lars lökke rasmussen
Auglýsing

Danska rík­is­stjórnin reynir nú hvað hún getur að ná sam­komu­lagi við Evr­ópu­sam­bandið um ein­hvers konar auka aðild Dana að Evr­ópu­lög­regl­unni, Europol eftir að þátt­töku Dana í lög­reglu­sam­starf­inu lýkur 30. apríl á næsta ári. Stjórn­endur ESB eru hins­vegar tregir í taumi og lítt fúsir til samn­inga.  

Sam­kvæmt Maastricht samn­ingnum frá árinu 1993 voru Danir und­an­þegnir fjórum ákvæðum samn­ings­ins, þar á meðal ákvæð­inu um sam­starf í dóms og lög­reglu­mál­um. Vegna breyt­inga á Maastricht samn­ingnum sem hefur í för með sér nán­ara sam­starf (yf­ir­þjóð­lega stjórn Europol) og er ætlað að styrkja sam­vinnu á sviði lög­reglu­mála höfðu Danir um tvennt að velja: segja sig frá Europol sam­starf­inu eða halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um að sleppa áður­nefndum und­an­þág­um. Danska þingið ákvað að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla skyldi haldin og fór hún fram 3. des­em­ber í fyrra.

Hart tek­ist á

Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra, og for­maður Ven­stre, barð­ist hart fyrir því að Danir yrðu ekki und­an­þegnir ákvæðum ESB í dóms-og lög­reglu­málum og yrðu þannig áfram full­gildir aðilar að Europol. Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn (sem styður stjórn Ven­stre) undir for­ystu Krist­ian Thulesen Dahl vildi hins vegar ekki sleppa und­an­þágu­á­kvæð­unum og sögðu að Danir gætu ein­fald­lega gert eins­konar sér­samn­ing og haldið áfram Europol­sam­starf­inu. Eða, ef nauð­syn­legt reynd­ist, haldið aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu þar sem ein­göngu yrði kosið um þátt­töku Dana í Europol. Helstu rök Danska þjóð­ar­flokks­ins voru þau að með því að halda fyr­ir­vör­unum gætu Danir haft eigin stefnu í inn­flytj­enda­málum og landamæra­eft­ir­liti, óbundnir af ákvörð­unum ESB. 

Auglýsing

Nið­ur­staða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar varð sú að Danir vildu ekki sleppa und­an­þágu­á­kvæð­unum og þarmeð ljóst að eftir 1. maí 2017 verða þeir ekki lengur aðilar að Europol.   

Og hvað svo?

Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra lýsti von­brigðum með úrslit þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unn­ar, sagð­ist ótt­ast að erfitt gæti reynst að semja við Evr­ópu­sam­bandið um áfram­hald­andi aðild að Europol. „Maður getur ekki bara plokkað rús­ín­urnar úr jóla­kök­unni þótt það sé freist­and­i.“ Jafn­framt sagði ráð­herr­ann að stjórnin myndi þegar í stað leita eftir við­ræðum við ESB varð­andi mögu­leika Dan­merkur um áfram­hald­andi sam­starf í dóms-og lög­reglu­mál­um. Sagð­ist þó ekki sér­lega bjart­sýnn á samn­ings­vilja Evr­ópu­sam­bands­ins. 

 Sér­samn­ingur og kannski aðrar kosn­ing­ar 

Þing­menn Danska Þjóð­ar­flokks­ins sem börð­ust fyrir því að Danir héldu fyr­ir­vörum sínum við Maastricht samn­ing­inn (og væru þarmeð ekki lengur aðilar að Europol) lýstu ánægju með úrslit kosn­ing­anna. Þeir höfðu talað fjálg­lega um sér­samn­ing eða, ef í það færi, aðrar kosn­ingar þar sem ein­göngu yrði kosið um þátt­töku Dana í Europol. Slíkt myndi Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn styðja, sögðu þing­menn­irn­ir, með for­mann­inn, Krist­ian Thulesen Dahl, fremstan í flokki. Þetta margend­urtóku þing­menn­irnir í aðdrag­anda atkvæða­greiðsl­unnar 3. des­em­ber í fyrra. Miðað við úrslit­in  trúði stór hluti lands­manna, eða rúm­lega helm­ing­ur, þessum stað­hæf­ing­um. Síðar kom í ljós að málið var ekki svona ein­falt.

Ólétt eða ekki ólétt, ekki pínu­lítið ólétt

Í höf­uð­stöðvum Evr­ópu­sam­bands­ins vöktu úrslit kosn­ing­anna í Dan­mörku tak­mark­aða hrifn­ingu. Þar sögðu menn þó fátt en fylgd­ust þeim mun betur með umræðum danskra stjórn­mála­manna. Í des­em­ber 2015 virt­ist 1. maí 2017 ekki rétt handan við hornið og á danska þing­inu töl­uðu sumir eins og allur heims­ins tími væri til stefnu og ekk­ert lægi á að fá nið­ur­stöðu í Europol mál­ið,eins og það var kall­að. En eins og segir í Gleði­banka­text­anum þekkta flýgur tím­inn hratt á gervi­hnatta­öld og skyndi­lega var komið haustið 2016 og ein­ungis örfáir mán­uðir fram að 1. maí á næsta ári. Fyrir nokkrum vikum varð ljóst að í höf­uð­stöðvum ESB væri mjög tak­mark­aður vilji til að semja við Dani um ein­hvers konar sér­sam­komu­lag. Frans Timmer­mann, vara­for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB sagði þegar hann var spurður um hugs­an­lega samn­inga við Dani að þar væri þungt fyrir fæti. „Maður er annað hvort óléttur eða ekki ólétt­ur, ekki pínu­lítið ólétt­ur.“ Af orðum hans að dæma er ein­hvers konar sér­sam­komu­lag því nán­ast úti­lok­að. En hvað þá með hinn mögu­leik­ann, aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í Dan­mörku sem ein­göngu snúi að þátt­töku Dana í Europol? Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn hafði, fyrir kosn­ing­arnar í des­em­ber í fyrra lýst sig fylgj­andi slíkum kosn­ingum ef ekki tæk­ist að semja um sér­sam­komu­lag. 

Já verður nei 

Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra hefur lýst yfir að hann muni ekki boða til sér­stakrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Europol aðild Dana nema með stuðn­ingi Danska Þjóð­ar­flokks­ins, sem hafði jú sagst styðja slíkt. Nú ber hins­vegar svo við að Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn vill ekki lýsa stuðn­ingi við slíka atkvæða­greiðslu og ber því við að með því væri flokk­ur­inn að sam­þykkja opin landa­mæri og frjálsa för (Schengen sam­komu­lag­ið) en það komi ekki til greina. Sem­sagt: því sem Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn lof­aði í fyrra vill hann nú ekki standa við, hefur snúið við blað­inu. Danskir fjöl­miðlar kalla þetta svikin lof­orð. Miðað við yfir­lýs­ingar for­sæt­is­ráð­herr­ans verður því ekki nein þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um Europol mál­ið. 

Reyna að semja um „Europol light“

Dönskum stjórn­völdum er vandi á hönd­um. Europol sam­starfið er mjög mik­il­vægt fyrir Dani. Ekki hvað síst varð­andi upp­lýs­inga­leit og skrán­ingu. Á síð­asta ári leit­aði danska lög­reglan rúm­lega 70 þús­und sinnum í upp­lýs­inga­kerfi Europol. Danski utan­rík­is­ráð­herrann, Krist­ian Jen­sen, seg­ist vona að sam­komu­lag náist um áfram­hald­andi sam­starf á þessu sviði og aðgang Dana að upp­lýs­inga­kerf­inu. „Það er skárra en ekk­ert“ sagði ráð­herr­ann en sagði jafn­framt að það væri afar óheppi­legt að vera í þess­ari stöðu. „Europol er eitt mik­il­væg­asta verk­færi okkar í bar­áttu við glæpa­menn og það væri satt að segja dap­ur­legt ef við gætum ekki lengur nýtt okkur það,“ sagði ráð­herr­ann.

Danskir fjöl­miðlar hafa gefið þessu sam­komu­lagi sem utan­rík­is­ráð­herr­ann von­ast eftir að koma í höfn nafnið „Europol light“.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir tímar og tónlistin á vínyl
Söngkona og lagahöfundur frá Hofi í Öræfasveit sem býr nú í Osló í Noregi safnar fyrir vinyl-útgáfu á plötu á Karolina fund.
Kjarninn 31. október 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Sóttvarnalæknir hvetur rjúpnaveiðimenn til að halda sig heima
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vilja því hvetja alla að vera heima og taka þannig öll þátt í baráttunni, líka rjúpnaveiðimenn.
Kjarninn 31. október 2020
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None