Auðlegðarskatturinn var alltaf tímabundinn

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingar um að ríkisstjórnin hafi afnumið auðlegðarskatt.

bjarni lífeyrissjóðir
Auglýsing

 Umræða um auð­legð­ar­skatt fór fram á þingi á mánu­dag­inn, þegar Helgi Hjörvar, þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra ræddu um sam­fé­lags­jöfn­uð. Helgi spurði Bjarna meðal ann­ars hvers vegna auð­legð­ar­skatt­ur­inn hefði ekki verið fram­lengd­ur, og Bjarni svar­aði því meðal ann­ars til að fjár­mála­ráð­herra Sam­fylk­ing­ar­innar hafi lofað því að skatt­ur­inn yrði afnum­inn, eða lát­inn renna út. Stjórn­völd hafi svo aðeins látið skatt­inn renna sitt skeið. 

Þessi umræða varð til­efni Stað­reynda­vakt­ar­innar til að taka málið til umfjöll­un­ar, án þess þó að verið sé að kanna beint sann­leiks­gildi þeirra ummæla. Hins vegar hefur sú umræða reglu­lega skotið upp koll­inum að núver­andi stjórn­völd hafi sér­stak­lega aflagt auð­legð­ar­skatt­inn, og því var ákveðið að skoða málið út frá því. 

Upp­haf auð­legð­ar­skatts

Það var Stein­grímur J. Sig­fús­son, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, sem lagði fram frum­varp um tekju­öflun rík­is­ins haustið 2009. Þar var lagt til að lagður yrði auð­legð­ar­skattur við álagn­ingu 2010, 2011, 2012 og 2013, vegna eigna fólks í lok áranna 2009, 2010 og 2011. Í fram­sögu­ræðu sinni kom hann inn á ástæður þess að skatt­ur­inn var settur á. 

Auglýsing

Á und­an­förnum árum auðg­að­ist til­tölu­lega fámennur hópur fólks mikið á útþenslu fjár­mála­kerf­is­ins sem hrundi síðan með alvar­legum afleið­ingum fyrir almenn­ing. Af þessum ástæðum þykir nú sann­gjarnt að taka upp sér­stakan auð­legð­ar­skatt og nýta tekjur af honum til að verja barna­bóta­kerfið og hækka vaxta­bæt­ur....Aug­ljóst má telja að þeir aðilar sem safnað hafa miklum eignum á und­an­förnum árum og hafa notið þess að skattur á fjár­magnstekjur hefur verið lágur auk ann­arra hag­stæðra skatta­reglna hafa því notið lækk­andi skatt­lagn­ingar á meðan allur almenn­ingur hefur axlað þyngri byrð­ar. Af þeim sökum þykir ekki óeðli­legt að við þær aðstæður sem nú eru verði skatt­byrði þessa hóps aukin nokkuð frá því sem áður var.“ 

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, sem Helgi Hjörvar fór fyr­ir, kom sér­stak­lega fram að um væri að ræða „tíma­bund­inn 1,25% skatt á eign­ir manna að frá­dregnum skuldum sem eru yfir 90 millj. kr. hjá ein­stak­ling­um en 120 millj. kr. hjá sam­skött­un­ar­að­il­um. Lagt er til að skatt­ur­inn verði lagður á við álagn­ingu 2010, 2011 og 2012.“ 

Tveimur árum síð­ar, haustið 2011, lagði Stein­grímur svo fram annað frum­varp, um ráð­staf­anir í rík­is­fjár­mál­um, þar sem lagt var til að auð­legð­ar­skatt­ur­inn yrði fram­lengdur um tvö ár, en í með­förum þings­ins tók málið breyt­ingum og skatt­ur­inn var aðeins fram­lengdur um eitt ár

Í umræðum um það mál á þingi tók Helgi Hjörvar til máls og leið­rétti Bjarna Bene­dikts­son. „Hátt­virtur þing­maður vék að auð­legð­ar­skatt­inum og kall­aði það svik að það sem hefði verið kynnt sem tíma­bundið væri nú ekki lengur tíma­bund­ið. Ég verð að leið­rétta hv. þing­mann. Það er að vísu verið að fram­lengja þann skatt um eitt ár, því mið­ur, en hann er engu að síður enn þá tíma­bund­inn.“ Þeir töl­uðu einnig um mögu­leik­ann á því að fólk sem ætti að greiða auð­legð­ar­skatt­inn flytti úr landi, og Helgi sagð­ist skilja áhyggjur „af því ef þetta yrði var­an­legt sem skatt­lagn­ing jafn­mikil og hún er einmitt núna í augna­blik­in­u.“ 

Þegar Oddný Harð­ar­dóttir var orðin fjár­mála­ráð­herra árið 2012 var hún spurð um auð­legð­ar­skatt­inn og sagði „sá skattur er tíma­bund­inn. Fyrst mundi ég skoða þann skatt ásamt lækkun á trygg­inga­gjaldi áður en aðrar skatt­lagn­ingar væru skoð­að­ar,“ um það hvort hún vildi lækka skatta. 

Í við­tali við Við­skipta­blaðið seinna árið 2012 sagði hún „Það eru hins vegar ákveðin vanda­mál með auð­legð­ar­skatt­inn. Hann er þó tíma­bund­inn og ég mun leggja áherslu á að end­ur­nýja hann ekki.“ 

Í milli­tíð­inni sagði Helgi á fundi VÍB: „Auð­legð­ar­skattur er klár­lega neyð­ar­brauð og ekki skatta­fyr­ir­komu­lag sem við viljum hafa við­var­andi. Með honum er leitað til þeirra sem eru efn­að­astir í sam­fé­lagi okkar og þeir fengnir til að leggja sér­stak­lega af mörkum tíma­bundið í erf­iðu árferði. Áætlað er að auð­legð­ar­skatt­ur­inn verði út næsta ár, þó er ekki hægt í okkar erf­ið­leikum að úti­loka að hann verði fram­lengdur eitt­hvað.“

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Ávallt var lögð á það áhersla að auð­legð­ar­skattur væri tíma­bundin ráð­stöf­un, og meðal ann­ars voru það rök þegar málið fór fyrir Hæsta­rétt, að skatt­ur­inn væri tíma­bund­inn og því væri ekki talin ástæða til að líta svo á að hann bryti gegn stjórn­ar­skránni. Það er því nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar að það séu fleipur að halda því fram að rík­is­stjórnin hafi afnumið auð­legð­ar­skatt­inn. Hann var ein­fald­lega lát­inn renna sitt skeið og rík­is­stjórnin greip í raun ekki til neinna aðgerða í sam­bandi við hann. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Líkja fyrirhugaðri nýbyggingu í Mosfellsbæ við vegginn mikla í Game of Thrones
Íbúar við götuna Bjarkarholt í miðbæ Mosfellsbæjar gera sumir verulegar athugasemdir við breytingar sem stendur til að gera á deiliskipulagi uppbyggingarreits í næsta nágrenni heimilis þeirra.
Kjarninn 2. október 2022
Frá 2009 hefur embættismaður verið fluttur til í annað embætti, án þess að starfið sem um ræðir sé auglýst.
Fimmtungur embættisskipana frá 2009 án auglýsingar
Á síðustu tólf árum hefur embættismaður 67 sinnum verið fluttur í annað embætti án auglýsingar, samkvæmt samantekt forsætisráðuneytisins yfir flutning embættismanna milli embætta frá 2009 til 2022.
Kjarninn 2. október 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None