Gamanið hefst á ný: Stephen Fry byrjaður að tísta aftur

Fjölmiðlamaðurinn, rithöfundurinn, þáttastjórnandinn og gamanleikarinn Stephen Fry hefur heldur betur stimplað sig inn sem þjóðargersemi Breta í gegnum tíðina. Kjarninn kannaði feril hans og hvað geri hann svo sérstakan.

Stephen Fry hefur verið kynnir á BAFTA-verðlaunahátíðinni í Bretlandi í ellefu skipti.
Stephen Fry hefur verið kynnir á BAFTA-verðlaunahátíðinni í Bretlandi í ellefu skipti.
Auglýsing

Eftir sex mán­aða mál­hvíld á Twitter rauf Stephen Fry þögn­ina og til­kynnti að hann væri far­inn að tísta á ný. Aðdrag­anda brott­hvarfs Fry má rekja til BAFTA-verð­launa­af­hend­ing­ar­innar í febr­úar á þessu ári en hann hætti á Twitter eftir að hafa gert athuga­semdir við klæða­burð eins verð­launa­hafans á sam­fé­lags­miðl­in­um. Fry hefur verið dug­legur að tísta nán­ast frá upp­hafi sam­fé­lags­mið­ils­ins en tístin eru orðin tæp­lega 22.000 tals­ins og er hann með yfir 12 milljón fylgj­end­ur, sem verður að telj­ast nokkuð gott. En hvað hefur Fry gert til að öðl­ast slíkan fylgj­enda­hóp og umtal í fjöl­miðl­um?

Twitter fyrir og eftir

Í þessu umdeilda tísti tal­aði hann um bún­inga­hönn­uð­inn Jenny Bea­van sem „bag lady“ sem vísar til sóða­legra heim­ils­lausra kvennaVið­brögðin létu ekki á sér standa og gagn­rýndu hann margir fyrir ummæl­in. Hann brást ókvæða við og gaf út yfir­lýs­ingu á vef­síðu sinni að hann væri hættur á Twitt­er. Hann benti á að Bea­van, konan sem hann gerði grín að, væri vin­kona hans og að hún hefði ekki tekið illa í athuga­semd­ina. Tístið hefði verið sett fram í góðu og vin­sam­legu grín­i. 

Twitter-reikningur Stephen Fry

Auglýsing

Sjá má tölu­verða breyt­ingu á Twitt­er-­reikn­ingi hans fyrir og eftir hlé. Frá því Fry byrj­aði aftur að tísta hefur hann ein­blínt á við­burði sem tengj­ast vinnu hans eða mál­efnum sem vekja áhuga hans. Minna er um per­sónu­legar athuga­semdir og er nokkuð ljóst að hann heldur ákveð­inni fjar­lægð við fylgj­endur sína miðað við áður. 

Ólátur sem ung­lingur

Stephen Fry fædd­ist í Hamp­stead í London á Englandi árið 1957. Skóla­ganga hans ein­kennd­ist af vand­ræðum og var honum iðu­lega vikið úr skóla fyrir að óhlýðn­ast eða fyrir skapofsa­köst. Hann hefur sjálfur greint frá því að hann hafi stolið hlutum og pen­ingum sem barn og ung­ling­ur, ekki vegna þess að hann þyrfti á því að halda, heldur sótt­ist hann eftir spenn­unni sem fylgdi verkn­að­in­um.

Þetta náði ákveðnum hápunkti þegar hann var 17 ára en þá hann var napp­aður fyrir kredit­korta­stuld og lát­inn húka í fang­elsi í nokkra mán­uði. Hann segir að þetta atvik hafi mótað hann og að eftir þetta hafi hann hætt að taka hluti ófrjálsri hend­i. 

Fræg vin­átta

Eftir þessar æsku­syndir fór Fry í Cambridge, þar sem hann lærði enskar bók­mennt­ir. Örlaga­valdur hans var þó leik­list­ar­klúbbur skól­ans sem kall­að­ist Foot­lights Club en þar fékk hann ástríðu fyrir gam­an­leik og leik­list. Hann kynnt­ist einnig sam­starfs­manni sínum og besta vini, Hugh Laurie, sem hann átti eftir að eiga í blóm­legu sam­starfi við næstu ára­tug­ina. Með þeim í klúbbnum var einnig leik­konan Emma Thom­son sem síðar átti eftir að vinna til Ósk­arsverð­launa og öðl­ast heims­frægð fyrir leik og hand­rita­gerð.



Stephen Fry og Hugh Laurie



Fry and Laurie náðu strax vel sam­an, bæði per­sónu- og fag­mann­lega. Gam­an­þætt­irnir A Bit of Fry & Laurie urðu gríð­ar­lega vin­sælir í Bret­landi og víðar og voru fjórar ser­íur sýndar á BBC á árunum 1989 til 1995. Einnig gerðu þeir félag­arnir saman þætt­ina Jeeves and Wooster, þar sem Fry lék einka­þjón Laurie en atburða­rásin var oft mjög kómísk.

Fleiri þættir komu Fry á kort­ið. Þar má til dæmis nefna Black-Adder II, þar sem hann lék hinn boru­bratta hers­höfð­ingja Lord Melchett. Hann hefur einnig leikið í fjölda sjón­varps­bíó­mynda og í stór­myndum á við V for Vand­etta og The Hobbit. Hann fékk Goben Globe verð­launin fyrir besta leik í aðal­hlut­verki árið 1998 fyrir túlkun sína á Oscar Wilde í kvik­mynd­inni Wilde þar sem hann var sagður fara á kost­u­m. 







Einna frægastur mun Fry vera fyrir að vera spyrill og þátta­stjórn­andi í skemmtisp­urn­inga­þætt­inum QI þar sem grínist­inn Alan Davis hefur setið við hlið hans í ell­efu ár. Frétt­næmt þótti á síð­asta ári þegar Fry ákvað að stíga til hliðar og hætta sem spyrill. Davis mun þó halda áfram við hlið hinnar dönsku Sandi Toksvig sem birst hefur iðu­lega í þætt­inum sem gestur fram að þessu. 

Áhrifa­mik­ill og upp­tek­inn

Ekki síst er Fry þekktur fyrir heim­ilda­þátta­gerð. Hann hefur búið til fjölda þátta þar sem við­fangs­efnin eru marg­vís­leg og sumir þeirra hafa verið sýndir á Rúv. Þar má nefna Stephen Fry in Amer­ica þar sem hann fór þvert yfir Banda­ríkin á breskum leigu­bíl og kynnti sér menn­ingu og þjóð. Hann gerði einnig þætt­ina Last Chance to See, með dýra­fræð­ingnum Mark Carwar­di­ne, og Stephen Fry: Out There þar sem hann fjall­aði um við­horf til sam­kyn­hneigðar um heim all­an.

Einnig hefur hann skrifað bæk­ur, tekið þátt í hinum ýmsu spjall­þátt­um, búið til útvarps­þætti, leikið á sviði og talað inn á tal­bækur og tölvu­leiki. Hann hefur hlotið heið­urs­dokt­ors­nafn­bót og fengið ýmis verð­laun fyrir störf sín í sjón­varpi. Þegar hann varð fimm­tugur heiðr­aði BBC Four hann með því að til­einka tvö kvöld afmæl­inu með heim­ilda­þáttum um hann. Hann hefur því ótví­ræð áhrif á breskt sam­fé­lag og það krist­all­ast meðal ann­ars í verkum hans og við­brögðum almenn­ings við hon­um. 

Glíma við geð­hvarfa­sýki

En þrátt fyrir mikla vel­gengni um ævina hefur Fry ekki alltaf liðið vel. Hann var greindur með geð­hvarfa­sýki árið 1995 eftir að hafa horfið skyndi­lega eftir sýn­ingu í West End í London. Hann greindi síðar frá því að hann vildi enda líf sitt eða í besta falli flýja lífið eins og hann þekkti það. Síðan þá hefur hann ekki veigrað sér við að tala opin­ber­lega um veik­indi sín en hann bjó til heim­ilda­þætti um geð­hvarfa­sýki, Stephen Fry: The Secret Life of the Manic Depressi­ve, sem áttu eftir að vinna til Emmy verð­launa. Þar greindi hann frá sinni eigin reynslu og tók við­töl við fjölda fólks með sama sjúk­dóm. 







Opinn með sam­kyn­hneigð

Fry hefur einnig verið ötull tals­maður sam­kyn­hneigðra en hann ákvað eftir að hann varð frægur að fara aldrei í felur með það. Hann gerði eins og áður sagði heim­ilda­þætt­ina Stephen Fry: Out There þar sem hann tal­aði meðal ann­ars við fræga ein­stak­linga á borð við söngv­ar­ann Elton John um reynslu hans og upp­lifun á tímum for­dóma og þröng­sýni. Einkar athygl­is­vert var þegar hann tal­aði við fólk út um allan heim sem bjó við hinar ýmsu félags­legu aðstæður þar sem það lýsti ofsóknum og þeim hrylli­lega veru­leika sem það þurfti að lifa við.

Fry gift­ist uppi­stand­ar­anum og grínist­anum Elliott Spencer í jan­úar 2015 en tölu­vert var fjallað um gift­ing­una í blöðum í Bret­landi. Fry greindi frá áætl­unum sínum að gift­ast á Twitter og úr því varð tveimur vikum síð­ar. 

Hann er númer tvö á lista yfir áhrifa­mestu sam­kyn­hneigða ein­stak­linga í heim­inum árið 2016 á eftir leik­ar­anum Sir Ian McKellen. 

Óvar­leg ummæli

Fry er vin­sæll við­mæl­andi enda koma blaða­menn og spjall­þátta­stjórn­endur sjaldan að tómum kof­anum hjá hon­um. Hann tjáir sig um allt milli him­ins og jarð­ar, allt frá tungu­mál­inu yfir í trú­ar­brögð. Á net­inu má finna ógrynni við­tala við hann í riti, útvarpi eða sjón­varpi. Fyrir vikið hefur hann í gegnum tíð­ina látið ummæli falla sem ekki eru vel séð. 

Nýleg­asta dæmið er þegar hann sagði í við­tali fyrr á þessu ári að það ætti að vera hægt að skrifa um til dæmis kyn­ferð­is­of­beldi án þess að eiga á hættu að vera rit­skoð­að­ur. Hann sagði að ef fólk kæm­ist í upp­nám við að horfa MacBeth vegna eigin per­sónu­legu reynslu þá væri lítið við því að gera og að fólk ætti ekki að vor­kenna sér. „Sjálfs­vor­kunn er ljótasta til­finn­ing­in,“ var meðal ann­ars haft eftir Fry. Þessi ummæli fóru ekki vel í marga og þótti sumum hann fara yfir strik­ið. Hann baðst síðar afsök­unar á orðum sínum og sagð­ist vera miður sín yfir því að hafa móðgað fólk og sært það. Honum hafi mis­tek­ist herfi­lega að koma frá sér því sem hann ætl­aði að segja. 

En þrátt fyrir umdeild ummæli og nún­inga á sam­fé­lags­miðlum virð­ist Fry ekki geta slitið sig frá opin­berri umræðu. Hann heldur áfram að tjá sig, hvort sem það er á Twitter eða í gegnum aðra miðla og ekk­ert lát er á störfum þess­arar þjóð­ar­ger­semar Breta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None