Auðlegðarskatturinn var alltaf tímabundinn

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingar um að ríkisstjórnin hafi afnumið auðlegðarskatt.

bjarni lífeyrissjóðir
Auglýsing

 Umræða um auð­legð­ar­skatt fór fram á þingi á mánu­dag­inn, þegar Helgi Hjörvar, þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra ræddu um sam­fé­lags­jöfn­uð. Helgi spurði Bjarna meðal ann­ars hvers vegna auð­legð­ar­skatt­ur­inn hefði ekki verið fram­lengd­ur, og Bjarni svar­aði því meðal ann­ars til að fjár­mála­ráð­herra Sam­fylk­ing­ar­innar hafi lofað því að skatt­ur­inn yrði afnum­inn, eða lát­inn renna út. Stjórn­völd hafi svo aðeins látið skatt­inn renna sitt skeið. 

Þessi umræða varð til­efni Stað­reynda­vakt­ar­innar til að taka málið til umfjöll­un­ar, án þess þó að verið sé að kanna beint sann­leiks­gildi þeirra ummæla. Hins vegar hefur sú umræða reglu­lega skotið upp koll­inum að núver­andi stjórn­völd hafi sér­stak­lega aflagt auð­legð­ar­skatt­inn, og því var ákveðið að skoða málið út frá því. 

Upp­haf auð­legð­ar­skatts

Það var Stein­grímur J. Sig­fús­son, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, sem lagði fram frum­varp um tekju­öflun rík­is­ins haustið 2009. Þar var lagt til að lagður yrði auð­legð­ar­skattur við álagn­ingu 2010, 2011, 2012 og 2013, vegna eigna fólks í lok áranna 2009, 2010 og 2011. Í fram­sögu­ræðu sinni kom hann inn á ástæður þess að skatt­ur­inn var settur á. 

Auglýsing

Á und­an­förnum árum auðg­að­ist til­tölu­lega fámennur hópur fólks mikið á útþenslu fjár­mála­kerf­is­ins sem hrundi síðan með alvar­legum afleið­ingum fyrir almenn­ing. Af þessum ástæðum þykir nú sann­gjarnt að taka upp sér­stakan auð­legð­ar­skatt og nýta tekjur af honum til að verja barna­bóta­kerfið og hækka vaxta­bæt­ur....Aug­ljóst má telja að þeir aðilar sem safnað hafa miklum eignum á und­an­förnum árum og hafa notið þess að skattur á fjár­magnstekjur hefur verið lágur auk ann­arra hag­stæðra skatta­reglna hafa því notið lækk­andi skatt­lagn­ingar á meðan allur almenn­ingur hefur axlað þyngri byrð­ar. Af þeim sökum þykir ekki óeðli­legt að við þær aðstæður sem nú eru verði skatt­byrði þessa hóps aukin nokkuð frá því sem áður var.“ 

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, sem Helgi Hjörvar fór fyr­ir, kom sér­stak­lega fram að um væri að ræða „tíma­bund­inn 1,25% skatt á eign­ir manna að frá­dregnum skuldum sem eru yfir 90 millj. kr. hjá ein­stak­ling­um en 120 millj. kr. hjá sam­skött­un­ar­að­il­um. Lagt er til að skatt­ur­inn verði lagður á við álagn­ingu 2010, 2011 og 2012.“ 

Tveimur árum síð­ar, haustið 2011, lagði Stein­grímur svo fram annað frum­varp, um ráð­staf­anir í rík­is­fjár­mál­um, þar sem lagt var til að auð­legð­ar­skatt­ur­inn yrði fram­lengdur um tvö ár, en í með­förum þings­ins tók málið breyt­ingum og skatt­ur­inn var aðeins fram­lengdur um eitt ár

Í umræðum um það mál á þingi tók Helgi Hjörvar til máls og leið­rétti Bjarna Bene­dikts­son. „Hátt­virtur þing­maður vék að auð­legð­ar­skatt­inum og kall­aði það svik að það sem hefði verið kynnt sem tíma­bundið væri nú ekki lengur tíma­bund­ið. Ég verð að leið­rétta hv. þing­mann. Það er að vísu verið að fram­lengja þann skatt um eitt ár, því mið­ur, en hann er engu að síður enn þá tíma­bund­inn.“ Þeir töl­uðu einnig um mögu­leik­ann á því að fólk sem ætti að greiða auð­legð­ar­skatt­inn flytti úr landi, og Helgi sagð­ist skilja áhyggjur „af því ef þetta yrði var­an­legt sem skatt­lagn­ing jafn­mikil og hún er einmitt núna í augna­blik­in­u.“ 

Þegar Oddný Harð­ar­dóttir var orðin fjár­mála­ráð­herra árið 2012 var hún spurð um auð­legð­ar­skatt­inn og sagði „sá skattur er tíma­bund­inn. Fyrst mundi ég skoða þann skatt ásamt lækkun á trygg­inga­gjaldi áður en aðrar skatt­lagn­ingar væru skoð­að­ar,“ um það hvort hún vildi lækka skatta. 

Í við­tali við Við­skipta­blaðið seinna árið 2012 sagði hún „Það eru hins vegar ákveðin vanda­mál með auð­legð­ar­skatt­inn. Hann er þó tíma­bund­inn og ég mun leggja áherslu á að end­ur­nýja hann ekki.“ 

Í milli­tíð­inni sagði Helgi á fundi VÍB: „Auð­legð­ar­skattur er klár­lega neyð­ar­brauð og ekki skatta­fyr­ir­komu­lag sem við viljum hafa við­var­andi. Með honum er leitað til þeirra sem eru efn­að­astir í sam­fé­lagi okkar og þeir fengnir til að leggja sér­stak­lega af mörkum tíma­bundið í erf­iðu árferði. Áætlað er að auð­legð­ar­skatt­ur­inn verði út næsta ár, þó er ekki hægt í okkar erf­ið­leikum að úti­loka að hann verði fram­lengdur eitt­hvað.“

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Ávallt var lögð á það áhersla að auð­legð­ar­skattur væri tíma­bundin ráð­stöf­un, og meðal ann­ars voru það rök þegar málið fór fyrir Hæsta­rétt, að skatt­ur­inn væri tíma­bund­inn og því væri ekki talin ástæða til að líta svo á að hann bryti gegn stjórn­ar­skránni. Það er því nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar að það séu fleipur að halda því fram að rík­is­stjórnin hafi afnumið auð­legð­ar­skatt­inn. Hann var ein­fald­lega lát­inn renna sitt skeið og rík­is­stjórnin greip í raun ekki til neinna aðgerða í sam­bandi við hann. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None