Einu frægasta fyrirhrunsmálinu lokið með klúðri

Hæstiréttur felldi í gær niður mál sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni í hinu svokallaða Sterling-máli vegna klúðurs. Saksóknari skilaði ekki greinargerð í tíma. Málið var mikið fréttamál og langan tíma hefur tekið að púsla saman brotum þess.

Hannes Smárason
Auglýsing

Hæst­i­­réttur felldi í gær niður mál sér­­staks sak­­sókn­­ara gegn Hann­esi Smára­­syni í hinu svo­­kall­aða Sterl­ing-­­máli. Ástæðan er seina­­gangur hjá rikissak­sókn­­ara, sem skil­aði ekki grein­­ar­­gerð í mál­inu fyrr en eftir að frestur til þess var lið­inn. Samt hafði verið veittur auka­frestur til þess að skila grein­­ar­­gerð. Hannes hafði verið sýkn­aður í mál­inu í hér­­aðs­­dómi. Í svari til Vísis í dag segir Sig­ríður J. Frið­jóns­dóttir rík­is­sak­sókn­ari að mis­tök og mann­ekla hafi valdið því að gögnin barúst seint.

Þegar máls­­gögnin bár­ust Hæsta­rétti voru meira en ell­efu ár liðin frá ætl­­uðu broti, nærri átta ár frá upp­­hafi rann­­sóknar og rúmir sautján mán­uðir frá því að rík­­is­sak­­sókn­­ari gaf út á­frýj­un­­ar­­stefnu til að fá hnekkt hér­­aðs­­dómi um sýkn­u. Ákæru­­valdið gat ekki veitt hald­­bærar skýr­ingar á því hvers vegna það tók svo langan tíma að útbúa máls­­gögn og skila þeim til Hæsta­rétt­­ar. Þess vegna var mál­inu vísað frá. 

Hannes var ákærður fyrir fjár­drátt í mál­inu í lok októ­ber 2013. Það snýst um að hann hafi lát­ið milli­­­færa tæp­­lega þrjá millj­­arða króna af banka­­reikn­ingi FL Group í úti­­­búi Danske Bank í New York og inn á nýjan banka­­reikn­ing FL Group hjá Kaup­­þingi í Lúx­em­­borg sem Hannes hafði látið stofna fimm dögum áður. Sam­­kvæmt sér­­­stöku umboði hafði Hannes fullt og ótak­­markað umboð til ráð­staf­ana á fjár­­munum félags­­ins á þeim banka­­reikn­ing.

Auglýsing

Fjár­­mun­irnir voru sama dag færðir frá nýja banka­­reikn­ingnum yfir á banka­­reikn­ing Fons eign­­ar­halds­­­fé­lags, í eigu Pálma Har­alds­­sonar og Jóhann­esar Krist­ins­­son­­ar. Þar var fjár­­hæð­inni skipt í danskar krónur og í kjöl­farið lagðar inn á félagið Fred. Olsen & Co., þáver­andi eig­anda flug­­­fé­lags­ins Sterl­ing Air­lines. Millj­­arð­­arnir þrír mynd­uðu því stóran hluta af þeim fjórum millj­­örðum króna sem Fons greiddi fyrir kaup á Sterl­ing á þessum tíma.

Ragn­hildur Geir­s­dótt­ir, þáver­andi for­­stjóri FL Group, Svein­­björn Ind­riða­­son, þáver­andi fjár­­­mála­­stjóri FL Group, og öll stjórn FL Group utan Hann­esar segja að þau hafi ekki haft hug­­mynd um þessi áform né hafi verið tekin ákvörðun um hana á vett­vangi félags­­ins. FL Group var á þessum tíma almenn­ings­hluta­­fé­lag í eigu rúm­­lega fjögur þús­und aðila.

Hannes var sýkn­aður af ákærunni í hér­aði snemma árs í fyrra. Verj­andi Hann­es­­ar, Gísli Guðni Hall, byggði vörn hans á því að ekki hafi verið sýnt fram á að bind­andi fyr­ir­­mæli hafi verið gefin um milli­­­færsl­una eða ekki. Hannes sagð­ist sjálfur vera sak­­laus af ákærunni og að ekk­ert benti til þess að milli­­­færslan hefði yfir höfuð átt sér stað. 

Þeirri nið­ur­stöðu var áfrýjað til Hæsta­réttar Íslands en nú er ljóst að hann mun aldrei taka málið efn­is­lega fyr­ir, vegna klúð­urs hjá emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara við skil á grein­ar­gerð í mál­in­u. 

Ell­efu ár síðan meint brot átti sér stað

Á meðal þeirra gagna sem lágu til grund­vallar ákærunni voru gögn frá Lúx­em­­borg sem áttu að sýna að fé FL Group hafi ratað inn á reikn­ing Fons. Það fé var síðan notað til að kaupa Sterl­ing. Þess­­arra gagna var aflað með rétt­­ar­beiðni frá Lúx­em­­borg og vegna þeirra er Hannes aðal­­­lega ákærður fyrir fjár­­­drátt. Rann­­sókn á öðrum við­­skiptum FL Group og tengdra aðila með Sterl­ing, þar sem félagið var selt á tugi millj­­arða króna á milli tengdra aðila, var hætt þegar ákæra var gefin út á hendur Hann­esi.

Mál­inu var vísað frá hér­­aðs­­dómi í mars 2014 með þeim rökum að hátt­­semin sem Hann­esi var gefin að sök í ákærunni hafi ekki verið lýst með full­nægj­andi hætti. Sér­­stakur sak­­sókn­­ari áfrýj­aði nið­­ur­­stöð­unni til Hæsta­réttar sem felldi úrskurð Hér­­aðs­­dóms þann 10. apríl 2014 og lagði fyrir hér­­aðs­­dóm að taka málið til efn­is­­með­­­ferð­­ar. Aðal­­­með­­­ferð í mál­inu hófst loks í jan­úar 2015, tæpum tíu árum eftir að hið meinta brot átti sér stað.

Jón Ásgeir og Hannes í per­­són­u­­legum ábyrgðum sam­­kvæmt ákæru

Í ákærunni stóð að „Sak­­ar­­gögn benda til þess að ákærði hafi haldið umræddri milli­­­færslu leyndri fyrir stjórn­­endum og stjórn FL Group, en aðrir en ákærði höfðu ekki aðgang að banka­­reikn­ingi FL Group hjá KBL fyrr en 28. Júní 2005 þegar Einar Sig­­urðs­­son veitti Svein­birni Ind­riða­­syni, þáver­andi fjár­­­mála­­stjóra FL Group, heim­ild til að fá aðgang að öllum banka­­reikn­ingum FL Group hjá KBL.

Jón Ásgeir Jóhann­es­son gekkst, sam­kvæmt ákæru, í per­sónu­lega ábyrgð fyrir láni sem Fons fékk til að greiða fjár­mun­ina aftur til FL Group.Það var ekki fyrr en eftir þrýst­ing, meðal ann­­ars frá þáver­andi for­­stjóra félags­­ins, að fjár­­mun­irnir skil­uðu sér aftur á reikn­ing FL Group í Kaup­­þingi banka hf. 30. júní 2005, eða rúmum tveimur mán­uðum eftir brot ákærða sam­­kvæmt ákæru. Fyrir þann tíma hafði milli­­­færslan ekki verið færð í bók­hald félags­­ins. Þann dag hafði KBL veitt Fons til að greiða umrædda fjár­­muni til baka til FL Group og gegn­ust ákærði og Jón Ásgeir Jóhann­es­­son í per­­són­u­­legar ábyrgðir fyrir end­­ur­greiðslu láns­fjár­­hæð­­ar­inn­­ar. Ekki verður séð að ákærði hafi á þeim tíma eða öðrum haft nokkur for­m­­leg tengsl við starf­­semi Fons“.

Hannes Smára­­son sendi frá sér yfir­­lýs­ingu þegar greint var frá ákærunni. Hann hafn­aði þeim sak­­ar­­giftum sem á hann eru bornar og segir ákæruna „und­­urfurð­u­­lega“. Jón Ásgeir Jóhann­es­­son sagði í bréfi sem hann sendi mbl.is að hann hafi aldrei verið í „ábyrgð fyrir FL Group hf. eða Hannes Smára­­son vegna við­­skipta með Sterl­ing“. Í ákærunni var hann reyndar ekki vændur um að hafa verið í ábyrgð fyrir FL Group eða Hannes Smára­­son, heldur Fons.

Hannes var spurður út í milli­­­færsl­una í Kast­­ljósi 23. októ­ber 2005. Þar sagði hann hana vera „þvælu“. Hægt er að sjá brot úr því við­tali og frek­­ari umfjöllun um málið í umfjöllun Kast­­ljós frá árinu 2009 hér að neð­­an.



Ein umdeild­­ustu við­­skipti fyr­ir­hrunsár­anna

Málið hefur verið til rann­­sóknar frá því haustið 2008 hjá ýmsum emb­ætt­­um. Við­­skipti FL Group, Fons og Sunds ehf. sem áttu sér stað með eign­­ar­hluti í Sterl­ing og öðrum ferða­­þjón­ust­u­­fyr­ir­tækjum á árunum 2005 til 2008 eru ein þekkt­­ustu meintu sýnd­­ar­við­­skipti sem fram­­kvæmd voru á árunum fyrir hrun. Í skýrslu rann­­sókn­­ar­­nefndar Alþingis segir meðal ann­­ars að þau séu „ein­hver umdeild­­ustu við­­skipti Hann­esar [Smára­­son­­ar, fyrrum for­­stjóra og stjórn­­­ar­­for­­manns FL Group] og raunar alls þessa tíma­bils“.

Þótt Hannes hafi verið ákærður fyrir fjár­­­drátt vegna einnar milli­­­færslu á fé þá eru margir aðrir fletir á hinu svo­­kall­aða Sterl­ing-­­máli sem hafa verið til rann­­sókn­­ar. Hér að neðan verða meg­in­at­riði máls­ins rak­in.

Í mars 2005 keypti Fons, eign­­ar­halds­­­fé­lag í eigu Pálma Har­alds­­sonar og Jóhann­esar Krist­ins­­son­­ar, danska flug­­­fé­lagið Sterl­ing á fjóra millj­­arða króna. Nokkrum mán­uðum síðar var Sterl­ing sam­einað öðru flug­­­fé­lagi, Maersk Air, og í októ­ber, sjö mán­uðum eftir kaup Fons á því var Sterl­ing selt til almenn­ings­hluta­­fé­lags­ins FL Group á 15 millj­­arða króna.  Við­­skiptin vöktu athygli og furðu, sér­­stak­­lega þar sem Sterl­ing tap­aði hálfum millj­­arði króna á þeim fáu mán­uðum sem Fons átti það. Samt greiddi almenn­ings­hluta­­fé­lagið FL Group, sem var meðal ann­­ars í eigu þús­unda aðila ( í lok árs 2007 voru hlut­hafar til að 4.283 tals­ins), þessa upp­­hæð fyrir Sterl­ing.

Flestir hlut­haf­anna höfðu gerst hlut­hafar þegar FL Group var flug­­­fé­lagið Flug­­­leið­­ir. Flug­­­rekst­­ur­inn var hins vegar aðskil­inn frá á upp­­­gangs­ár­unum fyrir hrun og settur inn í sér­­stakt félag, Icelandair Group, sem var selt út úr FL Group. Gamla móð­­ur­­fé­lag­inu var sam­hliða breytt í fjár­­­fest­inga­­fé­lag og varð eitt það umfangs­­mesta sinnar teg­undar um nokk­­urra ára skeið.

Grun­­semdir um sýnd­­ar­við­sk­ið­­skipti

Sam­­stundis voru uppi grun­­semdir um að við­­skiptin með Sterl­ing-flug­­fé­lagið væru hluti af ein­hvers­­konar sýnd­­ar­við­­skiptafléttu sem stærstu hlut­hafar FL Group: aðilar tengdir Baugi, þáver­andi stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur­inn og síðar for­­stjór­inn Hannes Smára­­son og Fons hefðu hag af en gætu orðið gríð­­ar­­lega kostn­að­­ar­­samir fyrir aðra hlut­hafa. Grun­­semdir voru líka uppi um að FL Group hefði í raun greitt fyrir þorra þess kaup­verðs sem Fons greiddi fyrir Sterl­ing. Hannes Smára­­son neit­aði því alfarið og sagði sög­u­sagnir þess efnis vera „þvælu“. Pálmi Har­alds­­son, aðal­­eig­andi Fons neit­aði því einnig ítrekað að FL Group hefði fjár­­­magnað kaup Fons á Sterl­ing.

Efna­hags­brota­­deild rík­­is­lög­­reglu­­stjóra hóf að rann­saka þessi við­­skipti árið 2008 að eigin frum­­kvæði. Undir voru grun­­semdir um meint auð­g­un­­ar­brot og brot á ákvæðum hluta­­fé­laga­laga um bann við lán­veit­ingum líkt og þeirri sem FL Group var grunað um að hafa veitt Fons.

Þann 11. nóv­­em­ber 2008 gerðu starfs­­menn skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra síðan ítar­­lega hús­­leit í höf­uð­­stöðvum FL Group, sem þá hafði tekið upp nafnið Stoð­­ir. Þar var lagt hald á ýmis konar bók­halds­­­gögn, skjöl sem tengd­ust ætl­­uðum sýnd­­ar­við­­skiptum með eign­­ar­hluti í Sterl­ing og öðrum ferða­­þjón­ust­u­­fyr­ir­tækjum og ara­grúi tölvu­­póst­­­sam­­skipta afrit­uð.

Hluti þess­­arra gagna voru send áfram til efna­hags­brota­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra í lok árs 2009.

Ragn­hildur stígur fram

Síðan spurð­ist lítið til máls­ins í nokkurn tíma. Í apríl 2010 steig Ragn­hildur Geir­s­dótt­ir, sem var for­­stjóri FL Group á þeim tíma sem Fons keypti Sterl­ing, hins vegar fram og tjáði sig í fyrsta skipti opin­ber­­lega um kaup­in. Hún sagð­ist telja að FL Group hefði að öllum lík­­indum greitt þrjá af þeim fjórum millj­­örðum króna sem greiddir voru fyrir danska flug­­­fé­lagið í mars 2005. Féð hefði verið lagt inn á reikn­ing hjá Kaup­­þingi í Lúx­em­­borg að frum­­kvæði Hann­esar Smára­­sonar en síðan horfið þaðan án til­­hlýð­i­­legra skýr­inga.



Í yfir­­lýs­ingu sem Ragn­hildur sendi frá sér vorið 2010 sagði að henni hefði borist útprentun úr excel-skjali frá Kaup­­þingi í Lúx­em­­borg þar sem „fram komu upp­­lýs­ingar sem mátti skilja sem svo að pen­ing­­arnir hefðu á ein­hverjum tíma­­punkti, í ein­hverjum til­­­gangi, verið milli­­­færðir á Fons“.

Millj­­arð­­arnir þrír sem FL Group lagði inn á reikn­ing­inn í Lúx­em­­borg skil­uðu sér loks þangað aftur í júlí 2005. Þá hafði Ragn­hildur og nokkrir stjórn­­­ar­­menn í FL Group hótað Hann­esi því að málið yrði sent til efna­hags­brota­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra til rann­­sóknar sem fjár­­­dráttur ef féð myndi ekki skila sér.

Beðið eftir gögnum frá Lúx­em­­borg

Í jan­úar 2011 var Hannes Smára­­son yfir­­heyrður af efna­hags­brota­­deild rík­­is­lög­­reglu­­stjóra vegna máls­ins. Ragn­hildur var einnig boðuð til skýrslu­­töku sem vitni. Rann­­sókn þess hafði þá legið niðri um nokk­­urt skeið vegna þess að þeir sem stýrðu henni höfðu flutt sig yfir til sér­­staks sak­­sókn­­ara. Þegar efna­hags­brota­­deildin var síðan sam­einuð sér­­­stökum sak­­sókn­­ara haustið 2011 flutt­ist Sterl­ing-­­málið með.

Hjá sér­­­stökum sak­­sókn­­ara var ákveðið að opna málið að nýju og sækj­­ast eftir gögnum frá Lúx­em­­borg sem gátu sýnt fram á hvert pen­ing­­arnir sem lagðir voru inni á reikn­ing Kaup­­þings í Lúx­em­­borg runnu. Þau gögn feng­ust árið 2013 og sýndu að féð hafði runnið til Fons, sem hafi síðan notað það til að greiða fyrir Sterl­ing. Vegna þess­­arra gagna var Hannes Smára­­son ákærður fyrir fjár­­­drátt í októ­ber 2013.

Tíma­lína atburða í Sterl­ing-­­mál­inu

12.-14. mars 2005

Fons kaupir Sterl­ing á fjóra millj­­arða króna.

22. apríl 2005

Hannes Smára­­son, þá stjórn­­­ar­­for­­maður FL Group, lét milli­­­færa um 2,9 millj­­arða króna af banka­­reikn­ingi FL Group í New York inn á nýjan banka­­reikn­ing félags­­ins í Lúx­em­­borg.

25. apríl 2005

Sama upp­­hæð milli­­­færð af nýja banka­­reikn­ingnum yfir á banka­­reikn­ing Fons. Sama dag var féð milli­­­fært af banka­­reikn­ingi Fons yfir á banka­­reikn­ing þáver­andi eig­anda Sterl­ing.

30. júní 2005

Kaup­­þing í Lúx­em­­borg veitir Fons lán til að end­­ur­greiða FL Group upp­­hæð­ina sem Hannes Smára­­son hafði milli­­­fært á Fons. Hannes Smára­­son og Jón Ásgeir Jóhann­es­­son gang­­ast í per­­són­u­­legar ábyrgðir fyrir end­­ur­greiðslu láns­fjár­­hæð­­ar­inn­­ar.

16. októ­ber 2005

Hannes Smára­­son, sem þá var nýlega orð­inn for­­stjóri FL Group, og Pálmi Har­alds­­son, aðal­­eig­andi Fons, ganga frá kaupum FL Group á Sterl­ing fyrir 15 millj­­arða króna. Sölu­hagn­aður Fons af því að eiga Sterl­ing og Maersk, sem töp­uðu millj­­örðum króna á þessum tíma, varð því ell­efu millj­­arðar króna á um hálfu ári.

Fyrsti árs­fjórð­ungur 2006

Sterl­ing tapar rúmum tveimur millj­­örðum króna.

Nóv­­em­ber 2006

Starfs­­menn FL Group hefja þróun á verk­efni sem fékk nafnið „Project Scantra­vel“. Það verk­efni varð síðan að félagi sem fékk nafnið Northern Tra­vel Hold­ing og var notað til að kaupa Sterl­ing af FL Group í því sem talið eru vera einn stærstu sýnd­­ar­við­­skipti fyr­ir­hrunsár­anna.

21. des­em­ber 2006

Stjórn FL Group veitir Hann­esi Smára­­syni heim­ild til að stofna Northern Tra­vel Hold­ing og sölu á Sterl­ing.

26. des­em­ber 2006

Northern Tra­vel Hold­ing stofn­að. Á sama tíma er gengið frá sölu FL Group og Fons á Sterl­ing, flug­­­fé­lag­inu Astra­eus, Iceland Express, Heklu Tra­vel og Ticket inn í hið nýstofn­aða félag. Eig­endur Northern Tra­vel Hold­ing voru FL Group og Fons, þeir sömu og seldu eign­­irnar inn í það. Auk þess var fjár­­­fest­inga­­fé­lagið Sund sagt eiga 22 pró­­sent hlut. Það sem kom þó ekki fram var að Sund var með sölu­rétt á þeim hlut til Baugs, stærsta eig­anda FL Group. Sam­­kvæmt því sam­komu­lagi átti Baugur að kaupa hlut­inn aftur af Sund fyrir 26. ágúst 2007 á 2,75 millj­­arða króna. Vegna þátt­­töku sinnar í þessum snún­­ingi fékk Sund ehf. greitt tæpan hálfan millj­­arð króna í þókn­ana­greiðsl­­ur.

Des­em­ber 2007

Sam­komu­lag Baugs og Sunds um kaup- og sölu­rétt á hlutum í Northern Tra­vel Hold­ing var fram­­lengt fram í des­em­ber. Þegar kom að því að efna það var Northern Tra­vel Hold­ing látið „kaupa“ hlut Sunds í stað Baugs. Þannig losn­­aði Baugur úr þeirri snöru.

16. sept­­em­ber 2008

Fons kaupir 34 pró­­sent hlut FL Group, sem þá hafði tekið upp nafnið Stoð­ir, í Northern Tra­vel Hold­ing. Greitt var fyrir með hald­­lausum kröfum á Northern Tra­vel Hold­ing. Kaup­verðið var því ekk­ert.

29. októ­ber 2008

Sterl­ing gjald­­þrota og þús­undir far­þega félags­­ins verða stranda­glópar víðs vegar um heim­inn.

11. nóv­­em­ber 2008

Skatta­yf­­ir­völd gera hús­­leit í höf­uð­­stöðvum FL Group.

14. sept­­em­ber 2009

Northern Tra­vel Hold­ing úrskurðað gjald­­þrota. Þrotabú Fons, sem var þá líka farið á hausinn, var langstærsti kröf­u­haf­inn með 15 millj­­arða króna kröfu. Engar eignir voru í búinu.

Jan­úar 2011

Hannes Smára­­son yfir­­heyrður af efna­hags­brota­­deild rík­­is­lögeglu­­stjóra vegna rann­­sóknar á Sterl­ing-við­­skipt­­um. Ragn­hildur Geir­s­dóttir var einnig boðuð til skýrslu­­töku sem vitni. Rann­­sókn þess hafði þá legið niðri um nokk­­urt skeið vegna þess að þeir sem stýrðu henni höfðu flutt sig yfir til sér­­staks sak­­sókn­­ara. Þegar efna­hags­brota­­deildin var síðan sam­einuð sér­­­stökum sak­­sókn­­ara haustið 2011 flutt­ist Sterl­ing-­­málið með.

Haust 2013

Kjarn­inn greinir frá því að rann­­sókn á Sterl­ing-­­mál­inu væri lokið og beðið væri ákvörð­unar um hvort ákært yrði eða ekki.

28. októ­ber 2013

Hannes Smára­­son ákærður af emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara fyrir fjár­­­drátt vegna milli­­­færsl­unn­­ar.

26. mars 2014

Hér­­aðs­­dómur vísar ákærunni á hendur Hann­esi Smára­­syni frá.

10. apríl 2014

Hæst­i­­réttur fellir úr gildi úrskurð hér­­aðs­­dóms um að vísa mál­inu frá og kemst að þeirri nið­­ur­­stöðu að efn­is­­með­­­ferð eigi að fara fram.

28. jan­úar 2015

Aðal­­­með­­­ferð hefst í máli sér­­staks sak­­sókn­­ara gegn Hann­esi Smára­­syni.

18. febr­úar 2015

Hannes Smára­son sýkn­aður í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

14. októ­ber 2016

Hæsti­réttur Íslands vísar máli gegn Hann­esi Smára­syni frá vegna seina­gangs rík­is­sak­sókn­ara við að skila inn grein­ar­gerð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None