Auðlegðarskatturinn var alltaf tímabundinn

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingar um að ríkisstjórnin hafi afnumið auðlegðarskatt.

bjarni lífeyrissjóðir
Auglýsing

 Umræða um auð­legð­ar­skatt fór fram á þingi á mánu­dag­inn, þegar Helgi Hjörvar, þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra ræddu um sam­fé­lags­jöfn­uð. Helgi spurði Bjarna meðal ann­ars hvers vegna auð­legð­ar­skatt­ur­inn hefði ekki verið fram­lengd­ur, og Bjarni svar­aði því meðal ann­ars til að fjár­mála­ráð­herra Sam­fylk­ing­ar­innar hafi lofað því að skatt­ur­inn yrði afnum­inn, eða lát­inn renna út. Stjórn­völd hafi svo aðeins látið skatt­inn renna sitt skeið. 

Þessi umræða varð til­efni Stað­reynda­vakt­ar­innar til að taka málið til umfjöll­un­ar, án þess þó að verið sé að kanna beint sann­leiks­gildi þeirra ummæla. Hins vegar hefur sú umræða reglu­lega skotið upp koll­inum að núver­andi stjórn­völd hafi sér­stak­lega aflagt auð­legð­ar­skatt­inn, og því var ákveðið að skoða málið út frá því. 

Upp­haf auð­legð­ar­skatts

Það var Stein­grímur J. Sig­fús­son, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, sem lagði fram frum­varp um tekju­öflun rík­is­ins haustið 2009. Þar var lagt til að lagður yrði auð­legð­ar­skattur við álagn­ingu 2010, 2011, 2012 og 2013, vegna eigna fólks í lok áranna 2009, 2010 og 2011. Í fram­sögu­ræðu sinni kom hann inn á ástæður þess að skatt­ur­inn var settur á. 

Auglýsing

Á und­an­förnum árum auðg­að­ist til­tölu­lega fámennur hópur fólks mikið á útþenslu fjár­mála­kerf­is­ins sem hrundi síðan með alvar­legum afleið­ingum fyrir almenn­ing. Af þessum ástæðum þykir nú sann­gjarnt að taka upp sér­stakan auð­legð­ar­skatt og nýta tekjur af honum til að verja barna­bóta­kerfið og hækka vaxta­bæt­ur....Aug­ljóst má telja að þeir aðilar sem safnað hafa miklum eignum á und­an­förnum árum og hafa notið þess að skattur á fjár­magnstekjur hefur verið lágur auk ann­arra hag­stæðra skatta­reglna hafa því notið lækk­andi skatt­lagn­ingar á meðan allur almenn­ingur hefur axlað þyngri byrð­ar. Af þeim sökum þykir ekki óeðli­legt að við þær aðstæður sem nú eru verði skatt­byrði þessa hóps aukin nokkuð frá því sem áður var.“ 

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, sem Helgi Hjörvar fór fyr­ir, kom sér­stak­lega fram að um væri að ræða „tíma­bund­inn 1,25% skatt á eign­ir manna að frá­dregnum skuldum sem eru yfir 90 millj. kr. hjá ein­stak­ling­um en 120 millj. kr. hjá sam­skött­un­ar­að­il­um. Lagt er til að skatt­ur­inn verði lagður á við álagn­ingu 2010, 2011 og 2012.“ 

Tveimur árum síð­ar, haustið 2011, lagði Stein­grímur svo fram annað frum­varp, um ráð­staf­anir í rík­is­fjár­mál­um, þar sem lagt var til að auð­legð­ar­skatt­ur­inn yrði fram­lengdur um tvö ár, en í með­förum þings­ins tók málið breyt­ingum og skatt­ur­inn var aðeins fram­lengdur um eitt ár

Í umræðum um það mál á þingi tók Helgi Hjörvar til máls og leið­rétti Bjarna Bene­dikts­son. „Hátt­virtur þing­maður vék að auð­legð­ar­skatt­inum og kall­aði það svik að það sem hefði verið kynnt sem tíma­bundið væri nú ekki lengur tíma­bund­ið. Ég verð að leið­rétta hv. þing­mann. Það er að vísu verið að fram­lengja þann skatt um eitt ár, því mið­ur, en hann er engu að síður enn þá tíma­bund­inn.“ Þeir töl­uðu einnig um mögu­leik­ann á því að fólk sem ætti að greiða auð­legð­ar­skatt­inn flytti úr landi, og Helgi sagð­ist skilja áhyggjur „af því ef þetta yrði var­an­legt sem skatt­lagn­ing jafn­mikil og hún er einmitt núna í augna­blik­in­u.“ 

Þegar Oddný Harð­ar­dóttir var orðin fjár­mála­ráð­herra árið 2012 var hún spurð um auð­legð­ar­skatt­inn og sagði „sá skattur er tíma­bund­inn. Fyrst mundi ég skoða þann skatt ásamt lækkun á trygg­inga­gjaldi áður en aðrar skatt­lagn­ingar væru skoð­að­ar,“ um það hvort hún vildi lækka skatta. 

Í við­tali við Við­skipta­blaðið seinna árið 2012 sagði hún „Það eru hins vegar ákveðin vanda­mál með auð­legð­ar­skatt­inn. Hann er þó tíma­bund­inn og ég mun leggja áherslu á að end­ur­nýja hann ekki.“ 

Í milli­tíð­inni sagði Helgi á fundi VÍB: „Auð­legð­ar­skattur er klár­lega neyð­ar­brauð og ekki skatta­fyr­ir­komu­lag sem við viljum hafa við­var­andi. Með honum er leitað til þeirra sem eru efn­að­astir í sam­fé­lagi okkar og þeir fengnir til að leggja sér­stak­lega af mörkum tíma­bundið í erf­iðu árferði. Áætlað er að auð­legð­ar­skatt­ur­inn verði út næsta ár, þó er ekki hægt í okkar erf­ið­leikum að úti­loka að hann verði fram­lengdur eitt­hvað.“

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Ávallt var lögð á það áhersla að auð­legð­ar­skattur væri tíma­bundin ráð­stöf­un, og meðal ann­ars voru það rök þegar málið fór fyrir Hæsta­rétt, að skatt­ur­inn væri tíma­bund­inn og því væri ekki talin ástæða til að líta svo á að hann bryti gegn stjórn­ar­skránni. Það er því nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar að það séu fleipur að halda því fram að rík­is­stjórnin hafi afnumið auð­legð­ar­skatt­inn. Hann var ein­fald­lega lát­inn renna sitt skeið og rík­is­stjórnin greip í raun ekki til neinna aðgerða í sam­bandi við hann. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None