­ins verða í Bret­landi til lengd­ar, en flestar spár þar ­gera ráð fyrir að breskt efna­hags­líf mun þurfa að fara í „sárs­auka­fulla“ að­lögun að breyttum veru­leika. Vonir standa til þess að fleiri ferða­menn mun­i heim­sækja land­ið, enda verð­lag skyndi­lega búið að batna um meiran 25 pró­sent ­mælt í flestum helstu við­skipta­mynt­um, en á móti kemur þá hafa mörg iðn­fyr­ir­tæki áhyggjur af því að erf­ið­ara verði að laða til lands­ins þekk­ingu og ­sam­keppn­is­hæft starfs­fólk. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None